Morgunblaðið - 07.05.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.05.1995, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 7. MAÍ1995 MORGUNBLAÐIÐ KOMMÚNISTAR efndu til göngu 1. maí undir rauðum fánum Sovétríkjanna og fór hún friðsamlega fram. Á borðann, sem var borinn fremst í göngunni, er letrað. „Héraðsráð Kommúnistaflokksins". Lífskjör rússnesku þjóðarinnar eru almennt litlu betri en þau voru þegar sigrinum yfir nasistum var fagnað fyrir 50 árum og skýrir það þrá margra eftir öryggi því sem einkenndi afkomu flestra á sovéttímanum. Fátæktin, glæp- irnir og sigurinn Glæpabylgjan sem riðið hefur yfír Rússland skyggir á undirbúning Moskvubúa fyrir hátíðarhöldin á þriðjudag er minnst verður sigursins yfír nasistum í síðari heimsstyij- öldinni. Jón Olafsson fjallar um öiyggis- leysi og fátækt þjóðarinnar sem fagnaði langþráðum sigri fyrir 50 árum. ViRKOMAN í Moskvu er undarleg þetta árið. Eftir þunglamaiegan og erfiðan vetur er borgin skyndilega slegin hitabylgju, síð- ustu dagar aprílmánaðar molluleg- ir og heitir eins og um hásumar og dauninn leggur af ótölulegum ruslahaugum á víð og dreif um þessa borg sem er að sökkva í hirðuleysi. Á sama tíma eru yfir- völdin önnum kafin við undirbún- ing stórkostlegra hátíðahalda í til- efni þess að hálf öld er liðin frá Iokum stríðsins í Evrópu. Fjölmiðl- ar eru undirlagðir stríðsminning- um, sjónvarpið telur niður til sigur- dagsins 9. maí með ítarlegum frá- sögnum af sókn sovéska hersins síðustu vikur stríðsins, falli Berlín- ar, sjálfsmorði Hitlers, uppgjöf Þjóðveija. Það er einhver fáránleikablær á þessu öllu saman. Eitthvert furðu- legt misræmi á milli dagiegs lífs fólksins í landinu og sífellt örvænt- ingarfyllri tilrauna við að halda einhvers konar einingu, og láta að minnsta kosti líta svo út að enn sé ríkið öflugt og sigursælt. Á meðan borgarstafsmenn leggja nótt við dag að ljúka vinnu við stríðsminjasafn í Moskvu, renna sífellt fleiri íbúar borgarinnar und- ir fátæktarmörkin, lífsgæðin minnka, þeir sem vinna hjá hinu opinbera mega jafnvel prísa sig sæla ef vinnuveitandanum þóknast að greiða út launin á réttum tíma. Enga vernd að fá En af öllu því sem ógnar lífi venjulegs fólks í Rússlandi um þessar mundir eru glæpir samt efst á blaði. Skoðanakannanir sem gerðar hafa verið upp á síðkastið benda til þess líka; sífellt fleiri telja að glæpir séu það sem helst komi í veg fyrir að hægt sé að vænta mannsæmandi lífs í nánustu fram- tíð. En samt eru það kannski ekki glæpimir sjálfir sem fólki stendur mest ógn af, eða stöðugt betur skipulagðir glæpahringir, heldur fremur sú staðreynd, að enga vernd er að hafa fyrir ræningjum og morðingjum. Lögreglan er máttlaus, það er ekki bara að glæpum íjölgi veldisvíst, heldur fækkar hlutfallslega þeim glæpa- málum sem lögreglunni tekst að upplýsa. Þeir sem eiga eitthvað undir sér geta brugðist við þessu. Efnafólk ræður sér vopnaða Iífverði, stönd- ug fyrirtæki ráða öryggisverði sem gráir fyrir járnum gæta fjár og eigna. Ef einhver starfsemi blómstrar nú í Rússlandi, þá er það öryggisvarsla. Um 30 þúsund fyr- irtæki bjóða þessa þjónustu og þar er undantekningarlítið um vopnaða öryggisverði að ræða. En þetta venjulega fólk, sem bara vinnur einhvers staðar, getur ekki borið hönd fyrir höfuð sér. Það ræður sér ekici lífverði; það besta sem það getur gert er að setja rimla fyrir gluggana hjá sér og safna fyrir jámbentri hurð til að geta þó í það minnsta varist innrásum á eigin heimili. Slíkar innrásir eru því miður ekki óalgengar, hvort sem þar eru á ferðinni „rukkarar" eða bara ótíndir bófar. Aukin völd arftaka KGB Það er í þessu andrúmslofti upp- lausnar og óöryggis sem stjómvöld hafa gripið til þess ráðs að auka verulega valdsvið og réttindi „Ör- yggisþjónustu ríkjasambandsins", arftaka KGB. Yfirlýstur tilgangur með þessu er að herða á baráttu gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Oryggisþjónusta hefur nú sam- kvæmt tilskipun Borís Jeltsíns for- seta rétt til afskipta af hvers kyns starfsemi sem hugsanlega kynni að teljast ógnun við ríkið eða ör- yggi borgaranna. Eins og sakir standa finnst flest- um erfitt að mæla á móti víðtæku valdi Öryggisþjónustunnar, jafnvel þótt það kunni að vekja óþægileg- ar minningar um hvemig KGB njósnaði um og hafði afskipti af ómerkilegustu samskiptum fólks hér áður fyrr. Áhyggjurnar sem vakna með fólki stafa ekki af því að hugsanlega verði persónunjósn- ir á ný daglegt brauð, heldur frek- ar af efasemdum um tilgang stjórnvalda með auknu valdi ör- yggislögreglunnar. Það er nefnilega langt frá því að valdabaráttu sé lokið innan Kremlarmúra. Upp á síðkastið hef- ur Alexander Korzhakov, yfirmað- ur lífvarðar forsetans, þótt seilast til meiri valda en eðlilegt mætti teljast af manni sem hefur það hlutverk eitt að gæta öryggis for- setans. Lífvörður forsetans hefur smám saman tekið yfir starfsemi sem samkvæmt lögum heyrði und- ir aðrar stofnanir, þar á meðal Upplýsingadeild stjórnarinnar, sem hafði það hlutverk að sjá ríkis- stjórninni og Öiyggisráðinu fyrir áreiðanlegum upplýsingum um glæpa- og hryðjuverkastarfsemi innan landamæra Rússlands. Nokkur rússnesk dagblöð hafa upp á síðkastið sakað Korzhakov og hans menn um að hafa stungið undan skýrslum leyniþjónustu hersins sem mæltu gegn hemaðar- aðgerðum í Tsjetsjníu í desember, og Jeltsín og Óryggisráðið hafí því tekið ákvörðun um að beita her- valdi gegn stjóm Dúdajevs, leiðtoga Tsjetsjena, á fölskum forsendum. Misbeiting valdsins Korzhakov hefur smám saman tekist að breyta lífverði forsetans í öryggisþjónustu sem í raun ræður öllu upplýsingastreymi til æðstu stjórnarstofnana ríkisins. Allt er þetta gert undir því yfirskyni að starfsemi öryggis- og leyniþjón- ustunnar verði að samræma. Það gæti líka margt verið til í því ef ekki væri sú tilhneiging Korz- hakovs sjálfs og raunar margra annarra háttsettra embættis- manna að nota vald sitt til að maka krókinn, koma ár sinni fyrir borð, ef vera skyldi að skyndilegar breytingar yrðu í stjórnkerfinu. Þess vegna grunar líka marga, og ekki bara blaðamenn, að tilraunir til að sameina öryggisþjónusturn- ar, auka áhrif þeirra og valdsvið séu fyrst og fremst runnar undan rifjum Korzhakovs, sem vilji hafa völd svipuð þeim sem yfirmenn KGB höfðu á meðan Kommúnista- flokkurinn var tryggilega við völd í Sovétríkjunum. Þegar ástandið er jafnótryggt og ógnvænlegt og það er um þess- ar mundir í Rússlandi, er afar mikilvægt að stjórnvöld hafi sem allra bestar upplýsingar um hrær- ingar á sem flestum sviðum. Há- værar kröfur í Bandaríkjunum um aukin réttindi Alríkislögreglunnar eftir að bygging sambandsstjórn- arinnar í Oklahoma var sprengd í loft upp er gott dæmi um það. Skyndilega er Bandaríkjastjórn að gera sér ljóst að innan landamæra ríkisins er við öflugan her að etja, vel skipulagða hópa fólks sem er tilbúið til vopnaðra átaka í baráttu sinni gegn stjórn ríkisins. En það sem Bandaríkjastjóm á við að etja er ekkert í samanburði við það sem blasir við rússneskum stjómvöld- um. Þess vegna er líka þeim mun mikilvægara að öryggis- og leyni- þjónustur sem upplýsa stjómvöld um það sem raunverulega er að gerast í landinu séu óháðar valda- baráttunni að svo miklu leyti sem það er hægt. Valdaaukning Öryggisþjónustu ríkisins er því tvíbent. Það er fjarri því að almenningsálitið snúist gegn víðtækum afskiptum hennar, ef vera skyldi að henni tækist að snúa vörn í sókn gagnvart glæpa- öldunni og hugsanlega losa við- skipti og atvinnulíf undan hrammi mafíunnar. Á hinn bóginn, þegar allar tilskipanir forsetans virðast engu breyta um ástandið í landinu, er ekki að undra þótt fólk missi trúna á að þeir sem í raun og veru ráða í Kreml vilji eða geti nokkru breytt. Og þá er sama hve glæsi- lega tekst til um hátíðahöldin á sigurdaginn, hvernig er hægt að réttlæta það að lífskjör þorra fólks nú séu litlu betri en þau voru fyr' ir fimmtíu árum, þegar uppgefin þjóð fagnaði langþráðum sigri?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.