Morgunblaðið - 07.05.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.05.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MAÍ 1995 11 voru gefnar töluverðar yfirlýsingar um að mennta- og menningarmálin hefðu forgang. Menn verða að sníða sér stakk eftir vexti. Það er ekki stórmannlegt að eyða um efni fram í menntamálum og velta skuldabagganum yfir á þá sem eru að mennta sig. Hlutur mennta- málaráðuneytisins er mikill í fjármálum ríkis- ins. Ef vel á að vera og menn vilja láta óskir sínar rætast þá verður hann að verða meiri. Hvað tekst í því efni vil ég ekkert fullyrða um. Forveri minn fylgdi mjög aðhaldssamri stefnu og ég tel að það hafí verið sparað eins og frekast er kostur, það verður því erfitt að skera meira niður.“ Það á semsagt að auka hlut menntamála í ríkisú tgjöldum ? „Það er í samræmi við stefnu míns flokks fyrir kosningar og þær áherslur sem lagðar voru í kosningabaráttunni, að standa vel að mennta- og menningarmálum. Ég hef fyrst og fremst látið að mér kveða í alþjóðamálum á undanförnum árum og ég hef haldið því fram að við nýtum ekki þau tækifæri sem þar skapast, sem eru miklu fleiri en nokkru sinni fyrr, nema við stöndum vel að menntamálum, vísindum og rannsóknum. Það gerist ekki nema mönnum séu sköpuð tækifæri til að nýta þessa nýju kosti sem við blasa. Það á að líta á framlög í þessu skyni sem fjárfest- ingu. Við þurfum að huga sérstaklega að sjáv- arútvegsfræðum, skipstjómarmálum og mat- vælaiðnaðinum. Við erum matvælaútflytjend- ur, kröfurnar eru að aukast sem við getum ekki uppfyllt nema við stöndum vel að mennta- málum okkar á þessu sviði,“ segir Björn. Engir oórir sem gælo aó íslenskri menningu „Við megum ekki gleyma því að það eru engir aðrir en íslendingar sem gæta að ís- lenskri menningu, íslenskri tungu og íslenskri sögu. Við felum engum öðrum þessi verkefni. Um leið og við styrkjum okkur til þátttöku í alþjóðlegu samstarfí í gegnum menntun verð- um við að minnast ákveðinna grunnþátta eins og þessara sem við ein í heiminum getum sinnt. Sjálfur hef ég oft lýgt þeirri skoðun minni að Islandssagan hafi farið halloka í skólakerf- inu. Ég hlustaði á breskan fræðimann flytja erindi um daginn um alþjóðamál. Hann var meðal annars að tala um stöðu Bandaríkjanna og sagði að Bandaríkjamenn væru að breyta um afstöðu í heimsmálum meðal annars út af því að sögukennsla hefði orðið að víkja fyrir fræðslu um umhverfismál. Hann sagði áð þetta leiddi jafnvel til þess að Bandaríkja- menn vissu ekkert um sína stöðu, þeir yrðu rötlausir af því að þá skorti þær forsendur sem þeir hefðu ef þeir áttuðu sig á sinni sögu. Ég held að þetta eigi við um allar þjóðir og við sjáum það þegar kerfín eru að hrynja í Austur-Evrópu núna. Hvað er það sem gefur þjóðunum styrk? Tilvísunin til eigin sögu, trú- arbragða og menningar. Þetta eru sterkustu forsendurnar í tilfinningalífi hverrar þjóðar. Við verðum að leggja rækt við þetta því það er enginn annar sem gerir það fyrir okkur. Annars getum við heldur ekki látið verulega að okkur kveða í aiþjóðlegu samhengi." Jákvæó umræóa Þú hefur talað um að umræða um mennta- mál þurfi að vera jákvæð. „Já, mér fínnst hún hafa verið á of neikvæð- um brautum. í kosningabaráttunni fórum við þingmenn víða og heyrðum hljóðið í kennurum og nemendum. Að vísu var verkfall og aðstæð- ur kannski sérstakar. En það þarf að laða fram jákvæða þætti og sameina sem flesta í jákvæðri umræðu um þessi mikilvægu mál. Ef ég get stuðlað að því finnst mér nokkuð hafa áunnist." En stafar þessi „neikvæða umræða “ ekki til dæmis af því að laun kennara eru of lág og nemendur of margir í bekkjum? Verður ekki að taka á þessu svo umræðan geti orðið jákvæð? Umræðurnar um menntamálin koma oft fram í slíkum atriðum en það á að líta á fleiri þætti. Stefnumörkun í menntamálum er stór- mál sem þarf að ræða meira fyrir opnum tjöld- um. Það hafa verið skoðanir uppi um það, meðal annars meðal kennara, að skólamál og kennslumál væru svo sérhæfð að foreldrar ættu ekki að skipta sér af þeim og ekki aðrir en þeir sem hefðu sérþekkingu. Ég er ekki á þeirri skoðun. Ég tel að þetta sé efni sem eigi að ræða almennt. Allir eigi að geta tjáð sig um það. Allir hafi sama rétt til þess og allir hafi í raun eitthvað til málanna að leggja ef þeir hafa lagt sig fram um að kynna sér hlutina. Þetta er ekkert einkamál kennarar- stéttarinnar heldur mál allrar þjóðarinnar sem þarf að ræða á þeim forsendum. Þetta snertir hvert einasta heimili í Iandinu. Foreldrasamtök hafa verið að eflast og aukast og mér finnst að það eigi að taka fullt tillit til sjónarmiða þeirra í þessum umræðum. En málaflokkarnir hér eru þannig að það þýðir lítið að vera með einhliða yfirlýsingar. Það verður að laða marga fram til samstarfs til að komast að niðurstöðu sem sæmilegur friður er um.“ Hvað er það sem gef- ur þjóðunum styrk? Tilvísunin til eigin sögu, trúarbragða og menningar. Þetta eru sterkustu for- sendurnar í tilfinn- ingalífi hverrar þjóð- ar. Við verðum að leggja rækt við þetta því það er enginn annar sem gerir það fyrir okkur. til . menntunar hafa bitnað á ákveðnum starfsgreinum og starfsnámi ýmiss konar. Ef við horfum út fyrir landsteinana er alls staðar unnið að því að auka hlut starfsnámsins. Nefna má hina nýju Leonardo-áætlun Evr- ópusambandsins sem mennta- málaráðuneytið kynnti í vikunni. Það eru ýmsar hugmyndir hér um breytingar á iðnnámi sem menn hljóta að skoða.“ Samtímagreióslur kosta hundruó milljóna Munt þú reyna að hafa samráð við þá sem ákvarðanir snerta beint? „Eins og frekast er kostur. Stjórnkerfi okk- ar er þannig að samráðskröfumar eru mjög ríkar. Ég hef sagt á fundum að það sé sjálf- sagt að hafa samráð, en samráð þýðir ekki að menn séu sammála. Menn þurfa ekki að komast að þeirri niðurstöðu sem viðmælandinn vill en menn geta heyrt ólík sjónarmið og eiga að gera það. Mér fínnst oft alið á tortryggni á þeirri forsendu að það sé ekki talað við menn og mér finnst að allt slíkt sé þess eðlis að það eigi að vera hægt að koma í veg fyrir það. Hins vegar felast engin fyrirheit um að menn verði endilega sammála í því að hafa samráð við aðra.“ Sögukennslan farió halloka Þú nefndir að sögukennslan hefði orðið út- undan að þínu mati. Finnst þér að það þurfi að endurskoða námsskrá í grunnskólum? „Þessi mál þurfa sífellt að vera í endurskoð- un. Ég er samt ekki með þessum orðum að gefa yfirlýsingu um að það skuli hrundið í framkvæmd einhverri allsheijarendurskoðun á námsskrá. Það má taka einstaka þætti. Það hefur margt breyst bæði í okkar sögu og heimssögunni. Við þurfum að líta á hvernig því öllu verður komið til skila. Við þurfum líka að huga að áherslunum. Ég tel að það sé eitt af frumverkefnum okkar íslendinga í heimsmenningunni að rækta okkar eigin menningu og ýta undir þá sem eru að rækta íslenskan menningararf erlendis. Það er ekki við því að búast að aðrir geri það.“ Þurfum við nýja menntastefnu? „Ný menntastefna liggur nú fyrir, meðal annars með lögum um grunnskóla og frum- varpi um framhaldsskóla, sem flutt verður á haustþingi og vonandi afgreitt sem fyrst. Áherslurnar geta vissulega breyst með nýjum ráðherra en þær geta rúmast innan þeirrar stefnu sem mótuð hefur verið." Þannig að það verður ekki skipuð enn ein nefndin til að móta menntastefnu? „Nei. Það er ástæðulaust að hver ráðherra skipi sérstaka nefnd til að móta einkamennta- stefnu. Svo er mjög umdeilt hvað felst í hug- takinu menntastefnu. Þessi stefnumörkun laut sérstaklega að grunnskólanum og framhalds- skólanum." Talandi um framhaldsskólafrumvarpið. Há- skólakennarar kvarta undan því að nemendur sem þangað koma séu ekki nógu vel undirbún- ir. Þarf að endurreisa stúdentsprófið? „Ég hef nú ekki myndað mér skoðun á því. Það eru gerðar ákveðnar kröfur til fram- haldsskólanna og ég vona að þeir uppfylli þær því annars erum við illa sett. Það er spurning hve miklu verði áorkað með stjórnvaldsaðgerð- um. Varðandi framhaldsskólann má nefna að sums staðar erlendis eru menn að ræða það að gera hann að skyldu. Allir eigi að fá meiri menntun en grunnskólamenntun. Mín stefna er sú að mikil menntun geti aldrei skaðað og sé frekar til góðs en ills. Allar leiðir til að gera menn betur menntaða séu af hinu góða.“ Þannig að þú myndir ekki taka undir með þeim sem segðu hættu á að verið væri að mennta fólk til atvinnuleysis? „Ég vona að við höfum þjóðfélag sem veit- ir öllu vel menntuðu fólki störf. Að sjálfsögðu hafa möguleikarnir hér verið mjög takmarkað- ir í ýmsum störfum, en það má auka mjög veg annarra starfsgreina. Hefðbundin viðhorf Ef ég má vikja að Lánasjóði íslenskra nárnsmanna, hvaða ástæða er til að hrófia við honum núna? „Það var samið um það milli stjómarflokkanna að endurskoða lög og reglur lánasjóðsins. Það er of snemmt að segja til um hvað komi út úr því. Það hefur ekki verið ákveðið hvemig verði staðið að þessari endurskoðun. Hvorki formlega né hver markmiðin verða. Það er ljóst frá mínum bæjardyrum séð að það má ekki gera neitt í málefnum lánasjóðsins sem kemur honum í sömu kreppu og hann var í árið 1991 þegar hann var að komast í greiðslu- þrot. Ólafur G. Einarsson tók mjög rösklega á því máli. Sjóður- inn er núna í viðunandi horfí. Mér finnst fráleitt að raska því, en auðvitað má lengi endurskoða. Menn em með hugmyndir um samtímagreiðslur svokallaðar þannig að námsmenn fái. lánin ekki eftir á eins og nú er. Það er ákkflega dýrt að hrinda þessu í framkvæmd, svo skiptir hundruðum milljóna króna. Menn hljóta að velta því fyrir sér hvort það sé skynsamlegt að veija takmörkuðum fjármunum til menntamála í það.“ Verða námsmenn hafðir með í ráðum? „Fulltrúar stúdentaráðs hafa nú þegar kom- ið til mín og það er alveg ljóst að þeir verða hafðir með í ráðum með einum eða öðrum hætti. Annað félli ekki að þeirri skoðun minni að það sé sjálfsagt að hafa samráð.“ Sótt um menningarmólin Menningarmálin heyra líka undir þitt ráðu- neyti. Fær menning þrifist án ríkisstyrkja? „Ég held það sé góð sátt um það á íslandi að það beri að standa að menningarmálum með framlögum af skattfé almennings. Ég hef ekki áhuga á því að sú sátt verði rofin. Að sjálfsögðu á að gera kröfu á því sviði eins og öðrum um að það sé skynsamlega að ráð- stöfun hins opinbera fjár staðið. Það er æski- legt að það verði komið skýrari skipan á út- hlutun styrkja til menningarmála. Menn viti hvar þeir standa. Það tel ég í samræmi við breytingar í stjórnsýslunni á undanförnum misserum með stjórnsýslulögum meðal ann- ars. Það er mjög brýnt að ráðuneyti lagi sig að því og allar starfsreglur verði gegnsæjar og skýrar." Eiga þessi faglegu viðhorf Ifka við um skip- an stjórna menningarstofnana? „í mörgum tilvikum ber að gera það sam- kvæmt ákveðnum tilnefningum. Ég hef verið þeirrar skoðunar að það verði að hafa þar ákveðið svigrúm fyrir stjómmálamenn. Hvað eru fagleg vinnubrögð? Það er svo umdeilt. Ég gef ekki mikið fyrir orðið „faglegur" þeg- ar menn eru að nota það til að þrengja að ákvörðunarvaldi stjórnmálamanna. Mér finnst felast í því vanmetakennd, þegar stjórnmála- menn ganga fram fyrir skjöldu tií að tak- marka hið pólitíska vald. Þeir era þó kallaðir til ábyrgðar á tjögurra ára fresti sem ekki gildir um hina „faglegu" tilnefningaraðila. Stjórnmálamenn geta verið mjög faglegir ekki síður en aðrir.“ Næm kvikan i fjölmiðlunum Nú ert þú gamall blaðamaður, Björn. For- verí þinn gerði siðgæði fjölmiðla að umtals- efni. Þú hefur starfað á vettvangi Evrópuráðs- ins sem samþykkti umdeilda ályktun á sínum tíma um fjölmiðlasiðferði. Hyggstu beita þér í embætti fyrír bættum vinnubrögðum fjöl- miðla? „Ég býst við að ég muni gera það líkt og ég taldi mig gera þegar ég starfaði sem blaða- inaður. Það sem er hvað viðsjárverðast í fjöl- miðlum núna er ofbeldi sem fer út fyrir mörk- in, en lög voru sett um það á Alþingi í vetur. Þetta er mjög viðkvæmt svið og erfitt að setja almennar reglur. Ég er þeirrar skoðunar að opinber íhlutun á þessu sviði eigi að vera mjög takmörkuð. Ályktunin sem samþykkt var á þingi Evrópu- ráðsins, þar sem eru fulltrúar tuga Evrópu- ríkja, var að mörgu leyti athyglisverð. Það var verið að taka þar á málum sem eru mjög viðkvæm. Stjórnmálamenn og aðrir aðilar heldur en fjölmiðlamenn reyndu að fóta sig á almennum reglum. Eftir að þetta var sam- þykkt fór allt á annan endann, sérstaklega meðal útgefenda og blaðamanna sem mót- mæltu þessu harðlega og töldu þetta vera inngrip í hið heilaga frelsi fjölmiðlanna. En það sést á þessu að þarna er ákaflega mikil togstreita. Mér finnst fjölmiðlarnir of við- kvæmir fyrir sjálfum sér. Ef stjórnmálamenn væru eins viðkvæmir og fjölmiðlarnir væri hér allt í háalofti. Kvikan hjá fjölmiðlunum er miklu næmari en hjá þeim sem starfa að stjórnmálum. Stjórnmálamenn láta miklu fleiri hluti ganga yfír sig án þess að æmta eða skræmta. Þráðurinn í fjölmiðlamönnum er miklu styttri en hjá öðrum. Það sýnir að þeir telja sig þurfa að veija sitt sjálfstæði með snörpum viðbrögðum en eiga erfítt með að taka þátt í almennum umræðum um eigin stöðu. Umræður um almennar starfsreglur á þeirra sviði séu aðför að málfrelsinu. Þetta eru umræður sem fara fram hér og alls stað- ar og þeim verður haldið áfram. Löggjafar- vald, framkvæmdarvald og dómsvald starfa í samræmi við stjórnarskrá og lög. Fjölmiðlarn- ir, sem kannski líta á sig sem fjórða arm valdsins, hafa þróast út frá öðrum lögmálum og bregðast alltaf mjög illa við þegar menn velta fyrir sér hvort hægt sé að setja um þá almennar reglur. Hér á landi höfum við mjög öflugan ríkis- fjölmiðil og það er af svipuðum toga að þegar hafnar eru almennar umræður um hann rísa starfsmennirnir upp og telja vegið að heilögum rétti sínum. Það á það sama við um Ríkisút- varpið og aðra fjölmiðla að kveikurinn er mjög stuttur." Rikisútvarpió Er að vænta breytinga á starfsemi Ríkisút- varpsins? „í stjórnarsáttmálanum er mælt fyrir um að aðstöðumunur verði jafnaður þar sem ríkið stundar atvinnurekstur í samkeppni við einka- aðila. Arðsemiskröfur verði gerðar til fyrir- tækja ríkisins. Áhersla verði á að breyta rekstrarformi ríkisviðskiptabanka og fjárfest- ingarlánasjóða. Það sama eigi við um fyrir- tæki og stofnanir í eigu ríkisins sem séu í samkeppni við einkaaðila. Unnið verði að sölu ríkisfyrirtækja í samræmi við ákvarðanir Al- þingis. Ég á að fara eftir þessari stefnuyfirlýs- ingu eins og aðrir sem starfa á vegum ríkis- ins. Ég hlýt að líta á þau fyrirtæki sem undir ráðuneytið heyra. Ég veit ekki til þess að annað eigi að gilda um Ríkisútvarpið. Ef ég væri starfsmaður þar myndi ég lesa þetta og búa mig undir að mín starfsemi félli að þessu.“ Hvað þýða þessi orð stefnuyfírlýsingarínn- ar? Á aðjafna samkeppnisstöðu Ríkisútvarps- ins og annarra Ijósvakamiðla? Á að einkavæða Rás 2? „Við eigum eftir að gera verkefnaáætlun fyrir ráðuneytið en þá hljótum við að skoða þessi tvö mál sem þú nefndir.“ millilióalausu sambandi Á meðan við höfum talað saman höfum við heyrt tölvuna þína gefa merki um að tölvupóst- ur væri kominn. Það hefur komið fram í frétt- um að þú værir tengdur við „internetið“ og værír kominn með svokallaða heimasíðu. Sérðu fyrir þér að þessi nýju tölvusamskipti eigi eftir að gegna hlutverki í menningar- og menntamálum þjóðarinnar? „Tvímælalaust. Möguleikarnir eru ótæm- andi. Menntamálaráðuneytið er með heimasíðu og þar eru ýmsar upplýsingar. Sama er með Alþingi. Ég hef mína heimasíðu sem ég hef haft mjög gaman af og fengið mikið út úr. Eftir að ég varð ráðherra hef ég haldið áfram að skrifa inn á hana um mína reynslu. Nú get ég náð milliliðalaust til fólks og skrifað það sem mér dettur í hug inn á netið. Fjölm- iðlamenn hljóta að velta fyrir sér stöðu sinni við þessar breyttu aðstæður. í menntakerfinu er mikill áhugi á tölvumál- um. Það varð ég meðal annars var við í kenn- araverkfallinu. Ég hef hug á að ýta undir þessa tækninýjung. Varðandi tölvusamskipt- in við útlönd þá verður ríkið að auka band- breiddina. Það er ekki viðunandi að hafa jafn- takmarkaða bandbreidd og núna. Það á stækka hana í að minnsta kosti tvö „mega- bæt“ og hafa þessa þjónustu á lágu verði þannig að sem flestir geti nýtt sér hana. Þetta er ekki einungis leið okkar út úr land- inu heldur einnig annarra inn í landið til að afla upplýsinga. Ef gáttin er of þröng tekur svo langan tíma að komast í gegn að menn hætta að nenna því. Almennt talað á ríkið ekki að vera með puttana í þessu heldur leyfa sem mest frelsi. Ég tel líka mjög mikilvægt að þróa sem fyrst fræðslu- og menningarefni á CD-rom diskum, þar sem menn færa sér margmiðlun- artækni í nyt. Það þarf að gera skipulegt átak í að nýta hana. Það þarf að koma þróunarað- stoð frá ríkinu ef kostur er. Það kostar sitt en ef við hugum ekki að því þá drögumst við fljótt aftur úr.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.