Morgunblaðið - 07.05.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.05.1995, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 7. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ SÍÐARI UMFERÐ FRÖNSKU FORSETAKOSNINGANNA TEKST JOSPIN HIÐ ÓMÖGULEGA? ÓLÍKLEGT er að Jospin beri sigur úr býtum í frönsku forsetakosningunum en þó ekki útilokað. Hér undirbýr hann ræðu fyrir kosningafund í Mulhouse um borð í flugvél frá Caen. Honum til að- stoðar er ritari hans, Nicole Baldet. CHIRAC tekur í hendur stuðningsmanna sinna á fundi í Metz. Flestir stjómmálaskýrendur spá honum sigri en honum hefur þó ekki gengið sem skyldi síðustu daga vegna yfirlýsinga sinna í Evrópumálum. Frönsku forsetakosn- ingamar hafa öðru fremur snúist um Frakkland og hið mikla atvinnuleysi í landinu, segir Steingrímur Sig- urgeirsson, sem fylgst hefur með lokaspretti baráttunnar. Hann seg- ir flest enn benda til að Jacques Chirac sigri en að alls ekki sé hægt að útiloka að Lionel Jospin komi enn einu sinni á óvart. yndi af stjómmálum og Frakkar. Þegar kosningar eru í nánd kemst fátt annað að. Alls staðar eru stjómmál rædd og allir hafa skoð- anir á hlutunum. I fjölmiðlum velta sérfræðingar fyrir sér þróun mála út frá öllum hugsanlegum hliðum og af meiri ákefð en við eigum að venjast. í Frakklandi snúast stjórn- mál ekki bara um málefni, þau em list og lífíð sjálft. Lýsandi dæmi er að eitt vinsæl- asta sjónvarpsefnið eru brúðuþætt- ir fyrir fréttatíma, þar sem gert er góðlátlegt grín að nýjustu at- burðunum og aðalleikararnir eru þekktustu stjómmálamenn lands- ins í líki tuskubrúða. Lengi vel var þátturinn Le Bébete Show á stöð- inni TFl allsráðandi í þessum efn- um en undanfarin ár hafa brúðurn- ar í Guignols d’Info haft vinning- inn. Hvar annars staðar en í Frakk- landi gæti vinsælasta (og jafn- framt eitt besta) stjórnmálaefnið verið brúðuleikhús og þar að auki haft töluverð áhrif á almennings- álitið? Það eru flestir sammála um að Jaeques Chirac, fyrram forsætis- ráðherra og borgarstjóri Parísar, geti þakkað brúðunum auknar vin- sældir sínar að veralega leyti. Þeg- ar vinsældir Edouards Balladurs voru í hámarki og margir stuðn- ingsmanna hans höfðu fært sig yfir í herbúðir Bálladurs, var Chirac-brúðan vorkunnarleg. Borgarstjórinn var fúllyndur, einn og yfirgefínn úti í horni og ávallt með aðra höndina í vatnsfötu (vegna þess að hann brenndi sig á Balladur). Fyrir nokkra breytti hún hins vegar um framkomu og varð vinaleg og aðlaðandi. Og viti menn. Vinsældir Chiracs jukust óðfluga. Valdamikill forseti Kosningar í Frakklandi era ávallt stórmál. Engar kosningar eru hins vegar mikilvægari, jafnt fyrir Frakka sjálfa sem umheim- inn, en forsetakosningamar, sem haldnar eru á sjö ára fresti. For- setaembætti fimmta lýðveldisins var mótað af Charles de Gaulle hershöfðingja árið 1958 og fyrir de Gaulle. Líklega hefur enginn forystumaður lýðræðisríkis hlut- fallslega meiri völd en Frakklands- forseti. Hann ræður yfir kjarn- orkuherafla Frakklands og hann mótar utanríkisstefnuna. Forseti getur leyst upp þingið þegar hon- um hentar og hann getur skipað forsætisráðherra að vild. Ef forseta líka ekki ákvarðanir þingsins eða ríkisstjórnarinnar, hefur hann vald til að hafna þeim. Hann er ekki bundinn af þinginu líkt og Banda- ríkjaforseti. Það ætti því ekki að koma á óvart að vinsæll forsætisráðherra á borð við Balladur skuli ákveða að freista gæfunnar, þegar skoð- anakannanir sýna að hann myndi vinna auðveldan sigur, þrátt fyrir að hann hafi gert samkomulag við Chirac um annað fyrir tveimur árum. Gæfan er hins vegar fall- völt og Balladur tókst ekki ætlun- arverk sitt. Þegar atkvæði höfðu verið talin í fyrri umferð forseta- kosninganna fyrir tveimur vikum kom í ljós að þeir tveir frambjóð- endur, sem komust áfram í síðari umferð kosninganna, voru þeir Jacques Chirac og sósíalistinn Li- onel Jospin. Flest bentir til að Chirac muni vinna sigur í kosningunum. Síðustu kannanir fyrir kosningar, sem birt- ust fyrir viku, spáðu honum um 55% atkvæða en Jospin 45%. Kannanir era ekki óskeikular, líkt og kom í ljós í fyrri umferðinni. Þrátt fyrir að í fáum öðrum ríkjum sé jafnmikið lagt í kannanir tókst þeim ekki að spá fyrir um sigur Jospins í fyrri umferðinni. Chirac er ekki lengur jafnsigurviss og samkvæmt orðrómi í stjórnmála- og fjölmiðlaheimi Frakklands benda óopinberar kannanir til að mun mjórra verði á mununum en lengi var talið. Allt getur gerst og fáir útiloka lengur, að Jospin eigi raunhæfan möguleika á sigri. Það sýndi sig í fyrri umferðinni að stór hópur kjósenda gerði upp hug sinn á síðustu stundu. Búist er við að það sama gerist í dag og mun þessi hópur ráða miklu um úrslitin. Þá á eftir að koma í ljós hvernig þau 40% kjósenda sem kusu fram- bjóðendur yst til hægri og vinstri fyrir tveimur vikum veija atkvæði sínu. Jospin í sókn Jean-Michel Thenart, stjóm- málaritstjóri dagblaðsins Libérati- on, segir í samtali við Morgunblað- ið að ólíklegt sé að Jospin sigri en það sé þó ekki óhugsandi. Ekki sé einungis hægt að miða við at- kvæðamagn Chiracs í fyrri umferð- inni því þegar tekin séu saman atkvæði til hægri og vinstri sé stað- an honum í vil. Málið sé flóknara en svo. „Þjóðarfylking Le Pens er ekki hægriflokkur heldur öfga- hægriflokkur. Flokkurinn er mjög andsnúinn Chirac og sækir að auki mikið fylgi til fyrrum kjósenda Kommúnistaflokksins. Kjósendur flokksins munu því ekki fylkja sér um Chirac. Það verður spennandi að sjá hvemig fylgi Le Pens mun skiptast, hvort að Chirac fái helm- ing og Jospjn helming. Þá hefur kosningabáráttan fyrir síðari um- ferð kosninganna ekki verið Chirac í hag, þó að undarlegt sé. Hann er sá sem átti að vera öraggur með sigur. Jospin hagnaðist mikið á góðu gengi sínu í fyrri umferð- inni og hóf að auki baráttuna fyr- ir þá síðari um leið og þeirri fyrri lauk. Hann var byrjaður að halda baráttufundi strax á mánudegi eft- ir kosningar á meðan Chirac eyddi nær heilli viku í að sameina hægri- menn. Hann tapaði miklum tíma og hefur ekki náð sér fyllilega á strik eftir það.“ Thenard segir að vissulega hafí orðið jafntefli í sjónvarpsum- ræðunum. En líkt og í fótbolta, þegar allir ganga út frá því sem vísu að annað liðið sigri en leikur- inn endar með jafntefli, þá gengur áskorandinn með sigur af hólmi. „Að mínu mati var það því frekar Jospin, sem fór betur út úr umræð- unum, en Chirac, þrátt fyrir að hvorugur hafí haft betur. Nú á lokastigi baráttunnar hefur Chirac enn á ný verið með yfirlýsingar í Evrópumálum. Það hefur tvívegis áður hent og í bæði skiptin hefur það leitt til ókyrrðar á fjármála- mörkuðum. Þó að hann hafi í þetta skipti boðað þjóðaratkvæða- greiðslu um stofnanir Evrópusam- bandsins en ekki hina sameigin- legu mynt þá persónugerðj hann með þessu skopmyndina af sjálfum sér. Manninum sem stöðugt skiptir um skoðun í Evrópumálum. Það er ekki líklegt til að afla honum trausts meðal kjósenda Balladurs. Hvernig sem á málin er litið þá er hann í vörn á lokaspretti kosn- ingabaráttunnar. Þetta var greini- legt á fimmtudagskvöld. Annars vegar vora myndir af Jospin á 35 þúsund manna baráttufundi í To- ulouse og hins vegar Chirac, sem var ekki á baráttufundi heldur að vetja stefnu sína í Evrópumálum. Enginn getur hins vegar sagt fyrir um hvort þetta dugi Jospin til sig- urs en það er ljóst að hann sækir á. Við megum heldur ekki gleyma því að svo virðist sem fimmtungur kjósenda eigi eftir að gera upp hug sinn. Það er mjög há tala.“ Breytt pólitískt landslag Hver hefði trúað þessu fyrir ein- ungis tveimur vikum? Þá var talið nær öruggt að Chirac tækist í þriðju atrennu að ná kjöri sem for-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.