Morgunblaðið - 07.05.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.05.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MAÍ 1995 13 seti. Hann bauð sig fram í fyrsta skipti árið 1981, þrátt fyrir að bandamaður hans Valéry Giscard d’Estaing, sæktist eftir endurkjöri sem forseti. Þá komst hann ekki áfram í síðari umferð kosninganna. Árið 1988 bauð hann sig fram á ný en tapaði gegn Francois Mit- terrand í síðari umferðinni. Hið pólitíska landslag í Frakk- landi hefur breyst mikið frá síð- ustu forsetakosningum. Líkt og annars staðar á Vesturlöndum eru skilin milli vinstri og hægri ekki jafn skýr og áður. Það er kannski augljósara í Frakklandi en í mörg- um öðrum vestrænum ríkjum, sök- um þess hve harðvítug stjómmála- baráttan var. Franski kommúni- staflokkurinn, sem lengi var einn sá öflugasti á Vesturlöndum, er hins vegar ekki lengur raunveru- legt afl í frönskum stjómmálum. í forsetatíð Mitterrands hafa sós- íalistar að sama skapi færst nær miðjunni en þeir vom er hann náði kjöri. Ekki má heldur gleyma því að þegar Mitterrand tók við völdum árið 1981 höfðu ekki orðið valda- skipti milli hægri og vinstri í 23 ár, sem er einsdæmi á Vesturlönd- um. Á undanfömum fjórtán ámm hafa fylkingamar hins vegar fjór- um sinnum skipst á völdum (þó ekki forsetaembættinu) og stjóm- málamunstrið því farið að líkjast því er tíðkast annars staðar í Evr- ópu. Það er ef til vill ein skýring þess hve hátt hlutfall Frakka er óánægt með hin hefðbundnu stjórnmálaöfl. Þrátt fyrir að vinstri- og hægriflokkar stjórni landinu til skiptis heldur atvinnu- leysi áfram að aukast og kjörin að versna. Því leita hinir óánægðu til frambjóðenda og flokka er bjóða „aðrar“ lausnir. Enn munur á hægri og vinstri Franz-Olivier Giesbert, aðalrit- stjóri Le Figaro, segir í samtali við Morgunblaðið að vissulega sé minni munur á hægri og vinstri en áður hefur verið raunin í Frakk- landi. „Það má hins vegar ennþá skipta Frakklandi upp í hægri og vinstri, rétt eins og til era hægri- menn og vinstrimenn í Bandaríkj- unum, Bretlandi og öðmm ríkjum. Annars vegar eru þeir serp telja mikilvægast að dreifa því sem til stáðar er og hins vegar þeir sem leggja áherslu á aukna verðmæta- sköpun. Gífurleg umskipti hafa hins vegar átt sér stað frá því á níunda áratugnum og hafa sumir viljað halda því fram að tímabil hugmyndafræðinnar sé liðið. Ég tel að það hafi komið mjög greini- lega í ljós í þessari kosningabar- áttu. Áherslur Chiracs hafa verið mjög félagslegar og þó að Jospin hafi haldið vinstrisjónarmiðum á lofti hafa þau verið hógvær," segir Giesbert. Á sama tíma og þessi þróun á sér stað greiða hins vegar 40% Frakka öfgaflokkum til hægri og vinstri atkvæði sitt. Giesbert segir að þetta hafi þegar mátt greina í Evrópukosningum á síðasta ári. Hann telur hins vegar ekki að um hættulega þróun sé að ræða og bendir á að árið 1981 hafi til dæm- is Mitterrand haldið þjóðnýtingar- sjónarmiðum á lofti. Mikið umrót eigi sér stað í frönskum stjórnmál- um og þó að hin hefðbundnu stjórnmálaöfl hafí tekið upp raun- hæfari stefnu hafi róttækari sjón- armið ekki horfið af stjórnmála- sviðinu. Það sé fyllilega eðlilegt. Atvinnumálin mikilvægust Þeir Chirac og Jospin hafa verið gagnrýndir af mörgum fyrir að taka ekki á flóknum og umdeildum málum á borð við innflytjendamál og framtíðarþróun Evrópusam- : bandsins. Giesbert segir skýring- una vera þá að frambjóðendurnir hafi greinilega einbeitt sér að því máli, sem mest brennur á kjósend- um, nefnilega atvinnumálunum og hinu mikla atvinnuleysi í Frakk- landi. „Vissulega brenna innflytj- endamálin einnig á fólki og það er rétt að þau hafa ekki verið mik- ið rædd. Evrópuþróunin vekur hins vegar ekki eins mikinn áhuga og er skýringin á því efnahagsvandi undanfarinna ára. Þegar illa geng- ur efnahagslega eykst andstaðan við Evrópu, rétt eins og í öðmm ríkjum. Þegar ástandið batnar verða viðhorfin jákvæðari." Þrátt fyrir að þetta séu fyrstu forsetakosningarnar að kalda stríðinu loknu hefur heldur ekki mikið farið fyrir umræðu um breytta stöðu Frakklands í heim- inum. „Það er rétt að þetta hafa verið fremur innhverfar kosningar og alþjóðamál lent í skugganum. Helsta skýring þess er atvinnu- ástandið. Þijár milljónir Frakka eru í dag án atvinnu, sem er vem- lega hátt hlutfall ekki síst þegar haft er í huga að fy'öldi manns er einnig í tímabundinni starfsþjálf- un eða átaksverkefnum til að draga úr atvinnuleysi. Hið raun- vemlega atvinnuleysi er því nær fimm milljónum manna. Það er ótrúlegur fjöldi og um þetta hefur stjórnmálabaráttan snúist. Það er því kannski eðlilegt að alþjóðamál hafa ekki verið áberandi í umræð- unni.“ Hvernig verður næsta sljórn? Umræður em þegar hafnar um það hvemig ríkisstjóm Frakklands verður skipuð að loknum kosning- um. Báðir hafa frambjóðendumir lofað mikilli endurnýjun nái þeir kjöri og hefur það vakið upp vangaveltur um hvort jafnróttæk uppstokkun muni eiga sér stað nú og árin 1958 og 1981. Sigri Chirac ganga allir út frá því sem vísu að hann skipi Alain Juppé utanríkisráðherra í embætti forsætisráðherra. Juppé hefur starfað við hlið Chiracs frá árinu 1976 og er það samdóma álit franskra vinstri og hægrimanna, jafnt sem innlendra og erlendrfi fréttaskýrenda, að hann sé sá ráð- herra í ríkisstjóm Balladurs, sem hafí staðið sig best. Er jafnvel þegar farið að ræða hugsanlegt forsetaframboð af hans hálfu í framtíðinni. Því má heldur ekki gleyma að Juppé stóð sem klettur við hlið Chiracs í lok síðasta árs þegar margir hægrimenn hikuðu við að velja á milli hans og Ballad- urs. Hefur hann ásamt Philippe Séguin verið helsti skipuleggjandi kosningabaráttu Chiracs. Má gera ráð fyrir að Séguin gegni einnig mikilvægu hlutverki að loknum kosningum, hvort sem hann verði áfram í embætti þingforseta líkt og nú eða setjist í ríkisstjórn. Juppé og Séguin eru mjög ólíkir, jafnt pólitískt sem persónulega, sem gæti reynst kostur þegar hægri- menn reyna að sameinast á ný eftir slag Chiracs og Balladurs í fyrri umferðinni. Fæstir telja hins vegar líklegt að Balladur muni gegna frekari hlutverki í frönskum stjórnmálum. Þá hefur Alain Madelin verið orðaður við embætti fjármálaráð- herra, en hann er með fijálslynd- ustu mönnum í efnahagsmálum í röðum franskra hægrimanna. Aubry líklegasta forsætisráðherraefnið Feðginin Jacques Delors og Martine Aubry em talin líklegustu forsætisráðherraefnin, nái Jospin lqori og hallast raunar flestir að því nú að Aubry sé líklegri kostur Aubry er 44 ára gömul og gegndi embætti vinnumálaráðherra árin 1991-1993. Faðir hennar nýtur vissulega mikillar virðingar jafnt innan sem utan Frakklands en væri að sama skapi líklega of mik- ill þungavigtarmaður fyrir nýjan forseta. Þá má nefna að Michel Jospin hagnaö- ist mikid á góóu gengi sinu i fyrri umferóinni og hóf aó auki bar- áttuna fyrir þá siöari um leió og þeirri fyrri lauk. Hann var byrj- aóur aó halda baráttufundi strax á mánu- degi efftir kosn- ingar á meóan Chirac eyddi nær heilli viku i aó sameina hægrimenn. Hann tapaói miklum tima og hef ur ekki náó sér fyllilega á strik eftir þaó. Rocard, fyrram forsætisráðherra, hefur verið nefndur sem hugsan- legur utanríkisráðherra. Helsti vandi Jospins er að hægri- menn ráða yfir um 80% þingsæta eftir hinn hrikalega ósigur vinstri- manna í kosningunum 1993. Vissulega hefur hann boðað að hann muni leysa upp þingið og efna til nýrra kosninga, en alls ekki er víst að vinstrimenn muni þá ná hreinum meirihluta. Það sýndi sig í Evrópukosningunum í fyrra að Frakkar hafa ekki enn fyllilega fyrirgefið Sósíalista- flokknum þau mistök sem hann gerði á ámnum 1988-1993. Raunar var það ein helsta ástæðan. sem Delors nefndi, er hann hafriaði því að bjóða sig fram til forseta, að hann teldi ólíklegt að hann gæti náð meirihluta á þingi sem forseti. Jean-Michel Thenard segir að- spurður um þetta að ekki megi útiloka að Frakkar vilji veita Josp- in tækifæri til að stjórna landinu, nái hann kjöri sem forseti. Og jafn- vel þó að vinstrimenn nái ekki meirihluta sé ekki þar með sagt að niðurstaðan yrði „sambúð“ hægrisinnaðs þings og vinstrisinn- aðs forseta líkt og raunin var 1986-1988 og 1993-1995. „Ég held að þetta gæti reynst tæki- færi, þó að ég geti ekki fullyrt um að það sé framkvæmanlegt, til að breyta til. Samsteypustjórnir hafa ekki verið við Iýði síðan á tímum fjórða lýðveldisins þó að slíkt ætti ekki að vera útilokað á svipuðum nótum og í Þýskalandi. Vandinn er hins vegar sá að hér er ekki til neinn sambærilegur flokkur við Fijálsa demókrata í Þýskalandi. Það á eftir að koma í ljós hvort einhver flokkur hægra megin við miðju yrði reiðubúinn til að axla hlutverk FDP í Þýskalandi.“ VORSYNING FIAT PUNTO Evrópumeistarinn!! - Bíllinn sem valinn var bíll ársins í Evrópu 1995. >K - r j. Jf BDEía ÍTALSKIR BÍLAR HF., SKEIFUNNI 17, SÍMI 588 7620 Opið: Laugardag kl. 10-17. Sunnudag kl. 13-17. Komið og reynsluakið. FIAT PUNTO

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.