Morgunblaðið - 07.05.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.05.1995, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 7. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ■ TÓNLISTARMENNIRNIR Brian Eno, sem m.a. er þekktur fyrir starf með U2 og David Byrne, og Laurie Anderson standa saman að óvenjulegri sýningu í vöruskemmu í Lund- únum þessa dagana. Sýningin, sem er í Acorn-vöruskemmunni í Wembley, er innsetning undir heitinu „Sjálfs-geymsla“. Sýn- ingin stendur til 7. maí. ■ SKRIFTIR virðast vera gróðravænlegasta leiðin fyrir breskar konur ef marka má þarlenda könnun. Fjórar af sex tekjuhæstu konum Bretlands á síðasta ári eru konur. Fremst í flokki er Barbara Taylor Brad- ford, höfundur ástarsagna, en í kjölfarið koma leikkonan Ang- ela Lansbury, Jung Chang, höf- undur metsölubókarinnar Villtra svana og Jackie Collins, sem skrifar um hið Ijúfa líf í Hollywood. ■ EKKERT lát virðist ætla að verða á vinsældum danska rit- höfundarins Peter Hoeg í Bret- landi. Bók hans „Lesið í snjó- inn“ (Froken Smillas fornemm- else for sne) hefur verið í 26 vikur á lista yfir 10 mest seldu bækurnar þar í landi sam- kvæmt samantekt The Times og er það met hvað kiljur varð- ar. Sú bók sem næst kemur hefur verið á lista í 11 vikur. Bók Hoegs var í 6. sæti í síð- ustu viku. ■ ZUBIN Metha hefur verið skipaður stjórnandi óperunnar I Bæjaralandi frá og með árinu 1998. Er samningur hans við óperuna til fimm ára. Þá hefur samningur Miinchenaróper- unnar við hinn umdeilda stjórn- anda Peter Jonas verið fram- lengdur til árins 2003. Jonas var áður hjá Ensku þjóðaróper- unni en var ráðinn til Múnchen til að færa uppsetningar óper- unnar til nútímalegri vegar. ■ OLOF Olsen, forstöðumaður danska Þjóðminjasafnsins, læt- ur af störfum síðla sumars. Lagt hefur verið til að starfs- sviðið verði brotið upp við þetta tækifæri og að eftirmennirnir verði tveir, forstöðumaður safnsins og Þjóðminjavörður, sem hefur m.a. umsjón með uppgreftri. Hafa þessar tillögur vakið mikla undrun og reiði í Danmörku. ■ MIKIL tónlistarhátíð stendur yfir þessar vikumar í Vín und- ir heitinu „Ofsóknir og sættir“. Er aðaláherslan lögð á tónlist eftir tónskáld sem máttu sæta ofsóknum, svo sem Bartok, Schönberg o.fl. Meðal þeirra sem fram koma em Yehudi Menuhin, Ruggero Raimondi, Bernard Haitink, Andreas Schiff og Nikolaus Harnonco- urt. ■ ÚT ER kominn rúmlega 1.000 síðna doðrantur um líf leikarans Peters Sellers, The Life and Death ofPeter Sellers eftir Rogers Lewis. Þykir full- löng og óskipulögð en þó draga upp nokkuð sannfærandi mynd af Sellers. Vorhátíð í Grafarvogi SKÓLAHLJÓMSVEIT Grafarvogs tíu og leika allir á hátíðinni. leik. Píanóleikari er Jóhannes heldur vorhátíð sína í dag, sunnu- Efnisskráin er bæði hefðbundin Andreasen og hljómsveitarstjóri dag, kl. 14 í hátíðarsal Húsaskóla. „brass band“ tónlist svo og einleikur Jón E. Hjaltason. Selt verður kaffi Hljómsveitarfélagar eru nú fimm- á hin ýmsu hljóðfæri við píanóundir- og meðlæti og er aðgangur ókeypis. Ánægja á báða bóga TONLIST Háskólabíó SINFÓNÍ UHLJÓMSVEIT ÍSLANDS Einleikari á píanó Izumi Tateno, hlj ómsveitarstj óri Jerzy Maksym- iuk. Fimmtudagurinn 4. maí 1995. PRELÚDÍA og fúga eftir Benj- amin Britten mun hafa verið skrif- uð fyrir frægan strokhljóðfæra- hóp, Boyd Neel-strengjasveitina, sem var fámennur hópur framúr- skarandi hljóðfæraleikara. Verkið er undirrituðum óþekkt, en hér reynir mikið á hvern einstakan hljóðfæraleikara. Ekki var auðvelt að fylgja formgerð verksins við fyrstu heym, t.d. var ekki auðvelt að feta sig í fúgunni, en eirileiksst- rófur hrönnuðust upp, stundum margar samtímis og minntu á vopnið sem sveiflað var svo ört að vart festi á auga. í efnisskrá segir að Izumi Tat- eno hafí á sínum tíma fengið þá viðurkenningu að vera, ekki bara einn af efnilegustu, heldur efnileg- asti píanóleikari Japans. Þetta er vægt sagt óvenjuleg yfirlýsing, en hvað um það, leikur hans í Píanó- konsert Khatsjaturjans var glæsi- legur. Tækni hans er mjög mikil og örugg og samleikur hans og hljómsveitarinnar mjög nákvæm- ur. Auðheyrt var að hljómsveitar- stjórinn, sem jafnframt er píanó- leikari, þekkti konsertinn vel og náðu þeir tveir því vel saman í konsertinum. Persónubundið er hvemig konsertinn höfðar til hvers og eins, kannske fínnst sumum þátturinn veigamestur og víst eru þar djúpfagrir hlutir, sem bæði píanóleikarinn og hljómsveit skil- uðu mjög vel og vera- lega fallega hljómaði mótífíð í bassaklari- netti Kjartans Óskars- sonar í lok þáttarins. Þriðja, íjórða og fímmta sinfónía Beet- hovens era skrifaðar á æviskeiði þegar mikið umrót var í huga höf- undarins, ekki síst pólitískt. Heymin er enn til staðar og hú- morinn fyrir hendi, fimmta sinfónían kom- in áleiðis áður en þeirri fjórðu er lokið og sú þriðja búin að skipta um titilblað, allar þijár skrifaðar á tiltölulega skömmu tímabili og allar þrjár svo ólíkar hver annarri að hlýtur að vekja margar spurningar. Spurning okkar nútímafólks er, hversu mikið erindi eiga þessi tæplega tvö hundrað ára gömlu verk til okkar? Sjálf- sagt eykur það ekki á vinsældir ef reynt er að h'álda því fram að Bach og Mozart verði langlífari Beethov- ensku sinfóníunum. En hvað um það, vandi okkar er að skilja og endursegja persónuleg átök þessa risa sem Beethoven var. Aðeins of hratt; örlítið of hægt, getur skipt sköpum. Er nóg að setja sig inn í Allegro nútímans, eða þarf maður að reyna að stilla sig inn í umhverfi tvö til þijú hundrað ár aftur í tímann til að ná fram sönnu innihaldi þessara hljómkviða? Læt ég staðar numið við þessar vangaveltur, en áhrifin náðu ekki alla leið, að þessu sinni, við flutning þeirrar ijórðu. Upp- hafstempóið var í hraðara lagi og þar með fyrsti þátturinn. Margt var jú fallega gert í öðrum kaflan- um, þriðji þátturinn ekki nægjanlega skýrt mótaður og nauðsynlegt er að gleyma ekki „non troppo“ síðasta þátt- arins. Hljómsveitarstjór- inn Jerzy Kaksymiuk, pólskur, er mjög líf- legur stjómandi, takt- slag hans er dálítið stíft, eða markerað, sem hefur áhrif á spil hljómsveitarinnar og átti vel við í Píanókon- sert Khatsjatúijans. En Jerzy var ekki bara líflegur á stjórn- pallinum, heldur og fyrir utan og ofan og ekki var langt frá því að hann þakkaði öll- um hljóðfæraleikur- unum fyrir með handabandi að loknum tónleikunum. í umræðum um tónlistarhús nýlega sagði einn hjómsveitarmeð- limur: „... við þurfum engan lúxus aðeins hús til að spila í.“ Er þetta ekki málið, að sveitin er orðin svo góð að hún og um leið við eigum skilið að fá „hús til að spila í“. Ragnar Björnsson Izumi Tateno Jerzy Maksymiuk Vortónleik- ar Tónlist- arskólans ÁRLEGIR vortónleikar nem- enda Tónlistarskólans í Reykja- vík verða í Islensku óperunni mánudaginn 8. maí og hefjast kl. 20.30. Efnisskrá tónleikanna er fjölbreytt og verða flutt verk eftir Prokoffiev, Chopin, Rac- hmaninoff, J.S. Bach, Debussy, Wieniawsky, Mozart, Fauré, Boccherini, Sjostakovitsj, Rac- ine, Fricker, Brahms, Haydn og Guy Roparz. Aðgangur að tónleikúnum er ókeypis. Fullnaðar- prófstón- leikar í Gerðarsafni TÓNSKÓLI Sigursveins D. Kristinssonar gengst fyrir tón- leikum í Gerðarsafni í Kópavogi nk. þriðjudagskvöld 9. maí kl. 20.30. Einleikari á tónleikunum er Ingibjörg Guðlaugasdóttir básúnuleikari og eru tónleik- arnir síðari liður fullnaðarprófs hennar frá tónlistarskólanum. Fyrri hluta prófsins lauk Ingibjörg í marsmánuði er hún lék ein- leik með hljómsveit skólans, Con- sertino fyrir básúnu eftir Lars Erik Larsson. Ingi- björg Guð- laugsdóttir hóf að leika á básúnu 13 ára í Skólahljómsveit Kópavogs. Kennarar hennar voru Bjöm Guðjónsson, þáverandi stjóm- andi sveitarinnar, og Ossur Geirsson. Árið 1991 innritaðist hún í Tónskóla Sigursveins, en kennari þar hefur verið Sigurð- ur Sveinn Þorbergsson. Á tón- leikunum mun Ingibjörg leika verk eftir Georg Philipp Tele- mann, Kazimierz Serocki, Francis Poulenc og Saint Saens. Píanóleikari á tónleikunum er Judith Þorbergsson. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Vínarlög og ítölsk lög SAMKÓR Kópavogs heldur ár- lega vortónleika í Listasafni Kópavogs - Gerðarsafni, mánu- daginn 8. maí kl. 20.30. Á efn- isskrá eru lög eftir íslenska og erlenda höfunda, m.a. Vínarlög og ítölsk lög. Einsöngvarar með kómum eru Katrín Sigurðar- dóttir sópran og Þorgeir J. Andrésson tenór. Píanóleikari er Hólmfríður Sigurðardóttir og stjórnandi kórsins er Stefán Guðmundsson. Kórinn er nýkominn úr vel heppnaðri söngferð til Norður- lands, þar sem haldnir voru tvennir tónleikar, á Laugum í Reykjadal og á Húsavík. Ingibjörg Guðlaugsdóttir básúnuleikari kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.