Morgunblaðið - 07.05.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 07.05.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MAÍ 1995 17 Island Þakklátur fyrir að vera á lífi „ÉG VAR kominn til Islands þegar friður komst á í Evrópu, þannig að ég get ekki sagt til um hvernig viðbrögðin voru í Bretlandi. Það sem mér sjálfum var efst í huga var fyrst og fremst þakklæti fyrir að hafa sloppið lif- andi og í öðru lagi hugsunin um alla þá félaga mína, sem ég hafði misst á stríðs- árunum," sagði Þor- steinn E. Jónsson flugmaður. Eins og kunnugt er gekk hann í konunglega breska flugherinn nokkru eftir að seinni heimsstyijöldin skall á og stóð því í eldlínunni síðustu ár styijaldar- innar. Hann var aðallega í Bret- landi en einnig í N-Afríku þegar Eisenhower og menn hans gerðu innrásina þar og í Norður-Evrópu þegar innrásin var hafin þar. Astæða þess að Þorsteinn var kominn til Islands var sú að undir stríðslok sótti hann um að fá að starfa hjá flughern- um hér heima. „Ég kom til landsins í lok febrúar og hafði því verið hér í tvo mán- uði þegar yfirlýsingin um stríðslok barst.“ Aðspurður hvort hann hafi óttast um afdrif einhverra ná- inna félaga eftir að hann fór frá Bret- landi, segir hann það ekki hafa verið. „Það var komið það ná- lægt stríðslokum að fáir af kunningjum mínum tóku beinan þátt í síðustu orr- ustunum. Gegnum árin missti ég aftur á móti marga góða kunn- ingja og manni varð hugsað til þeirra einmitt á þessum tímum.“ Hann kveðst hafa tekið lítinn þátt í opinberum hátíðahöldum í Reykjavík en í staðinn hitt nokkía félaga yfir bjórkollu í hádeginu. „Síðan var ég heima við með fjöl- skyldunni og flölskylduvinum," segir hann. Þorsteinn E. Jónsson LJósm./Virkið i norðri II. MANNFJOLDI hlýðir á dagskrá friðardagsins á Austurvelli 8. maí 1945. Þýskaland Fann fyrir létti og sá fram á bjartari tíma í BYRJUN maí bár- ust fréttir manna á milli í Þýskalandi að Hitler hefði framið sjálfsmorð. Það fékkst hvergi stað- fest, svo fólk þorði ekki að sýna nein við- brögð. Menn þurftu þó ekki að bíða lengi því 5. maí kom til- kynningin um uppg- jöf þýska hersins. „Ég fann fyrir létti því þá vissi ég að allt gæti farið að ganga upp á við á ný, en ég get ekki sagt að þetta hafí verið hreinn og beinn gleðidagur. Ég man eftir því að móðir mín grét þegar tilkynningin kom í út- varpinu, en við unglingarnir skynj- uðum ástandið kannski ekki eins vel,“ sagði Liesel Malmquist sem býr nú á Akureyri. Fjölskyldan hafði misst allt sitt í loftárás á Hamborg 1940 og fengið bráðabirgðahúsnæði frá ríkinu í Oldenborgarhéraði. „Móðir mín bjó í Garrel með okkur syst- urnar fjórar, ég var elst, 16 ára. En faðir minn var á vígvellinum," sagði Liesel. Skömmu áður en uppgjöfin var tilkynnt höfðu kanadískir og bandarískir hermenn farið um svæðið á leið sinni lengra inn í landið. „Ég man að við sátum í byrgi sem var búið til úr stórum stráum og heyrðum vélbyssuskot- hríðina. Þarna dvöldumst við í nokkra daga ásamt fleiri fjölskyld- um. Hermennirnir urðu okkar var- ir og ég hrifín í burt af einum þeirra með- an annar beindi byssu að móður minni. Það átti greinilega að nota mig en faðir minn hafði kennt mér jap- önsk varnarbrögð svo mér tókst að veijast. Þetta kom sem betur fer aðeins einu sinni fyrir.“ Pabbi birtist einn daginn Þegar stríðinu lauk bjuggu mæð- gurnar áfram í Garr- el og höfðu engar fregnir af föður Liesel. Þær voru þó vongóðar meðan ekkert fréttist. „Svo birtist hann allt í einu hálfu ári seinna. Hann hafði verið tekinn til fanga og losnaði ekki fyrr úr fangelsinu. Þegar hann var kominn heim byggðum við okkur sjálf lítið hús með stórum garði í Garrel.“ Ástæða þess að Liesel kom til íslands var sú að Gunnar Thorar- ansen, síðar forstjóri á Akureyri, hafði búið hjá foreldrum hennar í Hamborg á námsárum sínum. Eft- ir stríð kom hingað fjöldi þýskra stúlkna til vinnu og skrifaði Gunn- ar föður Liesel og bað hann um að útvega sér eina slíka. Það varð úr að Liesel lét slag standa og fór sjálf til íslands, þar sem hún hefur verið síðan, enda kynntist hún mannsefni sínu hér, Jóhanni Malmquist, og giftust þau árið 1953. Liesel Malmquist 9 SMÁ HJEM Vlka í Kaupmannahöfn með eigin baöherbergi og salerni, sjónvarpi, bar, ísskáp og morgunmat, sameigin- legu nýtísku eldhúsi og þvottahúsi. Allt innréttað í fallegum byggingum. Njóttu lúxus-gistingar á lágu veröi við 0sterport st. Við byggjum á því •að leigja út herbergi til lengri tíma. Skrifstofan er opin daglega kl. 9-17. Verö fyrir herbergi: Eins manns.......2.058 dkr. á viku. Elns manns.........385 dkr. á dag. Tveggja manna....2.765 dkr. á viku. Tveggja manna......485 dkr. á dag. Morgunverður er innifalinn í verðinu. Hótel— íbúöir meö séreldhúsi, baðherbergi og salerni og aögangi aö þvottahúsi. Eins herbergis íbúö, sem rúmar einn, 2.058 dkr. á viku. Eins herbergis íbúö, sem rúmar tvo, 2.765 dkr. á viku. Eins manns íbuö m/eldunaraöstööu, sem rúmar tvo, 2.989 dkr. á viku. Tveggja herbergja íbúö. Verö á viku 3.486 dkr. Tveggja herbergja íbúö. Hótel-íbúö sem rúmar fjóra. Verö á viku 3.990 dkr. Morgunmatur er ekki innifalinn. í okkar rekstri: Tagensvej 43, Thorsgade 99-103, 2200 Kobenhavn N, 2ja herbergja hótel—íbúöir sem rúma þrjá. Meö sturtuklefa...2.198 dkr. 3ja herbergja.....3.990 dkr. HOTEL 9 SMÁ HJEM, Classengade 40, DK-2100 Kobenhavn O. Sími (00 45) 35 26 16 47. Fax (00 45) 35 4317 84. KONUR - KARLAR Eðlileg andlitslyfting Æfingar og húðumhirða til styrktar andlits- og háisvöðvum. Námskeið að hefjast. Tilvalið fyrir hópa. Mætum einnig f heimahús. Varanlegur árangur. Snurtivöruverslmm Nana Lóuhóium 2^, sími 71044 ÍÍMiuLfe HUN ER LENT! Höfum opnað vmqlæsilequstu veiðivöruverslun landsins, fyrstu "Pro-Shop" á íslandi. Aðeins heimsþekkt vörumerki, m.a.: OrVIS saœ [i§r] IG-iaqmis] oíh EM@nSL Simms Yerið velkomin!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.