Morgunblaðið - 07.05.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.05.1995, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 7. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ gf 0 Morgunblaðið/Kristinn MARGRÉT Oddsdóttir innan um vinnufélaga sína á skurðstofunni. Aðgerðum um holsjá fleygir fram á flestum sviðum skurðlækninga. Margrét Oddsdóttir hóf störf ó Landspítal- anum síóastlióió haust eftir langt nóm í Banda- ríkjunum, þar sem hún nam fyrst almennar skurólækningar og síó- an kviósjórskurólækn- inggr. Er hún eini sér- fræóingurinn hér ó landi í þeirri grein auk þess aó vera meóal þriggjg kvenna á Is- landi til aó Ijúka nómi í skurólækningum, Hildíir Friðriksdðtlir forvitnaóist hjó Margréti um aó- geróir geróar um holsjé og þá sérstöóu hennar aó vera áhrifamikil kona í veldi karla. MARGRÉT Oddsdóttir kom dæsandi inn úr dyrunum á Hótel Óð- insvéum eftir að hafa sótt synina tvo á leikskóla og kom- ið þeim í gæslu. Hún hafði látið vita að henni mundi seinka og á meðan hafði ég tíma til að gera mér í hugarlund hvemig viðmæl- andi minn liti út. Af röddinni að dæma virkaði hún ákveðin og rösk og ein þeirra sem tvínónar ekki við hlutina. Þegar hún gekk í salinn var ég viss um að þama væri hún komin, stuttklippt og ákveðin í fasi án þess að vera valdsmannsleg. „Mér er alveg sama hvar við hittumst, því ég þekki ekki kaffihúsin hér eftir níu ára fjarvem,“ hafði hún sagt þegar við mæltum okkur mót. Níu ár er langur tími, en Margréti fínnst hann ekki hafa verið lengi að líða. „Nema fyrsta hálfa árið meðan maður þekkir engan og er að átta sig á umhverf- inu og kerfinu," segir hún eftir að hafa tyllt sér við borðið. „Eftir það líður tíminn ákaflega hratt.“ Ólst upp á ísafirði Margrét ólst upp á ísafírði og er elst sjö systkina. Hún lærði ung að beita hnífnum, að vísu ekki til lækninga heldur til að úrbeina fisk! Eftir gagnfræðaskóla fór hún í Menntaskólann á ísafírði og út- skrifaðist þaðan árið 1975 hjá Jóni Baldvin Hannibalssyni og Bryndísi Sehram. „Það voru líflegir tímar á ísafírði á þessum árum og við skól- ann vora margir ungir og hressir kennarar," rifjar hún upp með bros á vör. Þegar hún er spurð hvort hún hafí alltaf ætlað sér að verða lækn- ir, svarar hún neitandi um leið og hún hristir höfuðið hlæjandi. „Ég ætlaði að fara í einhvers konar líf- fræði eða lífefnafræði. Ég komst á skólastyrk eitt ár til Bandaríkj- anna og tók aukreitis námskeið í líffærafræði ásamt fleiru. Á þeim tíma ákvað ég að drífa mig í lækna- deildina." Valdi skurðlækningar Eftir sex ára nám í læknadeild HI ákvað Margrét að leggja fyrir sig skurðlækningar, en þá hafði einungis ein önnur kona lokið sllku sémámi á íslandi, Ása Guðjóns- dóttir, sem var yfirlæknir á Sjúkra- húsi Siglufjarðar. Nú hafa fleiri fylgt í kjölfarið og starfar til dæm- is ein í afleysingastarfi á Landspít- alanum en aðrar era í námi. Margrét segir að fjöldi ungra kvenna hafí nú sýnt áhuga á að fara í ýmsar greinar sem karlmenn hafí hingað til einkum sóst í. „Enda verður andrúmsloftið og vinnu- brögðin heilbrigðari þegar hópur- inn er blandaður. Þetta á við um öll störf, hvort sem um er að ræða pólitík, læknisfræði eða annað. Þó svo að skurðlækningar hafí fallið undir hefðbundið karlastarf finnst mér ekkert vandamál að vera kven- maður í þessu starfi." - Samstarfsmennirnir era ekki eins og kóngar í ríki sínu? „Nei, nei alls, ekki,“ svarar hún. „Við eram fjögur, sem eram al- mennir skurðlæknar, og ég gæti ekki hugsað mér að vinna með betri mönnum. Samstarfið er mjög gott og það á einnig við um skurð- stofuhjúkranarfræðinga, svæf- ingarlækna og raunar alla sem hlut eiga að máli. Eina vandamálið sem ég er að glíma við núna er þeytingur á milli staða vegna bamagæslu, þrátt fýr- ir að það komi jafnt í hlut okkar hjónanna. Það sem.kom mér mest á óvart þegar ég kom til íslands var hversu dagvistarmál eru erfið og taka mikla athygli frá vinnandi foreldram. Drengirnir, sem era tveggja og fjögurra ára, eru hvor á sínu bamaheimilinu, þannig að mikill þeytingur á sér stað.“ Vantaði gæslu og , seinkaði aðgerð „Það fyllti raælinn um daginn þegar ég varð að seinka aðgerð í hádeginu vegna þess að ég hafði engan til að sækja drenginn. En vonandi fer ástandið að lagast því ég á von á að koma þeim báðum „Fjandakornið að ég láti það hafa áhrif á mig hvort Yale- háskóla líkar betur eða verr að ég eignist barn.“ á sama barnaheimili," segir hún og hallar sér eins makindalega aftur í stólnum og hann býður upp á. Þegar Margrét hafði gert upp við sig að læra skurðlækningar varð Yale-háskóli í New Haven, Connecticut, fyrir valinu og hélt hún þangað ásamt eiginmanni sín- um, Jóni Ásgeiri Sigurðssyni fréttamanni. Þá vora þau bamlaus og Margrét segist ekki hafa talið það koma til greina að eignast bam meðan hún væri í námi. „Svo hugsaði ég með mér; fjandakornið að ég láti það hafa áhrif á mig hvort Yale-háskóla líkar betur eða verr að ég eignist barn,“ segir hún og brosir örlítið. „Tilfellið var að allir tóku því vel og gömlu prófessorarnir voru ekkert nema .elskulegheitin og báðu mig endilega að taka lengra frí en sex vikur, svo úr varð að ég tók tvo og hálfan mánuð." Byijaði á rannsóknarstofu Þegar hún kom til New Haven var hún fyrst í tveggja ára náms- stöðu í rannsóknum á meltingar- færam tengdum skurðlækningum á Yale-háskólasjúkrahúsinu. „Með þessu jókst skilningur minn veru- lega á vísindum og tengslum þeirra við sjúkdóma. Nú á ég mun auð- veldara með að átta mig á ýmsum hlutum þessum tengdum." Eftir þetta tímabil tók við fimm ára almennt skurðlæknanám við Yale-háskólasjúkrahúsið og síðan tveggja ára sémám í kviðsjár- skurðlækningum í Atlanta. „Þar fór ég að vinna með John Hunter, ungum manni sem er einn af fram- kvöðlum í kviðsjárspeglunarað- gerðum.“ - Ert þú eini sérfræðingurinn í þessari grein hér á landi? „Já, en flestir kunna talsvert fyrir sér eins og að gera gall- blöðraaðgerð, taka botnlanjga, laga kviðslit í nára og fleira. Eg lærði hins vegar flóknari aðgerðir eins og þær sem gerðar eru vegna vél- indabakflæðis, magasára og að taka hluta af ristli, svo dæmi séu tekin. Hinir læra þetta smám sam- an líka, því þetta er eitthvað sem þarfnast einungis þjálfunar við ásamt því að læra handtökin," seg- ir hún og vill ekki gera mikið úr sínum hlut. - Er farið að nota þessa tækni við allar skurðaðgerðír? „Nei, ekki allar, en fleiri bætast sífellt í hópinn. Á Landspítalanum höfum við til dæmis tekið milta með holsjáraðgerð og fjarlægt æxli úr maga. Aðgerðir um holsjá fleygir fram á flestum sviðum skurðlækninga og erlendis era þær famar að ryðja sér til rúms á mörgum sviðum eins og til dæmis við fegrunaraðgerðir." Næstu framfaraskref Næsta skref á Landspítalanum er gallgangaaðgerð, sem hefur fram að þessu ekki verið hægt að gera með kviðsjárspeglunaraðferð. „Þar á eftir munum við vonandi byrja að ijarlægja nýrnahettur, sem undir venjulegum kringum- stæðum er mjög stór aðgerð, en með speglunaraðferðinni verður hún tiltölulega lítil. Það á reyndar við um flestar aðgerðir að því stærri sem þær eru þess meiri ávinningur er að gera þær um holsjá.“ - Era gerðar kviðsjáraðgerðir á bömum? „Já, það er eitt af því sem er að þróast æ meir. Þetta er mjög skemmtilegur tími í skurðlækning- um því það er svo mikið áð gerast og margt að breytast. Ég hef unn- ið svolítið með bamaskurðlæknum og þá einkum við stærri aðgerðir eins og þindarslit. Hjá stærri bömum og unglingum má notast við kviðsjáraðgerðir á - sama hátt og hjá fullorðnum,“ seg- ir hún og ánægjan skín úr áhuga- sömu andlitinu svo að næsta spum- ing hrekkur ósjálfrátt af vöram: - Er þetta ofboðslega gaman? „Já, yfírleitt er starfið bara skemmtilegt. Það er líka eins gott þegar maður kemur heim úr námi 39 ára gamall,“ segir hún og hlær sínum dillandi hlátri. Vélmenni til aðstoðar Margrét bendir á að þróunin í holsjárskurðlækningum sé ákaf- lega hröð og mikið um tækninýj- ungar eins og þær að nota vél- menni til aðstoðar við aðgerð, svo og alls kyns myndbandstækni. Hún nefnir sem dæmi að yfirmaður hennar í Bandaríkjunum hafi haft skjá á skrifstofu sinni, þannig að hún gat ráðfært sig við hann með- an á uppskurði stóð. Hún nefnir einnig nýjung sem hún tók sjálf þátt I þegar hún skrapp til Atlanta fyrir skömmu. „Við vorum þrjú saman stödd á spítala niðri í bæ langt frá rann- sóknarstofu, þar sem ungur að- stoðarlæknir var að gera tilrauna- aðgerð á svíni. Til að gera langa sögu stutta leiðbeindum við honum i I V 1 ,€ I H i i í « I I € f I í i 4 4 4 i i i i i i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.