Morgunblaðið - 07.05.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.05.1995, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 7. MAÍ1995 MORGUNBLAÐIÐ t I Morgunblaðið/RAX „ÉG var kominn með hestadellu og var algjörlega heillaður af Islandi, íslenskri náttúru og þeirri gífurlegu uppbyggingu sem átti sér stað hér á nær öllum sviðum á þessum árum. Maður fékk á tilfinninguna að allt væri hægt,“ segir Anton Antonson, framkvæmdastjóri Ferðamið- stöðvar Austurlands um aðdragandann að stofnun fyrirtækisins 1978. FLÆKTUR í FERÐAMÁLIN VIÐSnPTIAWINNUUF ÁSUNNUDEGI ►Anton Antonsson er fæddur 26. mars 1949 í Alsace héraði í Frakklandi, við þýsku landamærin. Hann lauk íþróttakenn- araprófi frá heimahögunum 1974, en hafði þá kynnst ís- lenskri stúlku, Ásdísi Blöndal, og eftir nokkurra ára um- hugsunartíma settust hjónin að á Egilsstöðum þar sem þau búa nú ásamt fjórum börnum sínum. Anton kenndi við Menntaskólann á Egilsstöðum til ársins 1985. Þá hætti hann kennslunni til þess að geta snúið sér af fullum krafti að rekstri Ferðamiðstöðvar Austurlands, sem hann stofn- aði árið 1978, árið sem hann skaut endanlega rótum á ís- landi. Ferðamiðstöð Austurlands hf. hefur vaxið og dafnað og er nú meðal stærstu innflytjenda erlendra ferðamanna til íslands. Á síðasta ári velti fyrirtækið tæpum tvö hund- ruð milljónum króna og á þessu ári er gert ráð fyrir um 250 milljóna veltu. eftir Hönnu Katrínu Friðriksen Eg vildi ekki vera Frakki í útlöndum," svarar Anton þegar hann er spurður að því hvort nafnabreyt- ingin skv. íslenskum lögum hafi verið honum erfíð þegar hann gerð- ist íslenskur ríkisborgari. „Ég er þeirrar skoðunar að þegar maður tekur ákvörðun um að búa í ákveðnu landi, aflar sér þar lífsvið- urværis og borgar skatta, eigi mað- ur að hella sér út í það af fullum krafti," segir hann og bætir við að kannski hafí þessi breyting verið honum auðveldari en mörgum öðr- um vegna þess að hann hafí ekki verið alvöru Frakki. Anton útskýrir þetta nánar og segir að þar sem heimahérað hans í Frakklandi sé Alsace, eða Elass á þýsku, sé hann ákveðin blanda af Frakka og Þjóðverja líkt og aðrir íbúar héraðsins. „Eg er uppalinn með þessum tveimur tungumálum og vann oft á sumrin sem ungling- ur í Þýskalandi. Síðan er ég í raun hálfur ítali þar sem faðir minn á rætur að rekja til Norður Ítalíu. Það má í raun segja að ég sé að upp- lagi Evrópubúi, kominn af hálf- gerðri fíakkaraíjölskyldu.“ Fékk bakteríuna um leið Það var í sumarfríi í Englandi árið 1973 sem leiðir Antons og Ásdísar lágu saman í fyrsta skipti. í sumarlok fóru þau hvort til síns heima, en héldu sambandinu áfram og hittust aftur sumarið á eftir. Anton kláraði íþróttakennaranámið 1974 og fór þá til Ásdísar til ís- lands þar sem þau bjuggu næstu tvö árin. Þar segist hann fyrst hafa kynnst ferðaþjónustunni og „fengið bakteríuna um !eið“ eins og hann orðar það. „Þetta gerðist fyrir tilviljun. Mig vantaði vinnu á Islandi og Úlfar Jacobsen fékk þá hugmynd að nýta sér tungumálakunnáttu mína. Hann fékk mig til þess að gerast farar- stjóri fyrir erlendra ferðamenn, Frakka, Þjóðvetja og stundum Eng- lendinga á leið um landið." Árið 1976 var komið að Antoni og Ásdísi að reyna búskap í Frakk- landi þar sem Anton fékk starf sem íþróttakennari við skóla i heimahér- aði sínu. Ásdís átti hins vegar erf- itt með að fá vinnu við hæfi, en hún er menntuð fóstra. „Það hafði auðvitað áhrif á lok mála, auk þess Ásdís er mikill íslendingur í sér. Aðalatriðið held ég að hafí verið að ég var orðinn alvarlega smitaður af Islandi og ferðaþjónustunni," segir Anton um þá ákvörðun hjón- anna að flytja sig aftur um set til íslands, að þessu sinni til lang- frama. „Ég var kominn með hesta- dellu og var algjörlega heillaður af íslandi, íslenskri náttúru og þeirri gífurlegu uppbyggingu sem átti sér stað hér á nær öllum sviðum á þess- um árum. Maður fékk á tilfinning- una að allt væri hægt.“ Stofnun ferðaskrifstofu Á þjóðhátíðardegi íslendinga, 17. júní árið 1978, fluttu Anton og Ásdís til íslands. í fyrra skiptið höfðu þau búið í Reykjavík, en að þessu sinni komu þau sér fyrir á Egilsstöðum þar sem þau hafa búið síðan. „Ásdís er frá Seyðisfirði og þarna hafði hún fjölskyldu sína í kringum sig. Þá er ég uppalinn í litlu sveitaþorpi í Alsace og kunni strax betur við mig í kyrrðinni á Egilsstöðum, en í ys og þys Reykja- víkurborgar," segir Anton um þá ákvörðun. Að sögn Antons var hugmyndin um stofnun Ferðamiðstöðvar Aust- urlands kviknuð fyrir flutningana til íslands, en hann var nokkru áður farinn að vinna í öflun sam- banda og almennri hugmyndavinnu. Hann sleppti þó ekki alveg höndum af kennslunni þar sem hann kenndi íþróttir við grunnskólann á Egils- stöðum fyrstu árin og frönsku við Menntaskólann á Egilsstöðum til ársins 1985. Jafnhliða kennslunni var unnið að ferðamálum og Ferðamiðstöð Austurlands var stofnuð strax árið 1978. „í upphafi var áherslan ein- göngu á hestaferðir," segir Anton, og bætir við að hann hafí í raun verið fyrstur til þess að bjóða ferða- skrifstofum upp á skipulagðar he- staferðir um landið. „Ég lagði höf- uðið í bleyti til að reyna að átta mig á hvernig ég gæti gert ferðirn- ar öðruvísi. Eg fækkaði ferðamönn- um í hveijum hópi, en þar sem það var erfíðara að láta slíkar ferðir borga„sig, var ég með eldhústjald í stað eldhúsbíls og þarmeð var rekstrargrundvöllurinn kominn. Ég var með ýmsar fleiri breytingar, s.s. að nýta ferðaþjónustu bænda í stað þess að nota tjöld og hafa ferð- irnar með sportlegu ívafi, en í raun má segja að við höfum ekki verið að koma fram með neinar róttækar breytingar, heldur settum við þær fram á skipulegri hátt en áður.“ Á þessum árum kenndi Antop yfír vetrartímann og starfaði svo sem fararstjóri á sumrin. Málin þró- uðust þannig að helstu viðskiptavin- ir Ferðamiðstöðvar Austurlands urðu franskar ferðaskrifstofur. „Það var í raun fyrirsjáanlegt þar sem Frakkar af minni kynslóð, eft- irstríðskynslóðinni, tala almennt litla sem enga ensku. Það varð þannig aðall minn í þessu starfí að tala frönsku og ég varð mjög eftir- sóttur af frönskum ferðaskrifstof- um sem vildu fá mig til þess að aðstoða franska ferðamenn hér. Ég var bara með hestaferðir, en þegar það fór að verða algengt að ég væri hvort sem er að uppfylla alls konar óskir fyrir Frakkana var raun sjálfgefið að bæta við starfsemina," segir Anton. Ferðamenn fluttir inn Anton fór því að skipuleggja rútuferðir um landið sem náðu strax miklum vinsældum. „Þetta óx mér í raun yfír höfuð,“ segir Anton, „og árið 1985 hætti ég að kenna og gerðist framkvæmdastjóri Ferðam- iðstöðvar Austurlands í fullu starfi. Þá fórum við að leggja áherslu á að flytja sjálfír inn ferðamenn." Hjá Ferðamiðstöð Austurlands hófst innflutningur ferðamanna í Frakklandi, því eins og Anton segir réttilega: „Éinshvers staðar verða menn að byija og það er best að byija þar sem það er auðveldast." Innflutningurinn gekk vel og á tíu ára tímabili, frá 1985 til síðasta árs, nær tífaldaðist fjöldi þeirra ferða sem Ferðamiðstöð Austur- lands skipulagði til landsins. Árið 1985 voru þær 13 samanborði við 120 í fyrra. Fyrir fímm árum, árið 1990, seg- ir Anton að markaðurinn í Frakk- landi hafí verið orðinn mettur. Ferð- amiðstöð Austurlands var í sam- bandi við átta ferðaskrifstofur þar iiem seldu ferðir til íslands og fjölg- un þeirra hefði í raun þýtt að ferða- skrifstofurnar hefðu farið út í sam- keppni hver við aðra við að selja íslandsferðirnar. Það var því kom- inn tími til þess að færa út sjón- deildarhringinn. Stefnan var tekin á Ítalíu, Spán, England og Sviss og fýrir tveimur árum hófst mark- aðsátak í Þýskalandi. „Við settum okkur þá stefnu fyr- ir tveimur árum að fjölga ferðum Þjóðveija til íslands. Við leituðum að ferðaskrifstofum sem voru ekki að selja slíkar ferðir, enda var markmiðið að fjölga ferðum hingað, ekki taka frá öðrum,“ segir Anton. Ferðamiðstöðin náði samningum við sterkar stofur í eigu þýska flug- félagsins LTU. Þar er um að ræða annað stærsta flugfélag Þýska- lands, sem í kjölfarið verður með vikulegt áætlunarflug hingað ti! lands í sumar eins og Morgunblaðið hefur skýrt frá. Anton kallar Þýskalandsmarkð- inn óplægðan akur fyrir íslendinga. Þar búi um 80 milljónir manna, en í júlí og ágúst í fyrra, helstu ferða- mánuðum Þjóðveija, hafí aðeins komið 22 þúsund Þjóðveijar til ís- lands. Þessa tölu segir Anton að sé hægt að hækka töluvert með skipulegri kynningu, enda hafi margir Þjóðveijar hreinlega aldrei heyrt um ísland hvað þá meira. Hann segir að markmið LTU sé að fljúga hingað með 2.200 Þjóðveija í sumar, þ.e. auka ferðamannafjöld- ann um 10% frá síðasta sumri. Egilsstaðir og Frakkland Hverniggekk þér, útlendingnum, að festa rætur í jafnlitlu bæjárfé- lagi og Egilsstöðum. „Mér hefur þótt auðveldara að búa hér en í Reykjavík," svarar Anton. „Þar var ég alltaf útlending- ur, en eftir stuttan tíma hér vissu allir hver ég var og hvaðan og síð- an var bara málið úr sögunni. í Reykjavík hafði ég bara fjölskyld- una að halla mér að, en hér komst ég fljótlega í náin tengsl við mun fleiri,“ segir Anton ennfremur, og kippir þannig stoðum undan þeim sögum að það sé illmögulegt, eða taki a.m.k. langan tíma, fyrir utan- aðkomandi að vera samþykktur sem fullgildur meðlimur í bæjarfélögum landsbyggðarinnar. Anton segir að hestamennskan hafí á vissan hátt hjálpað sér að komast í góð kynni við menn. „Ég hef kynnst mörgu góðu fólki, en ég verð að segja að mest gaman hef ég af því að tala við bændur. íslenskir bændur eru upp til hópa vel menntaðir og víðsýnir menn. í þeirra hópi hitti ég menn sem þekkja sögu Frakklands vel og hafa lesið franska rithöfunda. Mín reynsla er sú að íslendingar eru í heild menntaðri þjóð en Frakkar. Þar er toppurinn á ísjakanum list- í r i i i i i i í i i i i i i i i \ i i i i i i i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.