Morgunblaðið - 07.05.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 07.05.1995, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 7. MAÍ1995 MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MAÍ1995 27 JltaripttiÞliifeÍfe STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR HALDSFLOKKURINN beið afhroð í sveitarstjórnakosn- ingunum í Bretlandi síðastlið- inn fimmtudag. Flokkurinn hefur aldrei fengið minna fylgi í kosningum til sveitarstjórna, eða 25%, og missti 2.500 sæti í borgar- og héraðsstjórnum. Verkamannaflokkurinn vann hins vegar stórsigur og fékk 48%. Frjálslyndir demókratar fengu 23% atkvæða en unnu hins vegar fleiri sæti en íhalds- menn og hafa meirihluta í fleiri sveitarfélögum. íhaldsflokknum hefur ekki tekizt vel upp í sveitarstjórna- málum á undanförnum árum. Nefskatturinn, sem Margaret Thatcher innleiddi, og arftaki hans, sveitarfélagaskatturinn, hafa þannig ekki orðið flokkn- um til framdráttar. Hins vegar réðu landsmálin líkast til mestu um hinn mikla ósigur íhaldsflokksins. Þar ber ekkert einstakt málefni hæst, nema ef vera kynni Evrópu- mál, þar sem harðar innbyrðis deilur flokksmanna hafa rýrt traust almennings á stefnu rík- isstjórnar Johns Major. _ Hins vegar hefur íhalds- flokkurinn nú yfirleitt á sér ímynd hugmynda- og getuleys- is. Eftir sextán ára stjórnar- setu, sem hófst með miklum krafti, virðist flokkurinn út- brunninn hugmyndafræðilega og getur ekki boðið kjósendum upp á margt nýtt. Jafnframt hefur íhaldsflokkurinn ekki lengur mörgum hæfum for- ystumönnum á að skipa. Fjöldamörg hneykslismál hafa Árvakur hf., Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ekki hjálpað til. Flokkinn virð- ist bæði skorta stefnumál og fólk. Það, sem hlýtur að vera íhaldsflokknum mest áhyggju- efni, er að hann er nú að missa kjósendahópinn, sem Margaret Thatcher vann til fylgis við íhaldsstefnu sína; miðstéttar- fólkið og smáfyrirtækjaeigend- urna sem taldi sig hagnast á ftjálsræði í efnahagslífi og studdi jafnframt siðferðilega festu og ákveðni í utanríkismál- um. Tony Blair, ungur leiðtogi Verkamannaflokksins, sem tekizt hefur að sveipa sig áru nýrra hugmynda og endurnýj- unar, ekki með ósvipuðum hætti og Clinton Bandaríkja- forseta tókst í kosningabarátt- unni og á fyrstu misserum stjórnartíðar sinnar, hefur sótt harfy á þessi millistéttarmið, sem íhaldsflokkurinn hefur set- ið að. „Nútímavæðing" Blairs í Verkamannaflokknum — þ.e. höfnun á úreltum þjóðnýtingar- hugmyndum og áherzla á fé- lagslega markaðshyggju — hef- ur skilað Verkamannaflokkn- um Qölda atkvæða óánægðs miðstéttarfólks. Það, sem sennilega skiptir einna mestu máli, er að Blair hefur lagzt eindregið gegn hug- myndum sumra flokksmanna sinna um skattahækkanir og hefur sjálfur lagt fram tillögur um fremur hóflega skattheimtu á millitekjuhópa. Fólkið, sem hefur þreytzt á brostnum lof- orðum íhaldsmanna í skatta- málum, hefur mjög litið til þessa. Verkamannaflokkurinn naut þess jafnframt í kosningunum á fimmtudag að fjölmiðlar höfðu mikið fjallað um sigur Blairs nokkrum dögum áður á öfgaöflunum í Verkamanna- flokknum, sem vildu halda í fjórðu grein stefnuskrár flokks- ins um þjóðnýtingu atvinnu- tækja. Ef stjórnmálaflokkarnir fengju svipað hlutfall atkvæða í næstu þingkosningum í Bret- landi og þeir fengu í sveitar- stjórnakosningunum, myndi Verkamannaflokkurinn vinna stórsigur og fá 444 sæti, en íhaldsflokkurinn fengi 104. Það er þess vegna tómahljóð í yfirlýsingum Johns Major um að hann hafi trú á að íhalds- flokkurinn vinni þingkosning- arnar, sem verða í seinasta lagi eftir rétt tvö ár. Jafnvel dygg- ustu flokksmenn hans hafa misst trúna á að flokkurinn eigi möguleika á sigri. Hins vegar er ekki þar með sagt að stjórn Verkamanna- flokksins ætti langa setu fyrir höndum. Vissulega er Tony Blair kænn stjórnmálamaður, sem áttar sig á því að hann verður að færa flokk sinn inn á miðjuna, eigi honum að tak- ast að velta íhaldsflokknum úr sessi. Hann hefur jafnframt áttað sig á því að íhaldsflokk- urinn hefur í stjórnartíð sinni gert þvílíkar grundvallarbreyt- ingar á brezku þjóðfélagi í fijálsræðisátt, að ekki verður aftur snúið til sósíalisma og þjóðnýtingarstefnu hins gamla Verkamannaflokks. En um leið og Verkamanna- flokkurinn kæmist í stjórn, settust í ráðherrastóla ýmsir, sem ekki eru sammála frjáls- lyndum áherzlum Blairs í efna- hagsmálum, fengju þá sinn eig- in valdagrundvöll og yrðu lík- legir til að standa uppi í hárinu á flokksformanninum og magna upp draug sósíalismans. Jafnframt eru deilur um Evr- ópumál ekki minni í Verka- mannaflokknum en í íhalds- flokknum, þótt þær hafi ekki komið mjög upp á yfirborðið á meðan flokkurinn er í stjórnar- andstöðu. Enginn ætti því að fá glýju í augun yfir hinni nýju forystu Verkamannaflokksins. AFHROÐ BREZKA ÍHALDSFLOKKSIN S 1 SEM- A^4^*sagt, það er hægt að halda páskana hátíðlega án þess vita hvað páska- egg merkir og jólin án þess vita deili á táknlegri mdVkingu jólatrésins. En það sakar ekki að vita að egg- ið er fijósemistákn og boðar vor- hlýju og hækkandi sól en auk þess er táknleg merking þess í kristni sú að Kristur brýtur af sér eggskum dauðans og rís upp með sama hætti og unginn brýtur af sér skumina. Og það sakar ekki að vita að táknleg merking jóla- trés í kristni fjallar um líf, dauða og upprisu; hringrás og árstíðir. Dautt tré og nakið minnir á synd- arann. Menn vilja helzt nýhoggið tré í fullum blóma. Talið var að af tréi þekkingarinnar hafí kross Krists verið smíður; og auðvitað hékk hann á tréi lífsins. Það sak- ar ekki að vita þetta en skiptir ekki sköpum. Við þurfum ekki endilega að vita gamla merkingu allra þeirra hluta sem í kringum okkur em. Súkkulaði er bragðgott og súkkulaðiegg á vel við á pásk- unum. Jólatré em falleg og koma ágætlega heim við fæðingu frels- arans. En á sama hátt og við þurfum ekki að vita táknlega merkingu jólatrés getum við lesið foman skáldskap okkar án þess vita deili á öllum þeim jólatijám eða páskaeggjum sem koma fyrir í þessum foma texta en skipta okkur nú um stundir litlu eða engu máli. Við getum notið páska- og jólahátíðar í fomum skáldskap okkar án þess við þurfum endilega að þekkja öll tákn og skírskotanir. Fegurð skáldskaparins og hann útaffyrir sig nægir okkur, svo mikill og einstæður sem hann er af sjálfum sér. Hann er gmndvöll- ur þeirrar arfleifðar sem gerir okkur að þjóð en þess vegna ekki- sízt ættum við að gera okkur far um að vita sem gleggst deili á öllum þáttum þessarar málsmenn- ingarhefðar sem við ein höfum varðveitt og getum ræktað einsog efni standa til. Það getur tilað- mynda verið skemmtilegt að muna eftir því við lestur Njáls sögu að Sámur á sér fyrirmynd í Argusi, hundi Ódsysseifs sem einnig var hinn mesti bogmaður einsog Gunnar á Hlíðarenda. Þegar Ód- ysseifur kemur heim úr sinni löngu ferð til Tróju og vaknar af draumfömm heimferðarinnar tek- ur hundur hans á móti honum og ber fyrstur kennsl á hann. Hund- urinn er mikilvægur í táknfræði goðsagnanna. Hann vísar framl- iðnum sálum veginn til Heljar en hann getur einnig verið hið versta óargadýr einsog Garmur í ásatrú sem drepur Tý. En hann vinnur svo á honum í ragnarökum. í 49. erindi Völuspár segir svo: Geyr nú Garmur mjðg fyr Gnipahelli, feáur mun slitna, en freki renna, fjöld veit hún fræða, fram sé eg lengra um ragnarök römm sigtíva. Síðan verður erindið um Garm einshverskonar viðlag í Völuspá og þannig einskonar áherzluauki. En þó er hundurinn fyrst og síð- ast tákn heilinda og hollustu; hann er vinur mannsins og vemdari. Semsagt, við ættum auðvelt með að njóta Innansveitarkroniku til fulls þótt við læsum hana ekki sem dæmisögu heldur ósköp venjulega frásögn úr Mosfellsdal. En það er skemmtilegra að gera sér grein fyrir því að hún er byggð á jartein og kirkjan í dalnum er einskonar almættisverk af þeim sökum. Innansveitarkronika er þannig bæði táknsaga; og jar- teinasaga; en hún er engu minni perla þótt hún sé einfaldlega lesin samkvæmt fyrirsögn skáldsins og heiti sögunnar; sem innansveitar- kronika. Hið sama gildir um sögur Svövu Jakobsdóttur og einhym- ingskvæði Hannesar Péturssonar um Krist, svoað markverð dæmi séu nefnd. M (meira næsta sunnudag) HELGI spjall REYKJAVÍKURBRÉF . Laugardagur 6. maí ISÍÐASTA TÖLUBLAÐI TÍMA- ritsins Vísbendingar er fjallað um sjávarútvegsstefnu Morgun- blaðsins á þann veg, að augljóst er, að hún hefur ekki komizt til skila til forráðamanna tímarits- ins. Þar segir m.a.: „Ritara Reykjavíkurbréfa Morgunblaðs- ins verður -tíðrætt um sjávarútvegsmál í skrifum sínum. Hann virðist fylgja auð- lindaskatti, styður þó áhangendur sóknar- marks, en kjaminn í skrifum hans er and- staða við að menn séu að kaupa og selja eignir annarra. Þetta er ærið þversagna- kenndur málflutningur, því sóknarmark og auðlindaskattur era andstæðir hlutir." Þessi skilningur Vísbendingar á sjávar- útvegsstefnu Morgunblaðsins er á mis- skilningi byggður. Blaðið hefur ekki lýst stuðningi við „áhangendur sóknarmarks“. Hins vegar hafa ýmsir þeirra, sem lýst hafa óánægju með skrif blaðsins um þessi málefni haldið þessu fram og hugsanlegt er, að Vísbending byggi þetta mat sitt á túlkun þeirra. Morgunblaðið hefur lagt áherzlu á eitt grandvallaratriði í skrifum um sjávarút- vegsmál og það er, að útgerðarmenn, sem nýta sameiginlega auðlind þjóðarinnar eigi að greiða eiganda auðlindarinnar gjald fyrir afnot af henni. Að öðru leyti hefur blaðið ekki tekið afstöðu til mismunandi stjórnunarkerfa í fiskveiðum. Að vísu hef- ur verið bent á margvíslega galla hins svonefnda kvótakerfis en gagnrýnin á kvótakerfið hefur fyrst og fremst byggzt á því, að með því hafi fámennum hópi manna verið aflient mikil verðmæti til eignar fyrir ekki neitt, sem þeir megi síð- an selja sín í milli fyrir miklar fjárhæðir. Síðan noti þeir sem mest fengu gefíns þau verðmæti til þess að kaupa kvóta annarra og þannig safnist kvótinn smátt og smátt á fárra hendur og yerði að lokum erfða- góss eins og dæmin sanna. Morgunblaðið fagnaði tillögum fram- bjóðenda Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörð- um, ekki vegna efnislegra tillagna þeirra um sóknarmark og flotastýringu, þótt hugmyndin um flotastýringu sé allrar at- hygli verð, heldur fyrst og fremst vegna þess, að tillögugerð þeirra var fyrsta lífs- markið, sem menn urðu varir við innan flokksins í umræðum um fískveiðistefnuna sérstaklega. Tillögugerð Vestfírðinganna er mikilvæg vegna þess, að með henni tekur hópur áhrifamanna í Sjálfstæðis- flokknum framkvæði að umræðum um þessi miklu mál á vettvangi stærsta stjóm- málaflokks þjóðarinnar en slíkar umræður höfðu ekki farið fram að nokkra marki. Þá skipti það líka máli, að formaður Sjálf- stæðisflokksins lýsti ánægju sinni með, að slíkar umræður færa fram innan flokks- ins og verður sú yfírlýsing væntanlega til þess að ýta undir skipulegar umræður sjálfstæðismanna um málið. Morgunblaðið fagnaði tillögum Vestfírð- inga að öðru leyti vegna þess, að þar kem- ur fram að þeir era til viðtals um gjald- töku vegna nýtingar á sameiginlegri eign þjóðarinnar. Það er mikilvægt, að slík við- urkenning skuli koma fram hjá þingmönn- um og varaþingmönnum Sjálfstæðis- flokksins í einu helzta sjávarútvegskjör- dæmi landsins. Þeim fjölgar smátt og smátt í þingflokki Sjálfstæðisflokksins, sem era a.m.k. viðmælandi um það grand- vallaratriði. Morgunblaðið hefur ekki tekið efnislega afstöðu til hugmynda Árna Vilhjálmsson- ar, stjómarformanns Granda hf., sem hafa mjög verið til umræðu á síðum blaðsins að undanfömu, en blaðið hefur fagnað sérstaklega tímamótaræðu Áma Vil- hjálmssonar á aðalfundi Granda hf. vegna þess, að þar lýsti einn helztí áhrifamaður í íslenzkum sjávarútvegi stuðningi við þá grundvallarhugmynd, að útgerðin greiði þjóðinni fyrir afnot af sameiginlegri eign þjóðarinnar og taldi ógæfu, að slík ákvörð- un hefði ekki verið tekin í upphafí. Raun- ar er hægt að rekja það hér í blaðinu undanfarin ár, að í hvert einasta skipti, sem viðurkenning á þessu meginatriði hef- ur komið fram hjá einstökum forystumönn- um i sjávarútvegi eða stjórnmálum, hefur Morgunblaðið séð ástæðu til að fjalla um það sérstaklega og halda til haga. En óneitanlega eru hugmyndir Áma Vil- hjálmssonar þær athyglisverðustu, sem fram hafa komið úr röðum fræðimanna og útgerðarmanna síðustu misserin og full ástæða til að ræða þær af alvöra og þá ekki sízt með hagsmuni sjávarútvegsins í huga. í þeim miklu umræðum, sem fram hafa farið um þessi málefni á undanförnum áram, hafa línur smám saman skýrzt. Annars vegar er um að ræða það grand- vallaratriði, sem Morgunblaðið hefur fjall- að alveg sérstaklega um, þ.e. greiðsluna fyrir afnot af auðlindinni. Hins vegar er svo spumingin, hvemig nýting auðlindar- innar sjálfrar er skipulögð, þ.e. hvemig veiðunum er hagað, hvort byggt er á svo- nefndu aflamarki, sóknarmarki eða þeirri flotastýringu, sem vestfírzkir sjálfstæðis- menn hafa gerzt talsmenn fyrir. Þótt Morgunblaðið hafí skoðanir á mörgum málum og þar á meðal því, að útgerðarmenn eigi að borga fyrir aðgang að auðlindinni, telur blaðið að útgerðar- menn, sjómenn og aðrir þeir, sem starfa við sjávarútveg séu betur til þess fallnir að skipuleggja sjálfar veiðarnar. Þeirri skoðun hefur verið hreyft hér í blaðinu, að svo fremi sem útgerðin borgi fyrir að- gang að auðlindinni og hlýti þeim aflatak- mörkunum, sem stjórnvöld setja hveiju sinni að ráði vísindamanna, eigi það að vera ákvörðunarefni þeirra, sem veiðamar stunda, þ.e. útgerðarmanna og sjómanna, hvernig þær era skipulagðar. Þeir séu ekki bara betur til þess fallnir en Morgun- blaðið heldur líka færari um það en stjóm- málamenn og embættismenn. M.ö.o.: greiðslan er grundvallaratriði. Skipulag veiðanna sjálfra er svo útfærslu- og samkomulagsatriði á milli þeirra, sem þær stunda. Væntanlega hefur með þess- ari umfjöllun tekizt að leiðrétta þann mis- skilning, sem fram kom í tilvitnuðum ummælum Vísbendingar. Á AÐALFUNDI Sölumiðstöðvar # hraðfrystihúsanna í arútvegi gær, föstudag, flutti Davíð Odds- son, forsætisráðherra, ræðu, þar sem hann fjallaði á athyglisverðan hátt um þessi málefni eins og sjá má í frétt í Morgunblað- inu í dag, laugardag. í ræðu þessari sagði forsætisráðherra m.a.: „En sjávarútvegurinn í uppsveiflu hefur verið ríkjandi vandamál. Segja má, að það vandamál sé inntakið í þeim deilum um skipan sjávarútvegsmála, sem mjög hafa verið ofarlega í umræðu að undanförnu, það er að segja með hvaða hætti er hægt að laga tilvera sjávarútvegs og sveiflur í þeirri miklu grein að tilvera annars at- vinnulífs í landinu. Nú er það svo, að sumir mætir fræði- menn tala með nokkra yfirlæti um þessa þætti og þykjast einn sannleik hafa fundið í því efni og enginn annar komi til álita. Ég er ekki þeirrar skoðunar, að sá sann- leikur sé fundinn og reyndar vanti heilmik- ið upp á, að þau rök öll gangi upp. En hinu verða menn að átta sig á, að það hefur tekizt að skapa nokkum óróleika í þjóðfélaginu vegna óvissu um þessa þætti. Það er afar mikilvægt, að menn mæti þessum óróleika af festu en jafn- framt af sanngimi því ella getur farið illa. Ég hygg, að um það ætti að geta náðst sæmileg sátt í landinu, að meginatvinnu- greinin, sjávarútvegurinn, búi við öryggi til lengri tíma horft. Nógu sveiflugjam er þessi atvinnuvegur, þó að honum sé ekki búin óregla og sveifla af mannanna völd- um. Það er afar mikilvægt að festa sé sköp- uð. Við sjáum þegar, að með þeirri festu, sem þó hefur verið hefur þessari atvinnu- grein tekizt að laga sig að þeim áföllum, sem við höfum orðið fyrir, með þeim hætti, að sjávarútvegurinn hefur komizt Festa í sjáv- frá þessum áföllum réttum megin við strik- ið þijú ár í röð. Má segja, að það séu merkileg og ánægjuleg tíðindi fyrir þjóðfé- lagið allt. Menn hljóta því, þegar leggja á mat á kosti í stjórnun í þessari grein, að gæta þess að hagkvæmni í greininni rask- ist ekki.“ Nú getur hver skilið þessi ummæli for- sætisráðherra á þann veg, sem honum hentar en óneitanlega er athyglisvert, að hann skuli komast þannig að orði, að mikil- vægt sé að menn mæti því, sem hann kallar „óróleika" í þjóðfélaginu vegna sjáv- arútvegsmála af festu en ,jafnframt af sanngirni því ella geti farið illa“. Sanngimi í garð hverra? Þjóðarinnar, sem á auðlindina, sem útgerðin nýtir fyrir ekki neitt og gengur kaupum og sölum á milli útgerðarmanna án þess, að eigandinn komi við sögu? Það skyldi þó aldrei vera, að hér hafi forsætisráðherra í nýrri ríkis- stjóm stigið fyrstu skrefín til þess að stuðla að sáttum í þessu mikla deilumáli. ÞAÐ ER RÉTT hjá Davíð Oddssyni, að það er afar mik- ilvægt að sjávarút- vegurinn búi við festu og öryggi um grandvallaratriði í rekstri atvinnugreinar- innar. Raunar á það við um atvinnufyrir- tæki í öllum greinum. Þess vegna er skyn- samlegt fyrir atvinnugreinina sjálfa að koma til móts við þau sjónarmið, sem hér hefur verið lýst þannig að þjóðarsátt geti orðið um stefnuna í sjávarútvegsmálum. í hveiju gæti hún verið fólgin? í umræðum undanfarinna ára hafa tals- menn sjávarútvegsins ítrekað haldið því fram, að hugmyndin um gjaldtöku vegna afnota af sameiginlegri auðlind væri ekk- ert annað en ný aðferð til þess að leggja skatt á sjávarútveginn og hann hefði eng- in efni á því að greiða slíkan skatt og í því sambandi hafa menn vísað til mikils tapreksturs í sjávarútvegi á undanfömum áram. Einstaka talsmenn sjávarútvegs og stuðningsmenn þeirra hafa sagt, að öðru máli gegndi, þegar hagur sjávarútvegsfyr- irtækja batnaði. Nú er að því komið. Hvert stórfyrirtæki á fætur öðra í sjávarútvegi sýndi umtals- verðan hagnað á sl. ári og rekstrarhorfur á þessu ári era góðar. Þess vegna era ekki lengur fyrir hendi þær aðstæður, að svo mikið tap sé á sjávarútvegi, að atvinnu- greinin geti ekki borgað gjald fyrir aðgang að auðlindinni. Þjóðarsátt um sjávarútvegsstefnu gæti verið fólgin í eftirfarandi: í fyrsta lagi fallist samtök sjávarútvegsins á það grand- vallaratriði, að eðlilegt sé, að atvinnugrein- in borgi fyrir afnot af sameiginlegri auð- lind þjóðarinnar. í öðra lagi fallist atvinnu- greinin á vissa lágmarksgreiðslu í 5-6 ár því til staðfestingar. í þriðja lagi og að þeim umþóttunartíma liðnum t.d. við upp- haf nýrrar aldar komi eðlileg og sanngjöm greiðsla fyrir. í fjórða lagi hefjist umræður um það á milli samtaka útgerðar, sjómanna og stjómvalda hver séu eðlileg afskipti stjóm- valda af skipulagi veiðanna. Þar er sjálf- gefíð, að það kemur í hlut stjómvalda að ákveða hámarksafla hveiju sinni í sam- ræmi við ráðleggingar vísindamanna en er það raunverulega vilji útgerðar og sjó- manna, að fískveiðar séu stundaðar sam- kvæmt miðstýrðu kerfí úr sjávarútvegs- ráðuneyti? Ef svo er, gott og vel, en ef svo er ekki er tímabært að umræður hefj- ist á vettvangi útgerðarmanna og sjó- manna um það, hvemig atvinnugreinin sjálf getur náð innbyrðis samkomulagi um skipulag fiskveiðanna. Sá óróleiki í þjóðfélaginu, sem Davíð Oddsson talaði um á aðalfundi SH, stafar ekki bara af kröfum um greiðslu fyrir af- not af auðlindinni. Hann stafar líka af því, að innan sjávarútvegsins er mikið sundurlyndi um það, hvemig fískveiðunum Þjóðarsátt um sjávar- útveg verði bezt háttað. Þar era á ferðinni hags- munaárekstrar á milli landshluta, á milli fyrirtækja, sem eru bæði í útgerð og físk- vinnslu og hinna, sem era bara í vinnslu, á milli frystitogara og annarra fískiskipa, á milli stórra skipa og lítilla o.s.frv. Það er ekki síður mikilvægt að ná samkomu- lagi á þessum vígstöðvum en að því er varðar gjaldtöku. Kannski era tillögur vestfírzkra sjálfstæðismanna skýrasta dæmið um þessi hagsmunaátök innan sjáv- arútvegsins sjálfs. Morgunblaðið hefur ekki haft mikla trú á því, að hin nýja ríkisstjóm Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks mundi beita sér fyrir umbótum á sviði sjávarútvegs. í ræðu forsætisráðherra á aðalfundi SH má fínna vísbendingar um annað. Það verður fróðlegt að fylgjast með því, hvort þeim ummælum verður fylgt eftir. Richard Nixon, fyrram Bandaríkjafor- seti, var einn harðasti andstæðingur nokk- urra tengsla við kommúnistastjómina í Kína á sínum tíma. Það kom í hans hlut að viðurkenna Pekingstjómina og honum tókst það vegna þess, að þrátt fyrir allt treystu harðlínumenn í Bandaríkjunum honum fyrir þeim samskiptum. Þeir Halldór Ásgrímsson, utanríkisráð- herra, og Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegs- ráðherra, hafa sameiginlega í rúman ára- tug verið hörðustu talsmenn hagsmuna LIU í þessum málum. Kannski era þeir með sama hætti og Nixon var gagnvart Kína, beztu mennimir til þess að sætta útgerðina við hið óhjákvæmilega að hún hljóti að borga eins og Árni Vilhjálmsson, stjórnarformaður Granda, hefur nú opnað fyrir möguleika á og Gunnar Ragnars, forstjóri Utgerðarfélags Akureyringa hf., gaf til kynna í grein hér í blaðinu fyrir skömmu að hann gæti hugsað sér við til- náttúrlega að átta sig á þeim pólitíska veruleika, sem er að byija að blasa við þeim í þessu máli. „Sanngirni í garð hverra? Þjóðar- innar, sem á auð- lindina, sem út- gerðin nýtir fyrir ekki neitt og gengur kaupum og sölum á milli útgerðarmanna án þess, að eig- andinn komi við sögu? Það skyldi þó aldrei vera, að hér hafí forsætis- ráðherra í nýrri ríkisstjórn stigið fyrstu skrefin til þess að stuðla að sáttum í þessu mikla deilumáli?“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.