Morgunblaðið - 07.05.1995, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 07.05.1995, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MINIMINGAR SUNNUDAGUR 7. MAÍ 1995 31 DAGNÝ WESSMAN + Dagný Wess- man fæddist 19. febrúar 1913 í Brunnhúsum í Reykjavík. Hún lést í Landspítalan- um hinn 30. mars síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Guðmundur Jóns- son sjómaður og Jónína Sigríður Jónsdóttir húsfrú en þeim hjónum varð sex barna auð- ið. Aðeins tvö þeirra komust til fullorðinsára, þær Dagný og Ásta Lilja. Móðir þeirra dó í spænsku veikinni. Guðmundur giftist aftur og átti fjóra syni og af þeim er einn látinn. Maki Dagnýar, Elof Wessman klæð- skeri, lést 3. sept- ember 1980 en þau eignuðust sjö börn, Ib, Inu, Lís, Ragnar Arne (fæddur 23. júlí 1940, látinn 10. janúar 1941), Wil- helm, Ragnar og Önnu Sigríði. Dagný var jarð- sungin frá Aðventukirkjunni 7. apríl síðastliðinn. ELSKU amma okkar hefur kvatt þennan heim. Dagný amma barðist hetjulega við sjúkdóm þann er varð henni yfirsterkari. Þegar við horf- um til baka eigum við margar góðar minningar um ömmu og við geymum þær og varðveitum í hjarta okkar. Við vitum að nú líður henni vel og það er huggun okkar. Elsku amma, við systkinin vilj- um kveðja þig með þessum sálmi. Hin langa þraut er liðin nú loksins hlaustu friðinn og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (V.' Briem.) Guð geymi þig. Linda, Róbert og Gunnhildur Wessman. ALEXANDER ÖRN JÓNSSON ■+■ Alexander Örn Jónsson * fæddist í Vestmannaeyjum 19. mars 1990. Hann lést af slys- förum 16. apríl síðastliðinn og var jarðsunginn frá Landa- kirkju í Vestmannaeyjum 29. apríl. SORGARFREGNIN sem barst frá Vestmannaeyjum á páskadag snart landsmenn djúpt og hún minnti okkur áþreifanlega á þá staðreynd að það eru engir páskar án föstudagsins langa, — engin gleði án sorgar. Sorgin er gjaldið sem við greiðum fyrir það að elska. Það er hlutskipti ástvina í þessu lífi og ekkert er eins þungbært og að missa börnin sín. Margar spumingar vakna þegar slysin verða. Hvernig getur góður Guð látið slíkt gerast? Innra með okkur bærist jafnvel reiði og gremja. En það er engin svör að fá við þeim áleitnu spumingum. Við verðum að fara með þær að krossi Krists og treysta því að hann sé nær og leiði Alexander litla heim í eilíft kærleiksríki sitt. Jesús birti þann Guð sem er með okkur í áföllum lífsins og fyrir hans hjálp getur sár grátur orðið að huggunarríkum páskum. Kristinn maður þekkir enga leið framhjá sorginni, en hann þekkir leið í gegnum hana. Það undur gerist þegar við erum falin á vald þess kærleika sem er sterkari en dauðinn og lærum að lifa með því sem orðið er, — upprisumegin við krossinn. Ömmu og afa Alexanders litla, þau Jóhönnu og ívar langaði til þess að minnast hans örfáum orð- um. Hann var gleðigjafi í þeirra lífi og dvaldi hjá þeim í Keflavík, ekki síst á sumrin. Hann var búinn að ákveða að fara í heimsókn til þeirra í sumar, slá garðinn með afa og hreinsa gluggana. Það fór á annan veg og missir þeirra er sár og tómarílmið mikið eins og hjá foreldrum hans og bróður og ástvinum öllum. En þeir eru bornir á bænarörmum og minningamar um drenginn litla em bjartar eins og vorið og verða frá engum tekn- ar. Amma hans valdi sem kveðjuorð sálmavers sr. Björns Halldórssonar í Laufási: Hví var þessi beður búinn, bamið kæra, þér svo skjótt? Svar af himni heyrir trúin hljóma gepum dauðans nótt. Það er kveðjan: „Kom til mín!“ Kristur tók þig heim til sin. Þú ert blessuð hans í höndum, hólpin sál með Ijóssins öndum. Amma og afi í Keflavík. HELGIEINAR PÁLSSON + Helgi Einar Pálsson fæddist 12. desember 1916 í Hóla- koti í Fljótum. Hann lést á Siglufirði 13. apríl sl. Foreldrar hans voru Páll Arngrímsson og Ingveldur Hallgrímsdóttir. Árið 1920 fluttust þau að Hvammi og þar ólst Helgi upp í hópi níu systkina. 26. janúar árið 1946 kvæntist Helgi Ingi- björgu Bogadóttur frá Minni- Þverá en þau höfðu hafið bú- skap í Hvammi ári áður. Þau eignuðust tvö börn, Kristrúnu Ingveldi og Pál Boga, en hann dó átta mánaða gamall. Kristr- ún er búsett í Reykjavík, gift Karli Sighvatssyni og eiga þau þrjú börp. Helgi var bóndi í Hvammi til ársins 1975, er þau hjónin fluttust til Siglufjarðar og settust að á Laugarvegi 23, þar sem þau bjuggu þar til þau fluttust inn í Skálarhlíð fyrir þremur árum. Helgi var jarðsunginn frá Siglufjarðarkirkju 22. apríl sl. VIÐ bræðurnir ætlum að minnast Helga með nokkrum orðum. Fall- inn er frá góður uppalandi og vin- ur. Við vorum þeirrar gæfu aðnjót- andi að fá að vera í sveit hjá Helga og Imbu. Það var alltaf mikil til- hlökkun þegar byijaði að vora, því þá styttist í að við færum í sveit- ina. Hvammur var eins og okkar annað heimili. Alltaf sjáum við það betur og betur eftir að við fórum að ala upp eigin börn, hve þau hjónin Imba og Helgi voru frábær- ir félagar og alltaf tilbúin að leysa hvers manns vanda ef þau mögu- lega gátu. Helgi var einstaklega geðgóður og ljúfur, og mjög laginn við að gera alla vinnu skemmti- lega. Við gleymum aldrei þeim stundum þegar Helgi brá sér í leiki með okkur. Það var sama hvort það var spil, tafl, fótbolti eða stökk. Allt lá þetta jafnvel fyrir honum. Hann var alltaf tilbúinn að kenna okkur, og ef eitthvað fór öðruvísi en það átti að vera var Helgi óðar búinn að semja vísu. Við kveðjum þig með söknuði og þökkum fyrir allar þær stundir og þær minning- ar sem við eigum um þig. Það verður örugglega tekið jafnvel á móti mér og þú tókst á móti okkur í Hvammi. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Bragi, Siguijón og Stefán. ZERO-3® 3ja daga megrunarkúrinn Svensson Mjódd, sími 557-4602. Opiö virka daga kl. 13-18, laugard. 13-16 Póstv.sími 566-7580. ÁSTA KRISTÍN GUÐJÓNSDÓTTIR + Ásta Kristín Guðjónsdóttir var fædd á Amarnúpi í Keldudal í Dýrafirði hinn 30. ágúst 1916. Hún lést á heimili sínu, Vallargötu 29, Þingeyri, að kvöldi 13, apríl sl. Ásta Kristín var jarðsett frá Þing- eyrarkirkju 26. apríl sl. ÉG var ekki há í loftinu þegar ég gerði mér grein fyrir því að langt vestur á fjörðum átti ég góðan hóp af frændfólki og sumt hafði ég samt aldrei hitt. En alltaf bar þetta fólk á góma öðru hveiju og þegar árin liðu fóru ættartengslin að fá á sig skýrari mynd. Ég var, að mig minnir, sex ára þegar ég fór mína fyrstu ævintýraferð í Dýrafjörð. Æ síðan hefur mér fundist ég vera að koma heim þegar leið mín hefur legið þangað. Eg hef oft reynt að finna skýringar á því hvers vegna maður binst fjarlægum firði slíkum órofa böndum. Fyrir mitt leyti er skýringin fólgin í tveimur samofn- um þáttum, náttúrufegurðinni í Dýrafirði og hlýju og vináttu fólks- ins sem þar býr. í þeim hópi var Ásta Guðjónsdóttir. Sem unglingur varð ég þeirrar gæfu aðnjótandi að dvelja við leik og störf á Þingeyri í fjögur sumur. Dvaldi ég í frábæru yfirlæti á heim- ili Ólafíu og Kristjáns. Að loknum vinnudegi í frystihúsinu lá leiðin til Ástu og Siguijóns í sturtu. Sama innilega hlýjan einkenndi móttök- umar í hvert sinn, og alltaf var jafnnotalegt að setjast í hlýjan borð- krókinn á Vallargötunni og spjalla við heimilisfólkið. Á seinni árum hefur mér oft orðið hugsað til þess- ara stunda og hversu notalegt and- rúmsloftið var. Það er engin tilviljun að nöfn þeirra hjóna Ástu og Siguijóns eru nánast samofin í mínum huga. Umhyggja hvors fyrir öðru var ein- stök og gagnkvæm virðing eftir- tektarverð. Þau vom einstaklega samhent, stolt af sínum bömum og barnabörnum og undu hag sínum best í faðmi fjölskyldunnar. Þegar í ljós kom að Ásta barðist við illvíg- an sjúkdóm var henni mest í mun að heyja sína baráttu heima, umvaf- in umhyggju sinna nánustu. Ég veit að allir lögðust á eitt um að uppfylla þá ósk hennar. Að leiðarlokum langar mig að þakka Ástu fyrir alla hlýju í minn garð. Það er ómetanlegt að hafa allar góðu minningarnar af Vallar- götunni í farteskinu. Ég sendi Sig- uijóni frænda, börnum hans og ástvinum innilegar samúðarkveðjur og bið Guð að styrkja þau í sorg- inni. Guð blessi minningu Ástu Guðjónsdóttur. Bergþóra Valsdóttir. Skilafrestur vegna minningargreina Eigi minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags: og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í miðvikudags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf grein- in að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Auðveld í notkun Topphlaðin Þvottamagn 8,2 kg • Tekur heitt og kalt vatn • Fljót að þvo White-Westín'ghouse Amerísk gæða framleiðsla RAFVORUR Auðveldur í notkun Þvottamagn 7 kg. Fjórar hitastillingar Fjögur þurrkkerfi ávél 121.233,- Þurrkari 72.650,- Fri heimsending i Rvk. og nágrenni Hringiö og fáið upplýsingar og bækling RAFVÖRUR HF • ÁRMÚLA 5 • 108 REYKJAVIK • SIMI 568 641 . . , ■:, , , , . ■ ■■ . PÓ FÆRÐ UPPLÝSINGAR UM HM'95 A VERALOARVEFNUM w .. \r * m ^ Æý:ý’ ,Æ ICELAND 1995 CDRACZLG' Wor/d W i d e VV e b I n t e r f a c e K i t O R A C L E HUGBÚNAÐUR Á ÍS LA N D I TEYMl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.