Morgunblaðið - 07.05.1995, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 07.05.1995, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIIMNINGAR SUNNUDAGUR 7. MAÍ1995 35 * OKKUR langar til að minnast elsku Siggu frænku okkar systranna, með fáeinum orðum. Við vorum ekki háar í loftinu þegar við byrjuðum að venja komur okkar til Siggu frænku í Eskihlíðina. Venjulega byijaði heimsóknin á því að við rölt- um saman út í búð, keyptum Vik- una ásamt ýmsu góðgæti. Þegar heim var komið las Sigga Vikuna um leið og við borðuðum það sem keypt hafði verið. Sigga frænka átti ýmsar gersemar, gamla síða kjóla og fulla kistu af skartgripum. Þetta leyfði hún okkur að vera með að vild við það breytist maður í prinssessur, í fínum kjólum hlaðnar skarti. Þegar tók að kvölda fórum við upp i rúm þar sem Sigga gat sagt manni sögur í tonnavís, um leið og hún kitlaði á manni bakið. Þetta eru bar örfá minningarbrot frá Eskihlíðinni, en einhvern tímann á árinu 1983 flutti Sigga heim til okkar og bjó þar um það bil eitt ár. Stuttu eftir að hún fór frá okk- ur eignaðist hún heimili á Droplaug- arstöðum, eftir skamma viðdvöl á Borgarspítalanum. Sigga var alveg sérstaklega sjálf- stæð og viljasterk eins og kom ber- lega í ljós þegar hún mjaðmabrotn- aði og var orðin föst í hjólastól og ekki var útlit fyrir að hún myndi standa upp aftur, en með ótrúlegri þrautseigju og þjálfun stóð hún ekki aðeins upp heldur gat gengið með stuðningi. Hún var alltaf í góðu skapi og öllum þótti jafn gott að koma til hennar. Það sýndi sig best þegar jafnvel starfsfólkið á Droplaugarstöðum sótti í að koma og spjalla við Siggu frænku í frítím- um sínum. Það er sárt að hugsa til þess að elsku Sigga frænka sé horfin úr lífi okkar. Sigga frænka var blíð og hlý kona sem gerði líf okkar ríkara með nærveru sinni og erum við henni þakklátar fyrir það. Minn- ingamar um hana munu ávallt ylja SIGRIÐUR JÓNSDÓTTIR INGABIRNA PÉTURSDÓTTIR + Inga Birna Pétursdóttir ‘ fæddist á Akranesi 4. des- ember 1977. Hún lést á Sjúkra- húsi Akraness 19. apríl sl. og var jarðsungin frá Akranes- kirlqu 27. april. HVER trúir því að svona ung stúlka sem á bjarta framtíð fyrir sér sé rifín á brott frá okkur öllum. Guð hefur ætlað henni betra hlutverk hinum megin. Inga Birna var á 18 ári þegar hún lést, hún var búin að berjast við illvígan sjúkdóm síð- astliðna mánuði, en hún vann ekki baráttuna eins og hún ætlaði sér. Elsku frænka, nú kemur þú ekki oftar í heimsókn til okkar á sumrin eins og þú gerðir yfirleitt og dvald- ir hjá okkur um skeið. Alltaf hlakk- aði frændi þinn Sveinn Orri mikið til þegar von var á þér norður. Þó svo að aldursmunurinn væri níu ár, þá áttuð þið og við góðar og skemmtilegar samverustundir saman sem við geymum vel í hjört- um okkar. Síðast þegar þú komst til okkar rétt fyrir síðustu jól og dvaldir í tvo daga hjá okkur á leið til ömmu þinnar og afa á Húsavík til að eiga jólin með þeim, datt okkur ekki í hug að það væri síð- asta ferðin þín norður til okkar. En eitt er víst að amma þín og afi voru þakklát fyrir að fá að hafa þig hjá sér. Framtíðin var svo björt hjá þér, þú hafðir sagt mér í síma að þú hefðir eignast góðan vin sem stóð við hlið þér eins- og stytta. Magnús minn, missirinn er mikill, en minn- ingarnar um vinkonu þína hana Ingu Birnu geymir þú í hjarta þínu eins og við öll hin. Elsku frænka okkar, við kveðjum þig með söknuð í hjarta og þökkum þér fyrir samfylgdina. Hvert ðrstutt spor var auðnuspor með þér, hvert andartak er tafðir þú hjá mér var sólskinsstund og sæludraumur hár, minn sáttmáli við guð um þúsund ár. (Halldór Laxness). Elsku Sigrún, Þórir og Þórey. Pétur og íjölskylda og aðrir að- standendur. Við sendum ykkur okk- ar innilegustu samúðarkveðjur í þessari miklu sorg. Valrós, Kristinn og Sveinn Orri. Fullbúnar glæsiíbúðir + Sigríður Jóns- dóttir fæddist 22. nóvember 1909. Hún lést 15. apríl sl. Foreldrar henn- ar voru Katrín Jónsdóttir og Jón Friðrik Guðmunds- son. Sigríður var næstelst af þrettán systkinum, sem voru Bergrín, Anna, Þóra, Ólafur, Guðlaug, Þórarinn, Guðmundur, Einar, Gunnar, Björn, óskírð Jónsdóttir og Hjalti. Hálfbróðir hennar samfeðra er Karl. Útför Sigríð- ar fór fram 24. apríl sl. í kyrr- þey að ósk hinnar látnu. okkur. Elsku Sigga frænka, við munum ætíð sakna þín. Guð blessi þig og varðveiti. Ef við berum harm í hljóði — harmurinn er undariegur - verður hann að vænum sjóði, vænsta sjóði okkar lífs. Deilir þú með hollvin harmi - harmurinn er undarlegur - hjartað, sem þér berst í barmi, bljúgt er þá af ást og þökk. (Arnór Sigqonsson) Þínar frænkur, Þóra, María Sunna og Sigga Lára. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æski- legt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokailaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-texta- skrár. Ritvinnslukerfin Word og Word- perfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýs- ingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallfnubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög. Höf- undar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. ✓ Utfararþjónusta Cj 5 áfy) fPersónulccj pjon usta Rúnar Geirnnwdsson útfararstjóri Símar 567-9110 Og 909- 30630 í hjarta borgarinnar, Aðalstræti 9 íbúðimar verða til sýnis í dag, sunnudag kl. 12—15. Frágangur íbúða Ibúðimar afhendast fullbúnar og með gólfefnum. Vandaðar innréttingar í eldhúsi og góðir skápar. Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf. Sér þvottahús og geymsluaðstaða er í hveri íbúð. Sér svalir. Lyfta. Afhendingartími íbúðirnar afhendast fullbúnar nú þegar. Greiðslukjör íbúða Seljandi tekur húsbréf allt að 6,3 milljónir upp f kaupverð. Þessar íbúðir eru til sölu: 3. hæð 61,3 fm 2ja 7,0 millj. 3. hæð 77,5 fm 2ja—3ja 9,9 millj. 3. hæð 49,7 fm 2ja 7,0 millj. 3. hæð 80,9 fm 2ja—3ja 10,1 millj. 3. hæð 75,9 fm 2ja—3ja 8,5 millj. 4. hæð 61,3 fm 2ja 7,1 millj. 4. hæð 77,5 fm 2ja—3ja 10,1 millj. 4. hæð 80,9 fm 2ja—3ja 10,2 millj. 4. hæð 75,9 fm 2ja—3ja 8,5 millj. 5. hæð 111,5 fm 3ja—4ra 13,2 millj. Ath. Seljandi hefur ekki áður auglýst þessar íbúðir til sölu. ---------- HQNAMIÐIIMN / — Abyrg þjónusta í áratugi. Sími: 588 9090 Síðumúla 21

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.