Morgunblaðið - 07.05.1995, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 07.05.1995, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 7. MAÍ1995 MORGUNBLAÐIÐ Verslurtin okkar Nýjar vörur Barnakerrur kr. 8.900,- Kerrupokar kr. 4.690,- Göngugrindur kr. 4.690,- Barnaföt. Dömublússur frá kr. 2.500,- Dömupeysur frá kr. 2.500,- Kjólar frá kr. 5.900,- Töskur, hanskar og seðlaveski. Verslunin okkar, Strandgötu 31, sími 651588. P0RTUG0LSKU BARNASKORNIR FRÁ y##» Henta vel fyrir íslenska barnafætur. Fást í stærðunum 18-24. Litir: Hvítt, dökk blátt, bleikt, rautt og brúnt. Sóli: Leður eða gúmmí. STEINAR WAAGE 'J* STEINAR WAAGE y 777777777777777; 'xF SKOVERSLUN / SÍMI 18519 SKOVERSLUN ^ SÍMI 689212 T oppskórinn . VELTUSUNDI ■ SÍMI: 21212 wjnEmDnrmmDOuwn ISLENSK VERSLUN VERSLUN OG FERÐAÞJÓNUSTA Samtökin ÍSLENSK VERSLUN standa fyrir opnum hádegisverðarfundi um verslun við erlenda ferðamenn í Gyllta salnum á Hótel Borg þ. 10. maí nk. kl. 12:00. Framsögumenn á fundinum verða: Magnús Oddson ferðamálastjóri frá Ferðamálaráði íslands. Haukur Þór Hauksson framkvcemdastjóri Borgarljósa hf. Fundarstjóri verðurBjami Finnsson formaður ÍSLENSKAR VERSLUNAR. Félagsmenn eru eindregið hvattir til að fjölmenna enda um að ræða spennandi málaflokk og mörg ný tækifæri til aukinna viðskipta, margar "smugur". Hér liggur vaxtarbroddur verslunar á íslandi í dag. Þáttökugjald er kr. 2.500,- með hádegisverði. Vinsamlega tilkynnið þátttöku í síma: 568 7811, 588 8910 eða 568 1550 FUNDURINN ER ÖLLUM OPINN ÍDAG SKÁK Um.sjún Margeir Pétursson Hvítur leikur og vinnur. Þessi staða kom upp eftir aðeins níu leiki í skák á svæðamóti Mið-Evrópu í Ptuj í Slóveníu í vor. Þýski stórmeistarinn Eric Lobr- on (2.575) var með hvítt, en heimamaðurinn Draz- en Sermek (2.515), sem einnig er stórmeistari, var með svart. Byijunin var Móttekið drottningar- bragð: 1. d4 — d5 2. c4 — dxc4 3. Rf3 — c5 4. d5 — Rf6 5. Rc3 - b5 6. Rxb5 — Bb7 7. e4 — Rxe4 8. Bxc4 — Rd6 9. Re5 — a6?? og nú er staðan á stöðumyndinni komin upp. Lobron fann þvingaða vinnings- leið: 10. Df3! - f6 11. Rxd6+ - Dxd6 12. Dh5+ - g6 13. Rxg6 — hxg6 14. Dxh8 - Rd7 15. 0-0 og hvítur hefur unnið skiptamun og peð. Eftir fimm leiki til viðbótar gafst svart- ur upp. Urslit móts- ins: 1. Kindermann, Þýskalandi, 10‘/2 v. 2.-3. Kortsnoj, Sviss, og Luther, Þýskalandi, 10 v. 4.-5. Lobron Lutz, Þýskalandi, 9'/2 v. 6. Mohr, Slóveníu, 8 '/2 v. 7.-9. Sermek, Enders og Grosar, allir Slóveníu, 7 ‘/2 v. 10. Stanec, Austurríki, 7 v. o.s.frv. Gamla kempan Viktor Kortsnoj teflir því á enn einu millisvæðamóti, en keppt var um þijú sæti þar. Hvítur leikur og vinnur. BBIDS Umsjón GuAm. Páll Arnarson FURÐU margir unnu fjóra spaða í eftirfarandi spili úr íslandsmótinu í tvímenningi. Spil 42. Suður gefur; allir á hættu. (Áttum snúið.) Norður ♦ G ? D3 ♦ DG10843 ♦ K986 Vestur ♦ 1098 ? K8642 ♦ K9 ♦ Á42 Austur ♦ 653 t G1097 ♦ Á752 4 DIO Suður ♦ ÁKD742 ▼ Á5 ♦ 6 * G753 Sagnhafi virðist gefa a.m.k. fjóra slagi: tvo á lauf, einn á hjarta og einn á tíg- ul. En á mörgum borðum spilaði vestur úr hjarta frá kóngnum. Þrátt fyrir þá slæmu byrjun fyrir vömina, ætti spilið að tapast ef suður spilar vel! Hermann Lárusson spilaði vel og fór einn niður. Eftir að hafa fengið fyrsta slaginn á hjartadrottningu, tók hann spaðagosa, fór heim á hjartaás og spilaði ÁK í spaða. Fór síðan í laufið. Og hvemig skyldi nú vera best að spila laufinu? Hermann spilaði fyrst litlu á níuna. Austur fékk á tíuna og spilaði hlutlaust hjarta. Hermann trompaði og spilaði laufi og lét áttuna þegar vestur dúkkaði aftur. Hann gaf því þijá slagi á lauf. En var óheppinn, því þetta er besta íferðin og tryggir hon- um tvo slagi á litinn í 88% tilfella. íslandsmeistaramir, Helgi Sigurðsson og ísak Öm Sig- urðsson voru með spil NS og sögðu líka fjóra spaða, sem Isak spilaði í norður! Helgi opnaði á eftirlæti sínu, „Namyats" fjórum tíglum til að sýna sjálfspilandi spaða! Útspilið var hjartagosi, sem neitaði hærri hónór. ísak stakk því upp ás og spilaði strax laufi. Og vestur rauk upp með laufás!? ísak gaf því ekki fleiri slagi á litinn. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Frabænr utvarpsþættir frá Flórída ÞATTURINN Samfélagið í nærmynd hefur mér allt- af fundist áhugaverður og bestur meðan þau Sig- ríður Amardóttir og Bjami Sigtryggsson sáu um hann. Eitt af því sem ég hef beðið með eftir- væntingu f þessum þátt- um era pistlar Atla Stein- arssonar blaðamanns á Flórída. Þættimir hafa verið tveir eða fleiri í viku hverri. Mig rak því í rogastans þegar ég komst að því að búið er að fækka þessum pistlum. Pistlar Atla era fjölbreyttir, fræðandi og ferskir. Þeir era svo skýrt og skipulega fram settir Gæludýr Kettir í heimilisleit VEGNA ofnæmis fást flórir kettir á aldrinum 6-9 ára gefins á gott heimili. Upplýsingar í síma 5675981. Kettlingar FJÓRIR kettlingar fást gefins á góð heimili. Upp- lýsingar í síma 877644. að fátítt er. Það er sama hvort um er að ræða frétt- ir frá ríkjum Bandaríkj- anna, ýmsar nýjar rann- sóknir, heilbrigðismál, sakamál eða hvaðeina, allt birtist þetta manni á þann hátt að auðskilið verður. Atla er svo lagið að koma þessu til okkar á hlutlausan og fagmann- legan hátt að skoðun hans kemur aldrei í ljós. Ég skora á RÚV að fjölga pistlum Atla frem- ur en fækka og helst að endurtaka þá þar sem minnið er oft ekki nógu traust til að manni nýtist þessi fróðleikur til fulls. Útvarpshlustandi. Tapaö/fundið Plastpoki tapaðist BLÁRÓSÓTTUR Vero Moda-plastpoki með föt- um af þriggja ára strák tapaðist líklega í strætis- vagnaskýlinu við Fella- skóla eða í strætisvagni, leið 12, kl. 10.25, eða á bílaplaninu framan við Asparfell. Finnandi vin- samlega hafí samband í síma 5670639 eða 58728456. COSPER Víkveiji skrifar... ÖFUM VIÐ, eybyggjar yzt I veraldarútsæ, samsamað okkur nægilega umheiminum, eftir að ú’arskipta- og samskiptatæknin „eyddi“ nánast fjarlægðum landa og þjóða í milli? Lítum við máski umheiminn ennþá homaugum heimalningsins? Hver kannast ekki við húsgangs- hendingar, sem lengi hafa lifað með þjóðinni: í útlöndum er ekkert skjól eilífur stormbeljandi! Þannig kveður þjóð vetrarillviðra — jafnvel í sólbaði á ströndum Mið- jarðarhafsins. Og hver kannast ekki við þennan tón? Sé ég eftir sauðunum, sem að koma af piunum, og etnir eru í útlöndum. Svo kveður þjóð kjöt- og smjör- fjalla, sem í orði keppir að hagstæð- um viðskiptajöfnuði við umheiminn. Enda engin þjóð háðari milliríkja- verzlun. XXX EF RÉTT er munað eigum við það og til að gera lítið úr efna- legri forsjálni annarra þjóða. Við drögum gjaman dár að hagsýni Dana og Þjóðveija. Sem og „nízku“ Skota. Erlendir sparendur eru ekki settir á háan sess í hugskotum okk- ar. Færri orð eru höfð um það að erlendir sparendur fjármagna að alltof stórum hluta eyðslu okkar, bæði sem ríkis og þjóðar. Hrein skuldastaða þjóðarinnar, það er kröfur erlendra aðila á ís- lenzkt þjóðarbú (ríki, sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklinga), nema um 230 milljörðum króna, að því er fram kemur í riti Þjóðhagsstofn- unar, Þjóðarbúskapnum. Þetta er skuld okkar við erlenda sparendur hinna „samansaumuðu" þjóða. Og þeir krefja að sjálfsögðu leigu fyrir sparifé sitt. Afborganir og vextir af þessari stóru skuld dragast frá þjóðartekjum, áður en þær koma til skiptanna hér heima, og skerða ráðstöfunarfé okkar um- talsvert. Ríkisbúskapurinn fer mikinn í erlendum skuldum. Ársskýrsla Seðlabankans segir erlendar skuldir ríkisins í árslok 1994 „litla“ 113,7 milljarða króna. Og eftir höfðinu dansa limirnir! xxx §ITTHVAÐ bendir þó til þess að fjármálaleg fyrirhyggja fari vax- andi, bæði með þjóð og þegnum. Samt er eftirtektarvert að „þving- aður sparnaður“, það er lífeyrissjóð- irnir, eru bróðurpartur peninga- legra varasjóða þjóðarinnar. I ársskýrslu Seðlabanka segir að stofn peningalegs spamaðar hafi numið 536 milljörðum króna um síðustu áramót — sem er 39 ma.kr. meira en í árslok 1993. Kerfísbund- inn spamaður, en þar em lífeyris- sjóðir meginuppstaðan, jókst sýnu mest, eða um 10,4%, og var 25 ma.kr. meiri í lok árs en við upphaf þess. Stofn fijáls spamaðar, sem að stærstum hluta er í bankakerf- inu, jókst á sama tíma um 4,8% í fyrra, samanborið við 8% árið 1993. Hrein eign lífeyrissjóða til greiðslu lífeyris er talin um 208 ma.kr. í nóvemberhefti Hagtalna mánaðarins. Þar af verðbréfaeign 190 ma.kr. Flestir eru sammála um að mikil- vægt sé að auka sparnað í landinu, ekki sízt peningalegan spamað, tií þess að mæta innlendri lánsfjár- þörf, tryggja fjárhagsstöðu fólks og fyrirtækja og mæta mögrum árum. Það gerizt hins vegar ekki nema sparnaðarhvatinn eflizt. Og hvatinn sá ræðst af ávöxtun spari- fjár, skattareglum og „veðurspám" um efnahagslegan stöðugleika. Við getum margt lært af þeim hagsýnu þjóðum, sem fjármagna að hluta til eyðslu okkar sem ríkis og þjóðar. Úr sparnaði sínum gera þær veiðarfæri í efnahagslegri land- helgi okkar. í þeim efnum höfum við við óráðsíu okkar eina að sak- ast. Síðan er að draga rétta lær- dóma af reynslunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.