Morgunblaðið - 07.05.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.05.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MAÍ1995 B 3 Inn í uýjan heim Evelyn giftist samt aftur 1962, hálfu öðru ári eftir að Vilhjálmur dó. „Já, ég gifti mig aftur og gekk inn í algerlega nýjan heim. Tveir fyrri eiginmenn mínir voru snilling- ar, höfðu snilligáfu. Þriðji eiginmað- urinn var mjög gáfaður maður, en hann hafði nægilega mikið afgangs til að hugsa um annað en sjálfan sig. Snillingar eiga sér draum, sem þeir einbeita sér að. Þeir ýta til hliðar öllu sem ekki skiptir þar máli. Þriðji maðurinn minn, John Nef, var sagnfræðingur, þekktur prófessor við Chicago-háskóla og líka við College de France og Sci- ence Po í Frakklandi. Ég giftist honum. Það var mjög rómantískt. Hann bað mín fimm dögu'm eftir að við kynntumst. Og ég tók hon- um." Þegar því er skotið inn í hvort það hafí ekki verið kjarkur eftir að hafa verið gift svona fullkomnum eiginmanni eins og Vilhjálmi, bætir Evelyn við: „Kannski virðist þar halla á, en þetta var mjög ólíkt, því Nef var gáfaður maður, glæsilegur og vel stæður og hann hugsaði um mig. Hann sendi mér blóm og færði mér gjafir af því einu að hann elsk- aði mig. Vilhjálmur hefði aldrei lát- ið sér detta það í hug. Þegar ég giftist Vilhjálmi varð ég að kaupa giftingarhringana. Hann gat ekkert staðið í slíku. John Nef fór með mig til New York til að kaupa trú- lofunarhringa. Ég hafði aldrei fyrr eignast trúlofunarhring. Hann naut þess að dekra við mig. Hann var yndislegur maður. Hann var há- skólaprófessor og umkringdur gáf- uðum konum. Geturðu ímyndað þér að vera með manni, sem sér í manni áhugaverðustu konuna sem hann hefur nokkurn tímann fyrir hitt. Honum fannst ég falleg, sá ekki baugana undir augunum á mér. Svo hann naut þess vel að fá mig inn í líf sitt. Hann var nógu efnaður til að geta boðið að við skyldum búa hvar sem ég vildi í heiminum, ef hann fengi bara að búa með mér. Hann sagði svona lagað við mig. Það er ekki svo lítið að fá það þeg- ar maður er orðinn fimmtugur og heldur að allt sé búið. Þegar Vilhjálmur dó þá hugsaði ég að ekkert gæti framar komist í námunda við 'það sem ég hafði átt og nú yrði ég bara að eyða því sem eftir væri ævinnar í að eldast með reisn. Mér datt aldrei í hug að ég ætti eftir að upplifa rómantík í lífi mínu. Við áttum 25 yndisleg ár," segir Evelyn. Meðan hún segir mér þetta höfum við oft skellihlegið. Hún smitar mann þessum glaða hlátri sínum. Þriðja mann sinn, John U. Nef, missti Evelyn svo á jólum 1982 og hefur verið ekkja síðan. Dreif sig í vinnu Þegar hún segir að hún hafi sjálf þurft að sjá um að kaupa giftingar- hringina þegar hún giftist Vil- hjálmi, þá hafði hrokkið út úr við- mælanda hennar: En íslenskt! Hún tekur undir það, Vilhjálmur var ákaflega íslenskur í sér. Eftir að hann dó hafði Evelyn fengið sér starf í Washington til að komast yfir áfallið, en þau höfðu búið í Hanover í New Hampshire, þar sem bókasafnið er við Darth- mouth-háskóla. Hún kveðst hafa verið verulega langt niðri. í Wash- ington var hún ráðin til að reka skrifstofu landfræðifélagsins The American Sociological Associati- on.„Ég hafði þekkt landfræðinga, en ég þekkti lítið til stjórnunar- starfa og var reiðubúin til að leggja hart að mér. Þetta var næstæðsta stjórnunarstaða hjá félaginu. Það reyndist rétt að ég þurfti að vinna mikið og varð svo þreytt að ég fór að steinsofna á kvöldin. Rétt um það bil sem ég var að ná mér eftir fráfall Vilhjálms kom John Nef inn í líf mitt. Ég hafði verið ráðin til árs til að byrja með. Ég byrjaði í september og John Nef hitti ég fyrst 9. febrúar. Hann bað mín fímm dögum seinna og við giftum okkur í aprílmánuði. Þetta gekk allt mjög fljótt fyrir sig. Við fórum í fimm mánaða brúðkaupsferð um alla Evrópu. Fyrir mig var þetta eins og kraftaverk. John Nef var ekki aðeins áhugamaður um óper- ur, ballett og leikhús, heldur átti hann líka sjálfur gott málverkasafn. Svo að allt í einu hafði ég skemmti- legan félaga til að gera þetta allt með mér. Þangað til hafði ég alltaf orðið að fara ein á listsýningar, óperusýningar og slíkt. Vilhjálmur hafði engan áhuga, hans áhugamál 'beindust alfarið að heimskautslönd- unum." Evelyn hefur lýst því hvernig Vilhjálmur leiddi hana áfram og kenndi henni það sem hún hafði aldrei gert fyrr. Var hann þá ekki mjög ráðríkur eiginmaður? Karl- remba? Nei, Evelyn segir að hann hafi verið mjúkur í háttum og hann var ákveðinn kvenréttindamaður, feministi. „Honum fannst ég geta allt, enda var hann þjálfaður mann- fræðingur og ef maður hefur þekk- ingu á mörgum mismunandi menn- ingarheimum, þá er það til skiln- ingsauka. Að vissu leyti var hann andkristinn, alveg á móti þeirri hugsun að konan sé eign mannsins. Að hún eigi undir hann að sækja. Vilhjálmur var fátækur drengur, alinn upp í Norður-Dakota. Hann vildi læra mannfræði, en bauðst svo háskólastyrkur í Guðfræðiskólanum í Harvard og þáði hann. Hann var mjög góður ræðumaður þótt ungur væri og sýndist því gott prestsefni. Hann þáði styrkinn til að læra trú- arbragðasögu með hliðsjón af þjóð- sögunni. Það gerði hann ekki trú- aðri, þvert á móti. Hann var merki- legur maður, með áhuga á öllum skopunum hlutum. Það smitaði mig smám saman. Og ég er enn að læra eitthvað nýtt." Eftir að Evelyn gifti sig í þriðja sinn hætti hún reglulegu starfi. „Þurfti ekki lengur að vinna úti, ég var búin að vera í vinnu síðan ég var 14 ára gömul þegar faðir minn dó," segir hún. Hún er af ungverskum ættum og fædd í New York. Eftir nokkurn tíma dugði það henni þó ekki. Hún var vön því að hafa mikið fyrir stafni. „Þegar ég var sextug var ég farin að verða svolítið leið á því að hafa ekki nóg að gera. Svo ég fór í skóla og lærði sálfræðimeðferð. Ég flutti í þrjú ár frá Washington til New York og það kom íjjós að ég hafði hæfileika í þetta. Ég rak eigin stofu, sem gekk mjög vel, og vann samhliða á sjúkrahúsi. Vann þangað til í júní- mánuði síðastliðnum. Þá var ég áttatíu og eins árs gðmul og lög- fræðingurinn minn sagði að nú væri nóg komið. í rauninni hætti ég til að skrifa sjálfsævisögu mína." Hvað líður ævisögunni? Evelyn kveðst hafa lokið henni, utan síð- asta kaflanum, um það sem er að gerast nú, og vera búin að skila handriti til útgefanda síns. Ég hafði raunar byrjað á sjálfsævisögu fyrir tveimur árum, en það kom niður á skriftunum að vera svona skipt milli þeirra og stofunnar minnar. Það hjálpaði mér til að hætta störf- um. Eg hafði kviðið því að hætta og hafa ekkert að gera." Lærði rússnesku Hún segir að bráðabirgðatitillinn á ævisögunni sé „Discoveries", því hún er búin að upplifa og kynnast svo mörgu. „Ég átti þrjá mjög áhugaverða eiginmenn, hver um sig lifði í sinni sértöku veröld. í hverjum heimi lærði ég allt sem ég gat. Ég varð meistari í brúðustjórnun og ég gat sungið, sem kom sér vel í fyrsta hjónabandinu. Svo giftist ég Vilhjálmi Stefánssyni og lærði svo mikið um heimskautalöndin, varð dálitill sérfræðingur í heimskauta- málum og sá um bókasafnið. Þá uppdagaði ég að tungumál lágu vel fyrir mér. Vilhjálmur kunni öll málin sem hann þurfti á að halda fyrir norðurheimskautslöndin, Frumsýning á nýrri 7-línu Sýning á ÐMW eðalvögnum Fyrir marga er það takmark í lífinu aö eignast BMW. BMW er rómaöur um allan heim fyrir stefnumarkandi hönnun, frábæra aksturseiginleika og einstaka útlitsfegurö. B&L er ánægja að leiða þig í allan sannleikann um BMW og býður þig velkominn á sýninguna. Opið laugardag kl. 10:00-16:00 og sunnudag kl. 13:00-16:00 Ármúla 13 SÍMI 553 1236 Engum líkur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.