Morgunblaðið - 07.05.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.05.1995, Blaðsíða 4
4 JB SUNNUDAGUR 7. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FILA FILA ITALIA Dömugallagallabuxar, Bermudabuxur, polobolir, sundfatnaóur. Úrval af skóm. Cortína sport Skólavörðustíg 20, sími 552 1555. Henta á svalir - verandir og til útstillinga Breidd: 133 cm; 200 cm og 400 cm. Grasteppi abeins kr. 880,- pr. fm. Fagurgræn - gegndræp Má nota úti sem inni allt árið. Viö sníöum eftir þínu máli. Opið virka daga kl. 9-18, y.'\^3 laugardagakl. 10-14. TEPMBUÐIN GÓLFEFNAMARKAÐUR SUÐURLANDSBRAUT 26 - SIMI568-1950 ensku, íslensku og norrænu málin, auk þess sem hann talaði þýsku og latínu, en hann kunni ekki rúss- nesku. Rússar höfðu miklar rann- sóknir í Norðurhöfum, svo að hann stakk upp á því að ég lærði rússn- esku, sem ég gerði. Ég var í þrjú sumur í mjög góðum málaskóla og gat þá lesið, skrifað, sungið og dreymt á rússnesku. Ég hafði þó aldrei komið til Rússlands, ekki þá, en fór þangað síðar, 1959. Útgef- andi minn vildi að ég skrifaði bók um Rússland, samskonar og ég hafði gert um Alaska, aðgengilega bók sem yrði metsölubók. Eg þekkti Rússland aðeins nyrst, frá 60 gráðu norður breiddar. Þar búa 163 þjóð- flokkar pg ég vissi ekkert um 150 þeirra. Ég fór svo til Rússlands, en ég var ekki kommúnisti og þeir hleyptu mér ekki norður til heim- skautslandanna, þar sem hernaðar- kamparnir voru." Vilhjálmur Stefánsson var vel þekktur í Sovétríkjunum, vegna þess að frægur flugmaður þeirra hafði týnst 1936 á leið frá Moskvu til Bandaríkjanna og þeir báðu Vil- hjálm, sem var forseti Landkönnun- árfélagsins, um að samhæfa og stjórna leitinni. Maðurinn fannst aldrei, en rússneski sendiherrann vildi borga fyrirhöfnina. Vilhjálmur vildi enga borgun, en hann hafði átt í miklum erfiðleikum með að fá rússneskar bækur og honum voru nú lofaðar allar bækur sem út kæmu í Rússlandi um heimskauta- svæðið. Þeir efndu það loforð, svo við höfðum í bókasafninu mjög gott úrval af rússneskum bókum, sem var mjög dýrmætt á stríðsárunum. 25% bókanna voru ekki til í Þjóðar- bókhlöðunni í Washington. Evelyn gerðist því þýðandi á allar þessar rússnesku bækur, sem þau fengu. Á stríðsárunum skipti það máli. Þau PR0FUTURA Þú þarft ekki aö vera hrædd við hrukkur lengur, þvi hofinn er nýr kofli i umhirðu huðarinnar. Með Profutura kremi, sem ffytur 30 sinnum meira at A og E vitaminum inn i húðina en lipósom. Þaö býoir meiri vörn og aukinn raka. Hrukkur myndast siður og húðin verður fallegri dag frá degi. MARBERT og þú lítur vel út! Við seijum MARBERT Líbía, Mjóddi Spes, Háaleitísbraut; Sanrfra, Laugavegi; Brá, Laugavegi; Bylgjan, Kópavogí; SnyrtihöHin, Garðabæ; Gallcry Förðun, Kcflavík; Krisma, Isafírði; Vöruhúsið, Akureyri; Apótekið, Vestmannaeyjum. UTANHUSSKLÆÐNING ... A ISLANDI I ATTA AR! Eru ettirfarandi vandamál að angra þig? ALKALI-SKEMMDIR FROSTSKEMMDIR LEKIR VEGGIR SIENDURTEKIN MALNINGARVINNA LÉLEG EINANGRUN EILÍFAR SPRUNGUVIÐGERÐIR Ef svo er, skaltu kynna þér kosti sto-utanhússklæðningarinnar: STO-KLÆÐNINGIN ,.er samskeytalaus akríl-klæöning ..er veöurþolin ..leyfir öndun frá vegg ..gefur ótal möguleika í þykkt, áferð og mynstri ,.er litekta og fæst í yfír 300 litum ,.er teygjanleg og viönám gegn sprungumyndun er mjög gott ÞYSK GÆÐAVARA STO-KLÆÐNINGUNA ...er unnt aö setja beint á vegg, plasteinangrun eoa steinull ...er hægt aö setja á nær hvaöa byggingu sem er, án tillits til aldurs eöa lögunar BILDSHOFÐA 18 112 REYKJAVÍK I H SIMI 567 3320 FAX 567 4320 hjónin unnu fyrir sjóherinn og flug- herinn. „Ég lærði svo mikið á þessum árum og Vilhjálmur kunni að svala og nýta forvitni mína. Á réttu augnabliki lá á borðinu mínu ná- kvæmlega rétta bókin, sem ég var reiðubúin til að taka við. Hann var dásamlegur fræðari. Ósjálfrátt, hann leit ekki á sig sem kennara. Það var stórkostlegt hvernig hann leiddi mig inn í það að uppgötva sjálf það sem ég þurfti að vita." Það leiðir talið að þessu fræga bókasafni um allt sem laut að heim- skautasvæðunum, á sviði landa- fræði, jarðfræði, haffræði og at- vinnuhátta, sem Vilhjálmur Stef- ánsson lét eftir sig. 20 þúsund bindi og 8 þúsund bæklingar, eins og segir í uppflettibókum. Stefánsson- ar-safnið varð sérsafn í Dartmouth- háskóla. „Það var á fimmta ára- tugnum besta safn um þessi mál í heiminum, en því miður hafa þeir ekki haldið því við, eins og við gerð- um. Allt það fé sem við bæði unnum okkur inn fór í að halda safninu við. En það hefur verið látið danka og er ekki lengur það yfirburðasafn sem það var. Það er dapurleg saga, sem ég reyni að gleyma." Enn að læra eitthvað nýtt Evelyn kveðst enn alltaf vera að læra eitthvað nýtt. Hún hlær dátt að því þegar til tals kemur að flug- freyjur í verkfalli hafi látið liggja að því að þær gætu ekki lært ný störf þegar þær væru komnar yfir sextugt. Yfir áttrætt geti maður lært hvað sem er. „Aðferðin til að geta lært er að vera alltaf að læra eitthvað. Við vitum nú að maður getur útvíkkað getu heilans með því að örva hann. Það hefur ekkert með aldur að gera. Ef maður hætt- ir að nota heilann, leggur til hliðar þá hugsun að læra, þá verður hann óvirkur, en ef maður heldur áfram að vera ákveðinn í að læra eitthvað af því að það er áhugavert og skemmtilegt, þá gengur það." Nú þegar hún hefur lokið sjálf- ævisögu sinni, hvað ætlar hún þá að taka sér fyrir hendur? „Þá ætla ég að leita mér að nýrri vinnu. Hefi látið mér detta í hug að fara í pólitík," segir hún. Þegar því er skotið inn í hvort hún ætli kannski að bjóða sig fram til forseta hlær hún dátt, „Nei, en að aðstoða forset- ann. Clinton forseti gæti notað svo- litla hjálp. Það góða sem hann er að gera er ekki metið að verðleik- um. Ég dáist líka mikið að Hillary Clinton. Hún er frábær kona." Þeg- ar ég tek undir það og segi það synd að hún skyldi ekki komast upp með endurbæturnar á heilbrigðis- kerfinu samsinnir Evelyn því og bætir við. „En hún varpaði inn bolt- anum og nú eru allir að tala um heilbrigðistryggingar, svo yið mun- um koma í gegn nýju kerfi. í mínum augum er hún frumkvöðull. Hún reitti marga til reiði, en fékk þá til að ræða vandamálið. í Bandaríkjun- um höfum við mjög sveiflukennt kerfi, þeir ríku fá það besta, fátæk- ir fá fría læknishjálp, en millistéttin er skelfilega útundan." Evelyn fullvissar mig um að enn eigi hún mikið starfsþrek. Hún sé enn fær um að leggja eitthvað til samfélagsins. Hún hafi t.d. mikinn áhuga á óldrunarfræðum. Hún sé svo heppin að vera líkamlega í góðu formi, heldur sér við með hjálp þjálf- ara fimm sinnum í viku. „Eg get liggjandi sest upp 300 sinnum í bunu og fór létt með að hoppa inn og út úr lítilli flugvél í Stykkis- hólmsferðinni í dag. Það er engin ástæða til að lifa ekki, læra og gera eitthvað skemmtilegt þessi auka þrjátíu ár sem við lifum nú umfram formæður okkar," segir þessi óbangna, glæsikona, sem ætl- ar sjálf að fara að byrja á ein- hverju alveg nýju á níræðisaldri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.