Morgunblaðið - 07.05.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 07.05.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MAÍ1995 B 5 6.789 skráðu sig í gesta- bók á Þverfellshomi fo® tm Hjálmar R. Bárðarson, fyrrverandi siglingamálastjóri þakkar viðurkenningu úr Minningarsjóði Páls Jónssonar á aðalfundi Ferðafélagsins. AÐALFUNDUR Ferðafélags ís- lands var haldinn að Mörkinni 6 fyrir nokkru. Forseti félagsins Páll Sigurðsson setti fundinn og greindi frá starfi Ferðafélagsins árið 1994. Nýr gönguskáli var settur niður í Hrafntinnuskeri í september sl. stærri og betur búinn en gamli skál- inn. í húsinu er rafljós og þar er hitað upp með jarðhita. Salerni er innanhúss og er það nýlunda í sælu- húsum Ferðafélagsins. Ferðafélagið setti upp nýja hring- sjá á Þverfellshorni Esju. Verk þetta vann félagið í minningu Jóns J. Víðis landmælingamanns. Efndi Ferðafélagið til Esjugönguárs af þessu tilefni, hönnuð var gestabók og sérstakt merki Esjugönguársins. Fjöldi þeirra sem gengu á Þverfells- horn og rituðu nöfn sín í gestabók- ina reyndist miklu meiri en búist hafði verið við eða alls 6.789 manns. Öllu þessu fólki var sent Esjumerk- ið til minningar um gönguferð á Esju á Esjugönguári Ferðafélags- ins._ Útgáfa árbókar Ferðafélagsins 1994 markar á vissan hátt tíma- mót, segir í frétt frá FÍ. Til þess að bæta bókina samþykkti stjórn Ferðafélagsins á haustdögum 1993 að brot bókarinnar skyldi stækkað svo að meira væri hægt að vanda til umbrots en áður. Árbókin var í septemberbyrjun tilnefnd til ís- lensku bókmenntaverðlaunanna. Þátttakendur í ferðum ársins voru 7.830 í 281 ferð og er þátttak- endafjöldinn sá næstmesti frá upp- hafi, aðeins afmælisárið 1977 voru þátttakendur fleiri eða 8021. Rað- ganga ársins var tileinkuð 50 ára afmæli lýðveldisins, var hún gengin í 8 áföngum frá Bessastöðum til Þingvalla, en forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, fylgdi henni úr hlaði 17. apríl. Þátttakendur urðu alls 1.155 talsins. Hjálmar Bárðarson heiðraður Afhending úr minningarsjóði Páls Jónssonar fór fram á þessum aðalfundi í fyrsta skipti. Páll Jóns- son lést árið 1985, en hann var lengi í stjórn Ferðafélagsins og ritstjóri árbókar frá 1968 til 1982. Sam- dóma niðurstaða sjóðsstjórnar var sú að veita Hjálmari R. Bárðar- syni, fyrrverandi siglingamála- stjóra, fyrstu viðurkenningu úr sjóðnum fyrir fagrar og vel unnar bækur um land og þjóð. Nýr varaforseti var kjörinn á þessum aðalfundi, Haukur Jóhann- esson jarðfræðingur, og meðstjóm- endur til næstu þriggja ára þau Ingibjörg Þráinsdóttir, Jón Viðar Sigurðsson og Sigríður Þorbjarnar- dóttir. Varði doktors- ritgerð í líffræði LAUFEY Þóra Ámundadóttir varði í febrúar síðastliðnum doktorsritgerð í sam- eindalíffræði við frumulíffræðideild Ge- orgetownháskóla í Washington, D.C., Bandaríkjunum. Rit- gerðin nefnist „The Int- eraction of Transform- ing Growth Factor [TGFQ with c-Myc and Neu in Mouse Mamm- ary and Salivary Gland Thumorigenesis". Laufey Þóra lauk Dr. Laufey Þóra Ámundadóttir. stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund 1982 og B.Sc. prófi í líffræði við Há- skóla íslands 1987. Ári síðar lauk hún fram- haldsverkefni við líf- fræðiskor raunvísinda- deildar Háskóla íslands undir handleiðslu dr. Guðmundar Eggerts- sonar. Haustið 1989 hóf Laufey doktorsnám við frumulíffræðideild Georgetownháskóla í Washington D.C., Bandaríkjunum. Leið- beinandi hennar var Dr. Robert Dickson. Rannsóknirnar beindust að þrem krabbameinsvaldandi genum sem eru nefnd TGF(, c-Myc og Neu. Þau hafa öll verið tengd brjóstakrabbameini vegna genamögnunar og/eða yfirtj- áningar. Athugað var hvort TGF( og c-Myc annarsvegar, og TGF( og Neu hinsvegar, vinna saman við myndun bijóstakrabbameins í músum. Styrki til doktorsnáms hlaut Lauf- ey Þóra frá Fulbright-stofnuninni, American-Scandinavian Foundation, Krabbameinsfélagi Reykjavíkur og frumulíffræðideild Georgetownhá- skóla. Laufey Þóra starfar nú á rannsóknarstofu dr. Philip Leder í erfðafræðideild Harvardháskóla í Boston. Foreldrar hennar eru Sigrún Þór- isdóttir og Ámundi Gunnar Ólafsson. Eiginmaður Laufeyjar Þóru er dr. Þorkell Andrésson sem er við störf í frumulíffræðideild sama háskóla. Námskeið fyrir Bifreiðasala Prófnefnd bifreiöasala og Frœðslumiösföö bílgreina auglýsa námskeiö fyrir Bifreiðasala 15.-24. maí n.k. (próf 29. maí). Námskeiðið er 23 kennslu- stundir, fer fram síödegis og á kvöldin í 7 skipti samtals og varir í 2 vikur. Námsþœttir: Kauparéttur Samningaréttur Veðréttur lausafjármuna, þinglýsingar og viðskiptabréfareglur Mat á ástandi og verðmœti ökutœkja, ráðgjöf við kaupendur Reglur um skráningu ökutœkja, skoðun ofl Fjármálaleg ráðgjöf við kaupendur Opinber gjöld af ökutœkjum Vátryggingar ökutœkja Reglur um virðisaukaskattsbíla Sölu- og samningatœkni Indríði Þorkelsson, lögmaður hdl Andrí Ámason, lögmaður hrí Bjarki H. Diego, lögmaður hdl Finnbogi Eyjólfsson. blaðafulltrúi Heklu hf Cunnar Svavarsson, verkfrœðingur Bjöm Jónsson, viðskiptafrœðingur Bergþór Magnússon, fjármálaráðuneytið Einar Þorfáksson, Tryggingarmiðstöðin hf Bjamfreður Ólafsson, embaetti Rikisskattstj. Sigþór Karísson, viðskiptafrœðingur Námskeiðið, sem er eitt af skilyrðum þess að hljóta leyfi til rekstrar á bilasölu, er haldið samkvœmt Lögum um sölu notaðra ökutaekja nr. 69/1994 og Reglugerð um námskeið og próf til að öðlast leyfi til sölu notaðra ökutaekja nr. 407/1994. Námskeiðsgjald kr. 35.000,- (P Suðurlandsbraut 30 • l08Reykjavik ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Upplýsingar og skráning: sími 581-3011 fax 581 -3208 búfræðingar eru menntaöir í Nordisk Landboskole Bufræðingar frá Nordisk Landboskole hafa víðtæka menntun í faginu auk verslunarmenntunar og hafa Því fyrirtaks atvinnumöguleika. 2ja ára bóklegt nám 2 sérgreinar: líffræði eóa hagfræði/kaupskapur Inntökukröfur: 10. bekkur + faglegt nám sem bóndi eða aðstoðarmaður í landbúnaði. Próf frá menntaskóla, öldungadeild, tækniskóla eða verslunarskóla með verkmenntun innan landbúnaðar Námið hefst 4. september 1995 Hringdu og ræddu við okkur. Við getum líka sent Þér upplýsingapésa. nORDISK LAflDBOSKOLE Rugárdsvej 286 ■ DK-5210 Odense NV • Danmark Telefon +45 66 16 18 90 ■ Telefax +45 66 16 56 90 Kennsla 1 búfræði hófst fyrir 31 ðri I Nordisk Landboskole. bar fæst úrvalsmenntun og kennslureynsla, sem tryggir fyrsta flokks menntun. I skólanum höldum við námskeið fyrir nemendur frð mörgum löndum I Afriku, Aslu og Austur-Evrópu. RÁÐSTEFNA UM STARFSÞJÁLFUN OG ENDURMENNTUN þar sem hleypt verður af stokkunum á íslandi Leonardó áœtlun Evrópusambandsins um samstarfá sviði starfsmenntunar á framhaldsskóla- og háskólastigi og á sviði endur- og símenntunar í atvirmulífinu. 11 maí 1995 á Grand Hótel Reykjavík 10:00 Opnunarávörp frá fulltrúum menntamáiaráðuneytis og framkvæmdastjómar Evrópusambandsins 10:15 Kynning á Leonardó áætlun Evrópusambandsins: Flokkur 1 og III sem sótt er um beint til viðkomandi landsskrifstofa; samstarfsverkefni á framhaldsskólastigi Tim Mawson, framkvœmdastjórn Evrópusambandsins Flokkur II og III sem sótt er um beint til framkvæmdastjómarinnar; samstarfsverkefni á háskólastigi Steve Bainbridge, framkvœmdastjóm Evrópusambandsins 12:00 Kynning á helstu tegundum verkefna og meginniðurstöðum úr þeim áætiunum sem sameinast undir hatti Leonardó áætlunarinnar: COMETT - Samstarf háskóla og atvinnulífs um starfsþjálfun og tæknimenntun Hellen M. Gunnarsdóttir, Háskóla íslands 12:30 Hádegisverður 14:00 Kynning á helstu tegundum verkefna, frh.: FORCE - Samstarf á sviði endurmenntunar og starfsþjálfunar í atvinnulífínu John Moore, FORCE skrifstofan á írlandi PETRA - Samstarf um starfsmenntun á framhaldsskólastigi Lise Fogh, PETRA skrifstofan í Danmörku 15:00 Kynning á starfsemi landsskrifstofu Leonardó á íslandi; skipulagi, þjónustu og ferli við umsóknir sem sendar em beint til skrifstofunnar Ágúst H. Ingþórsson, Rannsóknaþjónustu Háskólans 15:45 Kynning á Samstarfsnefnd atvinnulífs og skóla og hlutverki hennar f framkvæmd Lconardó Sigmundur Guðbjamason, stjómarformaður Sammenntar 16:00 Umræður um möguleg íslensk verkefni innan Leonardó áætlunarinnar 17:00 Mótttaka á Grand Hótel Reykjavík f boði menntamálaráðuneytis og landsskrifstofu Leonardó á íslandi. Ráðslefnustjóri verður Sólrún Jensdóttir, skrifstojustjóri t menntamálaráðuneytinu Þátttaka er ókeypis og öllum opin meðan húsrúm leyfir. Einungis þeim sem skrá sig fyrirfram verður tryggð þátttaka. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku til Rannsóknaþjónustu Háskólans s. 569 4900 í síðasta tagi 8. maí Rannsóknaþjónusta Háskólans Tæknlgaröl, Dunhaga 5, 107 Reykjavík. Slml S69 4900 Fax 569 4905

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.