Morgunblaðið - 07.05.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.05.1995, Blaðsíða 6
6 B SUNNUDAGUR 7. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MANNLIFSSTRAUMAR Tísku- straumar Yorkomunni fylgja ekki aðeins að sunnan fuglar og eftir Elínu Pálmadóttur hlýir vindar með fjólublá skyrta, bindi rautt. gróðri og grænum grundum. Að sunnan blása líka ferskir tísku- straumar. Búðirnar fyllast af sumarfatnaði, sem lífgar upp á sálina eftir drunga vetrarins. Þegar gengið er niður Laugaveg- inn taka að birtast í búðarglugg- um flíkur, sem bera ákveðið svip- mót. Þar er komin tískan, hús- bóndinn sem lætur hlýða sér. Og konumar segja: Ég á ekki flík að fara í, allt orðið lúið og gamaldags! Verður að bæta það upp með a.m.k. einni tískuflík. Ný flík til að spóka sig í á björt- um dögum getur líka gert undur fyrir sálina. Eykur sjálfstraustið og hlýjar um hjartarætur. Þá tilfinningu þekkja flestar konur. Pilsin upp! Pilsin niður! voru gjaman tilskipanir tísku- kónganna. Þótt breytingarnar gerð- ust ekki jafn tíðar sem nú á okkar hraðfleygu öld gátu þær valdið írafári miklu. Síðu pilsin mátti að vísu stytta, en verra að síkka stuttu pilsin. Mesta klúður að bæta bekk ofan á þau undir dragtaij akkanum eða af hugvitssemi að selja plíseringa- kant neðan á. Reyndi á útsjónarsemina. Skömmu eftir að stuttu pilsin urðu tíska sat hið sposka skáld Káinn fyrir framan unga og lag- lega stúlku, sem ekkert gerði til að hylja leggja-fegurð sína, nema síður væri. Loksins stóðst hann ekki mátið og segir við hana: Ekkert kalla ég á þér ljótt, yndis-snjalla mærin; mér hafa alla ævi þótt á þér falleg lærin. Ekki eru þó allar svo heppnar að hafa sýningarhæf hné, hvað þá læri. En nú leikur við okkur lánið, því allt er í tísku, síð pils og stutt óg allt þar á milli. Hví- líkt lán! Káinn hafði skoðun á því hver pilssíddin ætti að vera. Orðaði það svona: Kæru löndur! Hvað veit ég, karl, um pilsin yðar; en mér finnst lengdin mátuleg milli hnés og kviðar. Og þar getur hún sem best verið á því herrans vori 1995, meira að segja líka milli hnés og ökkla, samkvæmt fréttum af vortískusýningum suður í París. Það sýndist henni Marcellu vin- konu minni á Huvudstadsbladet í Finnlandi að minnsta kosti þeg- ar tískustraumamir bámst norð- ur til hennar fyrr á þessu vori. Auðunn Bragi snaraði góðfús- lega viðbrögðum hennar: Fáum við nú flest í pósti frep um það, sem koma skai: Móðinn fyrir meyjaval, meður eigi neinum þjósti. Kjólasíddin leggjalöng líka stutt - og ærið þrðng Mittið nett svo nefna vil; Breáur eigi birtu og glit, - blíða meyju skarpan lit. Fyrir makann finnst ótrautt Hér mun ekki hik né stans, hratt skal stiginn tískudans. Fínt, að mátinn finnst um síð, flest þó sé um nokkurt stríð! Oftar hefur verið krafist netts mittis en víðra mussufata, þó enn sé allur gangur á. Þetta fylgir auðvitað núgildandi mjónutísku, sem er svo almenn orðin að bresk heilbrigðisyfir- völd sendu nýlega frá sér aðvör- un vegna heilsuskaða hjá ung- um telpum. Fyrir áhrif frá mömmunum, auk sjónvarps- mynda sem þær hafa fyrir aug- unum, eru telpurnar komnar í varhugaverða megrun allt niður í 9 ára aldur. Þrífast ekki og þroskast, því auðvitað sækja þær fyrirmyndir til mömmunn- ar, vilja gera eins og hún. En það er önnur saga. Við hér á íslandi erum svo heppnar að þurfa að vera full- klæddar, jafnvel á sumardög- um, og höfum því næg tækifæri til að sýna okkur og sjá aðra í sumartískunni. Þar sem ég var um páskana, í sumarleyfis- staðnum Benidorm, gengu flest- ir bara um á stuttbuxum og bómullarskyrtum og í hæsta lagi með jakka eða peysu yfir sér á kvöldin. Það veitir að sjálf- sögðu fátæklegra tækifæri til að sýna nýju sumarfötin. En æ hvað það er nú samt þægilegt! Svona látum við, eins og konur um alian heim, tískuna teyma okkur. Erum bara léttar í taumi þótt skynsemin segi að þetta sé óttalegt húmbúkk og aðeins vel skipulagt og þróað viðskiptat- rikk, til að fá fólk til að úrelda gömlu flíkumar og kaupa nýjar. Jafnvel þær sem harðneita því að þær fylgi tískunni, smáfljóta með tískustraumnum. Þetta kemur vel fram í hinni bráð- fyndnu kvikmynd Roberts Alt- manns Pret-a-porter eða París- artískan, sem verið er að sýna í Regnboganum. Þar er gert stólpagrín að heimi tískunnar í París - ekki hátískusýningunum eins og segir í auglýsingum heldur „pret-a-porter, fjölda- framleiðslusýningum stóru tískuhúsanna. Gífurlega mikið er lagt í myndina með frægustu og dýrustu stjömum af ýmsu þjóðerni, svo sem Sophiu Loren, Marcello Mastroianni Anouk Aimee, Laureen Bacall, Kim Basinger o.fl. Myndin vakti mikta athygli og deilur, eins og geta má nærri þar sem gert er gys að iðnaði sem veltir svo miklum Qárfúlgum. Hvað um það, þótt við sjáum myndina og hlæjum dátt, þá setjumst við að þessum tískubrunni og gleðj- um oss. VERALDARVAFSTURÆ/v/ raunveruleikamirfleiri en einn? Skammta- veruleikinn ENDA þótt skammta-eðlisfræðin sé hvað næst þeim virka skilningi sem menningu okkar hefur tekist að krafla sig fram að, í því skyni að komast til botns í tilveru efnis- heimsins, er hún þó svo flókin og órökvís, að við látum okkur enn nægja að skilja fyrirbærin umhverfis okkur með nítjándu aldar eðlisfræði. Með öðrum orðum: Efnistilvera okkar öll byggist ekki á „raunveruleikanum“ með stórum staf, sem við eru alltaf að vitna í (það er raunveruleiki nítj- ándu aldarinnar) heldur á nýjum grunnraunveru- leika, sem aðeins örfáum hefur tekist að setja sig inní og verða eftir það að sætta sig við tilvist tvenns konar raun- veruleika. Útkoma úr tilraun mælir sambandið milli þykktar glerplötu og endur- kasts ljóss sýnir fyrirbærið „interference". Þegar glerplatan þykknar fer endurkast ljóssins gegnum endurtekna hringrás Ijósmagns frá núll til 16% og sýnir engin merki þess að sú hringrás hætti. eftir Einar Þorstein í gagnlegu kveri „QED undarlega kenningin um ljós og efni“ gerir eðlisfræðingurinn sálugi Richard P. Feynman tilraun til þess að skýra fyrir okkur hvað er á bak við það, sem virðist eiga sér stað fyrir fram- an augun á okkur og við teljum til „staðreynda". Hann tekur dæmi af ljósinu og samspili þess við efni þannig að þetta megi verð okkur ljósara. Vinnuaðferð Feynmans var að taka engu sem stóra sannleika, en hugsa alla hluti sjálfur uppá nýtt. Aðeins þannig tókst honum að koma auga á nýjan grundvallarskilning um eðli tilverunnar. Umrætt kver er ætlað almenningi til skilnings en hér er ekki, eins og í mörgum öðrum slíkum bókum, gripið til einföldunar og þar með brenglunar á efninu. Allt sem skýrt er í kverinu á sviði þessara flóknu vísinda er í samræmi við ýtrustu kröfur kenninganna. Til að byija með er rétt að taka fram að skammtafræðin er bæði undirstaðan undir eðlisfræði, efna- fræði, rafsegulfræði og fjailar þar með um uppbyggingu minnstu einda efnisins; atómanna. Á árunum 1900 til 1929 voru þessar kenningar að mótast. Lokahnykkurinn var einmitt kenningin um það hvemig ljós og efni vinna saman. Það var svo ekki fyrr en 1948 að góð aðferð fannst til að reikna hegðun ljósagna (fó- tóna) og efnisagna (rafeinda) og þar kom Feynman við sögu. Okkur til huggunar, sem ekki erum vísindamenn, segir Feynman að þótt honum takist ef til vill að skýra fyrir okkur hvemig náttúran vinnur innst inni, þá geti hann aldrei skýrt hvers vegna hún vinni svona, því að það viti enginn. Hann bendir á það, að þótt okkur mislíki ef til vill skýringar hans sé það aukaatr- iði. Aðalatriðið sé að kenningin falii saman við niðurstöður rannsókna. Og kenningin lýsi vissulega fáran- legu eðli náttúrunnar séð með augum heilbrigðrar skynsemi. Því er það von hans að við getum sætt okkur við að náttúran sé fáránleg í grunninn! Lítum nú á nokkrar fullyrðingar Feynmans, sem eru í samræmi við skammtafræðina: Lögmál Newtons um hreyfingu hlutanna gildir ekki í því hugsaða líkani, sem við höfum búið til um atómið, þar sem rafeind- ir eiga að ferðast á brautum um- hverfis neftrónu, líkt og í sólkerfinu okkar. Ljós hegðar sér ekki eins og bylgjur (þó að við höfum lært það í skóla), það hegðar sér eins og efni (öreindir). Það virkar því svipað og regndropar sem falia: Skært ljós er meira ljós-regn en dauft ljós. Þegar ljós endurvarpast af gleri fer það eftir þykkt glersins hvort að end- urvarpið er frá núll til 16%. En hið undarlega er að þykkni glerið frá núll til tíu sentimetrum fer endur- varpshlutfallið margoft frá núlli til 16% niður í núll aftur og síðan sama áfram. Það sem gerist í raun og veru við endurvarp ljóss er að fótónumar, sem t.d. hafa komið alla leið frá sólinni, bindast að hluta til í glerinu en losa um leið aðrar fótónur sem voru í atómsambandi í glerinu, sem síðar „eru“ endurkastaða ljósið. Það er sem sagt ekki ljósið frá sólinni sem endurkastast heldur „ljós“ sem var fast í glerinu! Ljós fer ekki aðeins beina línu heldur leita sumar fótónumar út fyr- ir þessa „beinu línu“ á leið sinni. Ef að reynt er að neyða ljós til að fara ákveðna beina leið milli tveggja punkta, þá „neitar" það að hlýða og fer að dreifa úr sér út fyr- ir þá línu. Hins vegar ef mælitæki við slíkar hindranir eru fjarlægð fer ljósið aftur stystu leið! Að lokum: Ljóshraðinn er meðal- talshraði fótóna (Ijósagna) ekki eini fasti hraðinn. Þar að auki geta þær ferðast afturábak í tíma. Ætli þetta sé ekki nóg efni í gmnninn að nýjum raunveruleika, sem við getum farið að ditta að, á milli þess sem við fáum þessa tilfínn- ingu fyrir því að skilja ekkert í þess- um venjulega? SAGNFRÆDIÆr karlrembusvíniö verra en nýmóbins kvenremban? _______ Hópkúgun Kvennolistans ÞAð ER margt undarlegt í kýr- hausnum. Saga mannskepnunnar greinir frá svo furðulegu athæfi að 20. aldar maðurinn getur ekki með neinu móti skilið það til fulln- ustu. Tökum sem dæmi það atferli franskra og ítalskra ungkarla í kringum 1500 þegar þeir rottuðu sig saman, kannski tíu eða tuttugu, í því skyni að nauðga saklausri nágrannakonu. Iauðgunin sjálf er reyndar ekkert sem heyrir sögunni til en á þessum tíma voru yfirvöld ekkert að fjargviðrast yfir slíku illvirki. Þetta þótti nánast sjálf- sagður hlutur í sumum héruðum Frakklands og ít- alíu að því gefnu að fórnarlambið væri þekkt að frillulifnaði eða í þann veginn að ganga í hjóna- sæng og búið að eft'r missa meydóm- Jón Hjoltoson inn af vöidum væntanlegs eiginmanns (hvernig sem menn hafa nú getað fullvissað sig um það svona fyrirfram). Fáum sögum fer af því að utan- aðkomandi hafi reynt að skakka leikinn þegar fjöldanauðgun var í uppsiglingu. Þó er þess getið árið 1505 að þegar „heiðursmaður" nokkur á Sikiley kom fram vilja sínum við unga stúlku, að móður- inni viðstaddri, sýndi hann fyrst þá fyrirhygju að draga þungan hlut fyrir hurð nágrannans. Og hver urðu svo örlög fórnar- lambanna? í stuttu máli sagt var orðspor þeirra að engu gert. Þeirra var glæpurinn og refsingin. Það eina sem gat bjargað þessum kon- um frá illum örlögum (eða eigum við að segja enn verri) var ef ein- hver kvalara hennar — einhver nauðgarinn — vildi giftst henni, þá var allt gleymt og grafíð. Ef þessu var ekki til að dreifa mátti konan — eða unglingsstúlkan — taka sig upp frá heimkynnum sínum og gerast gleðikona að atvinnu í fjar- lægu byggðarlagi. Búferlaflutning- urinn var nauðsynlegur því auðvit- að vildi enginn af heimafólki stúlk- unnar hafa hana stundinni lengur fyrir augunum, þennan smánar- blett á bænum. Nauðgararnir héldu hins vegar áfram að rigsa um göt- ur heimabæjar síns eins og ekkert hefði í skorist og hafa sjálfsagt þótt mætir menn og góðir þjóðfé- lagsþegnar, að minnsta kosti var verknaður þeirra (nauðgunin) þeim ekki neinn fjötur um fót á leið til hærri metorða. Þið viljið kannski ekki trúa þessu en ég get fullvissað ykkur um að þetta er dagsatt — sagnfræðingur sagði mér og varla ljúgum við frek- ar en Morgunblaðið. Nú blöskrist þið auðvitað yfir grimmd forfeðr- anna og það með réttu — ég hef nefnilega aldrei verið trúaður á kenninguna um að aðeins sá flekk- lausi megi varpa steinum að syndaranum. En mig langar til að velta upp öðrum fleti á málinu sem snýr að okkur sem nú svitnum við að hafa í okkur og á. í núverandi skattakerfi er sá háttur hafður á að sé makinn heimavinnandi getur hinn ekki nýtt nema hluta af per- sónuafslætti hans. Þetta kerfi kalla ég hópnauðgun og það sem mér finnst þó allra erfiðast að sætta mig við er að Kvennalistinn er þessu hlynntur og hefur jafnvel flogið fyrir að hann vilji afnema millifærsluna með öllu. Og hver eru rökin? Þau eru þessi: í fyrsta lagi nærist karlrembusvínið á milli- færslukerfinu og notar það til að kyrrsetja eiginkonuna á heimilinu (sem er vont hlutskipti). í öðru lagi — og þetta eru kannski veigamestu rökin að dómi andstæðinga milli- færslukerfísins — er engin von tif að launajafnrétti verði í þessu landi á milli kynjanna á meðan fyrirfinn- ast heimavinnandi húsmæður. Fleira er tínt til sem allt er til þess fallið að ofbjóða skynsemi kjósand- ans — og svo er þetta kvenfólk að velta fyrir sér ástæðum fylgishruns í seinustu alþingiskosningum. Það er lffsspursmál fyrir kvennalista- konur, sem til þessa hafa aðallega hugsað um að pota sjálfum sér áfram, að þær átti sig á því að jafnrétti kynjanna byggir ekki á því að kljúfa fjölskylduna niður í tvær skýrt aðskildar einingar, þessi stefna er einfaldlega röng og mun leggja flokkinn í gröfina verði henni haldið til streitu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.