Morgunblaðið - 07.05.1995, Síða 7

Morgunblaðið - 07.05.1995, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MAÍ1995 B 7 Blóðtár og pílagrímaiðnaður Rómarbréf Þótt athygli ítala undanfamar vikur hafi beinst að kosn- ingunum um daginn hafa þeir þó ekki verið síður upp- teknir af fréttum um styttu af Maríu mey, sem grét blóði í bæ rétt við Róm. Sigrún Davíðsdóttir var á Ítalíu og fylgdist með meyjarfréttunum. ÓTT ÍTALIR taki stjórnmálin alvarlega hafa þau orðið að víkja undanfarið fyrir öðrum og háleitari málum, nefni- lega hugsanlegu kraftaverki. Fjörutíu sentí- metra gipsstytta frá Medjugoije í fyrrum Júgóslavíu hefur vikum saman skyggt á stjórnmálamennina og stolið dýrmætum sjón- varpstíma og blaðadálkum frá þeim. Sumir tala um kraftaverk og tína blóm í garðinum þar sem styttan hefur staðið. Aðrir tala um kraftaverkaiðnað og peningaplokk. Stytta grætur blóðtárum Sóknarpresturinn við Kirkju heilags Antó- níusar í Civitavecchia, rétt fyrir utan Róm heitir Pablo Martin og er spænskur. Þegar hann var á ferð í Medjugorje á síðastliðnu ári keypti hann gipsstyttu, sem þar var til sölu, ásamt mörgum eins. Styttuna tók hann með heim og gaf einu sóknarbarni sínu, Fabio Gregori, sem vinnur hjá rafmagnsveitunni. Gregori og fjölskylda hans komu kirkjunni fyrir í garðinum við húsið sitt og létu hana standa á nokkurs konar altari, sem búið er til úr grjóti, felldu í steinsteypu og stendur á stöpli. Þeir sem hafa verið á ferð um kaþólsk lönd kannast vísast við að hafa séð styttur, sem víða er komið fyrir þar og þessi stytta virtist í engu frábrugðin þeim. En litla meyjan frá Medjugoije lét sér ekki nægja að standa niðurlút í garði Gregorifjöl- skyldunnar, heldur kom Jessica Gregori, fimm ára að aldri, einn daginn að styttunni, þar sem hún grét blóðtárum. Á rúmlega sólarhring grét hún fimm eða tíu sinnum. Tveimur sólar- hringum eftir að fréttin spurðist út voru mörg þúsund manns mætt á staðinn, auk frétta- manna hvaðanæva að. Bak við gler blasti við litla meyjan með óljósa rauða tauma á kinn- um. Gregorifjölskyldan varð að setja upp skilti um að garðurinn væri einkaeign og aðgangur bannaður. Eftir nokkra sólarhringa með styttuna grát- andi í garðinum og mannfjöldann, svo fjöl- skyldunni varð ekki svefnsamt, var hún flutt í kirkjuna, sem er skammt frá heimilinu. Bisk- up borgarinnar tók hana í sína vörslu og heima hjá honum grét styttan líka í viðurvist fjöl- skyldunnar. Biskupinn sá því blóðgrátinn með eigin augum og sagðist hafa fengið mikilvæg skilaboð frá styttunni, en greindi þó hvorki frá því hver skilaboðin væru, nemu þau væru ekki persónuleg skilaboð til sín, heldur vörð- uðu mannkynið allt, né hvernig skilaboðunum var komið á framfæri. Styttan var síðan tekin í vörslu dómara, sem átti að kanna hugsanlegt svindl og þar var styttan yfir páskana, en var síðan skilað. Hún hefur þó ekki komið fyrir sjónir almennings, en er lokuð inni á ótilteknum stað. Gregori hefur hins vegar sett aðra alveg eins styttu í garðinn hjá sér, en hana fékk hann að gjöf frá biskupnum, svo hann hefði einhveija meyju. Og enn streymir fólk að kraftaverkagarðinu. Sumir horfðu, aðrir tóku myndir, tíndu möl eða blóm framan við garðinn. Páfastóll tortrygginn á kraftaverk Það voru feiknarmikil vonbrigði fyrir sókn- ina og bæjarstjórnina að meyja skyldi ekki fá að standa í kirkjunni yfir páskana. í kirkjunni var búið að útbúa hillu fyrir hana og bæjar- stjórnin hafði lagt í heilmiklar framkvæmdir við bílastæði og aðkeyrslu að kirkjunni. Það er nefnilega engin smávegis búbót fyrir sér- hvern bæ og kirkju að áskotnast helgur hlut- ur, því þá er pílagrímastraumur tryggður og þar með góður afrakstur. Vísast hefur farið smávegis skjálfti um ein- hveija íbúa í Civitavecchia, bæði lærða og leika, þegar ríkissjónvarpið ítalska sýndi þátt í dymbilvikunni um pílagrímsbæinn Lourdes. Það vita kannski ekki allir að næst á eftir París er Lourdes mest sótti staðurinn í Frakk- landi. Til Lourdes er stöðugur straumur píla- gríma árið um kring og er burðarásinn í at- vinnu- og efnahagslífi bæjarins, sem þiggur ekki lengur neitt frá ríkinu, því hann er full- fær um að sjá fyrir sér sjálfur. Margar göturn- ar í þessum gamla bæ eru einstefnugötur, en skiltin eru þannig gerð að þeim er hægt að breyta með einu handtaki og það er gert með reglulegu millibili til að umferðin deilist jafnt niður á hverfin og allir njóti viðskiptanna jafnt. Og fleiri en bæjarstjórnin í Civitavecchia voru í viðbragðsstöðu að taka á móti páska- flaumi hinna trúandi, sem aldrei létu sjá sig. Verslunarmaður frá Medjugoije dreifði um páskana þúsundum ljósritaðra auglýsinga um Civitavecchia með tilboði um meyjarstyttu, al- veg eins og þá grátandi. Verðið var um fimm þúsund.íslenskar krónur. í auglýsingunni sagði að hægt væri að kaupa styttu alveg eins og þá grátandi og að kannski myndi sú sem þú, lesandi góður, keyptir einnig gráta. „Maður veit aldrei! Pantaðu hana strax í dag.“ Og ýmsir aðrir selja meyjarstyttur af ýmsum stærðum á götum Civitavecchia, standandi á steinhillum eins og styttan stóð á, þegar hún tók að gráta. Páfagarður hefur að sjálfsögðu einnig haft afskipti af málinu og þar á bæ voru menn varkárir í orðum. Háttsettir kirkjunnar menn töluðu um trúgirni og múgsefjun, sem varla var vel gert gagnvart biskupinum, sem sjálfur hafði séð meyjuna gráta. Páfastóll er mjög sparsamur á að viðurkenna kraftaverk. Á undanförnum 160 árum hefur kirkjan aðeins viðurkennt fjórtán kraftaverk af mörg þúsund tilkynntum. Einn af útsendurum páfastóls, sem kom til Civitavecchia, var Emmanuel Milingo biskup, ættaður frá Afríku og viður- kenndur sérfræðingur í útrekstri illra anda. Hann sá ekki styttuna, því hún fékkst ekki afhent frá dómaranum. Styttan kvenkyns — blóðið karlkyns Athyglin sem blóðtárafréttunum var veitt ber vitni um að lítt staðfestar kraftaverkafrétt- ir duga mörgum til. En margir ítalir eru þó tortryggnir og þá ekki bara páfastóll og nú stendur yfir rannsókn á tárunum og uppruna þeirra. Það hefur til dæmis vakið athygli hinna vantrúuðu að á myndum sem dreift var af meyjunni og sem sagðar voru teknar með tíu tíma millibili þá liggja tárin alveg eins. Og séu þau skoðuð nánar sýnast kinnar meyjar- innar fremur ataðar blóði en að blóðið hafi runnið sem tár. Nútímarannsóknaraðferðir eru auðvitað notaðar í kraftaverkamálum, rétt eins og saka- málum og því hefur verið verið gerð DNA- greining á blóðinu. í ljós kom að þó styttan hafi á sér kvenkyns mynd, eins og eðlilegt er með meyjarstyttu, þá eru blóðtárin karl- kyns. Næst á dagskrá er að athuga DNA-sam- setningu þeirra karlmanna, sem komið hafa nálægt styttunni. Gregori hefur samþykkt að tekið verði úr honum blóðsýni til greiningar. Spænski presturinn harðneitar hins vegar slíkri athugun á sínu blóði og stendur á því fastar en fótunum að ekki verði efast um kraftaverkagildi táranna. Því sé óviðeigandi að gera svona athugun. En ekki ^ðeins dómarar og páfastóll hafa afskipti af blóðtárunum. Á Ítalíu er einnig til nefnd, sem fæst við rannsókn fýrirbæra, sem við fýrstu sýn virðast yfirskilvitleg. Nefndin var sett á laggirnar fyrir fimm árum og er skipuð sérfræðingum eins og eðlisfræðingi og stjarneðlisfræðingi, en einnig heimspekingi og öðrum mætum borgurum eins og rithöfundin- um og fræðimanninum Umberto Eco, sem gjarnan fæst við yfírskilvitleg fyrirbæri í bók- um sínum. Nefndin hefur meðal annars varp- að fram þeirri spurningu hvers vegna styttan hafi ekki verið sett í innsiglaðan glerskáp og gráturinn síðan tekinn upp á myndband. Hún bendir einnig á að mýgrútur sé til af frásögn- um um grátandi meyjarstyttur, en einnig mýgrútur dæma um svindl í slíkum tilvikum. Einnig spyija nefndarmenn hvers vegna svo langan tíma taki að komast til þess að rann- saka fýrirbærið almennilega. Og einn nefndar- manna kunni að segja frá að til væru styttur, þar sem litarduft væri sett í gipsið. Þegar styttan stendur úti, veðrast hún og duftið leys- ist upp, svo það lítur út fyrir að hún gráti blóði. En í Civitavecchia er hver dagur án úrskurð- ar dýrmætur, því þó umferðin sé ekki eins mikil og vonast var eftir, þá er hún meiri en áður. Og Kirkju heilags Antóníusar munar um allt, því hún hefur úr litlu að spila og um það fer enginn nær en spænski presturinn, sem keypti styttuna góðu í Medjugorje. Og hver sem úrskurðurinn verður, þá er þetta örugglega ekki síðasta grátandi styttan á ítal- íu, því eins og heimildir sýna eru grátandi meyjarstyttur af einhveijum ástæðum nokk- urn veginn alveg óþekktar utan Ítalíu, þar sem alltaf er markaður fyrir góð kraftaverk. Erfðasyndin eftir Arnald Indriðason í BRETLANDI kalla þeir hana „drottningu sakamálasögunnar" og kalla ekki allt ömmu sína í þeim efnum. P. J. James byijaði tiltölu- lega seint að skrifa en á 30 ára rithöfundarferli hefur hún sent frá sér einhveijar bestu sakamálasögur síðustu ára, sem margar hveijar hafa komið út í íslenskri þýðingu. Fjöldi þeirra hefur verið kvikmynd- aður fyrir sjónvarp þar sem lögre- gluforinginn og ljóðskáldið Adam Dalgliesh leysir úr flóknum morð- gátum. Aðspurð hvað hún mundi géra ef Dalgliesh birtist allt í einu á dyrahellunni hjá henni, svaraði hún: Ef ég hitti hann segði ég, Mikið hafði ég gaman af síðustu ljóðabókinni þinni. Myndræn skrif P. D. James skrifar við eldhús- borðið sitt með ijúkandi kaffibolla sér við hlið. Það tekur hana marga mánuði að fullvinna söguþráðinn og hún segir það „dularfullt ferli. Það er eins og persónurnar svífi um í lausu lofti og ég kem mér í samband við þær. Það er meira opinberun en sköpun. Skrif mín eru myndræn, ég skrifa eins og ég sé að búa til kvikmynd". Nýjasta sagan hennar heitir Erfðasynd eða „Original Sin“. Sögusviðið er útgáfufyrirtæki i Wapping í austurhluta Lundúna, The Peverell Press, en það gefur út m.a. bækur sakamálahöfundar- ins Esmé Carling, eldri konu og aðeins miðlungsgóða í sínu fagi, sem var rekin úr vinnunni eftir 30 ára þjónustu og siðan myrt. Einnig er myrtur nýr forstjóri fyrirtækis- Drottning bresku saka- málasögunnar, P. D. James, hefur sent frá sér nýja bók, Erfðasynd, þar sem skáldið og leynilögreglumaðurinn Adam Dalgliesh fæst við enn eitt morðmálið. ins, Gerard Etienne, sem átti ófáa óvini; hjákonu sem hann var hættur með, niðurlægðan rithöfund, kol- lega sína og ýmsa óánægða starfs- menn. Svo það er enginn skortur á fólki sem Dalgliesh grunar um verknaðinn. Ein af setningunum í bókinni er einhvern veginn svona: „Það sem fólk áleit sig vera var sjaldnast í tengslum við hvernig það hagaði sér í raunveruleikanum." James var spurð að því í einu bresku blaðanna hvort setningin ætti við hana og hún svaraði: „Við komum okkur upp hlíf okkur til varnar. Ég virðist sjálfsagt örugg með mig en ég veit ekki hvort ég sé það. Eg er skap- góð verð ég að segja en ég er viss um að ég geti orðið talsvert árásar- gjörn og ofbeldisfull.“ Og áfram heldur hún: „Ég velti því fyrir mér hvort persónugerðin sé óhagganleg eða á hreyfingu, hvort hún er klett- ur eða fljót. Maður getur aldrei bent á hana og sagt: Þarna er hún niðurkomin." Dalgliesh áhorfandi P. D. James verður 75 ára á ár- inu. íslendingar þekkja sögur henn- ar eins og Heltekinn, Vitni deyr, Ekki kvenmannsverk og Svarta turninn ef ekki af lestri þá í gegnum sjónvarp en velflestar hafa þær verið kvikmyndaðar fyrir sjónvarp með Roy Marsden í hlutverki Dalgli- esh og sýndar hér á landi sem og víðast annars staðar í heiminum. „Dalgliesh er áhorfandi. C. P. Snow, sem manni dettur ekki oft í hug að vitna í, sagði að það væri mikil virðing sem fylgdi hlutverki áhorf- andans en ef þú ert það of lengi taparðu sálinni,“ sagði P. D. James nýlega í viðtali. Hún fæddist í Oxford árið 1920 og var elst þriggja systkina. Eftir stríðið fór hún að vinna hjá hinu opinbera en maðurinn hennar kom sjúklingur úr stríðinu. Hann lést árið 1964. Seint ásjöunda áratugn- um þegar hún hafði sent frá sér nokkrar bækur fór hún að vinna við réttarlæknadeild lögreglunnar í Lundúnum og víðar innan lögregl- unnar en lét af störfum skömmu áður en hún varð sextug. Hún er eftirsóttur fyrirlesari og hefur m.a. haldið fyrirlestra og kennt við há- skólana í Boston, Ka- líforníu og Toronto. Hún vitnar í skáldið W. H. Auden sem sagði að enskar glæpasögur þyrftu að hafa „gott“ umhverfí (ensk sveitaþorp). Það þarf ekki að vera dyggðugt að hennar viti en hún segir að regla verði að taka við af „óreglu sem ekki verður leiðrétt". Spurningunni um hvort ekki sé skamm- arlegt að lesendur skuli hafa svo gaman af ofbeldi eða óreglu og raun ber vitni svarar hún með því að segja að innan sakamálasögunnar ýti „of- beldi undir öryggistilfinningu le- sandans, býður uppá viðráðanlegt stig ofbeldis“. Hinn áhyggjufulli íhaldsmaður Oft hefur verið sagt að P. D. James hafi sameinað sakamálasög- una og fagurbókmenntirnar. Ruth Rendell hefur sagt að þegar P .D. James bjó til alvarlegar bókmenntir úr sakamálasögunni hafi hún ekki gert það með því að færa hana í nútímalegra horf eða með því að breyta henni í eitthvað „sem skiptir máli“ heldur með því að laga hefð- bundinn frásagnarháttinn að sam- tímanum. James segir að nýja sag- an hennar, Erfðasynd, beini spjót- um sínum að vandamálum sam- tímans í Bretlandi. Hún skrifar frá sjónarhóli hins áhyggjufulla íhalds- manns um landið sitt þar sem betl- arar virðast sérlega vel haldnir, sakamálum er iðulega vísað frá, félagsráðgjöf er boðorð dagsins, bækur víkja fyrir sjónvarpi („mynd- rænt eiturlyf, án merkingar og ófært um að vekja nokkra tilfinn- ingu“), skólamál eru í mestum ólestri og kennarar vara við lögregl- unni sem „fasísku kúgunartæki hinna kapítalísku yfirvalda". James hefur skrifað um saka- málasöguna og sagt að hún búi yfír eiginleikum til að veita „hugg- un“ nú á tímum ótta og bölsýni. Hún lýsi eftirsjá eftir staðfastara þjóðfélagi og haldi á lofti siðferði- legri ábyrgð einstaklingsins. Hún krefjist þess að vera sett á hærra plan í andstöðu við bókmenntafræð- inga nútímans því hún fjalli um stóru málin eins og dauða og refs- ingu en jafnframt um „smáatriði hversdagslífsins" í leitinni að lausn sakamála og réttlæti. Þessi sam- blanda gerir sakamálasögunni kleift að gefa „nákvæmari og oft betri mynd af því hvernig það er að lifa á ákveðnum tímum en yfir- borðskenndari skáldskapur.“ Reglan og óreglan Marxíski hagfræðingurinn Er- nest Mandel hefur bent á í bók sinni „Delightful Murder“ að það sé eng- in tilviljun að sakamálasagan hafi orðið til í Bretlandi á síðustu öld. Hann segir að hin nýja tegund bók- mennta hafi hjálpað til við að við- halda „borgaralegum stöðugleika" með því að færa öll merki um upp- reisn gegn samfélaginu yfir á voða- verk einstakra glæpa- og misindis- manna. P. D. James hafnar þessari útskýringu af hjartans lyst og segir svarið mun einfaldara. „Mannfólkið hefur alltaf haft gaman af sögum,“ og eftir því sem millistéttin óx varð til ný eftirspurn eftir spennandi sögum. í klassískri sakamálasögu er morðinginn bæði greindur og þess umkominn að taka siðferðilega afstöðu. Og sannleikurinn sigrar ætíð að lokum. „Þetta snýst um að koma reglu á óregluna — í því liggja vinsældirnar.“ Heimild: The Guardian, The Observer o.fl.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.