Morgunblaðið - 07.05.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 07.05.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MAÍ1995 B 9 Lítill leiðarvísir Eðlilega er erfitt fyrir ókunnan að velja úr ríflega 60 plötu safni Frank Zappa og vegna fjölbreytn- innar er eins víst að sá sem kann að meta Overnight Sensation finn- ist Chungas Revenge, þar sem meðal annars má finna perluna Forleikur að sfðkvöldi yxna gas- grímu, hrein steypa. Hver hefur og sína skoðun á Zappa og al- gengt að tónlistaráhugamenn kunni að meta ákveðin tímabil í tónlistarsögu Zappa en ekki önn- ur. Flestir eru þó sammála um að skyldueign sé fyrsta platan Freak Out, sem kom út 1966, þá We're Only in it For the Money sem áður er getið, fjölþætt meistara- verk og kom út 1967, Uncle Meat, sem kom út 1969 og á er tónlist úr samnefndri kvikmynd, Hot Rats, sem er nánast einungis leik- in tónlist og Zappa fer á kostum á gítarinn, kom út 1970, Grand Wazoo, þar sem Zappa leikur sína tegund af jass með stórsveit, kom út 1972, Overnite Sensation, sem er fyrsta platan í fönkrokkpopp- röð, kom út 1973, Joe's Garage, Act I og Act II & III sem komu út 1980, Shut up 'n Play Your Guitar, þriggja platna safn gíta- reinleiks sem sánnaði í eitt skipti fyrir öll að Zappa var með fremstu gítarleikurum rokksögunnar, kom út 1981, Jazz from Hell, sem kom út 1986 og Zappa leikur sjálfur að mestu á Synclavier-tölvu, en fyrir hana fékk hann jass Grammy verðlaun, sex binda tónleikaútgáf- una You Cán't do that ori Stage Any More sem kom út 1988 til 1991, The Perfect Stranger, þar sem Pierre Boulez stýrir híjóm- sveitarverkum Zappa, og loks ber að nefna Yellow Shark, sem áður er getið og kom út 1993. Þegar menn hafa svo kynnt sér ofan- greindar plötur, sem gefa prýði- lega mynd af tónlistarmanninum Frank Zappa, er eins víst að fleiri rati í safnið, enda má segja að á öllum plötunum megi finna gull- mola, þó stundum þurfí að grafa djúpt. Skemmtilegar skoðanir FRANK Z APPA á dygga aðdá- endur um heítn allan, þar á meðai hér á landi þar sem svo- nefnt Zappavinafélag starfar, og verður haldið sérstakt Znppak viild á Bíóbarnum næst- komandi f immtudag. Formaður þess er Sverrir Tynes sem safn- ar Zappa af kappi. Hann segist eiga eitthvað um 300 Zappaplöt- ur, sem verður að telj ast allgott þegar li< ið er tíl þess að Zappa gaf út 61 plötu. Því ti! viðbótar á hann miki ð myndbandasafn, líklega 80 spðlur. Sverrir segist reyndar hafa hætt að mestu að kaupa ólöglegar útgáfur á plfit- um eða diskum, hann safni þeim á segulböndum og eigi eitthvað á annað þúsund klukkustunda af tóniist á bandi. HlusUiv skipulega Sverrir segir að hann sé ekki búinn að hlusta á all t, en það sé ekki mikið, því hann hlusti skipulega á bfindin, geri iaga- iista og skrifi athugasemdir um upptökuna. „Það er svo gaman að fylgjast með þvi h vernig t ón- iistin þróaðist hjá Zappa, raaður hcyrir hvernig hugmynd að lagi kviknar sem stef í tíðni lagi og síðan tekur það á sig mynd á tónleikum þar tii fullsmíðað lag er orðið til," segir hann, en hann ieggur áherslu á að mest gaman hafi hann af að hlusta á tónleikauppt ökur með Zappa, þar hafi mest verið á seyði. „Kg hlusta ekki samfellt á þessar upptökur," segir Sverrir, „en tek tarnir og hlusta þá ansi stíf t." Hann segist vera búinn að horfa á allar myndbandsspól- urnar, enda hafi hann þann háttinn á þegar hann fær slika spólu að horfa á hana, skrifa niður lagalista og athugasemdir um Íogin. Safnið spannar allan tónlistarferil Zappa og þannig er til að mynda upptaka af þvi þegar hann kom fyrst fram í sjónvarpi, 22 ára, og spilaði á reiðhjól í skemmtiþættí 1964, fram til síðustu Evrðpuferðar hans þegar Nútímahljómsveit Frankfurt flutti Yellow Shark fyrir tveimur árum, en hann lést síðar sama ár. Sá hann átta shmum á tónleikum Sverrir hefur ekki látið sér nægja að hlusta á Zappa og horfa heima i stofu, þvf hann sá hann átta sinnura á tónleik- um, alla framúrskarandi. Fyrst sá liaim Zappa á tónleiku m 1978, þannig að áhuginn hefur lifað lengi, enda segist Sverrir hafa verið þrettán ára þegar hann hreifst af Zappa. „Síðan sá ég hann á þrennum tónleik- um í Lundúnum 1982.1984 var ég að kaupa mér ibúð og komst ekki, sem ég hef séð eftir siðan, en 1988 sá ég hann i Kaup- mannahfifn, kom heim og fór aftur út viku siðar og sá hann í Amsterdam. Það var siðasta eiginlega ténleikaferð hans, enda var hann þá orðinn veik- ur, en svo sá ég hann 1993, þegar flutt var verkið Yellow Shark." Sverrir segist ekki ætia sér að kaupa allar Zappaplfiturnar aftur, þo verið sé að gefa þær út endurhljóðblandaðar af Zappa sjálfum, hann eigi ailar upptökurnar í tví- og þrítaki. „Eg veit ekki... kannski eiga þær eftir að tínast hingað inn siiiám saman," segir haim og hlær við, „en núorðið kaupiég bara sérstakar og sjaldlieyrðar útgáfur og þá heíst tónleikaupp- tökur." Hvað varsvo merkHegt við Zappa? „ Allir safnarar eru að fuff- nægja áráttu," segir Sverrir, „en hjá Zappa skipti tónlistín mig mestu máli til að byrja með. Eftír því sem á leið fannst mér svo meira tíl mannsins koma og þegar ég er að fara að hlusta á einhverja tónleika byrja ég iðulega á að hlusta á viðtöl við Zappa áður. Hann hafði svo skemmtilegar skoðan- ir á öilu, sem ég er mikið til sammála," segir Sverrir. Marg- ir hafa deilt á Zappa fyrir að hafa einangrast frá umheimin- um, hann hafi Jifað i einskonar gerviheimi, farið lítíð ut fyrir hússins dyr nema á tónleika- ferðum, og haldið sig i hhóð- veri nánast alian sólarhringinn. Sverrir tekur ekki undir þessa gagnrýni. „Það er reyndar rétt að hann f6r helst aldrei ut fyrir hússius dyr, en hann fylgdist mjög vel með umheiminum í gegnum sjónvarp og horfði þá á margar stöðvar tíl að ná sem heUlegastri mynd af þvisem fram fór, horfði á margar ú t- gáf ur af söniu f réttinni til að lesa á niilli Unanna." Síðustu ár hafa þær raddir orðið æ háværari sem saka Zappa um kvenfyrirlitningu í textum, en Sverrir visar þeirri gagnrýni á bug. „Öli hans verk eru byggð á erahverju raun- verulegu og þar má hvergi finna kvenfyrirlitningu eða for- dóma. Hann var iðinn við að skjóta á það sem honum þðtti miður og ef hann hefur fyrirlit- ið eitthvað þá var það sjón- varpsprestar og eiturlyf." Fyrirlestur og nám- skeið Gloriu Karpinski GLORIA Karpinski verður með fyririestur og námskeið á íslandi dagana 11.-21. maí. Hún hefur starfað sem kennari og andlegur leiðbeinandi víðsvegar um heim, m_.a. í Bandaríkjunum, Sviss, Þýskalandi, Japan og íslandi. Hún er höfundur bókarinnar „Where two Worlds touch" sem fjallar um and- lega þroskaleið mannsins. Gloria vinn- ur út frá heildrænum aðferðum í starfi sínu, um líkama og huga, og sálar. Gloria Karpinski þ.e. tengsl- tilfínningar Fyrirlestur Gloriu, „Barefoot on Holy Ground - on pratical mysticism", verður að Hótel Loftleiðum 11. maí kl. 20. Gloria verður með tvö námskeið, fyrra námskeiðið nefnist „Teacher's Lab - on Service and sharing" og er helgarnámskeið. Seinna námskeiðið, „Playing the creative edge", verður haldið að Laugum i Sælings- dal 18.-21. maí. Nánari upplýsingar veita Fanný Jónmundsdóttir, Kristbjörg Kristmundsdóttir og Linda Konráðsdóttir. /&&:& Dagbók % Háskóla Islands Dagbók Háskóla íslands fyrir vik-. una 7.-14. maí: Þriðjudagur 9. mai: í boði rannsóknastofu í kvenna- fræðum flytur Kelley Johnson, kennari við Háskólann í Melbourne í Ástralíu, opinberan fyrirlestur sem kallast „The Women on the Hill: An Ethnographic Study of Institutionalized Women." Stofa 101 í Odda, kl. 17:15. Allir vel- komnir. , • Miðvikudagur 10. maí. Juha Alatalo heldur fyrirlestur hjá Líffræðistofnun, Grensásvegi 12, sem nefnist „Global Warming: Impact on Arctic Plants." Stofa G6, kl. 12:15. Allir velkomnir. Fimmtudagur 11. mai. Á vegum málstofu hagfræði- skorar flytur Mark E. Johnson, prófessor við Flórídaháskóla í Or- lando, fyrirlesturinn „Genetic and Other Stochastic Optimization Algorithms with Applications". Fyrirlesturinn hefst kl. 16:15 í Odda, stofu 101. Allir velkomnir. Námskeið Endurmenntunar- stofnunar 8.-12. maí 1995: í Tæknigarði 8. til 12. maí kl. 8:30-12:30: Prófun á hugbúnaði: „ESPITI - Software testing." Leið- beinandi Hans Schaefer, Software Test Consulting, Noregi. í Tæknigarði 8. og 11. maí kl. 8:30-12:30: Lærdómsfyrirtækið: „The Fifth Discipline - The Art and Practice of the Learning Org- anisation." Leiðbeinandi Höskuld- ur Frímannsson lektor. Lokaútsala Lokautsala Lakaútsala Lokautsala Lokautsala Loka _ n E 1 1 i !! n m m I Lokum eftir 2 vikur á Laugavegi i Engir skór yfir Kr. 2.990

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.