Morgunblaðið - 07.05.1995, Side 13

Morgunblaðið - 07.05.1995, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MAÍ1995 B 13 gera at í mér, en því miður var sú ekki raunin." Sem von var brá þeim hjónum og flýttu sér á vettvang. Aðkoman var ljót. Nýju innréttingarnar, tæk- in og húsgögnin voru útötuð í sóti og vatni. Allt orðið grákrímótt, skít- ugt og ljótt, að ekki sé minnst á reykjarbræluna sem fýllti vitin. Húseigendatrygging bætti skemmdir sem urðu á húsnæðinu og föstum innréttingum. Garðar var ekki búinn að ganga frá innbús- tryggingu og olli eldsvoðinn og rekstrarstöðvunin honum tilfinnan- legu tjóni. Við lögreglurannsókn kom í ljós að brennuvargur hafði kveikt í við hliðina á rakarastofunni og eldurinn breiðst þaðan út. Brennuvargurinn þekktist á ljós- mynd af vettvangi, þar sem hann hafði vakið sérstaka athygli fýrir dugnað við björgunarstörf. Bjartsýni og sálarþrek Nú tók við erfiðleikatímabil, sem Anne segist helst vilja gleyma. Það rættist hið fornkveðna að sjaldan um 1900 til 1905 eftir því sem Garðar kemst næst. Um árabil var hér samkomustaður lútherskra heimatrúboðsmanna, haldnar sam- komur og lesið úr Guðs orði ásamt bænagjörð. í áranna rás þynntist hópurinn sem hér átti sitt andlega athvarf. Svo kom að inn í þennan helgidóm fluttu þjónar Mammons og settu hér upp kontóra og lager. Þessir athafnamenn sáðu í vindinn og seldu loftræstikerfi. Reksturinn í bænhúsinu lagði upp laupana líkt og bænahaldið fyrrum og húsið var sett á sölu. Það stóð autt og yfirgef- ið í um eitt og hálft ár þar til þau Anne og Garðar festu kaup á því. Líkir íslendingum Garðar er sammála Önnu um að íbúar Kristiansunds séu líkir land- anum. „Maður nærri drukknar í velvilja og innilegum móttökum þegar maður flytur hingað. Menn eru hreinskilnir og tala tæpitungu- laust líkt og íslendingar." En er ekkert sem þau sakna frá Islandi? „Jú, ég sakna fjölskyldunn- Á Stai Salong Garðar og Janne á raka: rastofunni Star Salong. í bakgrunni má sjá verð- launabikara Garðars. er ein báran stök. Reksturinn í Kristiansund var rjúkandi rúst - í orðsins fyllstu merkingu - og erfið- leikar komu upp í fyrirtækjunum í Bergen. Efnahagsástand versnaði mjög í Noregi á þessum tíma og ekki síst í Kristiansund. Garðar lét ekki deigan síga, þrátt fýrir að öll sund virtust lokuð. Garðar þakkar það meðfæddri bjartsýni og sálar- styrk að hann gafst ekki upp í þessu mótlæti. „Þegar við vorum að þrífa stofuna eftir brunann sagði eigandi hreingernigarfyrirtækisins við mig: Hvernig er þessi maður þinn eigin- lega, hann heldur öllum uppi,“ seg- ir Anne. Garðar opnaði Star Salong aftur 1990 og rekur nú stofuna með þremur starfsmönnum. Baenhúsió Fyrstu árin í Kristiansund bjuggu þau í svo litlu húsi að sæta varð lagi ef tveir ætluðu að mætast í stofunni, að sögn Anne. Þau fréttu af bænhúsinu á Goma, sem var í niðurníðslu, en sáu möguleika í að gera það upp og keyptu. Auk þess að vera hárskeri er Garðar húsa- smiður að mennt og nú reyndi á smíðakunnáttuna. Hann bretti upp ermarnar og hóf endurbætur á hús- inu. Endurbæturnar hafa tekist mjög vel og vakið athygli í norskum blöðum. Það var Heimatrúboðið sem reisti Gomalandets bedehus við Strand- götu laust eftir aldamótin, á árun- ar og Fram,“ segir Garðar hlæj- andi. „Ég á enn húfuna og Fram- flaggið sem ég fór alltaf með á völlinn þegar Fram spilaði. Við átt- um marga góða vini á íslandi sem við söknum, en það fennir fljótt í sporin og tengslin vilja rofna. Þegar við komum til Islands rifjast þó fljótt upp gömul kynni.“ Garðar segist ekki finna fyrir því að vera útlendingur í Noregi, nema í Smugudeilunni og þegar Islend- ingar og Norðmenn heyja lands- leiki. „Þegar íslendingar keppa við Norðmenn get ég alltaf sagt: Við vinnum," segir Garðar. „Ég sakna ekki íslands,“ segir Anne. „En það er ekki þar með sagt að mér hafi ekki líkað vel að búa þar, mér fannst ég aldrei vera útlendingur þar. Ég vildi samt að við hefðum flutt fyrr hingað.“ Hún segir að það hafi verið dýrt og erf- itt að flytja aftur og aftur og vera sífellt að byija upp á nýtt. „Þetta var spennandi, en ekki skynsam- legt.“ Garðar telur að afkoma fólks sé almennt betri nú í Noregi en á íslandi. Launin séu þar hærri og vöruverð svipað og hér heima. Þau segjast verða vör mikils áhuga á íslandi í Noregi. Margir tala um að þá langi til Islands og þeir sem þangað hafa farið segjast vilja fara þangað aftur. „Ég hef aldrei hitt neinn sem hefur verið neikvæður gagnvart íslandi eftir að hafa verið þar,“ segir Anne. Sjábu hlutina í víbara samhengi! Sjálfsvarn- arnámskeið fyrir konur MÁNAÐARNÁMSKEIÐ verður haldið á vegum Aikido-klúbbsins fyrir allar þær konur sem vilja nýta sér kvenlega ímynd til sjálfs- styrkingar. Sjálfsvarnartæknin er byggð á mjúkri hreyfingu sem hæfir kon- um á öllum aldri. Námskeiðið hefst þriðjudaginn 9. maí kl. 18.30 og er mæting í Steinabæ, Laugar- dalsvelli, í íþróttasal stúkunnar (gengið inn við enda stúkunnar). Kennt verður tvisvar í viku þriðju- daga og fimmtudaga kl. 18.30. Kennari er Marteinn Bj. Þórðar- son, 1. Dan Aikido, formaður Aikido-klúbbs Reykjavíkur. Erum fluttir úr Lágmúlanum. Fellihýsin mest seldu á íslandL Coleman Fellihýsi frá USA EVRÓ HF Suðurlandsbraut 20, sími 588-7171. Æfingabekkir í Hafnarfirði Þú ert í... ...betri málum ...efþú stundar líkamsþjálfun. Dúndur sumartilboð 8.-22. maí. Sjö bekkja æfingakérfið hentar mjög vel fólki á öilum aldrl, sem ekki hefur stundað líkamsþjálfun lengi. Einnig þeim sem ekki geta iðkað almenna leikfimi af ýmsum ástæðum s.s. vöðvabólgu. Það liðkar, styrkir og eykur blóðstreymi til vöðva þannig að ummál þeirra minnkar. Ókcypis kymiingartími. Opið: Mán.-fim. kl. 8.10-12.00 og 15.00-21.00. Fös. kl. 8.10-13.00 og lau. kl. 10.00-13.00. Lokað þriðjud. eftir hádegi. 12tímarkr. 6.000 - Nú kr. 4.900 25 tímar kr. 11.600 - Nú kr. 8.900 Erum með nýjan sólbekk betíi ma í ÆFINGABEKKJUM Ath! Ellilfeyrisþegar og öryrkjar fá 20% afslátt. LÆKJARGOTU 34a - s 653034 Húsib og garburinn Sunnudagsblaði Morgunblaösins, 14. maí nk., fylgir blaöauki sem heitir Húsib og garburinn. í þessum blaöauka veröur fjallaö um viöhald húsa og hvaöa kostir bjóöast í því sambandi, til dæmis málning og fúavörn. Litiö veröur á úrval af garöhúsgögnum, hellum, heitum pottum og möguleikum á lýsingu garöa. Einnig veröur fjallaö um vorverkin í garöinum, tré, runna og plöntur, æskilega staösetningu þeirra í garöinum, ávaxtaræktun utan dyra, garöverkfæri og garöskreytingu. Þeim, sem áhuga hafa á ab auglýsa í þessum blabauka, er bent á ab tekib er vib auglýsingapöntunum til kl. 16.00 mánudaginn 8. maí. Nánari upplýsingar veita Rakel Sveinsdóttir og Dóra Gubný Sigurbardóttir, sölufulltrúar í auglýsingadeild, í síma 569 1171 eba meb símbréfi 569 1110. - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.