Morgunblaðið - 07.05.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.05.1995, Blaðsíða 16
16 B SUNNUDAGUR 7. MAÍ1995 -H MORGUNBLAÐIÐ Hæstu tindar Afríkn Texti og myndir: Helgi Benediktsson NÚ í vetur voru Helgi Benediktsson og kona hans Depy á ferðalagi í Kenya í Afríku í nokkrar vikur. Helgi notaði tæki- færið og kleif tvö hæstu fjöll álfunnar, Kilimanjaro 5.896 m og Mt. Kenya 5.188 m, en hann mun vera fyrstiir íslendinga að klífa það fjall. Helgi er einn reyndasti fjallamað- ur landsins, hefur klifið sum hæstu fjöll í fjórum heimsálfum og hann hefur klifið hæst allra íslend- inga, Himalaya-tindinn Diran 7.273 metra, í Pakist- an 1985. Berfætt á hvítri strönd á nýársnótt Þó nokkrir íslendingar hafa klifið hæsta fjall Afríku, Kilimanjaro, en enginn þó hæstu tinda Mt. Kenya, Nelion og Batian, það var því ekki nema sjálfsagt að hafa þá með þegar við skipulögðum „sumarleyfisferð til Kenya“ í desember og janúar í mesta skammdeginu. Það tók okkur tvær vikur að aðlagast sól og hita við hvítar strendur Indlands- hafs í Malindi og á eyj- unni Lamu, þar sem við heilsuðum nýju ári dans- andi berfætt á strönd- inni við dynjandi dans- músík alla nýársnótt. Ekið til fjalla Síðan héldum við til Nairobi þar sem leiðir skildu. Depy hélt í 9 daga trukkaferð um fáf- arnar slóðir í norður- hluta Kenya ásamt syst- ur sinni sem býr í Kenýa. Ég fór hinsvegar til Moshi í Tanzaníu við rætur Kilimanjaro þar sem ég fann fylgdar- mann og burðármann, en það er skylda að hafa fylgdarmann þegar ferðast er í Kilimanjaro þjóðgarðinum. Á fyrsta degi gengum við í þijá tíma á skógarstíg upp í Mandara-skála í 2.700 m. hæð. Þar eru þægi- legir skálar og rennandi vatn sem Norðmenn hafa aðstoðað heima- menn með. Næsta dag var geng- ið uppfyrir skógarmörk og þar tók við Afro-alpa flóra með einkennilegum plöntum sem aðeins finnast hátt í hlíðum Kilimanj- aro og Mt. Kenya, en það stafar af því að dagar eru brennheitir en nætur mjög kaldar allan ársins hring. Eftir fjögurra tíma göngu náðum við Ho- rombo-skála í 3.720 m. Daginn eftir náðum við, fyrstir allra þann dag, upp í Kiko-skála 4.700 m á fjórum tímum. Gengið var m.a. yfir hásléttueyði- mörk eina sem svipar mjög til Öskju. Það kom mér þægilega á óvart hversu vel ég aðlagaðist þunna loftinu og gat haldið góðum gönguhraða miðað við aðra sem voru þarna á ferð. Á Uhuru-tind Skömmu eftir miðnætti lögðu allir þeir sem í skálanum voru af stað. Ég hinsvegar átti erfitt með að skilja hvers vegna Iagt var svo snemma af stað og var ekki laust við að mönnum þætti ég sérvitur. Ég vaknaði um þrjúleytið og þótti það snemma mjög. Mér og báðum fylgdarmönnum sóttist ferðin vel og hjálpaði mikið í bröttum skriðunum gott tunglskin. Það kom að því að annar fylgdarmaður- inn kvartaði sáran undan slæmum höfuðverk sem fylgir því að fara of geyst upp og er það eitt fyrsta merki um fjallaveiki og ekki um annað að ræða fyrir hann en að fara aftur niður. I efsta hluta skrið- anna bröttu, rétt áður en komið er upp á brún þar sem heitir Gillman’s Pt. komumst við framúr öllum þeim er höfðu lagt af stað fyrr um nóttina. Meir en helmingur göngumanna sneri við á þessum stað og voru það örfáir sem héldu áfram. Það tók okkur klukkutíma að fylgja brúninni yfir snjó og ís í bruna- gaddi og roki (-20°) á hæsta tindinn Uhuru 5.896 m. Klukkan var 7.55 að morgni 17. janúar. Eftir aðeins tveggja mínútna stopp fyrir myndatöku geystumst við niður í Kiko-skála á innan við einni og hálfri klukkustund. Þennan sama dag héldum við alla leið niður í Mandara-skála. Síðdegis næsta dag var ég kominn til Nairobi, þar sem ég hafði viðdvöl í einn dag áður en ég hélt til Naro Moro við rætur Mt. Kenya. Mt. Kenya Ég fékk akstur upp í 3000 m hæð en þar tók við löng ganga með Peter burðarmanni upp í McKinder-skála 4.300 m. Það tók okkur 6 tíma með þungar byrðar af klifurútbúnaði að komast í skálann og síðustu tvo tímana í myrkri með ennis- ljós. Mt. Kenya er mjög frábrugðið Kilimanjaro þó bæði séu eldfjöll. Talið er að Mt. Kenya hafi náð 7.000 m.y.s. fyrir þó nokkrum milljónum ára. í dag standa gígtapparn- ir eftir, en þeir eru úr mjög hörðu og grófu djúpbergi, mjög fallegir tindar. Á leið upp í Aust- urríska skálann í 4.750 m hitti ég tékkneskan þaulreyndan Ijallamann sem hafði verið að klífa Nanga Parkat 8.128 m í Pakistan nokkrum mánuðum áður. Það varð úr að við skildum klifra saman á Nelion og Batian næsta dag. Uppi í skála hittum við tvo klifrara frá Kalifor- níu sem slógust í hópinn. Það tók okkur hálfan tíma frá skálanum að ganga á Point Lenana 4.985, þar sem við fylgd- umst með fögru sólsetr- inu. Ekki fyrir lofthrædda Að morgni hinn 23. janúar lögðum við af stað í morgunskímunni gangandi yfir Lewis-jök- ul, en hann er sá stærsti á Mt. Kenya og rétt við miðbaug. Talið er að eftir 20 ár verði allir jöklar á Mt. Kenya horfnir vegna hækkandi hitastigs (gróð- urhúsaáhrif). Það tók okkur rúman hálftíma að ganga upp að klifurleiðinni á suðausturhlið Nelion. Klifrið var um 500 m, mjög bratt og af gráðu IV þar sem erfiðast var. Bergið var mjög gott og auð- velt að tryggja í því. Við skiptumst á að leiða kli- frið og það tók okkur 6 tíma og 18 spannir í klifri að ná tindinum. Kl. 13.00 stóðum við á tindinum eftir mjög ánægjulegt og áhugavert klifur í góðu bergi sem miðbaugssólin vermdi. Eftir tveggja tíma hvíld og sólbað á tindinum sigum við niður í áföng- um og notuðum allar línur í samfloti. Þetta er eitt hæsta sig sem ég hef lent í og er óhætt að segja að það er ekki fyrir lofthrædda. Við náðum niður í skála rétt við myrkur. Þarna skildi ég við klifurfélagana og fór ásamt Peter burðarmanni áfram niður í McKinder-skála. Kolniða- myrkur var og þurftum við að ganga með ennisljós. Næsta morgun gengum við alla Ieið niður og í Naro Moro skildu leiðir. Ég komst til Nairobi með rútu hluta leiðarinnar og síðan sérstökum hraðtaxa sem kallaðir eru fljúgandi kistur vegna tíðra umferð- arslysa sem þeir Jenda í. í Nairobi náði ég næturlestinni til Mombasa og morguninn eftir var ég kominn á ströndina við Malindi, þar sem ég hélt áfram þar sem frá var horfið við að synda, kafa og sigla í hlýjum og nota- legum sjó. KLIFURLEIÐ sú er Helgi og félagar fóru. MT. KENYA, 5.199 m, er gamalt eldfjall og annað hæsta fjall Afríku. VIÐ sólarlag á tindi Point Lenana, 4.940 m, en hann er þriðji hæsti Kenya og frekar auðveldur uppgöngu, enda vinsæll meðal göngum VIÐ sólarlag í Nairobi-þjóðgarðinui HELGI á tindinum 23. janúar ’95. „ÞAÐ tók okk i 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.