Morgunblaðið - 07.05.1995, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 07.05.1995, Qupperneq 18
18 B SUNNUDAGUR 7. MAÍ1995 SKOÐUIM MORGUNBLAÐIÐ Heímsmeistarakeppnín í handknattleik 1995 eflir ný- sköpun á sviði ferðaþjónustu í DAG hefst heimsmeistara- keppnin í handknattleik karla hér- lendis og koma hingað til lands um 500 blaðamenn, 1500 áhorfendur og um 700 þátttakendur og dómar- ar ásamt fulltrúum Alþjóða hand- knattleikssambandsins. Með móti þessu hefst einnig algjör endur- skipulagning á fyrirkomulagi heimsmeistarakeppna Alþjóða handknattleikssambandsins sem stjóm HSÍ hefur átt mikinn þátt í að móta, því núna 1995 og í fram- tíðinni verður haldin heimsmeist- arakeppni karla og kvenna á tveggja ára fresti með 24 þátttöku- þjóðum í stað svo kallaðra A, B og C keppna. Samtímis hefur Evrópu- keppni landsliða og félagsliða kom- ist í farsælan farveg undir stjórn hins nýja_ Evrópusambands, sem stjóm HSÍ átti éínnig mikinn þátt í að stofnað var haustið 1991. Því má segja að það hafi bæði verið góð frammistaða landsliðs okkar á leikvellinum svo og tillöguflutning- ur stjómarmanna HSÍ á þingum Alþjóða handknattleikssambands- ins sem leiddi til þess að íslandi var falin umsjón þessarar fyrstu 24 þjóða heimsmeistarakeppni í hand- knattleik. ' Þar sem undirbúningur að þess- ari keppni hér á landi á sér tíu ára aðdraganda er áhugavert að rifja upp þann feril í stuttu máli því umsókn_ Handknattleikssambands- ins og íslands um heimsmeistara- keppnina í handknattleik er án efa ein merkasta „nýsköpun" síðari ára til að efla ferðaþjónustu á íslandi. Því þjóð sem heldur heimsmeistara- keppni í ólympískri íþróttagrein getur tekið að sér framkvæmd margra annarra sambærilegra við- burða síðar meir eins og Evrópu- keppni landsliða í handknattleik. Er hér með skorað á HSÍ í sam- vinnu við Reykjavíkurborg að sækja um framkvæmd Evrópukeppni landsliða árið 2000 þegar Reykja- víkurborg sækir um að verða Menn- ingarborg Evrópu því íþróttir eru mikilvægur þáttur í menningarlífi fólks. U ndirbúningurinn Undirbúningur að umsókn HSÍ hófst þegar árið 1986 eftir frábæra frammistöðu landsliðs okkar á Ólympíuleikunum 1984 og í A- heimsmeistarakeppninni 1986, þar sem liðið vann sér þátttökurétt í Ólympíuleikunum 1988 í Seoul. Var möguleiki íslands til að halda keppnina fyrst kannaður óform- lega á þingi Alþjóða handknatt- leikssambandsins í Senegal haustið 1986 og fengum við strax mjög jákvæð viðbrögð, sérstaklega með- al fulltrúa smáþjóða svo og þjóða frá þriðja heiminum. Velheppnaður fundur Reagans og Gorbachevs hér á landi skömmu fyrir þingið var öllum kunnugur og sjónvarpssend- ingar frá þeim atburði um allan heim studdu umsókn íslands. Markmiðin Meginmarkmiðin með umsókn HSÍ og íslands á sínum tíma um að halda A - heimsmeistarakeppni í handknattleik voru helst þessi: - Efla kynningu á íslandi, landi, þjóð, menningu, útflutningsvörum og sérstaklega ferðaþjónustu með sjónvarpssendingum víða um heim. Því handknattleikur er leikinn í einum 140 löndum og gert var ráð fyrir um 400 erlendum blaðamönnum hingað vegna keppninnar. - Með því að halda A- heimsmeistara- keppni hérlendis í Ólympíuíþróttagrein eins og handknattleik, þá yrði auðveldara síð- ar meir að sækja um fleiri íþróttaviðburði, t.d. Evrópukeppni landsliða í handknatt- leik, Ólympíuskákmót, heimsmeistarkeppni í Brids, o.fl. - Efla áhuga unglinga og al- mennings á íþróttum og þá sérstak- lega á handknattleik. - Hraða byggingu íþróttahúsa um land allt svo og endurbótum á eldri íþróttammannvirkjum vegna mótshaldsins til að bæta starfsað- stöðu íþróttahreyfingarinnar. - Bæta fjárhagsstöðu Hand- knattleikssambandsins til lengri tíma litið með auglýsingasamning- um við mörg samstarfsfyrirtæki svo og tekjum af mótshaldinu. - Efla gjaldeyristekjur þjóðar- innar, því reiknað var með um þijú þúsund þátttakendum, blaðamönn- um og áhorfendum sem gætu skilað um 400 milljónum króna í þjóðar- búið. - Efla samstöðu meðal ólíkra aðila hérlendis, óháð stjómmála- skoðunum þeirra, um sameiginlegt og verðugt þjóðarátak sem vekti alþjóðlega athygli. Undirbúningsnefnd Til að vinna að þessari umsókn íslands, þá skipaði HSÍ sérstaka Undirbúningsnefnd ánð 1987 til að vinna með stjóm HSÍ að umsókn- inni um að fá Heimsmeistaramótið hingað til lands; Nefnd þessa skip- uðu: Matthías Á. Mathiesen, utan- ríkisráðherra, formaður, Alfreð Þorsteinsson, borgarfulltrúi, Birgir Þorgilsson, ferðamálastjóri, Gils Guðmundsson, rithöfundur, Gísl Halldórsson, forseti Ólympíunefnd- ar íslands, Gylfí Þ. Gíslason, pró- fessor, Júlíus Hafstein, borgarfull- trúi, Kristján Oddson, bankastjóri, Ólafur B. Thors, forstjóri, Sigurður Helgason, stjómarformaður Flug- leiða hf, Sveinn Bjömsson, forseti ÍSÍ og Þráinn Þorvaldsson, forstjóri Útflutningsráðs. Með nefnd þessari starfaði formaður og nokkrir stjóm- armenn HSÍ. Auk þess var leitað til fjölda annarra sérfræðinga um ýmis mál- efni tengd fjarskiptum, sjónvarps- málum, lyfjaprófunum, öryggismál- um, íþróttafréttariturum, ferðamál- um, o. fl. V erkefríastj órnun Unnið var mjög markvisst að skipulagningu keppninnar bæði fyr- ir ársþing IHF í Seoul 1988 svo og eftir að íslandi hafði verið falin framkvæmd hennar. í samvinnu við Verkefnastjórnunarfélag íslands var leitað aðstoðar nokkurra af færustu verkefnastjórnendum landsins og árið 1990 vom tilbúin drög að Verkefnishandbók vegna HM 1995 í tólf köflum þar sem um 500 verkþættir vora skilgreindir vegna framkvæmdar keppninnar, móts- halds, lyfjaprófunar, landkynningar, upp- byggingar landsliðsins, o.fl. atriða eins og vegna hugsanlegs óveðurs eða verkfalla. Efast ég ekki um að þessi handbók hafí komið að góðum not- um við lokaundirbún- ing keppninnar. Stuðningur ríkisstjómarinnar Á sama hátt og gert er hjá öðram þjóðum, þá leitaði HSI eftir stuðningi ríkisstjómar íslands við að halda heimsmeistarakeppnina því handknattleikur er Ólympíu- íþróttagrein. Á ríkisstjómarfundi þann 26. maí 1987 samþykkti ríkis- stjómin stuðning við umsókn HSÍ til Alþjóða handknattleikssam- bandsins um að heimsmeistara- keppni í handknattleik karla verði haldin hér á landi. HSÍ hafði þann- ig fullan stuðning ríkisstjómar ís- lands og þjóðarinnar við þessa umsókn um að halda keppnina. Á þingi Alþjóða handknattleiksam- bandsins (IHF) í Seoul árið 1988 var íslandi síðan falið að halda Heimsmeistarakeppnina árið 1995 og var þá miðað við að keppni færi fram í nýju íþróttahúsi sem tæki um 7.000 áhorfendur og ríkisstjórn- in hafði gefíð fyrirheit um að byggt yrði í samstarfi við Reykjavíkurborg o.fl. aðila. Því miður stóð ríkis- stjómin ekki við þessi fyrirheit sín um að hafa framkvæði að byggingu þessa íþrótta- og sýningarhúss. Á þingi Álþjóða handknattleikssam- bandsins árið 1992, var samt stað- fest að keppnin færi fram hér á landi árið 1995 í endurbættri Laug- ardalshöll, sem tæki 4.200 áhorf- endur, þar af 2.200 í stæðum. Þess- ari stærð hússins var sterklega mótmælt af stjóm IHF, en þingið samþykkti það samt fyrir atbeina fulltrúa HSI. Ekki er hægt að segja annað en að ríkisstjóm' íslands hafí stutt HSÍ fjárhagslega í sambandi við þessa keppni._ í fyrsta lagi með því að greiða HSÍ haustið 1991 krónur 25 milljónir í skaðabætur þegar Kópavogsbær rifti samningi við ríkið um byggingu keppnishúss fyrir HM þar sem þeim þótti 300 milljón króna styrkur ónógur til þeirra framkvæmda og núna ný- lega þegar ákveðið var að verja 20 milljónum til landkynningar í sambandi við keppnina og þjónustu við hina 500 erlendu fíölmiðlamenn sem koma hingað til að fylgjast með henni. Kynningarstarfsemi Til að kynna umsókn íslands um heimsmeistarakeppnina í hand: knattleik, þá lét HM-nefnd HSÍ gera mjög vandað kynningarrit á þremur tungumálum sem sent var út um allan heim árið 1988 þar sem í voru stuðnngsyfirlýsingar frá helstu ráðamönnum þjóðarinnar. Samgönguráðherra, Matthías Á. Mathiesen, sá um útsendingu þess- ara kynningargagna til erlendra fjölmiðla og annarra áhrifaaðila. Forseti Olympíunefndar íslands, Þjóð sem heldur heims- meistarakeppni í ólymp- ískrí íþróttagrein, segir Jón Hjaltalín Magnús- son, getur tekið að sér framkvæmd margra annarra sambærilegra viðburða síðar meir, eins og Evrópukeppni lands- liða í handknattleik. Gísli Halldórsson, sendi persónulegt bréf með kynningarriti HM-nefnd- arinnar til Alþjóða Ólympíunefndar- innar og allra 170 Olympíunefnda í heiminum fyrir Ólympíuleikana í Seoul 1988; Forseti ÍSÍ, Sveinn Bjömsson, sendi einnig persónulegt bréf með kynningarriti HM-nefndarinnar til Alþjóða íþróttasambandsins og allra 170 íþróttasambanda í heim- inum. Formaður HSÍ, Jón Hj.Magnús- son, sendi persónulegt bréf á fimm tungumálum með kynningarriti HM- nefndarinnar til allra 130 hand- knatttleikssambanda í heiminum. Á þingi IHF í Seoul 1988 var auk kynningarrits HM-nefndarinn- ar lagður fram fyöldi kynningarrita um Island, sem Ferðamálaráð ís- lands, Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkurborgar og Útflutnings- ráð höfðu lagt til. Öll þessi kynning- arstarfsemi og yfírlýsingar um stuðning íslensku þjóðarinnar við heimsmeistaramótið skilaði þeim árangri að íslandi var falin umsjón með HM árið 1995. Árið 1990 var hafín útgáfa fréttabréfs á ensku um HM ’95 í sambandi við þátttöku íslands í A-heimsmeistarakeppninni í Tékkó- slóvakíu það ár. í þessu fréttabréfi er stuðningsyfírlýsing forsætisráð- herra, Steingríms Hermannssonar, svo og samgönguráðherra Stein- gríms J. Sigfússonar. Árið 1993 lét Reykjavíkurborg síðan útbúa vandaðan kynning- arbækling í sambandi við þátttöku íslands í A-HM í Svíþjóð. Stuðningur sendiráða og ræðismanna Matthías Á. Mathiesen, utanrík- isráðherra sendi öllum sendiherram og ræðismönnum íslands svo og sendiherram erlendra ríkja á íslandi sérstakt bréf í júli 1987 um umsókn íslands um heimsmeistarakeppnina , þar sem hann óskar eftir því að þessir aðilar beiti áhrifum sínum til þess að samþykki _sem flestra þjóða fáist við tillögu íslands." Sendiherra íslands í Svíþjóð sendi m.a. út sérstaka fréttatilkynningu til sænskra fjölmiðla meðan á World Cup í handknattleik stóð í janúar 1988 auk þess sem hann hélt boð fyrir fulltrúa þátttökuþjóðanna í keppninni og sendiherra viðkom- andi landa. Sendiherrar íslands er- lendis voru mjög virkir við að kynna umsókn íslands og m.a. hafði sendi- herra okkar í Belgíu boð í maí 1988 fyrir fulltrúa handknattleikssam- Jón Hjaltalín Magnússon banda allra Evrópulanda í sambandi við fund þeirra. Sendiherra íslands í París kom með formanni HSÍ á fund IHF í Strassburg í apríl 1988, þar sem hann kynnti bréf frá menntamála- ráðherra og stuðning ríkisstjómar íslands við keppnina. Sendiherra íslands í Genf kom með formanni HSÍ á fund Samar- anch, forseta Alþjóða Ólympíu- nefndarinnar í september 1988 og einnig á fund forstjóra EBU. Stuðningnr forseta íslands Leitað var til forseta íslands, frú Vigdísar Finnbogadóttur, um að verða vemdari heimsmeistara- keppninnar í handknattleik, og samþykkti hún það og ritaði ávarp í kynningarrit HM-nefndarinnar sem gefið var út vegna umsóknar íslands um keppnina. í sambandi við opinbera heimsókn forsetans til Vestur-Þýskalands í júlí 1988 var efnt til sérstaks „for- setalandsleiks" milli íslands og Vest- ur-Þýskalands (19-20) sem var mik- il og góð landkynning og styrkti veralega umsókn íslands fyrir þing IHF sem haldið var skömmu síðar eða í ágúst 1988 í Seoul. Formaður þýska handknattleikssambandsins notaði tækifærið og boðaði til sérs- taks stjómarfundar í handknatt- leikssambandi Vestur- Evrópu þenn- an'dag og styrkti það umsókn okkar veralega þegar þeir sáu hvað öflug- an stuðning HSI hafði við kynning- arstarf sitt vegna HM. í sambandi við að fulltrúar er- lendra ríkja afhentu skilríki sín sem sendiherrar viðkomandi þjóðar þá var umsókn íslands um HM 1995 komið á framfæri á kurteislegan hátt. Þakka ber áhuga og stuðning frú Vigdísar við keppnina. Stuðníngur Reykjavíkurborgar Árið 1987 þegar hafist var handa um umsókn íslands um heimsmeist- arkeppnina í handknattleik, þá var alltaf gert ráð fyrir að keppnin færi fram í endurbættri Laugar- dalshöll. Þegar krafa IHF um 7.000 áhorfenda keppnishús kom fram í janúar 1988, þá var um tvennt að ræða fyrir HSÍ: Hætta við umsókn íslands eða leita leiða til að upp- fylla hin nýju skilyrði IHF um stærð keppnishúss. Eins og kunnugt er var ákveðið að uppfylla þessi skil- yrði IHF að höfðu samráði við ríkis- stjómina. í ársbyijun 1992, þegar ljóst var að ekki yrði byggt ijölnota íþrótta- hús í Kópavogi, þá leitaði HSÍ til borgarstjórans í Reykjavík, Mark- úsar Amar Antonssonar, sem lofaði að láta lagfæra Laugardalshöllina, þannig að hún tæki um 4.200 áhorf- endur ( 2.000 í sæti og 2.200 í stæði ). Hófust nú mikilvægar viðræður við tækninefnd IHF, en nýr formað- ur hennar var Otto Schwarz. Féllst nefndin fyrir sitt leyti á þessar nýju keppnisaðstæður vegna HM 1995. En það varð samt ákvörðun stjóm- ar IHF að leita þyrfti samþykkis þings IHF í Barcelona 1992 sem og jiingið gerði. Anægjulegt er að borgarstjóri Reykjavíkur, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, ákvað síðastliðið haust að stækka Laugardalshöllina vegna HM 1995 með hagkvæmri viðbygg- ingu, til að auka þann þjóðhagslega hagnað sem keppnin getur haft í för með sér og til að standa með sóma að framkvæmd hennar. Þann- ig opnast núna góðir möguleikar á að Island geti sótt um Evrópu- keppni landsliða í handknattleik á næstu áram og að við fáum jákvæð- ari landkynningu. Þar sem HM 1995 er forkeppni fyrir handknatt- leikskeppni Ólympíuleikanna í Atl- anta árið 1996 þá eykst áhugi fjöl- miðla á að fylgjast með gengi sinna landsliða í keppninni veralega eins og komið hefur í ljós með komu um 500 erlendra íþróttafréttaritara hingað til lands. Stuðningur Ríkisútvarpsins HSÍ lét kanna vandlega mögu- leika á sjónvarpssendingum frá

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.