Morgunblaðið - 07.05.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.05.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MAÍ1995 B 19 SKOÐUN keppninni og fékk sérfræðinga bæði Pósts og síma, svo og Sjón- varpsins til að setja saman greinar- gerð, sem var bæði kynnt fyrir IHF og EBU. í viðtali sendimanna IHF til íslands þann 24. apríl 1988 við útvarpsstjóra, þá fullvissaði hann þá um að það yrðu hvorki tæknileg- ir né fjárhagslegir örðugleikar við að sjónvarpa frá keppninni, en þá var gert ráð fyrir að það yrði í sam- vinnu við EBU. Formaður HSÍ og sendiherra íslands í Genf fóru á fund aðalforstjóra EBU í september 1988 og fengu einnig stuðningsyfir- lýsingu frá EBU vegna keppninnar á íslandi. Báðar þessar greinargerð- ir voru lagðar fram í á þingi IHF í Seoul 1988. Eins og kunnugt er gerði IHF síðan samning við svissneska aug- lýsingafyrirtækið CWL um sjón- varpsrétt frá þessari keppni. RÚV mun sjá um upptöku og sjónvarps- sendingar frá keppninni og þarf HSÍ að greiða um 45 milljónir í kostnað til RÚV til að annast þessa landkynningu, þó svo að íslenska þjóðin standi undir rekstri RÚV með sínum afnotagjöldum. Sam- kvæmt upplýsingum frá CWL verð- ur um áttatíu leikjum í keppninni sjónvarpað til þrjátíu landa og er gert ráð fyrir að um fimmtíu millj- ónir manna muni horfa á hana. Ánægjulegt er að fylgjast með útsendingum frá handboltaleikjum í Sjónvarpinu og hversu fagmann- lega er þar staðið að verki. Munu þessar útsendingar frá keppninni án efa verða Sjónvarpinu og Islandi til mikils sóma. Stuðningur íslenskra fyrirtækja HSÍ hefur frá árinu 1986 notið stuðnings fjölmargra íslenskra fyr- irtækja vegna starfsemi sinnar og umsóknar um heimsmeistarakeppn- ina. Þótti forstjórum þessara fyrir- tækja það bæði mikill heiður fyrir fyrirtæki sitt að taka þátt í þessu verkefni og einnig höfðu þeir trú á að þetta mundi takast vel og yrði mikil og góð landkynning fyrir ís- land. Þessir auglýsinga- og kynn- ingasamningar við fyrirtæki (Landsbankann, Flugleiðir, Póst og síma, Ríkisútvarpið, Vífilfell, Sjóvá, Almennar tryggingar, VISA og Adidas) má meta _á um 25 milljónir á ári frá 1986. Á þessum áratug nemur því þessi stuðningur fyrir- tækjanna við HSÍ um 250 milljón- um króna. Ánægjulegt er að sjá að nokkur fleiri fyrirtæki hafa bæst í þennan hóp stuðningsfyrirtækja HSÍ og HM 95 og er vonandi að þau haldi þessum stuðningi sínum áfram þannig að við megum eiga landslið í fremstu röð um ókomin ár. . Stuðningur ferðaþjónustunnar Ferðamálaráð og ferðaþjónustan sýndi umsókn HSI um HM-keppn- ina mikinn áhuga þó svo að ekki hafi verið um fjárhagslegan stuðn- ing við HSÍ að ræða nema frá Ferðamálaráði Reykjavíkur. Flug- leiðir hafa hins vegar ávallt stutt vel við landsliðsstarfsemi HSI, enda er gert ráð fyrir um þrjú þúsund farþegum hingað til lands vegna HM 95 og gert er ráð fyrir að gjald- eyristekjur ferðaþjónustunnar geti numið um 400 milljónum króna vegna keppninnar fyrir utan lang- tímaáhrif af jákvæðri landkynning- ingu. Stuðningur aðildarþjóða Alþjóða handknattleikssambandsins Þar sem Svíar sóttu einnig um að halda HM, þá var mikil keppni milli íslands og Svíþjóðar um keppnina sem endaði á þann far- sæla veg að þing IHF í Seoul 1988 samþykkti að úthluta samtímis bæði HM 93 og HM 95 og var kastað upp á hver fengi hvað. Segja má að þingfulltrúar og stjórnar- menn IHF hafi verið mjög sáttir við þessa niðurstöðu. HSÍ hafði unnið mjög vel að því að afla sér stuðnings við keppnina. Bæði með því að landsliðinu gekk mjög vel í alþjóðlegum mótum og einnig tókst fulltrúum HSÍ að fá mikið fylgi við tillögur sínar um endurskipulagningu á handknatt- leikshreyfingunni og hætta með A, B og C - heimsmeistarakeppnir og hafa aðeins eina keppni með 24 þjóðum á tveggja ára fresti og koma á Evrópusambandi með tilheyrandi Evrópukeppni landsliða. Því miður voru þessar tillögur HSÍ ekki vin- sælar hjá nokkrum stjórnarmönn- um IHF. Á þingi IHF í Barcelona árið 1992 var síðan staðfest að halda keppnina árið 1995 á íslandi eins og ákveðið var í Seoul 1988, þó svo að aðalkeppnishúsið tæki aðeins 4.200 áhorfendur, þar af 2.200 í stæðum. Þar risu upp fulltrúar frá nokkrum löndum og lýstu yfir ein- dregnum stuðningi við ísland vegna þess mikla starfs sem HSÍ hefði unnið á undanförnum árum til að efla handknattleiksíþróttina og þá ¦sérstaklega útbreiðslu hennar í Afr- íku og samveldislöndunum. Stuðningur ÍSÍ og sérsambanda Umsókn HSÍ um að halda heims- meistarakeppnina í handknattleik hérlendis naut fyllsta stuðnings íþróttasambands íslands meðan Sveinn heitinn Björnsson var for- seti þess. Sama má segja um stuðn- ing Ólympíunefndar Islands undir formennsku Gísla Halldórssonar. En báðir þessir heiðursmenn áttu sæti í HM-nefndinni. Því miður voru nokkrir stjórnarmenn ÍSÍ mjög ef- ins um_ framkvæmd þessarar keppni. Ánægjulegt - er að frétta nýverið af stuðningi ÍSÍ við keppn- ina með þátttöku í kostnaði vegna gamals skólabróður Samaranch, þá fékk formaður HSÍ ásamt sendi- herra íslands í Genf og José fund með Samaranch í september 1988 rétt fyrir Ólympíuleikana. Honum var kynnt umsókn íslands um keppnina og stuðningur Olympíu- nefndar íslands við hana. Var vin- samlegast óskað eftir stuðningi hans. Þá var honum afhentur kynn- ingarbæklingurinn vegna umsóknar íslands svo og bréf frá samgöngu- ráðherra, þar sem lýst er yfir fullum stuðning ríkisstjórnar íslands við kepnnina. Samaranch var mjög hrifinn af kynningarriti okkar og benti sérstaklega á að ef ekki hefði verið svo jákvæður fundur Regans og Gorbachevs á íslandi 1986, þá væri alls óvíst að Rússar og Aust- ur- Evrópuþjóðirnar hefðu tekið þátt í Ólympíuleikunum 1988 eftir „bojkottið" 1984. Samaranch tók mjög vel í að þiggja boð formanns HSI um að vera heiðursgestur við setningu á keppninni á íslandi, væri hann ennþá forseti IOC. Ánægjulegt er að vita til þess að Samaranch hefur staðfest komu sína hingað til lands og er það mik- il virðing við handknattleiksíþrótt- ina og mótshaldarann. Bygging íþróttahúsa Það var eitt af markmiðum HSÍ þegar sótt var um heimsmeistara- keppnina að það mundi geta hraðað verulega byggingu nýrra íþrótta- húsa um land allt og endurbótum á eldri húsum. Af öllum þeim bréf- um sem bárust til HSÍ frá sveitar- stjórnum um land allt og þar sem lýst var yfir áhuga þeirra á að halda leiki í HM 95 þá er ljóst að þetta HM hingáð til lands hófst samtímis einhver markvissasta afreksstefna íþróttagreinar hér á landi til að eiga landslið í fremstu röð. Byrjað var með þjálfun landsliða pilta og stúlkna 16 ára auk þess sem lands- leikjaprógram HSÍ fyrir öll landslið- in var stórlega aukið. Þannig léku öll átta landslið HSÍ, pilta og stúlkna, karla og kvenna, 126 landsleiki keppnistímabilið 1987- 1988. Að sjálfsögðu var þetta kostnaðarsamt. -Þessi uppbygging hefur skilað verulegum árangri bæði hjá landsliði karia og einnig eru miklar framfarir hjá stúlkunum. Árangur landsliðs pilta 21 árs í heimsmeistarakeppnum undanfarin ár hefur verið góður, þeir náðu fimmta sæti 1989 og 1991 ogþriðja sæti árið 1993. Þannig hafa ungu mennirnir í landsliðinu á HM 95 fengið mikla og góða æfingu og eru með þeim allra bestu í heiminum miðað við aldur sinn. Aukinn áhugi á handbolta Þessi áhersla HSÍ á landsliðin hefur skilað sér í auknum áhuga á handbolta hérlendis. Árið 1982 til 1984 voru áhorfendur á leik í 1. deild kvenna að meðaltali um 10 og um 100 á l.deild karla. Með ánægju- legu samstarfi við félögin hefur þessi áhorfendatala margfaldast vegna aukins áhuga á handbolta. Styðjum landsliðið Nýlega hafa öll heimilj á íslandi fengið kynningaritið „Áfram ís- land" þar sem HM-keppnin er kynnt. Með kynningariti þessu fylgdi happdrættismiði með mörg- um áhugaverðum vinningum og er verð hans aðeins 500 krón- ur. Skorað er á alla lands- menn að styðja í verki við HSÍ og kaupa þennan happ- drættismiða og leggja þann- ig sittt af mörkum til keppn- innar og landsliðsins. Stuðningur áhorfenda við landsliðið er ómetanlegur og því er skorað á sem flesta að sækja leiki keppninnar og taka þannig þátt í þess- ari miklu íþróttahátíð. LAUGARDALSHÖLL eftir endurbætur. viðbyggingar^ Laugardalshallar og að lána HSÍ starfskrafta vegna mótshaldsins. Þá hefur Afrekssjóð- ur ÍSÍ stutt fjárhagslega við þjálfun landsliðsins. Flest öll sérsambönd ÍSÍ studdu HSÍ vegna umsóknar um HM svo og vegna áskorana á ríkisstjórnina um að standa við gefin loforð um að byggja hið fjölnota íþróttahús. Því miður barst HSÍ aldrei stuðn- ingsyfirlýsing frá Knattspyrnusam- bandinu eða Körfuknattleikssam- bandinu. StuðningurÓlympíu- nefndar íslands Ólympíunefnd íslands vann ötul- lega með HM nefndinni og HSÍ að því að leita stuðnings Olympíu- nefnda í heiminum, því vitað var að margir fulltrúar Ólympíunefnd- anna yrðu einnig þingfulltrúar á þingi IHF í Seoul 1988. Sendi for- seti Ólympíunefndarinnar, Gísli Halldórsson, út persónulegt bréf til allra hinna 170 Ólympíunefnda í heiminum með kynningarriti HM: nefndarinnar. Þá hefur landslið HSÍ fengið afreksstyrki frá Ólympíu- nefnd vegna undirbúnings fyrir þátttöku í Ólympíuleikunum 1988, 1992 og til að vinna sér þátttöku- rétt í Atlanta árið 1996. Með aðstoð ræðismanns Islands á Spáni, José Ma. Figueras Dotti, markmið HSÍ náðist og vel það, því á undanförnum tíu árum hafa risið með ógnarhraða fjölmörg íþrótta- hús um land allt og lokið hefur verið við frágang Laugardalshallar og íþróttahallarinnar á Akureyri. Nemur þessi fjárfesting í eflingu starfsaðstöðu íþróttahúsa á þessu tímabili án efa á þriðja milljarð króna. Stækkun og endurbætur á Laug- ardalshöll er mjög farsæl og varan- leg lausn fyrir innanhúsíþrðtta- greinarnar næsta áratuginn með áhorfendaaðstöðu fyrir um fimm þúsund manns. Færi vel að HSÍ þakkaði fyrir sig með því að sækja um Evrópukeppni landsliða árið 2000 þegar Reykjavík sækir um að vera Menningarborg Evrópu. Undirbúningur landsliðsins Landslið íslands í HM 95 er eitt leikreyndasta landslið heims og hefur alla burði til að ná góðum árangri í keppninni. Markið hefur verið sett á að komast minnst í átta liða^ úrslit sem tryggir þátt- tökurétt íslands bæði í Ólympíuleik- unum 1996 og næstu heimsmeist- arakeppni sem fram fer í Japan árið 1997. Ekki kæmi mér á óvart þó að „strákarnir okkar" kepptu um verðlaunasæti. Þegar ákveðið var að sækja um Landkynning Handknattleikur er núna iðkaður í um 140 löndum Sog aukast vinældir þessarar íþróttagreinar hvarvetna. Ljóst er að um 80 leikjum í HM 95 verður sjónvarpað til um 30 landa og að sögn CWL auglýsingafyrirtækis- ins er gert ráð fyrir að um 50 milljónir manna um allan heim muni fylgjast með sjón- varpssendingum frá henni. Þá munu um 500 erlendir iþróttafréttaritarar fylgjast... með keppninni og senda fjölmiðlum sínum fréttir frá henni, landi og þjóð. Ánægjulegt er að vita til þess að ríkisstjórnin hefur ákveðið að veita Ferðamálaráði stuðning sem nemur um 20 milh'ónum króna til landkynn- ingar meðan á keppninni stendur og til að aðstoða erlenda fréttamenn við upplýsingaöflun. Erfitt er að meta langtímaáhrif þessarar land- kynningar en milljónir manna um allan heim munu fá fréttir frá ís- landi í þann hálfan mánuð sem HM stendur yfir og vonandi fá margir þeirra aukinn áhuga á að sækja okkur heim þó seinna verði. Hvatning til dáða Á sama hátt og íslensk félagslið og landslið í einstökum íþrótta- greinum hafa náð árangri á heims- vísu í alþjóðlegum keppnum við félagslið og landslið stórþjóða, þá geta einstök íslensk fyrirtæki ein og sér og sérstaklega í samstarfi við önnur (landsliðsheild!) náð ár- angri á heimsvísu í vöruþróun, framleiðslu og alþjóðlegri markaðs- setningu á ýmsum sérsviðum. Árangur margra íslenskra fyrir- tækja eins og Flugleiða, SH, Marel og fleiri sannar þetta. í báðum tilfellunum er það víð- tæk og alhliða þekking leikmanna, alveg eins og starfsmanna fyrir- tækjanna, alþjóðleg reynsla þeirra og góðir skipulags- og leiðtogahæfi- leikar þjálfara þeirra og stjórnenda sem skiptir máli. Þá er aðgangur að „áhættufjármagni" til að stunda markvissa þjálfun og undirbúning fyrir alþjóðlegar keppnir jafn nauð- synlegur eins og til að stunda vöru- þróun og alþjóðlega markaðssetn- ingu. Því er margt líkt í alþjóðlegri samkeppni á sviði íþrótta og við- skipta. Astæða þess að sum félagslið, landslið í ákveðnum íþróttagreinum og fyrirtæki á ýmsum sérsviðum ná betri árangri en önnur er ekki hvað síst vegna þess metnaðar, vilja og „hefðar" sem viðkomandi aðili hefur tileinkað sér. Þegar fulltrúar Körfuknattleikssambands íslands og Knattspyrnusambands íslands þora ekki að láta sig dreyma um að komast i lokakeppni heimsmeist- arakeppni í grein sinni eða á Ólymp- íuleika og bera fyrir sig alls konar afsakanir um alþjóðlega sam- keppni, atvinnumennsku, fámenni íslensku þjóðarinnar, o.s.frv., þá þykir fulltrúum Handknattleiks- sambands íslands og Skáksam- bands íslands það sjálfsagt mál og hin mesta skömm ef landslið þeirra komast ekki í lokakeppni heims- meistarakeppninnar eða á Ólympíu- leika. Hér er fyrst og fremst um hefð, metnað, vilja og alþjóðlega sjálfsþekkingu forystumanna við- komandi íþróttagreinar að ræða. Handboltamenn segja: „Það eru bara sjö inni á vellinum í einu, það skiptir engu máli, hvað það eru margir fyrir utan." En að sjálfsögðu liggur þrotlaus þjálfun, sviti, blóð, tár og gleðistundir á bak við góðan árangur þeirra. Það er að sjálfsögðu slíkur metnaður, vilji og hefð sem við viljum sjá í öðrum íþróttagrein- um og í íslenskum útflutningsfyrir- tækjum. Megi árangur íslenskra íþróttamanna verða okkur hvatning til dáða í störfum okkar. Lokaorð Menn taka að sér störf fyrir íþróttahreyfinguna vegna þeirra hugsjóna sem þessi alþjóðlega fjöldahreyfing stefnir að til að bæta mannlif og vináttutengsl manna og þjóða á milli. Ekki vegna sjálfs sín eða eigin hagsmuria. Því vænta menn ekki neins þakklætis fyrir störf sín í þágu hreyfingarinnar þegar þeir draga sig í hlé. Þakklæt- ið og ánægjan fólst í starfinu sjálfu. Samt sem áður langar mig til að gera undantekningu á þessu og, fyrir hönd allra þeirra sem upphaf- lega lögðu á stað með það mark- mið að halda hér á landi þessa heimsmeistarakeppni, að þakka öll- um þeim sem hafa lagt fram mikið og óeigingjarnt starf til að þetta markmið næðist og ánægjulegt er að öll meginmarkmið HSI með því að sækja um keppnina á sínum tíma hafa ræst. Sérstaklega ber að þakka núverandi formanni HSÍ, Ólafi B. Schram, góð störf svo og stjórn og starfsfólki HSÍ, fram- kvæmdastjórn og starfsfólki HM 95-nefndarinnar og þeim mörg hundruð sjálfboðaliðum sem munu sjá með miklum sóma um fram- kvæmd keppninnar. Fyrir þá sem að umsókn þessarar keppni stóðu á sínum tíma og vegna þess sem á undan er gengið þá er ánægjulegt að vita til þess að „þjóð- arsátt" hefur nú tekist milli forystu- manna íslenskra stjórnmálaflokka um að framkvæma heimsmeistara- keppnina í handknattleik árið 1995 með sóma eins og upphaflega stóð til. Því að markmið og hugsjónir íþróttahreyfingarinnar eru og eiga að vera óháðar öllum stjórnmála- skoðunum. Á undanförnum árum hafa marg- ir skrifað um heimsmeistarakeppn- ina í handknattleik á íslandi, bæði með henni og á móti. Það er í dag sagnfræði. Það sem skiptir máli er að erlendir fjölmiðlar fjalli á já- kvæðan hátt um framkvæmd keþpninnar til að sú landkynning sem henni var upphaflega ætluð verði að veruleika. Höfundur var formaður HSÍ árin 1984-1992.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.