Morgunblaðið - 07.05.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 07.05.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MAÍ1995 B 25 ATVINNUA UGL YSINGAR Yfirmaður f kjötdeild Óskum eftir að ráða matsvein, kjötiðnaðar- mann eða vanan mann í kjöti til að sjá um kjötborð o.fl. í verslun okkar á Selfossi. Við- komandi þarf að hafa góða reynslu í stjórn- un, eiga gott með að eiga samskipti við fólk og vera þjónustulipur. Æskilegt er að viðkom- andi hafi góða þekkingu á ferskvöru. Upplýsingar á staðnum eða í síma 98-21000 Árni eða Sigurður. KÁ Selfossi. Laus staða lögfræðings Umhverfisráðuneytið auglýsir lausa til um- sóknar stöðu lögfræðings (deildarstjóra) í ráðuneytinu. Um er að ræða tímabundna stöðu til allt að fjögurra ára. Æskilegt er að viðkomandi hafi starfsreynslu úr opinberri stjórnsýslu. Laun eru samkvæmt kjarasamningum opin- berra starfsmanna. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist umhverfis- ráðuneytinu fyrir 26. maí. Umhverfisráðuneytið. A. [FXSXL© RAFEINDAVORUR HF Framleiðslustjóri Óskum eftir að ráða nú þegar framleiðslu- stjóra til starfa. Framleiðslustjórinn hefur stjórn og umsjón með framleiðslu fyrirtækisins. Leitum að vélaiðnfræðingi, vélvirkja með reynslu af stjórnun, skipulagningu og góða hæfni í samskiptum. Viðkomandi þarf að vera vanur smíði úr ryðfríu stáli, tölvu, t.d. Word, Excel og teikniforritum (ACAD), og hafa góð tök á ensku og einu Norðurlandamáli. Nánari upplýsingarveitir Kristinn Steingríms- son, deildarstjóri, alla virka daga frá kl. 8.00-17.00 í síma 94-4400. Skriflegar umsóknir sendist í pósthólf 424, 400 ísafjörður, fyrir 20. maí nk. Sjúkrahús Suðurnesja, Keflavík Svæfingarhjúkrunarfræðingar Svæfingarhjúkrunarfræðingur óskast í afleysingatarf frá miðjum ágúst 1995 fram til vors 1996. Um 100% stöðu deildarstjóra er að ræða. Unnið er 5 daga vikunnar með bakvöktum og frí um helgar. Ljósmæður Ljósmóðir óskast til starfa á fæðingardeild sjúkrahússins. Um 100% fasta stöðu er að ræða. Fæðingardeildin er blönduð fæðinga- og kvensjúkdómadeild með 8 rúmum. Hjúkrunarfræðingar Hjúkrunarfræðingar óskast til framtíðar- starfa á hjúkrunardeild aldraðra í Grindavík. Hjúkrunardeildin er nýleg deild með 28 rúmum. Áhugasamir hjúkrunarfræðingar og Ijós- mæður gjörið svo vel að afla frekari upplýs- inga hjá Ernu Björnsdóttur, hjúkrunarforstjóra, í vs. 92-20500 eða hs. 92-12789. Sölustjóri Rótgróið fyrirtæki óskar eftir að ráða sölu- stjóra strax. Þarf að geta unnið sjálfstætt og eiga gott með að umgangast fólk. Spennandi framtíðarstarf. Ritvinnsla - Paradox Óskum eftir að ráða manneskju, vana rit- vinnslu, strax. Æskileg þekking á Paradox. Hálft starf til að byrja með, möguleiki á meiri vinnu síðar. Upplýsingar sendist afgreiðslu Mbl., merkt- ar: „S - 9“, fyrir 12. maí. MENNTASKOLINN VIÐ SUND Kennarar óskast Skólinn óskar að ráða kennara til starfa í eftirtöldum greinum næsta skólaár: Þýsku, stærðfræði og eðlisfræði. í öllum tilvikum er um afleysingar að ræða. Þá óskar skólinn eftir að ráða stundakennara í spænsku. Umsóknum skal skilað á skrifstofu skólans eigi síðar en föstudaginn 25. maí nk. Upplýsingar veita rektor og kennslustjóri í símum 553-7300 eða 553-7580. Rektor. Skógræktarráðu- nautur á Suðurlandi Skógrækt ríkisins óskar eftir að ráða skóg- ræktarráðunaut fyrir Suðurland með aðsetur á Selfossi. Umsækjandi skal hafa lokið viðurkenndu prófi í skógrækt. Auk þess þarf umsækjandi að hafa góða hæfileika til samskipta við fólk og geta unnið sjálfstætt að verkefnum. Starf skógræktarráðunautar felst í vinnu við áætlanagerð og eftirlit með ríkisstyrktri skóg- rækt og vinnu með starfsmönnum Skógræktar ríkisins, bændum, áhugahópum og sveitarfé- lögum að skógræktarverkefnum. í starfinu felst einnig að sjá um fræðslu og leiðbeiningar um skógrækt fyrir almenning í landshlutanum. Umsóknir, með ítarlegum upplýsingum um nám og starfsferil, sendist«kógræktarstjóra, Skógrækt ríkisins, Miðvangi 2-4, 700 Egils- stöðum, fyrir 1. júní 1995. Nánari upplýsingar veitir Jón Loftsson skóg- ræktarstjóri í síma 97-12100. Rafmagns- tæknifræðingur Mjólkursamsalan vill ráða starfsmann í við- haldsdeild fyrirtækisins. Leitað er eftir manni með rafvirkjamenntun og reynslu af tölvunotkun og hugbúnaðar- gerð fyrir iðntölvur. Starfið felst aðallega í uppsetningu hús- stjórnarkerfis og viðhaldi á stýribúnaði vinnslu- og þjónustukerfa fyrirtækisins. Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt. Nánari upplýsingar veitir Ásgeir Sigurðsson í síma 569 2315. Umsóknir sendist Mjólkursamsölunni, Bitru- hálsi 1, pósthólf 10340, 130 Reykjavík, fyrir 12. maí nk., merktar: „MS - viðhald". Skólaskrifstofa Reykjavíkur Skóladagheimilið Hagakot óskar að ráða tvo uppeldismenntaða starfs- menn frá 1. júní nk. Á heimilinu eru börn á aldrinum 6-9 ára. Nánari upplýsingar gefa forstöðumaður í síma 29270 eða Júlíus Sigurbjörnsson, deild- arstjóri, í síma 28544. Ritari 8.30 til 12.30 Fyrirtæki miðsvæðis í borginni óskar að ráða góðan ritara til starfa frá og með miðj- um ágúst. Vinnutími kl. 8.30 til 12.30. Skilyrði er reynsla í ritarastörfum, góð tölvu- þekking, lipurð í mannlegum samskiptum og eigið frumkvæði. Góð laun eru í boði. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu okkar til 16. maí nk. Guðni Tónsson RÁÐGTÖF & RÁÐNINGARÞTÓNUSTA HÁTEIGSVEGI 7,105 REYKJAVÍK, SÍMI 62 13 22 Vegna orlofs kennara skólans er laus 1/1 staða í efnafræði/líffræði á skólaárinu 1995-’96. Einnig eru þá lausir nokkrir tímar í íslensku. Umsóknir berist skólameistara fyrir 26. maí nk. Upplýsingar veittar á skrifstofutíma í síma 557-5600. Skólameistari. ST. FRANCISKUSSPÍTALI, STYKKISHÓLMI Ljósmæður Ljósmóðir óskast til starfa sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. Nánari upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 93-81128. Takið þáttísjálf- boðavinnu í Afríku! Þróunarhjálp frá þjóð til þjóðar (DAPP) leitar að sjálfboðaliðum til að taka þátt í 14 mánaða alþjóðlegu verkefni til að stuðla að friði og þróun í Mosamþík. Engrar þekkingar er krafist. Takið þátt i vinnu- hópi 12 Evrópubúa: 6 mánaða þjálfun í The Travelling High School, Lillehammer, Noregi, 6 mánaöa sjálfboðavinna í Nacala, Mosambík, þar sem starfað er á eftirfarandi sviöum: • Kenna götubörnum smíðavlnnu eða að lesa og skrlfa, • Skipuleggja heilsuverndar- starf í þorpunum, • Starfa við rœktun. Síðan tekur við úrvinnsla f skólanum f Noregi, einnig upplýsinga- starf f Evrópu. Byrjað 3/8 eða 1/2. Kynningarfundur verður í Reykjavík 2/6. Skrif- ið til: DAAP - Nacala projekt, box 236, 2630 Tástrup, Danmörk. Umsjónarmaður Framfarafélagið í Mjódd óskar að ráða umsjón- armann. Starfið felst í umsjón í Mjóddinni, s.s. þrifum, smáviðgerðum, inheimtu, sam- skiptum við rekstraraðila á svæðinu, sala og gerð auglýsinga á tölvuljósaskilti. Viðkomandi þarf að hafa einhverja tölvukunnáttu. Skriflegar umsóknir ásamt upplýsingum, sem málið varðar skulu sendar afgreiðslu Mbl. merktar: „Mjódd - 18089" fyrir 16. maí nk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.