Morgunblaðið - 07.05.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.05.1995, Blaðsíða 28
28 B SUNNUDAGUR 7. MAÍ1995 MORGUNBLAÐIÐ RAD/\ UGL YSINGAR Auglýsingar - verkefni - sambönd Lítið útgáfufyrirtæki óskar eftir að komast í samband við reyndan aðila/markaðsmann, sem þekkir vel til í markaðs-, auglýsinga- og PR-málum (sambönd og öflun verkefna) með samstarf í huga. Aðeins traustur aðili kemur til greina. Lysthafendur leggi inn allar nauðsynlegar upplýsingará auglýsingadeild Mbl., merktar: „Augl - 5044“, fyrir 15. maí nk. Farið verður með allar upplýsingar sem trún- aóarmál. Öllum fyrirspurnum svarað. m Menningarmálanefnd Reykjavíkurborgar auglýsir eftir umsóknum vegna starfrækslu strengjakvartetts á vegum borgarinnar frá 1. september nk. - Einungis hópar geta sótt um, ekki einstakl- ingar. - Laun meðlima svari hálfum starfslaunum listamanna hjá Reykjavíkurborg og hlíti sömu reglum. - Kvartettinn starfi sjálfstætt og geri í um- sókn nákvæma grein fyrir starfsáætlun; fyrirhuguðu tónleikahaldi og öðrum verk- efnum, áherslum í vali tónlistar, hugsan- legum áformum um upptökur o.s.frv. Kvartettinn komi auk þess fram nokkrum sinnum á ári á vegum borgarinnar án auka- greiðslna samkvæmt nánara samkomu- lagi. - Starfslaun til kvartettsins eru veitt til eins árs með möguleika á framlengingu. - Upplýsingar um önnur störf meðlima kvartettsins á starfstímabilinu fylgi með umsókn. Umsóknirnar skulu sendar: Menningarmála- nefnd Reykjavíkur, Kjarvalsstöðum, v. Flóka- götu, 105 Reykjavík, fyrir 1. júní nk. Sérstök dómnefnd velur úr umsóknum. Allar nánari upplýsingar fást hjá ritara nefnd- arinnar í síma: 55-26131. Hraunborgir Orlofshús sjómannasamtakanna í Grímsnesi verða leigð frá og með föstudeginum 19. maí. Væntanlegir dvalargestir hafi sam- band við undirrituð félög sín: ★ Skipstjóra- og stýrimannafélagið Verðandi, Vestmannaeyjum. ★ Vélstjórafélag Vestmannaeyja. ★ Starfsmannafélag Reykjalundar. ★ Sjómannafélag Reykjavíkur. ★ Sjómannafélag Hafnarfjarðar. ★ Starfsmannafélög Hrafnistu í Reykjavík og Hafnarfirði. ★ Sjómannafélag Akraness. ★ Verkalýðs- og sjómannafélag Miðneshrepps. ★ Verkalýðs- og sjómannafélag Grindavíkur. ★ Verkalýðs- og sjómannafélag Gerðahrepps. ★ Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur. ★ Skipstjóra- og stýrimannafélagið Bylgjan, ísafirði. ★ Skipstjóra- og stýrimannafélagið Kári, Hafnarfirði. Sýning fyrir húsbyggjend- ur á Vestfjörðum haldin f Súðavík Byggingaraðferðir og einingahús í tengslum við uppbyggingu nýrrar Súðavíkur sem nú er hafin, er fyrirhugað að efna til sýningar þar sem arkitektum, byggingaraðil- um, framleiðendum og innflytjendum ein- ingahúsa og öðrum verður boðið að kynna vöru sína og þjónustu. Sýningin mun fara fram í íþróttahúsi Súðavík- ur dagana 24/5 til 5/6 nk. Þeim aðilum, sem áhuga hafa á að nýta sér þessa sýningu, er boðið að hafa samband við tæknifræðing hreppsins á skrifstofu Súðavíkur fyrir 15. maí. Myndsendir 94-4946, sími 94-4912. ■|g— Alþingi ÍSLENDINGA Frá Alþingi íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn skv. reglum um hús Jóns Sigurðsonar íbúð fræðimanns í Kaupmannahöfn skv. regl- um um hús Jóns Sigurðssonar er laus til afnota tímabilið 1. september 1995 til 31. ágúst 1996. Fræðimenn, sem hyggjast stunda rannsóknir eða vinna að verkefnum í Kaupmannahöfn, geta sótt um afnot af íbúð- inni. Hún er í Skt. Paulsgade 70 (örskammt frá Jónshúsi) en auk þess hefur fræðimaður vinnuherbergi í Jónshúsi. íbúðin er þriggja herbergja (um 80 fm) og fylgir henni allur nauðsynlegasti heimilisbúnaður. Afnotin eru endurgjaldslaus. Dvalartími í íbúðinni er að jafnaði þrír mánuðir en til greina kemur skemmri tími eða lengri eftir umfangi verk- efnis og öðrum atvikum. Umsóknir um íbúðina skulu hafa borist skrif- stofu Alþingis eigi síðar en 29. maí nk. Umsækjendur skulu gera grein fyrir tilgangi ráðgerðrar dvalar sinnar í Kaupmannahöfn, svo og menntun og fyrri störfum. Þá skal taka fram hvenær á framangreindu tímabili og hve lengi óskað er eftir afnotum af íbúð- inni, svo og stærð fjölskyldu umsækjanda ef gert er ráð fyrir að hún fylgi honum. Út- hlutunarnefnd ætlast til að dvalargestir nýti úthlutaðan tíma sinn að fullu við störf í Kaup- mannahöfn. Eftirfarandi atriði hafa skipt mestu máli við úthlutun íbúðarinnar: 1. Að umsókn sé vandlega unnin. 2. Að verkefnið verði ekki unnið annars stað- ar en f Kaupmannahöfn eða nágrenni. 3. Að sem eðlilegust skipting sé milli kynja og fræðigreina. 4. Að verkefnið hafi fræðilegt og/eða hag- nýtt gildi og þyki áhugavert. Þeir sem vilja kynna sér tiltekin málefni í Danmörku, án þess að um sé að ræða víð- tækari fræðistörf, eiga að jafnaði litla mögu- leika á úthlutun. Tekið er tillit til fjárhags umsækjenda og sitja þeir fyrir sem ekki njóta launa eða styrks meðan á dvöl þeirrra stend- ur ellegar fá aðstöðu í Höfn fyrir eigið fé. Sérstök eyðublöð fást á skrifstofu Alþingis í Alþingishúsinu í Reykjavík og í sendiráði íslands í Kaupmannahöfn. Tilsjónarmenn óskast Félagsmálaskrifstofa Garðabæjar óskar eftir að komast í samband við einstaklinga og fjöl- skyldur, sem tilbúnar væru til að annast til- sjón og stuðning við börn, unglinga og fjöl- skyldur. Vinsamlegast hafið samband við félagsmála- skrifstofu Garðabæjar í síma 91-656622. Félagsmálastjóri. Nú er rétti tímlnn að tryggja sér MYNDVARPA til leigu og sjá leiki í HM '95 á risaskjá. Sigurlaug veitir ykkur allar upplýsingar í síma 568-5085 milli kl. 9 og 12. SagaFilm Kartöfluræktendur athugið Fjársterkur verslunaraðili óskar eftir að kaupa allt að 20 tonnum af kartöflum á næstu vikum. Áhugasamir ræktendur eru vinsamlegast beðnir um að senda til auglýs- ingadeildar Mbl. merkt: K-20, upplýsingar um magn af hverju kartöfluafbrigði sem þeir hafa tii ráðstöfunar ásamt verðhugmyndum sínum. Traustum greiðslum heitið. Orlando Eigir þú leið um Orlando, líttu þá inn hjá Höbbu. Þar færðu 2ja manna herb. með morgunverði á $35 og flutning frá flugvelli gegn vaegu gjaldi ef þú óskar þess. Habba Ólafsdóttir, sími 1-407-3815323 og fax 1-407-3815610. Sumarhús óskast til kaups í ca. 100-120 km fjarlægð frá Reykjavík. Húsið þarf að vera í góðu standi. Skilyrði er að það sé heitt og kalt vatn og rafmagn. Upplýsingar hjá Fóðurblöndunni, sími 568 7766. IÐNSKÓLINN í REYKJAVÍK Þetta sumarhús sem stendur á lóð skólans milli Vitastígs og Bergþórugötu, er til sölu. Upplýsingar eru veittar á staðnum og í síma 26240.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.