Morgunblaðið - 07.05.1995, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 07.05.1995, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MAÍ1995 B 29 AUGLYSINGAR Menningarmálanefnd Reykjavíkur auglýsir eftir umsóknum um styrki til menn- ingarstarfsemi í borginni. Umsóknum skal skilað, á sérstökum um- sóknareyðublöðum sem fást hjá ritara nefnd- arinnar sem einnig veitir allar nánari upplýs- ingar í síma 55-26131. Umsóknirnar skulu hafa borist Menningar- málanefnd Reykjavíkur, Kjarvalsstöðum, v. Flókagötu, 105 Reykjavík, fyrir 1. júní nk. Frá Lýðveldissjóði Lýðveldissjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki til minni háttar verkefna á sviði vist- fræði sjávar og til eflingar íslenskri tungu. Um getur verið að ræða styrki til eins til fjögurra ára. Heildarfjárhæð styrkjanna ár hvert er kr. fimm milljónir á hvoru sviði næstu fimm ár. Umsóknum skal fylgja ýtarleg greinargerð þar sem fram komi afmörkun verkefnis, verklýsing og verkáætlun og annar rökstuðningur sem máli skiptir. Sérstaklega skal gerð grein fyrir gildi verkefnisins, hagnýtu og/eða fræðilegu, tengslum þess við önnurverkefni og nýmælum ef þeim er að skipta. Ef sótt er um fé til kaupa á tækjabúnaði þarf að skilgreina hann eins nákvæmlega og kostur er. Með umsóknum skal fylgja yfirlit yfir fyrri störf og ritverk umsækjanda sem máli skipta fyrir þau verkefni sem um ræðir. Sjóðsstjórn mun senda umsóknirtil umsagn- ar sérfræðínga á því sviði sem um ræðir eftir því sem þurfa þykir. Við mat á umsókn- um mun sjóðsstjórn m.a. taka tillit til eftirfar- andi atriða: 1) Vísindalegs og hagnýts gildis fyrirhugaðs verkefnis. 2) Að verkefni sé skýrt afmarkað, markmið skýr og vel rökstudd. 3) Að gerð sé grein fyrir stöðu þekkingar á umræddu sviði og hvernig verkefnið teng- ist fyrri rannsóknum ef við á. 4) Þekkingar og færni umsækjanda. 5) Að verkáætlun sé traust og trúverðug og rækileg kostnaðaráætlun sé í samræmi við markmið. 6) Að verkefni feli í sér mikilsvert framiag á sínu sviði eða í því felist nýmæli. Umsóknir skal senda til Lýðveldissjóðs, skrif- stofu Alþingis, 150 Reykjavík, eigi síðar en 1. júní 1995. LYÐVELDISSJOÐUR KENNSIA Sumarskóli í Skotlandi Þriggja og fjögurra vikna alþjóðlegur ensku- skóli fyrir 13-16 ára unglinga í júlí, í úthverfi borgarinnar Dundee við austurströnd Skotlands. Skólinn er staðsettur í fallegu og rólegu umhverfi og býður upp á fjölbreytta íþrótta- og tómstundaiðkun ásamt fjölda skoðunarferða. Einnig er sérstakur golfpakki í boði enda fjölmargir golfvellir í nágrenninu. Reyndur, íslenskur fararstjóri verður með bömunum allan tímann. Nánari uppl. fást hjá Karli Óskari Þráinssyni í síma 557-5887 og á faxi 587-3044. 0m ^ A 3* Bændaskólinn á Hvanneyri Bændadeild auglýsir Innritun stendur yfir Á Bændaskólanum á Hvanneyri getur þú lært flest það, er viðkemur nútíma búskap, hvort heldur þú kýst hinar hefðbundnu bú- greinar eða að leggja á nýjar brautir. Þú getur valið um þrjú svið: Búfjárræktarsvið - landnýtingarsvið - rekstrarsvið auk valgreina, s.s. hrossarækt, skógrækt, tóvinnu, heimilisgarðrækt, fiskrækt, alifugla- og svínarækt, búsmíði, vinnuvélar, kanínu- rækt o.fl. Búfræðinámið ertveggja ára nám. Stúdentar geta lokið því á einu ári. Athygli er vakin á því, að búfræðinám er nauðsynlegur undan- fari námi í Búvísindadeild (Bs 90) sem næst verður innritað í haustið 1996. Umsókn um skólavist sendist skólanum fyrir 10. júní nk. Nánari upplýsingar fást á skrif- stofu skólans. Stúdentar, sem hyggjast hefja búfræðinám í júní og Ijúka námi vorið 1996, hafi samband sem fyrst. Bændaskólinn á Hvanneyri, 311 Borgarnesi, sími 93-70000, fax 93-70048. Skólastjóri. Hraðnámskeið ítáknmáli Hraðnámskeið í Ták 1, 2, 3 og 4, 5, 6 verða haldin í Samskiptamiðstöð heymarlausra og hreynarskertra dagana 6. júnítil 26. júní nk. " Innritun stendur til 12. maí í síma 562 7702 eða 562 7789. /w Auglýsing um JT..V innritun nýnema hAsköunn Aakurevri Heilbrigðisdeild: Hjúkrunarfræði " Kennaradeild: Kennaranám Rekstrardeild: Rekstrarfræði Iðnrekstrarfræði Gæðastjórnun Sjávarútvegsdeild: Sjávarútvegsfræði Umsóknarfrestur um skólavist er til 1. júní 1995. Með umsókn á að fylgja staðfest afrit af prófskírteinum. Ef prófum er ekki lokið skal senda skírteini um leið og þau liggja fyrir. Við innritun ber að greiða 25% skrásetning- argjalds, kr. 5.750,- og er þessi hluti óaftur- kræfur fyrir þá nemendur sem veitt er skóla- vist. Bent er á að auðveldast er að leggja þessa upphæð inn á póstgíróreikning Há- skólans á Akureyri, reikningsnúmer 0900-26- 156876. Skilyrði fyrir inntöku í háskólann er stúdents- próf eða annað nám sem stjórn háskólans metur jafngilt. í gæðastjórnunarbraut rekstr- ardeildar gilda þó sérstök inntökuskilyrði um tveggja ára rekstrarnám eða annað nám sem stjórn háskólans metur jafngilt. Á fyrsta ári í heilbrigðisdeild er gert ráð fyrir að fjöldatak- mörkunum verði beitt. Þannig verði fjöldi þeirra 1. árs nemenda sem fá að halda áfram námi á vormisseri 1996 takmarkaður við töluna 25. Umsóknarfrestur um húsnæði á vegum Félagsstofnunar stúdenta á Akureyri er til 20. júní 1995. Umsóknareyðublöð og upplýsingar eru veitt- ar á skrifstofu háskólans, Þingvallastræti 23, 600 Akureyri, sími 96-30900, frá klukkan 9.00 til 14.00. Upplýsingar um húsnæði á vegum Félags- málastofnunar stúdenta á Akureyri eru veitt- ar í síma 985-40787 og 96-30968. Háskólinn á Akureyri. Frá grunnskólum Garðabæjar Innritun nemenda í grunnskóla Garðabæjar fyrir næsta skólaár er hafin. Áríðandi er að foreldrar innriti börn fyrir 12. maí, í 1.-10. bekk, eigi að tryggja þeim skólavist. Garðaskóli: 7., 8., 9. og 10. bekkur. Nánari upplýsingar í síma 658666. Hofstaðaskóli: Börn sem búa í Bæjargili, Hnoðraholti, Hæðarhverfi og Mýrum. Nánari upplýsingar í síma 657033. Flataskóli: Börn sem búa annars staðar í Garðabæ. Nánari upplýsingar í síma 658560. Fundur með foreldrum vorskólabarna (f. 1989) verður þriðjudaginn 23. maí í Flata- og Hofs- staðaskóla kl. 17.30 (Aðeins foreldrar). Vilji foreldrar innrita börn sín með öðrum hætti en fram kemur hér að ofan, er þeim bent á að hafa samband við forstöðumann fræðslu- og menningarsviðs Garðabæjar frá kl. 10.00-12.00 virka daga, sími 658066. Forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs í Garðabæ. Tilsjónarmenn óskast Félagsmálaskrifstofa Garðabæjar óskar eftir að komast í samband við einstaklinga og fjöl- skyldur, sem tilbúnar væru til að annast til- sjón og stuðning við börn, unglinga og fjöl- skyldur. Vinsamlegast hafið samband við félagsmála- skrifstofu Garðabæjar í síma 91-656622. Félagsmálastjóri. ¦¦'—.¦. . . hOLl sími 622344. ® 10090 Skipholti 50B, 2. hæð t.v., Hafnarstræti-miðbær Stórglæsilegt 363 fm. skrifstofuhúsnæði á 2. hæð þar sem Féfang hf. var áður. Húsnæðið skiptist í móttöku, 11 skrifstofu- herbergi, 3 skjalageymslur, eldhús og 2 snyrtingar. Lyfta í sameign. Allar lagnir eru fyrir hendi, þ.á m. síma- og tölvulagnir. Símkerfi gæti jafnvel fylgt. Þannig að hér er hægt að flytja inn og hefja rekstur strax. 409 f m við Krókháls Til leigu er mjög gott 409 fm atvinnuhús- næði á jarðhæð á Krókhálsi 3. Mikil lofthæð. Innkeyrsludyr. Hentugt fyrir iðnað, þjónustu eða verslun. Upplýsingar í síma 553-5433 kl. 19-22. Til leigu Til leigu er rúmlega 430 fm iðnaðarhúsnæði utan Reykjavíkur. Hentar vel til matvæla- vinnslu eða fyrir léttan iðanð. Til greina kæmi eignaraðild eða hlutafjáraukning upp á 4-8 millj. króna af hálfu leigusala. Starfandi fýrirtæki koma einungis til greina. Önnur atriði er varða húsnæðið og staðsetn- ingu þess. - Fjarlægð frá Reykjavík er tæplega 200 km. - Vörufl.samgöngur eru a.m.k. þrisvar íviku til Reykjavíkur. - Flest öll þjónusta af hálfu hins opinbera er á staðnum. - Lofthæð er breytileg en alls staðar hærri en 3,2 m. Áhugasamir sendi stutta greinargerð á af- greiðslu Mbl. merkta: „B - 16158". Umsóknarfrestur er til 15. maí nk. Fullum trúnaði heitið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.