Morgunblaðið - 07.05.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.05.1995, Blaðsíða 1
KRAFTUR OG MEIRIRASFESTAIVOLVO 960 - REKSTRAR- KOSTNAÐUR BIFREIÐA1995 - FRAMTÍÐARÞRÓUN RAFBÍLA - FIMM ÞÚSUNDASTIBÍLLINN SKOÐAÐUR HJÁ AÐALSKOÐUN Corolla Special Series, scrbiínirliixusbílar á einstöku tilboðsverði. ® TOYOTA Tákn um gceði Jlta^miMaitife 1995 BMW 730i á 8,9 millj. króna sýndur hjá B&L DÝRASTI bíll sem fluttur hefur verið inn til landsins til almennrar sölu, BMW 730i, verður sýndur hjá B&L um helgina. BMW 730i er þriðja kynslóð þessa eðalvagns sem fyrst kom á markað 1987. Bíllinn kostar 8,9 milljónir kr. eða svipað og ál-Audi sem verður vinningur í Happdrætti Háskóla íslands. BMW 7-línan kemur í þremur útfærslum, 730i, 740i og 750i. Bíllinn sem hingað er kom- inn er 730i, með 3ja lítra, 8 strokka, 32 ventla, 218 hestafla vél. Þyngd bílsins á hvert hestafl er 7,7 kg. Þegar loft- mótstaða skipti ekki máli BMW 507 er einn af fallegri bílum eftirstríðsáranna. Þetta var tveggja sæta sport- bíll og yfirbyggingin var úr áli. Þeir voru framleiddir á árunum 1956 til 1959. Margir hafa velt því fyrir sér hvaða ítök fornbílar hafa í nútima- manninum. Hvers vegna stöðva jafnvel þeir sem líta á bíla einvðrðungu sem sam- göngutæki úti á götu til að horfa á gamla glæsivagna? Hönnun á yfirbyggingu bfla sem við kölliun núna fornbila laut ekki sömu lðgmálum og hún gerir nú. Langt f ram á sjötta áratuginn var loftmót- staða ekki mikilvægt hugtak í hugum bílahönnuða og ein- mitt þessi staðreynd veittí þeim ótakmarkað frelsi til að hanna einstaklega fallega bíla. Margir segja líka að fornbílarnir lial'i persónu- leika sem nýja bíla skortir en það verður hver að dæma fyrír sig. BMW 730i er það sem oft er kallað forstjórabíll en Danir kalla „Diplomat-Limousiner". Áður var 7-línan boðin með 6 strokka vél en með nýrri kynslóð er sú vél horfin og í hennar stað býðst bíll- .inn með átta strokka vél eða 12 strokka vél. Vélin býður upp á mikið afl og er þýðgeng og hag- kvæm í rekstri (eyðsla á hverja 100 km sögð vera 11 lítrar, þá líklega í þjóðvegaakstri). Há- markshraði er 235 km á klst. og hann er sagður 8,3 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km hraða. Meðal útbúnaðar í BMW 730i er tvöfalt gler í öllum gluggum og er þetta líklega fyrsti bfllinn sem kemur hingað til lands með tvöföldu gleri. Þá er í honum hraðastilling, ABS-hemlalæsivörn, rafstýrðar rúðu, speglar, sæti og hnakkapúðar. Stillingar fyrir út- varp eru í stýri og hægt er að svara í bílsíma sem fylgir bílnum með hnappi í stýri. Fjarstýrðar samlæsingar eru í lykli. Bfllinn er afturhjóladrifinn og með spólvörn sem hægt er að taka Morgunblaðið/Þorkell BMW 730i er dýrasti bíll sem fluttur hefur verið til lands- ins til almennrar sölu. BÍLLINN er leðurklæddur að innan og mesta tækninýjungin er sú að hægt er að svara í bíl- símann og hækka og lækka í útvarpi frá hnöppum í stýri. úr sambandi þegar ökumaður kýs. Hann er leðurklæddur að innan. Önnur kynslóð 730i kom á markað 1987 og seldi Bílaumboð- ið, sem þá hafði umboð fyrir BMW, 20 bíla það ár. Þá komu þrír bflar til landsins 1990. Sýningin hjá B&L verður opinn í dag, sunnudag, frá kl. 13-16. Lcnidsþing FÍB Árni Sigf ússon kjörinn f ormadur Á 22. Landsþingi Félags ís- lenskra bifreiðaeigenda sem hald- ið var í gær var kjörinn nýr for- ^maður samtakanna, Árni Sig- fússon borgarfulltrúi. Árni ,tekur við formennsku af Péturssyni. Landsþing FÍB er haldið á tveggja ára fresti. Að 'sögn Runólfs Ólafssonar fram- kvæmdastjóra FÍB var grunn- þáttur í umfjöllun á.þinginu vega- mál og umferða- röryggi og sam- tenging þessara tveggja þátta. Fulltrúar á Landsþingi eru frá hverju kjör- dæmi, fjórir frá hverju þeirra, en þó níu frá Reykjavík og átta frá Reykjanesi. Fulltrúar á Landsþingi eru á fjórða tug. ARNI Sigf ússon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.