Morgunblaðið - 07.05.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.05.1995, Blaðsíða 3
2 C SUNNUDAGUR 7. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MAÍ1995 C 3 Margt í nýjum Skoda Felicia Qg SKODA Felicia, nýja kynslóð- in frá Skoda verksmiðjunum |h í Tékklandi, er nú komin til (A landsins og er fyrsta sending- StS in, 25 bílar, uppseld. Fleiri bílar eru væntanlegir á næstu 53 vikumenljósterafþessum viðbrögðum að viðtökurnar 52 hérlendis eru þær sömu og víða erlendis þar sem hann er kominn á markað, eftir- JH spurnin er meiri en verksmiðj- umar fá annað. Felicia er nýr og gjörbreyttur Skoda-bíll, ásjáleg- ur í útliti, er boðinn hér með 1.300 rúmsentimetra og 55 hestafla vél o g kostar 795.000 krónur en það er aðal aðdráttarafl hans. Við rifj- um í dag upp kynnin af Skoda Felicia LX en hann var til umfjöll- unar hér í byijun nóvember sl. eft- ir kynningu verksmiðjanna í Tékk- landi. Felicia er hannaður með tals- verðu fráviki frá skörpum línum án þess að vera þó alltof ávalur og minnir þannig dálítið á uppruna sinn. Hann líkist þó öðrum evrópsk- um bílum, svo sem Golf eða Citroen ZX. Framendinn er dálítið niður hallandi, aðalluktir eru fínlegar, grillið mjóslegið op milli luktanna og stuðari svartur og allstór. Mjór listi er á hliðum, rúður eru allstórar og afturendinn er fremur sléttur og felldur og opnast afturhlerinn alveg niður á svartan stuðarann. Góður frágangur Útlit og frágangur Felicia að innan hefur tekist með miklum ágætum. Mælaborðið er með hefð- bundinni uppstillingu á mælum og rofum en öllu smekklega raðað og heildarlínan í því nokkuð frískleg. Rýmið er ágætt bæði í fram- og aftursætum en það eru einkum sætin sem fá góða einkunn og raun- ar er allur frágangur á innréttingu traustlegur. Framstólarnir eru stíf- ir og góðir og styðja sérstaklega vel við til hliðar. Ekki síst fyrir þær sakir fer sérlega vel um ökumann, hann er fljótur að ná áttum og kann strax vel við sig við stjórn og meðhöndlun á Skoda Felicia. Vélin í Felicia er fjögurra strokka, 1.300 rúmsentimetrar og 55 hestöfl og því ekkert sérstök í spyrnu eða vinnslu enda vart hægt að gera mjög ákveðnar kröfur um slíkt í ekki dýrari bíl. Verður líka að koma henni á góðan snúning og spila vel á gírskiptingu til að ná sem mestu út úr henni. Fimm gíra handskiptingin 'er ágætlega liðug og leyfír hraðar skiptingar án átaka eða hávaða. En séu viðbragð og vinnsla ekki beint skemmtileg er fjöðrunin það og nýtur Felicia sín ágætlega á allgrófum og holóttum malarvegi. Bíllinn er vel rásfastur og stöðugur þrátt fyrir þvottabretti. Er Felicia því vel hentugur til brúks á misjöfn- um þjóðvegum landsins ef frá er talinn þessi ágalli með vinnsluna. Annað sem ýtir undir notkun á þjóðvegi er stýrið en bíllinn er ekki FRAMSTÓLAR eru sérlega góðir og frágangur mælaborðs skemmtilegur. Verð Rúmgóður Þungt stýri RYMI er þokkalegt fyrir far- angur og má stækka það umtalsvert með því að leggja niður bak aftursætis. búinn vökvastýri og því er hann fullþungur í skaki og snúningum þéttbýlisumferðar. Þungt stýrið kemur hins vegar ekki að sök þeg- ar komið er út á þjóðvegina. Veg- ar- og vélarhljóð eru ekki truflandi. Um staðalbúnað er ekki mikið að segja: Hæðarstilling á öryggis- beltum, barnalæsing á afturhurð- um, tvö þokuljós að aftan, hliðar- speglar stillanlegir innanfrá, far- angursrými opnanlegt innanfrá, aftursæti niðurfellanlegt, upphituð afturrúða með þurrku og lagnir fyrir útvarp og loftnet. Gott verð Eins og fyrr segir er verðið á Felicia 795.000 og fylgir því verk- smiðjuryðvörn og 6 ára ábyrgð. Það er vel boðið en fyrir það þurfa kaupendur að þola vökvastýrislaus- an bíl og má segja að það sé eini galli bílsins. Áð öðru leyti má segja um Felicia að hann sé á allan hátt traustvekjandi bíll, nokkuð fallegur útlits og með góðum frágangi. Skoda verksmiðjurnar í dag eru allt aðrar og þróaðri en þær voru fyrir áratug því fyrir fjórum árum keyptu þýska Volkswagen fyrir- tækið sig inn í Skoda og á nú orð- ið meirihluta á móti tékkneskum stjórnvöldum. Þetta gerðu Tékkar til að tryggja betur aðstöðu sína í þróun og rannsóknum svo og við alla markaðsstarfsemi. Árleg fram- leiðslugeta Skoda verksmiðjanna er liðlega 220 þúsund bílar. Fram- leiddir hafa verið rúmlega milljón bílar af fyrirrennara Felicia, þ.e. Favorit og Forman og í lok síðasta árs var búið að framleiða 11.600 Felicia bíla og þeim fyrst stefnt á markað í Þýskalandi, Frakklandi og Bretlandi. Tveir þriðju hlutar framleiðslunnar eru fluttir út en þriðjungur fer á heimamarkað. ■ Jóhannes Tómasson Skoda Felicia IX í hnotskurn Vél: 4 strokkar, 1.300 rúms- entimetrar, 55 hestöfl. Framdrif. Fimm gíra handskipting. Fimm manna. Tvö þokuljós að aftan. Lengd: 3,85 m. Breidd: 1,63 m. Hæð: 1,41 m. Hjólhaf: 2,45 m. Beygjuradíus: 10,5 metr- ar. Þyngd: 920 kg. Burðargeta: 450 kg. Stærð bensíntanks: 42 lítrar. Hámarkshraði: 145 km/klst. Hröðun úr kyrrstöðu í 100 km: 17 sek. Bensíneyðsla: 8 lítrar í þéttbýli, 5,7 á jöfnum 90 km hraða. Staðgreiðsluverð kr.: 795.000. Umboð: Jöfur hf., Kópa- vogi. FELICIA er ágætlega heppn- aður að utan sem innan. BIFREIÐAKOSTNAÐUR 1995 SAMKVÆMT ÚTREIKNIIMGUM FÍB 400-834 þúsund krónur kostar að eiga og reka bfl FIB - REKSTURSKOSTNAÐUR BIFREIÐA 1995 - APRÍL Útreikningar FÍB miðast við nýja bifreið, árgerð 1995 Verðflokkur (kr) 1.000.000 1.000.000 1.300.000 1.300.000 1.950.000 1.950.000 Þyngd (kg) 850 850 1050 1050 1300 1300 Eyðsla (1/100 km) 8 8 9 9 11 11 Tryggingaflokkur 1 1 2 2 3 3 Eignarár 5 3 5 3 5 3 Akstur á ári (km) 15000 30000 15000 30000 15000 30000 A: Kostnaður vegna notkunar Bensín (71 kr/1) 85.200 170.400 95.850 191.700 117.150 234.300 Viðhald og viðgerðir 52.300 73.800 60.200 88.400 77.900 107.600 Hjólbarðar 21.100 30.600 21.500 31.300 26.800 40.500 Kostnaður á ári 158.600 274.800 177.551 311.400 221.850 376.300 Kostnaður á km 10,57 9,16 11,84 10,38 14,79 12,54 B: Tryggingar, skattar og skoðun Tiyggingar 72.000 72.000 86.200 86.200 94.500 94.500 Skattar og skoðun 10.900 10.700 13.200 13.000 18.300 18.100 Kostnaður á ári 82.900 82.700 99.400 99.200 112.800 112.600 Kostnaður á km 5,53 2,76 6,63 3,31 7,52 3,75 A+B á km 16,10 11,92 18,46 13,69 22,31 16,30 C: Bílastæðagjöld, þrif o.fl. Bílastæðakostnaður 5.700 5.700 5.700 5.700 5.700 5.700 Þrif, FÍB o.fl. 12.900 14.000 12.900 14.000 12.900 14.000 Kostnaður á ári 18.600 19.700 18.600 19.700 18.600 19.700 Kostnaður á km 1,24 0,66 1,24 0,66 1,24 0,66 A+B+C á km 17,34 12,57 19,70 14,34 23,55 16,95 D: Verðmætarýrnun Verðm.rýrnun á ári (%| 9,5 12,2 9,6 12,6 9,6 11,8 Verðm.rýrnun á ári (kri 95.000 122.000 124.800 163.800 187.200 230.100 Kostnaður á km 6,33 4,07 8,32 5,46 12,48 7,67 A+B+C+D á km 23,67 16,64 28,02 19,80 36,03 24,62 E: Fjármagnskostnaður Vaxtakostnaður 6% 45.750 49.020 59.280 63.258 88.920 96.291 Kostnaður á km 3,05 1,63 3,95 2,11 5,93 3,21 Heildarkostn. á ári 400.851 548.220 479.631 657.357 629.370 834.991 Heildarkostn. á km 26,72 18,27 31,98 21,91 41,96 27,83 KOSTNAÐUR við rekstur og eign fólksbifreiðar miðað við eitt ár. Við útreikningana er stuðst við þijá verðflokka nýrra bifreiða, árgerð 1995, sem ekið er 15.000 og 30.000 km á ári. Endurnýjun bifreiðarinnar miðast við árlegan akstur þ.e. eftir 5 ár miðað við 15.000 km akstur á ári og eftir 3 ár miðað við 30.000 km akstur á ári. Bensíneyðsla, viðhald, skattar, tryggingar, verðmætatap og vext- ir eru grunnur þessara kostnaðar- reikninga. Hver og einn getur notað töfluna til viðmiðunar varð- andi reksturskostnað eigin bif- reiðar. Með því að sleppa verð- mætarýrnuninni og fjármagns- kostnaðinum er hægt að sjá við hvaða útgjöldum má búast næstu mánuðina. Útreikningamir styðjast við meðaltöl þannig að ekki er hægt að búast við hárnákvæmum niður- stöðum í hveiju einstöku tilviki. Ákveðin fylgni er á milli vissra útgjaldaliða, sem tengjast verði og stærð bifreiða það er bensín- kostnaðar, trygginga, viðhalds og verðmætarýrnunar. Þetta gerir bifreiðaeigendum kleift að glöggva sig á reksturskostnaði eigin bifreiðar. Það sem vegur þyngst í bif- reiðakostnaðinum er kostnaður vegna notkunar (A) og verðmæt- arýrnun (D). Það er mögulegt að hafa áhrif á vægi þessara útgjald- aliða t.d. með því að kaupa lítinn og eyðslugrannan bíl, reyna að sinna hluta viðhalds sjálfur og hafa endursöluverð í huga við kaup á nýjum bíl. FÍB félagar geta í mörgum tilfellum lækkað tryggingarútgjöld sín (B) með því að nýta sér þau afsláttarkjör sem félagsmenn njóta hjá Vátrygging- arfélaginu Skandia hf. Forsendur útreikninganna Bensínverðið er haft fast 71 kr/ltr. Þessi liður er breytilegur og ræðst af þróun bensínverðs og bensíntegund. Bensín á heims- markaði lækkaði s.l. vetur í sam- ræmi við árlegar sveiflur og að auki náði gengi dollars sögulegu lágmarki á sama tíma. íslenskir bifreiðaeigendur fengu ekki að njóta hagstæðari þróunar á heimsmarkaði því í vet- ur sem leið voru bensínskattar enn auknir þannig að útsöluverð hvers bensínlítra hækkaði að meðaltali um 2 krónur. Um 70% af útsölu- verði bensíns eru skattar í ríkis- sjóð. Heimsmarkaðsverð á bensíni er nú aftur á uppleið. Viðhald og viðgerðir er meðali, talskostnaður vegna ábyrgðaskoð- ana bifreiðaumboðanna. Tekið er tillit til viðgerða og varahluta- kostnaðar miðað við notkun, ek- inna km á ári og eignarára, í sam- ræmi við rannsóknir bifreiðaeig- endafélaga í Skandinavíu. Endur- tyðvöm og smurþjónusta á 5.000 km fresti er einnig inni i þessum lið. Upplýsingar um varahlutaverð, efnis- vinnu- og þjónustukostnað eru fengnar frá bifreiðaumboðum, varahlutasölum, ryðvarnarfyrir- tækjum og smurstöðvum. Hjólbarðar. Gert er ráð fyrir að fjögur nagladekk séu keypt með nýjum bíl. Umfelgun og jafn- vægisstilling á hjólbarðaverk- stæði, tvisvar á ári, er tekið með í reikninginn. Útreikningar á hjól- barðasliti eru unnir ineð hliðsjón af handbók Alþjóðabankans, Qu- antification of Road User Sa- vings, QRUS. Upplýsingar: Hjól- barðaverkstæði og QRUS. Tryggingar. Hér er stuðst við meðaliðgjald fyrir ábyrgðartrygg- ingu, slysatryggingu ökumanns og eiganda, framrúðutryggingu, kaskótryggingu og vátryggingu ökumanns. Miðað er við trygging- artaka á áhættusvæði 1 með 55% bónusafslátt af ábyrgðartrygg- ingu, 40% bónusafslátt og 31.000 kr. sjálfsáhættu af kaskótrygg- ingu. Iðgjöld bifreiðatrygginga hjá vátryggingafélögunum eru nánast óbreytt á milli ára m.a. vegna færri tjóna og aukinnar samkeppni á milli tryggingafélag- anna. Aukin samkeppni með auknu fijálsræði í tengslum við EES gæti enn bætt stöðu ís- lenskra neytenda. Skattar og skoðun. Bifreiða- gjaldið hefur hækkað um 69% á föstu verði frá árinu 1988! Skatt- urinn er innheimtur tvisvar á ári fyrir 6 mánuði í senn. Bifreiða- gjaldið fyrir fyrri helming ársins 1995 er 5,72 kr. fyrir hvert kílóg- ramm af eigin þyngd bifreiðar. Sé bifreiðin þyngri en 1000 kg skal að auki greiða 3,71 kr. fyrir hvert kílógramm af eigin þyngd bifreiðar sem er umfram 1000 kg. I sambandi við skoðunina þá er miðað við gjald (2.910 kr) fyrir almenna skoðun og mengunar- mælingu samkvæmt gjaldskrá Bifreiðakoðunar íslands hf. Ný fyrirtæki stunda nú skoðun í sam- keppni við Bifreiðaskoðun á höf- uðborgarsvæðinu. Þessi fyrirtæki hafa boðið heldur lægri gjaldskrá og Bifreiðaskoðun hefur gefið til kynna að von sé á lækkun í Reykjavík, en lang flestir greiða sama gjald og 1994 þ.e. 2.910 kr. Bifreiðaöryggisgjald, 100 kr, er innheimt með skoðunargjald- inu. Nýjar bifreiðar, sem ekki eru notaðar í atvinnurekstri, skal skoða í fyrsta sinn á þriðja ári eftir fyrstu skráningu og síðan árlega frá og með fimmta ári þ.e. fjórða árið þarf ekki að skoða. Utreikningar FÍB styðjast við meðaltalskostnað bifreiða sem keyptar eru nýjar og ekki seldar fyrr en eftir 3 eða 5 ár og þess vegna er vægi skoðunar-gjaldsins í útreikningunum minna en gildir um atvinnu- og eldri bifreiðar. Bílastæði, þrif o.fL Bíla- geymslur, stöðumælar og leigu- stæði. Undir þrifin falla heim- sóknir á bílaþvottastöðvar, bón, hreinsiefni o.fl. Árgjald FÍB 1995 er 3.300 kr. Verðmætarýrnunin er gefin upp bæði í prósentum og krónum og sýnir meðal verðfall bifreiðar á milli ára, miðað við þriggja- eða fimm ára eign. Bifreiðar falla hlutfallslega meira í verði fyrsta árið en næstu 2-3 árin þar á eftir. Verðfall á milli ára eykst oft aftur þegar bifreið er orðin meira en 4 ára gömul. Bifreiðar halda misvel verði eftir tegundum, útliti og aldri. í töflunni er stuðst við meðal verðrýrnun bifreiða í þeim verðflokkum sem þar eru tilgreindir. Upplýsingarnar eru unnar upp úr gögnum frá bílasölum bifreiðaumboðanna. Fjármagnskostnaður (vaxtatap) hér eru reiknaðar út vaxtatekjur af því fjármagni sem, að meðaltali, er bundið í bifreiðinni á eignartíma hennar. Stuðst er við raunvexti sem í boði eru hveiju sinni. Formúlan sem notuð er við útreikningana styðst við jafnaðar verðmætarýrnun á hverju ári. Fjármagnskostnaður = V x I+E 100 2 V = raunvaxtafótur I = innkaupsverð, nýr bíll árg. 1995 E = endursöluverð (e. 3 eða 5 ár) Fimm þúsundasta skoðun Aðalskoðunar ÞAU tímamót voru hjá Aðalskoðun hf. mánudaginn 24. apríl sl. að fyrir- tækið náði þeim áfanga að skoða fimm þúsundasta ökutækið, en Aðal- skoðun hf. býður aðal- og endurskoð- anir fyrir stór og lítil ökutæki. 15-20 millj. kr. lækkun Sú láhsama, sem að sjálfsögðu fékk ókeypis skoðun og blómvönd, heitir Guðrún Sólveig Sigurgríms- dóttir og býr í Kópavogi. Guðrún var að vonum ánægð og sagði að það hefði legið beinast við að mæta í Hafnarfjörð með bílinn, en þau hjón- in hefðu ákveðið strax að skipta við einkaframtakið þegar ljóst var að einokun á þessu sviði bifreiða- skoðunar væri lokið. Frá því að Aðalskoðun hf. hóf Á MYNDINNI eru þær Guðrún Sólveig (t.v.) og Kristín Inga Sigvaldadóttir, móttökustjóri Aðalskoðunar hf. starfsemi hefur lækkað verð fyrir- tækisins leitt til lækkunar á verði annarra bifreiðaskoðanna og gera má ráð fyrir að heildarlækkunin nemi 15-20 milljónum á ársgrund- velli til neytenda á höfuðborgar- svæðinu. Styttri biðtími Samkeppnin hefur einnig leitt til styttri biðtíma, ábyggilegri skoð- unartíma, lengri afgreiðslutima og almennt bættrar þjónustu, en Aðal- skoðun hf. hefur alla tíð lagt höfuð- , áherslu á þessa þætti auk þess að halda uppi aðhaldi gagnvart verð- FRAMTIÐARÞROUN RAFBILA Þróun rafgeyma fyrir rafbíla ÖNNUR GREIN EINFÖLD uppbygging, lítil meng- un og góð orkunýting gerir rafbíla að mjög ákjósanlegum kosti sem samgöngutæki. Viðvarandi vanda- mál í sambandi við rafbílana er þó geymsla raforkunnar, þ.e. raf- geymarnir. Ennþá er geymsla orkunnar háð miklum þunga, ennþá hefur ekki tekist að þróa „ofurrafgeyminn“, sem sameinar alla góða eiginleika og kröfur til rafgeyma, léttleika, mikla orkurýmd (miðað við þyngd), möguleika á hraðri af- og upp- hleðslu, ónæmi gegn hitabreyting- um, mikla endingu (fjöldi af- og upphleðsla) og lágt verð. Þegar þetta allt er lagt saman kemur í ljós að venjulegi blý/sýru geymir- inn kemur ennþá hvað best út og er það ástæðan fyrir því að hann er enn þann dag í dag fyllilega inni í myndinni þegar verið er að hanna rafbíla. Blý/sýru geymirinn býr nefnilega yfír mjög mikilvægum kosti sem nauðsynlegur er fyrir bifreiðir; vegna lítils innra viðnáms er hægt að afhlaða hann mjög hratt. Með því móti getur rafhreyf- illinn skilað miklu afli, t.d. við hröð- un eða akstur upp brekku. Að auki eru þessir geymar ódýrir, a.m.k. í samanburði við aðrar gerðir raf- geyma. Ný tæknl við upphieAslu Ennþá er heldur ekki búið að þurrausa þróunarmöguleika blý- sýru geymanna. Ný gerð af lokuð- um blý-sýrugeymum býður upp á 50% aukna orkurýmd og fjórfalt afl við afhleðslu, miðað við venju- lega geyma. Þá eru einnig mögu- leikar á hraðri upphleðslu mjög mikilvægt atriði. Það ræður því hversu lengi þarf að bíða eftir því að nægri orku hafí verið „dælt“ á geymana til að geta haldið áfram akstri ef bíll verður orkulaus að degi til. Ekki er alltaf víst að bíll- inn nái aftur á „básinn sinn“ í lok vinnudags til að geta farið í hleðslu yfir nótt. Með nýrri tækni við upphleðslu, með því að umpóla hleðsluspenn- una með jöfnu millibili í skamman tíma, í u.þ.b. 1% af hleðslutíman- um, minnkar hleðsluviðnám samf- ara minni hitamyndun og mun hraðari hleðsla er möguleg fyrir vikið. Þrátt fyrir þessa þróun blý-sýru- geyma er talið að Nickel-Kadmíum- geymar verði vænlegastur kostur fyrir rafbfla í náinni framtíð, en ending geymanna er helsti kostur þeirra umfram blý-sýrugeymana. Þegar til enn lengri tíma er litið er talið að s.k. Nickel-málm- svampsgeymar muni verða hentug- astir fyrir rafbíla. Léttir rafbílar í nokkrum löndum Evrópu, eink- um í Sviss, er unnið að hönnun léttra rafbíla (Lightweight Electric Vehicles) ásamt þróun notkunará- ætlunar fyrir þá. Þessir bílar eru hugsaðir sem annar bíll heimilisins þáttum og bjóða faglega og hlut- lausa ökutækjaskoðun. Markaðshlutdeild Aðalskoðunar hf. á höfuðborgarsvæðinu, eftir fyrstu 16 starfsvikur fyrirtækisins, er um 30%. Mörgum hefur þótt það miður að Aðalskoðun hf. geti ekki boðið alla þætti gagnvart skráningu og skoðun ökutækja þar sem Bifreiðaskoðun íslands hf. hefur ennþá einkaleyfi á fjölmörgum þjónustuþáttum tengd- um umsýslu ökutækja og því ekki komið fram nein samkeppni á þeim sviðum. EIN aðferðin við að nýta betur umfram orku rafbíla er að geyma hana í rafknúnu kasthjóli, eins og sést á þessum myndum. DÆMI um tvo létta rafbíla frá Horlacher AG í Sviss. Horlacher „City“ til vinstri og Horlacher „Sport“ til hægri. og á styttri vegalengdum, þó ekki eingöngu í bæjarumferð. Orku- notkun bílanna er aðeins 10 - 20% af orkunotkun bíla með bruna- hreyfli og 30 - 50% af orkunotkun venjulegra rafbíla. Árið 1997 eiga léttir rafbílar í Sviss að vera orðnir 7500. Þar er reiknað með 200.000 bíla heildarfjölda árið 2010, og ef enn frekari aukning á að verða í rafbílaeign Svisslendinga mun það gera kröfu um að í sumum tilfellum verði báðir bílar heimilisins rafbílar. Austurríkismenn hafa frá árinu 1992 unnið að skipulegum rann- sóknum á viðhorfi landsmanna til rafbíla, með því að aðstoða 200 aðila til kaupa á léttum og milli- stærðarrafbílum, einkum fram- leiddum í Þýskalandi, Danmörku og Ungveijalandi. Auk eingreiðslu að upphæð kr. 60.000,- hefur virðisaukaskattur af kaupverði ver- ið lækkaður og opinber rekstrar- gjöld og skattar felldir niður til fimm ára. í staðinn þurfa bíleigend- urnir að standa skil á ýmsum upp- lýsingum, bæði rekstrarlegum og persónutengdum. Úr þessari til- raun hafa síðan verið og verða unnar grundvallarupplýsingar fyrir áframhaldandi notkun rafbíla þar í landi. Taka þær til tæknilegra þátta jafnt sem markaðssetningar. ■ Jón Baldur Þorbjömsson B í L I l\l IU GAS-BOOSTER BENSÍN - EFLIR Sérhannaður segull sem sparar allt að 20% bensín. Auðveld ísetning 3.990 kr. í póstkröfu MEIRI KRAFTUR - HREINNA UMHVERFI PÓSTVERSLUN - UPPLÝSINGAR 91- 651402 TILBOÐ ÓSKAST i roru cxpioreropon.HXH, argero y>3(eKinn lopus. mil- ur), Pontiac 6.000 LE, árgerð '90, Jeep Cherokee 4x4, árgerð '89, Chevrolet CavalierZ-24, árgerð '88 og aðrar bifreiðar, er verða sýndar á Grensásvegi 9 þriðjudaginn 9. maíkl. 12-15. T ilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. SALA VARNARLIÐSEIGNA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.