Morgunblaðið - 10.05.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.05.1995, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR BJÖRK Guðmundsdóttir leg-gur nú drög að tón- leikaferð um heiminn. Björk í 21. sætií Englandi FYRSTA smáskífan af vænt- anlegri breiðskífu Bjarkar Guðmundsdóttur, Post, kom út fyrir stuttu og situr nú í 21. sæti breska vinsældalist- ans. Að sögn Nicky Fyson hjá One Little Indian í Lundúnum, útgáfufyrirtæki Bjarkar, náði smáskífan meiri hylli plötu- kaupenda en búist hafði verið við, því hún fór beint í tíunda sæti listans í fyrstu viku. Á uppleið víða í Evrópu Miðvikuspá í síðustu viku, sem reyndar er ekki birt opin- berlega, benti til þess að lagið félli í 28. til 30. sæti, en Fyson sagði að Björk hefði gengið mjög vel í breska sjónvarps- þættinum Top of the Pops á fimmtudagskvöld og það væri sitt mat að sú frammistaða hefði glætt söluna að nýju. Fyson sagði að lagið væri nú á uppleið á flestum vinsælda- listum í Evrópu. Björk býr sig nú undir tón- leikahald í kjölfar útgáfu plöt- unnar, og meðal annars verður hún meðal helstu atriða Read- ing-tónlistarhátíðarinnar í sumar. Einnig hyggst hún leika á fleiri tónleikum í Bandaríkjunum en eftir Debut, en þar verður hún á ferðinni i júlí og ágúst. í framhaldi af því er tónleikaferð um Evrópu og liggur leið hennar meðal annars til ísraels, Grikklands, Hollands, Frakklands og Þýskalands. Endurskoðendur um áfangaskýrslu skattsvikanefndar Gagnrýna hugniyndir um ábyrg'ð á skattskilum ENDURSKOÐENDUR og bókhaldarar segja óraunhæft að þeir sem taka að sér gerð skatt- framtala gegn greiðslu verði gerðir ábyrgir fyr- ir skattskilum en Framkvæmdanefnd gegn skatt- svikum leggur það til í áfangaskýrslu sinni til fjármálaráðherra. Þorsteinn Haraldsson formaður Félags lög- giltra endurskoðenda sagði að sér hefði ekki verið kunnugt um Framkvæmdanefnd gegn skattsvikum og því síður hefði hann séð áfanga- skýrsluna sem nefndin skilaði til fjármálaráð- herra og sagt var frá í Morgunblaðinu í gær. „Samkvæmt frétt Morgunblaðsins er þarna um að ræða mjög óljósar hugmyndir enda segir þar einnig að áður en breytingar af þessu tagi gætu orðið yrði að ræða við endurskoðendur og samtök þeirra. Það hefur ekki verið gert,“ sagði Þorsteinn. Hann sagði aðspurður að endurskoðendur bæru ábyrgð á sínum störfum eins og aðrir. „En ef endurskoðandi, sem tekur að sér að aðstoða einhvem við gerð skattframtals, tekur jafnframt á sig ábyrgð á að allar upplýsingar sem koma frá viðskiptavininum séu réttar þá tekur endur- skoðandinn einfaldlega ekki að sér nein skatt- framtöl. Menn geta ekki borið ábyrgð á öllu og öllum í kringum sig,“ sagði Þorsteinn. Hann sagði að fréttir af þessu tagi væru til þess fallnar að búa til ranghugmyndir um við- fangsefni löggiltra endurskoðenda. „Hvers vegna ættu þeír að vera ábyrgir fyrir skattfram- tölum? Liggur í því að þeir standi ekki heiðar- lega að þeim verkefnum sem þeir taka að sér? Um það þekki ég engin dæmi.“ Barist fyrir lögum I áfangaskýrslunni kemur fram að Fram- kvæmdanefnd gegn skattsvikum vill taka á þeim hópi manna sem ekki hafi viðurkennd starfsrétt- indi en starfi engu að síður við gerð skattfram- tala. Huga verði að lagasetningu um störf þeirra, tryggja skyldur þeirra og kveða hugsanlega á um_ réttindi. Ármann Guðmundsson formaður Félags bók- halds- og fjárhagsráðgjafa sagði að félagið hefði barist fyrir því frá stofnun 1989, að sett verði lög og reglugerðir um starfsemi bókhaldsþjón- ustu. „í öðrum EES-löndum eru til reglugerðir um skráða endurskoðendur eða kunnáttumenn í bókhalds- og reikningsskilum sem ekki hafa aflað sér löggildingar til endurskoðunar. Félagið hefur barist fyrir að félagsmennirnir fái sam- bærileg réttindi hér á Iandi,“ sagði Ármann. Um ábyrgð endurskoðenda og bókhaldara á skattskilum viðskiptavina sagði Ármann að erf- itt væri að sannreyna að þær upplýsingar sem viðskiptavinir gefa um fjármál sín séu fullnægj- andi. Því yrði hver og einn að bera ábyrgð á sínu skattaframtali. „Við getum ekki borið ábyrgð á öðru en við séum að gera hlutina samkvæmt þeim gögnum sem við höfum á löglegan hátt. Við getum ekki borið ábyrgð á því til dæmis að gögn séu falin fyrir okkur því við höfum ekki aðstöðu til að komast að því,“ sagði Ármann Guðmundsson. 0,2% hækkun vísitölu neysluverðs Brauð og græn- meti hækkar en síminn lækkar VÍSITALA neysluverðs hækkaði um 0,2% milli mánaðanna apríl og maí, sem jafngildir 2,1% verðbólgu á heilu ári. Síðustu þijá mánuði hefur vísitalan hins vegar lækkað um 0,1% sem jafngildir 0,5% verð- hjöðnun miðað við heilt ár, en síð- astliðið ár hefur vísitalan hækkað um 1,3%. Vísitalan sem gildir í maí er 172,1 stig og gildir einnig til verðtryggingar, en samsvarandi lánskjaravísitala er 3.398. Grænmeti og ávextir hækkuðu um 5,9% frá aprílmánuði og olli það 0,13% hækkun vísitölunnar. Þar er um árstíðabundna hækkun að ræða vegna þess að ný uppskera er að koma á markað. Þá hækkar brauð um 4,4% sem veldgr 0,04% hækkun vísitölunnar og kartöflur hækka um 3,1%. Símgjöld lækka hins vegar um 4,1% að meðaltali vegna breytinga á gjaldsvæðum Pósts og síma og veldur það 0,04% vísitölulækkun og bjór lækkar um 5,6% vegna breyt- inga á vörugjöldum sem veldur 0,03% lækkun vísitölunnar. Verðbólga á íslandi frá mars árið 1994 til marsmánaðar 1995 reyndist vera 1,4% og var hvergi lægri á Evrópska efnahagssvæðinu, að því er fram kemur í frétt frá Hagstofunni. Verðbólgan að meðal- tali í ríkjum Evrópusambandsins á sama tímabili reyndist vera 3,3%. Verðbólgan var til dæmis 1,7% í Finnlandi og Belgíu, 1,85% í Frakk- landi og 2,3% í Lúxemborg. Hráefni og umbúðir hafa hækkað Brauð og kökur frá bakaríi Mjólk- ursamsölunnar hækkuðu um 4-6% 8. apríl síðastliðinn og brauð og kökur hækkuðu einnig hjá Myllunni í byijun apríl um 3-5%. Erlendur Magnússon, framkvæmdastjóri Samsölubrauða hf., sagði að ástæða hækkunarinnar væri hvort tveggja að frá áramótum hefðu umbúðir og hráefni hækkað og síðan hefði launakostnaður einnig hækkað í Vísitala neysluverðs í maí 1995 (172,1 stig) OMatvörur (17,1%) m +1,2% 00 Mjöl, grjón og bakaðar vömr (2,6%) I 1+1,9% 05 Grænmeti, ávextir og ber (2,1 %) L l+5,9 06 Kartöflur og vömr úr þeim (0,4% I 1+3,1% 08 Kaffi, te, kakó og súkkulaði (0,5%) 0,8% □ 1 Drykkjarvörur og tóbak (4,3%) 0,6% | Breyting 112 Bjór (0,6%) -5,6% '■'A;- frá fvrri 2 Föt og skófatnaður (6,3%) -o,i %l mánuði 3 Húsnæði, rafmagn og hiti (18,5%) 10,0% 4 Húsgögn og heimilisbúnaður (6,8%) o +0,3% 41 Húsgögn, gólfteppi o.fl. (2,4%) □ +0,7% 44 Borðbúnaður, glös o.fl. (0,5%) -0,5% n 5 Heilsuvernd (2,5%) 10,0% 6 Ferðir og flutningar (18,6%) -0,2% 1 64 Póstur og simi (1,1%) -3.7% MffiBiI 7 Tómstundaiðkun og menntun (11,5%) | 0,0% 8 Aðrar vörur og þjónusta (14,3%) |+0,2% 82 Ferðavörur, úr, skartgripir o.fl. (0,6%) 1 1+1.3% VÍSITALA NEYSLUVERÐS (100,0%) [] +0,2% Tölurisvigumvisati vægis einstakra liða. Andlát TAGE AMMENDRUP TAGE Ammendrup, dagskrárgerðarmaður, lést á Borgarspítalan- um aðfaranótt 9. maí. Hann var fæddur 1. febrúar árið 1927 og var á 69. aldursári. Tage er fæddur í Reykjavík og stundaði tónlistamám við Tón- listarskólann í Reykja- vik 1945 til 1950. Hánn tók þátt í nám- skeiðum. vegna starfa. við Sjónvarpið, hjá Danska sjónvarpinu 1965 til 1966 og'BBC 1966, auk styttri dvalar m.a. í ftew York og Svíþjóð. Tage var sjálfstætt starfándi verslunarmaður 1943 til 1964, út- gefandi íslenskra hljómplatna 1948 til 1964 og íslenskra nótna 1945 til 1960. Hann var þáttagerðar- maður við RÚV 1945 til 1946 og 1962 til 1964 og dagskrárgerð- armaður við RÚV sjón- varp frá 1965. Hann var fulltrúi dagskrár- . stjóra 1970 til 1986, sat í leiklistarráði og ýmsúm nefndum. Táge ■ hefur skrifað fjölda greina í blöð og tíma- rit, einnig fjölda leik- þátta. " - Eftirlifandi eigin- kona Tage er María Magnúsdóttir Ammendrup kaupmaður. Börn þeirra eru Páll Jörgen, læknir, Axel Tage, íjölmiðlafræðingur, og María Jane, BA í sálfræði. kjölfar nýrra kjarasamninga, þó enn væri ósamið við bakara. Þannig næmi hækkun á yfirvinnu hjá versl- unarmönnum sem ynnu hjá fyrir- tækinu 9% og þar sem mikið þyrfti að vinna í yfirvinnu hjá fyrirtækinu ylli þetta talsverðum kostnaðarauka. Að auki virtust vera meiri hækkanir á næstunni á hráefni, því hann væri nú með í höndunum tilkynningu um hækkun á feiti upp á 20%. Kolbeinn Kristinsson, fram- kvæmdastjóri hjá Myllunni, sagði að ástæðan fyrir hækkuninni væri hækkun á hráefni og umbúðum. Frá því í október í fyrra hefði hveiti hækkað um 9%, sykur um 11%, smjörlíki um 11% og umbúðir um 19-27%. Uppsveiflan erlendis virtist vera að skila sér í hækkun á hrá- efni, en þeir hefðu mætt þessu með hagræðingu hjá sér og hann ætti ekki von á frekari hækkunum í bráð þrátt fyrir að nú væri smjör- -líki ennþá að hækka. Að auki hefðu egg hækkað um 20% frá því í fyrra- haust. Það væri ekki nokkur leið að bregðast við því, þar sem það væri einokun í eggjaframleiðslunni. Mjólkurfræðingar greiða atkvæði um samninginn í dag o g á morgun Fá um 7% hækkun NÝGERÐUR kjarasamningur mjólkurfræðinga verður : borinn undir félagsfundi á Selfossi í dag og á Akureyri á morgun. Samning- urinn gildir frá 1. maí til 31. desem- ber 1996 og felur m.a. í sér rúm- lega 7% hækkun grunnlauna í tveimur áföngum og sömu desem- ber- og orlofsuppbót sem samið var um á almenrium vinnumarkaði í febrúar. Fyrri hækkunin, 4,4%, gildir frá 1. maí og kemur sú síðari til fram- kvæmda 1. janúar á næsta ári. Einnig fjölgar orlofsdögum úr 28 í 29 eftir 18 ára starf og munu 50-60% félagsmanna, sem eru rúmlega hundrað, njóta góðs af því að sögn Geirs Jónssonar formanns Mjólkurfræðingafélags íslands. Segir hann nokkrar breytingai' aðrar fylgja samningnum, meðal annars breytingar á vinnutíma á : skiptivöktum, sem geti leitt til þess að færri næturvinnustundir séu greiddar, oriofstímabil hafi verið lengt um einn dag vegna fjölgunar orlofsdaga og/ einnig megi nú breyta vaktafyrirkomulagi með viku fyrirvara í stað tveggja vikna áður. „Ég er sæmilega sáttur, miðað við aðstæður, og bið félaga mína að samþykkja samninginn. Auðvit- að er alltaf eitthvað sem menn eru ósáttir við en þetta er enda- punkturinn. Báðir aðilar fengu eitt- hvað,“ segir Geir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.