Morgunblaðið - 10.05.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.05.1995, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ __________________________________FRÉTTIR Héraðsdómur Suðurlands dæmir í landamerkjamáli Skíðasvæðið í Bláfjöllum ekki í Olfushreppi HÉRAÐSDÓMUR Suðurlands féllst á mánudag á kröfur Reykja- víkurborgar, þegar kveðinn var upp dómur í landamerkjamáli sem Ölfushreppur höfðaði vegna mark- alínu um Bláfjallasvæðið. Hefðu kröfur Ölfushrepps .verið teknar til greina hefði skíðasvæðið í Blá- fjöllum talist innan hreppamárka hans. Málið höfðaði Ölfushreppur gegn Reykjavíkurborg, Seltjarnar- neskaupstað, Kópavogskaupstað, Garðabæ, Bessastaðahreppi, Hafnarfjarðarkaupstað, Magnúsi Hjaltested og öðrum þeim sem telja til beins eða óbeins eignar- réttar að landamerkjum, sem fram komu í dómkröfum hreppsins. Varakröfur annarra aðila en borg- arinnar voru í samræmi við aðalkr- öfur hennar. Hefð og venjur Ölfushreppur hefur talið sig hafa eignarrétt að afréttarlandi sínu og litið svo á, að sá réttur helgaðist af hefð og venjum frá ómunatíð. Fyrir hönd hreppsins var bent á, að ekki hafi komið fram nein andmæli gegn þessum eignarrétti á liðnum öldum, fyrr en á allra síðustu árum. Andmæli þessi, af hálfu sveitarfélaga vest- an fjalls í Gullbringu- og Kjósar- sýslu, hafi ekki raskað á neinn hátt eignarrétti hreppsins að af- réttinum, þ. á m. á Bláfjallasvæð- inu. Lína eftir Bláfjöllum Dómkröfur hreppsins voru byggðar á því, að lýsingar sýslu- manna á 19. öld, ásamt landa- korti Björns Gunnlaugssonar frá 1831 gæfu rétta mynd af sýslu- mörkum eins og þau hefðu verið frá ómunatíð. Þær upplýsingar, sem fram komu í þessum gögnum, túlkaði hreppurinn svo, að mörkin ættu að liggja frá Sýslusteinum í Geitahlíðum, um Stóra-Kóngs- fell og þaðan áfram í svonefndan Sýslustein, austan Lyklafells. / . 'Stóra- ..., Stóri4iolli / o Bláfjaliásl Litla- Kóngsfell Krafa Ölfushrepps um hreppamörk * Húsfellsbru/ni 4 r wv/ II x jfyVífilsfell'-jfc-v J-*v— ^ , 1 Aj):/ muwur <:0 ■t )} • . .1 í( / Niðurstöður dómsins um landamerki milli Ölfus- hrepps og sveitarfélaga á höfuðborgar- svæðinu SN, Suðurendi Bláfj^la ‘ ■ ý~-< / KerlingaHínúkur ) H e i ð i n h á / Reykjavík Kópavogurý^ Hafn. Gríndavíkurhreppur ^ Ölfushreppur Þessari túlkun hreppsins var mótmælt og bent á, að Björn Gunnlaugsson hafi, á korti sínu, dregið landamerkjalínuna eftir lýsingum þessara sömu sýslu- manna frá Vífilsfelli til suðurs eftir endilöngum Bláfjöllum og þannig styðji sá uppdráttur í öll- um meginatriðum sjónarmið m.a. Reykjavíkurborgar í málinu. Tómlæti í dómsorði er gildi uppdráttar Björns sem réttarheimildar stað- fest, því þar segir, að þótt ekki liggi fyrir að uppdrátturinn hafi hlotið staðfestingu þeirra aðila er landsréttindi áttu að markalínunni sem hann dró, eða staðfestingu stjórnvalda og honum hafi ekki verið þinglýst, þá hafi hann réttar- áhrif vegna tómlætis aðila um mótmæli og þess að menn hafi farið að byggja á honum sem vafa- lausri heimild. Afnot, fjallskil og hagkvæmni Dómurinn rakti fjölmargar aðr- ar heimildir til stuðnings niður- stöðu sinni og leit einnig til afrétt- arnota, sem hvor málsaðili um sig hefði haft af þrætulandinu, fjall- skila og hvaða mörk teldust hag- kvæm. Niðurstaðan varð sú, að mörkin skyldu dregin frá Vífilfelli eftir hæstu tindum Bláfjalla í suð- urenda þeirra, síðar frá suðurenda Bláfjalla í Litla-Kóngsfell og síðan eftir þinglýstri landamerkjalínu í umsömdu landamerkjabrefi Grind- víkinga og Selvogsinga frá 1980 úr Litla-Kóngsfelli í Sýslustein undir Geitahlíð og í sjó fram við Seljabótarnef. Dóminn kváðu upp Kristján Torfasor, dómstjóri, og meðdóm- endurmr Már Pétursson, héraðs- dómari, og Skúli Jón Pálmason, héraðsdómari. Heildverslun Ásgeirs Sigurðssonar með umboð fyrir Unilever í 100 ár Vatnslita- mynd á ald- arafmæli „VIÐ erum auðvitað bæði ánægðir og stoltir yfir afmæl- inu og myndin fær mjög veg- legan sess hérna á skrifstof- unni,“ segir John Aikman, for- sljóri Heildverzlunar Asgeirs Sigurðssonar, um vatnslita- mynd frá Unilever fyrirtækinu í tilefni af 100 ára afmæli heild- verslunarinnar í dag, þann 10. maí. Heildverslunin hefur verið í viðskiptum við fyrirtækið og fyrirrennara þess frá fyrstu tíð. Stofnuð verslun Ásgeir Sigurðsson, stofnandi heildverslunarinnar, fékk verslunarleyfi þann 10. maí 1895, og hafði gengið frá samn- ingum við forvera Unilever, Lever bræður, um sölu á sápu og matvörum og Brunner og Mond, ICI, um haustið. Þó skipt hafi verið við ýmsa aðila á 100 árum hafa viðskipti við Lever- samsteypuna og ICI ávallt verið ankeri viðskiptanna. Fjórði ættliður Tveir sona Ásgeirs komust til fullorðinsára. Annar, Walt- er, lést úr voðaskoti á besta aldri. Hinn, Haraldur Á. Sig- urðsson, varð kunnur leikari og rithöfundur auk þess sem hann tók virkan þátt í rekstri fyrirtækisins. Dóttir hans, Þór- dís, er nú stjórnarformaður Morgunblaðið/Sverrir Ásgeirs Sigurðssonar hf. og starfa synir hennar, fjórði ætt- liðurinn, við fyrirtæki langafa síns. Að ofan sést Colin Harvey, sölustjóri hjá Unilever, af- henda John Aikman, forstjóra heildverslunarinnar, vatnslita- mynd frá Bristol í tilefni aldar afmælis fyrirtækisins. Hægra megin stendur Skorri Andrew Aikman, sölustjóri heildversl- unarinnar, og sonur Johns. Norrænu heilsuverndarverðlaunin Nánast hægt að fyrirbyggja öll slys á börnum HERDÍS Storgaard hjúkrunarfræð- ingur og barna- slysavamafulltrúi Slysa- varnafélags íslands hlýtur að þessu sinni Norrænu heilsuverndarverðlaunin (nordisk folkehálsepriset). Þetta er í níunda skipti sem verðiaunin eru veitt en athöfnin fer fram í dag í heilsugæsluskólanum í Gautaborg. Herdís var valin úr stórum hópi ein- staklinga frá Norðuriönd- um og er fyrsti íslending- urinn sem fær þessa við- urkenningu. Verðlaunin hlýtur hún vegna starfa sinna hjá Slysavarnafélagi íslands fyrir að stuðla að öryggi barna og fyrir öt- ula vinnu við að fyrir- byggja slys á börnum. „Þetta er mikill heiður. Ég vissi að Félag íslenskra hjúkrunarfræð- inga hafði mælt með mér en það var orðið langt síðan og ég hélt að búið væri að veita þessi verð- laun. Þetta kom mér því verulega á óvart.“ Áhugann á að fyrirbyggja slys á börnum fékk Herdís þegar hún hóf störf eftir nokkurra ára hlé á slysadeild Borgarspítalans. „í millitíðinni hafði ég eignast barn og mér blöskraði þessi háa slysa- tíðni á börnum. Hvern einasta dag var ég að taka á móti illa slösuðum börnum, en vissi jafnframt að nánast öll slysin var hægt að fyrir- byggja.“ Herdís segist hafa farið að skoða tölur á slysadeildinni og velta fyrir sér hvort eitthvað væri hægt að gera til bóta. „Forsvarsmenn hjá Rauða krossinum fréttu af þessum áhuga mínum og báðu mig að útbúa kennsluefni. Þeir sendu mig á fyrstu alþjóðlegu slysaráðstefnuna sem haldin var í heiminum og fór fram í Stokkhólmi árið 1989.“ Þessi ráðstefna var vendipunkt- ur fyrir Herdísi, eftir hana var hún staðráðin í að vinna við að fyrir- byggja slys á börnum. Eftir að Herdís hóf störf hjá Slysavamafé- laginu fékk hún frjálsar hendur til að móta starfið _og hún byijaði á fundaherferð. „Ég fór hringinn í kringum landið og vakti athygli fólks á þessum vanda. Að því búnu þurfti ég að afmarka mig og taka fyrir ákveðna málaflokka.“ Hvað hafði forgang? „Ég gerði könnun á drukknun- arslysum og sá að þau voru allt of tíð ef miðað var við hin Norður- löndin. Eftir að hafa haft samband við menntamálaráðuneytið varð- andi slys í skólasundi --------- var sett á stofn sérstök sundlauganefnd sem sá um að setja öryggis- reglur,“ segir Herdís. Þá komst hún að raun um að engar öryggiskröfur eru til um leiksvæði barna á Is- landi. „Núna eru að koma evr- ópskir staðlar og ég vinn við að aðstoða bæjar-, og sveitarfélög við endurskipuiagningu á leiksvæð- um.“ Herdís segir að sérstök nefnd sé nú að endurskoða byggingar- reglugerðir með tilliti til öryggis barna. „Ég rak mig ítrekað á að það skorti ákveðna þætti í bygg- ingarreglugerðir með tilliti til barna eins og til dæmis að girt væri í kringum hús sem eru í byggingu." - Hvernig hefur þér verið tekið Herdís Storgaard ►HERDÍS Storgaard er fædd í Reykjavík 25. desember 1953. Hún lærði hjúkrun I Bretlandi og sérhæfði sig svo í bæklun- ar- og slysahjúkrun í London. Eftir að hafa starfað á slysa- deild Borgarspítalans frá 1978-81 flutti húntil Danmerk- ur og sérhæfði sig í svæfingar- hjúkrun og fór síðan í kennslu- og uppeldisfræði. Frá árinu 1986 var hún fræðslustjóri á Borgarspítalnum og deildar- stjóri slysadeildar sama spít- ala. Þar starfaði hún líka sem svæfingarhjúkrunarfræðingur um tíma. Árið 1991 hóf Herdís störf hjá Slysavarnafélagi ís- lands. Eiginmaður Herdísar er Kaj Storgaard sölumaður og eiga þau einn son sem heitir Sebastían. Fær verðlaun- infyrst íslendinga / baráttu þinni fyrir öryggi barna? „Afskaplega vel. Auk þess vita núorðið flestir af þessu starfi okk- ar hjá Slysavarnafélaginu og ég fæ mikið af gagnlegum upplýsing- um og reyni að aðstoða þá sem til mín leita. Þetta starf er tví- þætt; að laga það sem er að og að fræða foreldra og aðra sem umgangast börn.“ - Hverskonar slysum lenda ís- lensk börn í? „Það er mikið um slys í heima- húsum á litlum börnum, þau hljóta brunasár, falla niður af bleiu- skiptiborðum eða úr efri kojum, eitranir eru algengar þó þeim hafi fækkað og úti í umhverfinu er drukknunartíðnin hjá okkur há. Við erum með hæstu slysatíðni barna á Norðurlöndum.“ Hún segir að við séum ekki mikið frábrugðin hinum Norður- löndunum þegar kemur að slysum á stálpuðum börnum sem eru aðal- lega íþrótta-, og skóla- slys. „Eini munurinn er sá að það er ekki byijað að vinna eins markvisst að for- vörnun og í nágrannalöndunum. Það hefur t.a.m. komið í ljós að hægt er að fyrirbyggja skólaslys. Nærtækt dæmi er heilsugæslan í Hafnarfirði en hún hefur í sam- vinnu við skólana þar stuðlað að fækkun skólaslysa og þeim hefur fækkað um 40% síðan samvinnan hófst.“ Herdís segir að málin sem bíði á borðinu hennar séu óteljandi en núna er hún að undirbúa vikuátak í forvörnum vegna drukknana barna og í undirbúningi er for- varnastarf vegna brunasára barna.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.