Morgunblaðið - 10.05.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.05.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ 1995 11 FREYSTEINN Bjarnason, verksmiðjusljóri hjá Síldar- vinnslunni í Neskaupstað, þar sem bræðsla hófst á laugar- daginn. HAIJKUR Jónsson, vaktstjóri í Fiskimjölsverksmiðju Hrað- frystihúss Eskifjarðar, þar sem eingöngu verður fram- leitt hágæðamjöl úr síldinni sem þangað berst. GUNNAR Sverrisson, verk- smiðjustjóri hjá SR-mjöli á Seyðisfirði, á skrifstofu sinni. Neskaupstað sem verið er að breyta í Póllandi," sagði Guðlaug- ur. Hann sagði að mánaðarstopp hefði verið hjá Keflvíkingi eftir að loðnuveiðunum lauk, en menn hefðu reiknað með því að komast á síldina um þetta leyti og gert sig klára fyrir það. Skipið fékk tvo túra í Síldarsmuguna í fyrra, en þá hófust veiðarnar ekki fyrr en um 10. júní og stóðu út mánuðinn. Guðlaugur sagði að það, sem heyrst hefði um verðið sem bræðsl- urnar borguðu fyrir síldina núna, væri ekkert spennandi. „Þetta er hins vegar óneitanlega góð búbót og gott að hafa eitthvað að gera, því loðnan hefur ekki verið það burðug síðustu árin,“ sagði hann. Bæjarbragurinn breytist Síldarlöndunin á Austfjarða- höfnum síðustu dagana hefur óneitanlega hleypt auknu lífi í mannlífið þar og bæjarbragurinn tekið breytingum. Þeir sem starfa í bræðslunum vinna nú á vöktum allan sólarhringinn í stað þess að vinna 8 tíma á sólarhring, og þýð- ir það að minnsta kosti þreföldun FRÉTTIR Morgunblaðið/Ágúst JÓN Kjartansson SU landaði 1.000 tonnum af síld í Neskaup- stað aðfaranótt laugardagsins, en áður höfðu Sunnubergið og Kap landað þar smáslöttum. í launum fyrir þá. Hvað fyrirtækin sjálf varðar þýðir þetta að í stað þess að vera að ganga á tekjurnar frá vetrarvertíðinni koma auknar tekjur til að þétta reksturinn. Fyrir bæjarfélögin sjálf hefur þetta í för með sér umtalsverðar tekjur fyrir þau þar sem stærsti einstaki tekjuliður hafnarsjóðanna á þessum stöðum er umsýslan með bræðsluafurðirnar. Þá verða að auki talsverðar tekjur eftir í bæjar- félögunum hjá viðgerðaraðilum, verslunum og öðrum þjónustuaðil- um. laugardagsmorgun landaði svo Jón Kjartansson SU 1.000 tonnum og á mánudaginn hafði samtals verið landað 3.300 tonnum. Að sögn Freysteins Bjarnasonar, verk- smiðjustjóra, eru afköst verksmiðj- unnar um 800 tonn á sólarhring. Loðnubræðslu í Neskaupstað lauk 11. apríl og sagði Freysteinn síld- ina vera kærkomna þar sem hún kæmi í annars dautt tímabil. „Okkur grunaði svo sem hvað í vændum væri og slógum ekkert af. Við fórum strax í það að gera við það sem þurfti og setja allt í stand aftur.. Það stóð á endum að við gátum byijað strax. í fyrra fóru menn sem kunnugt er miklu seinna í Síldarsmuguna og þá kom fyrsta síldin hingað 11. júní, en það var fyrsta síldin úr þessum stofni sem kom til íslands frá því árið 1968. Þá stóð veislan í 10 daga, en þá var síldin horfin inn í lögsöguna við Jan Mayen. Ef hún verður á svipuðum hraða núna gæti þetta orðið 40 daga veisla, en ef stofninn hefur stækkað eins og menn eru að tala um að hann hafi gert, er trúlegt að hún komi lengra í vestur í ætisleit og verði lengur. Vonandi hægt að salta eitthvað Síldin fer öll í bræðslu núna þar sem hún er mögur ennþá og troð- full af átu, en á sínu fyrra skeiði þegar síldin var hérna alveg frá vordögum og fram yfir áramót var aldrei byijað að salta fyrr en í júlí. Hún var ekki búin að jafna sig fyrr, en hún byijar á því að éta yfir sig og verður bráðfeit, en fitan er næstum því fljótandi í henni. Svo þegar hún er búin að taka þetta inn í fiskholdið í endaðan júní eða byijun júlí, er þetta orðin þessi fræga Íslandssíld sem var þekkt hérna á árum áður,“ sagði Freystéinn. Hjá SR-mjöli á Reyðarfirði var búið að taka á móti tæplega 1.500 tonnum á mártudag, en ráðgert var að gangsetja verksmiðjuna í gær. Hjá SR-mjöli á Seyðisfirði var búið að taka á móti tæplega 3.000 tonn- um úr íjórum bátum, en fyrsti báturinn sem landaði þar síld var Örn KE, sem landaði aðfaranótt sunnudagsins. Gunnar Sverrisson, verksmiðju- stjóri bræðslunnar á Seyðisfirði, sagði að reynt yrði sem lengst að framleiða hágæðamjöl, en það færi eftir ferskleika hráefnisins sem bærist að landi. Þá sagði hann vonir standa til að hægt yrði að salta eitthvað af síld þegar á líður, en til þess yrði að kæla hana eða ísa um borð í bátunum. „Þetta lá í loftinu og var allt kapp lagt á að hafa verksmiðjuna klára, og fórum við í gang strax á sunnudagsmorgninum. Afkasta- getan hérna er um þúsund tonn á sólarhring. Veiðarnar munu sjálf- sagt takmarkast eitthvað af vinnslugetu verksmiðjanna, auk þess sem þetta er löng sigling ennþá. Þetta flæðir svona í land til að byija með á meðan verk- smiðjurnar eru að fá fylli sína, en svo einskorðast þetta af akasta- getu þeirra verksmiðja sem næst- ar eru miðunum. Það má svo bú- ast við því að eitthvað þurfi að sigla lengra þegar líður á, og þá hægist væntanlega á veiðinni,“ sagði Gunnar. Síldarbræðsla er nú þegar hafin á Eskifirði, Seyðisfírði, Reyðarfirði og í Neskaupstað, og auk þess á Raufarhöfn og Þórshöfn. Þá þykir líklegt að bræðsla hefjist næstu daga hjá SR-mjöli á Siglufirði og Óslandi á Hornafirði. Eingöngu unnið hágæðamjöl á Eskifirði Hjá Fiskimjölsverksmiðju Hrað- frystihúss Eskifjarðar hf. hófst bræðslan síðastliðinn sunnudags- morgun þegar Hólmaborgin hafði landað þar 1.550 tonnum, sem mun vera nýtt löndunarmet, en í gær höfðu landað þar sex bátar. Að sögn Hauks Jónssonar, vaktfor- manns, er eingöngu unnið hágæða- mjöl í verksmiðjunni á Eskifirði líkt og hjá SR-mjöli á Seyðisfirði, og mun verðið fyrir hágæðamjölið vera 40-50% hærra en fæst fyrir standard-mjöl. Því er eingöngu reynt að fá þangað báta sem eru fljótir að fá í sig á miðunum. Þeg- ar bræðslan verður komin i fullan gang verða að líkindum unnin þar að minnsta kosti um 800 tonn á sólarhring, en þróarrýmið er 25 þúsund tonn og allt undir þaki. Heita má að verksmiðjan á Eski- firði sé ný, en þar var skipt um allt þurrkarakerfið í fyrra og settir upp loftþurrkarar sem þurrka mjöl- ið á lágum hita. Loðnubræðslunni lauk 28. apríl þannig að stoppið var lítið áður en síldarbræðslan hófst, en að sögn Hauks voru brædd tæplega 54 þúsund tonn á loðnuvertíðinni. „Ef þetta stendur út júní og við förum svo að fá loðnuna aftur í júlí, fer að verða hægt að lifa af þessu. Við erum tilbúnir til þess að beijast við þetta í bak og fyr'ir því við erum með svo góða verk- smiðju. Menn voru farnir að tala um það í lok loðnuvertíðarinnar að það yrði farið á síld strax á eftir og því kemur þetta okkur ekkert á óvart. Þetta var það sem við vonuð- umst eftir. Reyndar eru þijú ár síðan einn karlinn hérna sagði mér að þetta yrði svona í ár og hann minnir mig oft á það. Ég veit ekk- ert hvað hann hafði fyrir sér í þessu því hann er alveg hrikalega lélegur spámaður þó hann hafi hitt rétt á þetta,“ sagði Haukur. Gæti orðið 40 daga veisla Fyrsta síldin kom til Síldar- vinnslunnar hf. í Neskaupstað í lok apríl þegar Sunnuberg GK landaði þar 160 tonnum og Kap kom þá einnig með siatta. Síðastliðinn Ævintýra-Kringlan hefur nú opnað á þriðju hæð í Kringlunni. Þar gefst viðskiptavinum Kringlunnar kostur á gæslu fyrir börn tveggja til átta ára. Ævintýra-Kringlan er opin frá kl.14 virka daga og frá kl.10 laugardaga. Til 1. júní er barnagæslan ókeypis. Afgreiðslutími Kringlunnar: Mánudaga-fimmtudaga 10-18:30 föstudaga 10-19 laugardaga 10-16 - þar sem ævintýrin gerast

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.