Morgunblaðið - 10.05.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.05.1995, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Bankaeftirlit gagnrýnir afgreiðslu Verðbréfaþings á skráningn Vinnslustöðvarínnar hf. Pílagrímaflug Atlanta Skilyrði þingsins um eigin- fjárhlutfall talið óréttmætt Ekki fallist á að einstakir stjórnarmenn þingsins hafi verið vanhæfir BANKAEFTIRLIT Seðlabankans hefur komist að þeirri niðurstöðu að skilyrði stjórnar Verðbréfaþings um eiginfjárhlutfall Vinnslustöðvarinnar hf. fyrir skráningu á þinginu hafí skort fullnægjandi rökstuðning. Það hafi ekki verið sett fram með skýrum og ótvíræðum hætti gagnvart um- sækjanda og sé að því leyti órétt- mætt. Þetta kemur fram í álitsgerð frá bankaeftirlitinu um málið sem unnin var að beiðni viðskiptaráðu- neytisins. Bankaeftirlitið telur jafnframt að almenn sjónarmið um gildi skráning- ar hlutabréfa á Verðbréfaþingi Is- lands og stöðu þingsins í því sam- bandi eigi ekki að hafa áhrif á af- greiðslu umsókna um skráningu verðbréfa á Verðbréfaþingi, eins og virðist hafa verið raunin í því tilviki sem um ræði. Óskað eftir skráningu á fyrsta söludegi almenns útboðs Hins vegar fellst bankaeftirlitið ekki á að einstakir stjómarmenn hafí verið vanhæfir til þátttöku í afgreiðslu stjómar Verðbréfaþings- ins á umsókn Vinnslustöðvarinnar. Ekki verði ráðið af gögnum málsins að stjómarmenn eða fyrirtæki sem þeir eru í forsvari fyrir hafí haft svo verulega hagsmuni í tengslum við skráningu verðbréfa Vinnslustöðvar- innar að um vanhæfí til afgreiðslu málsins hafí verið að ræða. Upphaf þessa máls má rekja til þess að verðbréfafyrirtækið Handsal sótti um skráningu bréfanna á þing- inu fyrir hönd Vinnslusföðvarinnar 16. nóvember sl. Beiðni Handsals var tekin til umfjöllunar á stjórnarfundi Verðbréfaþings 28. nóvember. Hafði Handsal þann sama dag sérstaklega óskað eftir að ef samþykki fengist fyrir skráningu hlutabréfanna yrði henni frestað þar til 8. desember en þá var fyrsti söludagur í almennu útboði hlutaijár í Vinnslustöðinni að fjárhæð 300 milljónir. Stjómin gerði á þeim fundi nokkr- ar athugasemdir við skráningarlýs- inguna en ákvað að frekari umfjöllun um umsókn Vinnslustöðvarinnar yrði frestað til næsta fundar stjómar sem fyrirhugaður var 19. desember. Þær athugasemdir lutu m.a. að aðdrag- anda útboðs hlutafjár, umfjöllun skráningarlýsingar um áhættu og kynningu á útboðinu. Þar var ekki vikið að athugasemdum um lágt eig- infjárhlutfall. Á fundi sínum 19. desember varð það hins vegar niðurstaða stjómar- innar að taka hlutabréf Vinnslu- stöðvarinnar á skrá í viðskiptakerfí Verðbréfaþings þegar ljóst væri orð- ið að útboð hlutabréfa hefði tekist. Rökin fyrir því skilyrði voru fyrst og fremst þau að tækist útboðið ekki væri „eiginfjárhlutfall félagsins hættulega lágt“ og „vafasamt að félagið væri markaðshæft af þeim sökum“. Handsal sendi viðskiptaráðherra bréf 23. desember þar sem kvartað var yfir afgreiðslu Verðbréfaþings og vikið að því að einstakir stjórnar- menn þingsins kynnu að hafa verið vanhæfír til afgreiðslu málsins. Þannig var þess getið að einstakir stjómarmenn Verðbréfaþingsins væru tengdir Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna og Eimskipafélagi Islands hf. en breyting á eignaraðild sem var undanfari hlutaijárútboðsins hafí leitt til þess að hagsmunir þessara aðila hafí beðið hnekki. Jafnframt var bent á að tveir stjórnarmenn Verðbréfaþingsins væru fulltrúar verðbréfafyrirtækja í beinni sam- keppni við Handsal. Stjórn þingsins þarf aðhald Finnur Sveinbjörnsson, skrif- stofustjóri í viðskiptaráðuneytinu, segir ráðuneytið ánægt með þá nið- urstöðu að einstakir stjórnarmenn séu ekki taldir vanhæfír til að taka þátt í afgreiðslu málsins og að ekki sé ástæða til að draga í efa óhlut- drægni þeirra. Þetta eigi bæði við um fulltrúa hlutafélaga á skrá og verðbréfafyrirtækja. „Þetta er mik- ilvæg niðurstaða vegna þess trausts sem stjórn Verðbréfaþingsins verður að njóta hjá stjórnvöldum og á markaðnum." Hvað önnur atriði snertir sagði Finnur að ekki væri um alvarlegan áfellisdóm að ræða heldur kæmu fram ábendingar um atriði sem betur hefðu mátt fara. „Stjóm þingsins er ekki fyllilega sammála þessari niður- stöðu. Aðalatriðið í mínum huga er að gagnrýnisatriði hafa komið fram, verið athuguð og rædd. Við treystum því að það skili sér í enn betri vinnu- brögðum.“ Eiríkur Guðnason, formaður stjórnar Verðbréfaþings, segir það mikilvægast að bankaeftirlitið hafí ekki tekið undir þá gagnrýni að stjómarmenn hafí verið vanhæfír. Hvað snertir gagnrýni á það að stjómin hafí ekki útskýrt nægilega vel skiiyrði sem sett voru fyrir skrán- ingu segir Eiríkur að stjómin muni taka hana til sín. „Við hljótum að vanda okkur betur varðandi útskýr- ingu á svona málum. Ég hygg að við hljótum að taka okkur betri tíma í framtíðinni til að sinna samskiptum við umsækjendur til að skilja betur þeirra stöðu og þeir skilji okkar af- stöðu.“ Pálmi Sigmarsson, framkvæmda- stjóri Handsals, segir að niðurstaða bankaeftirlits sýni að stjóm Verð- bréfaþings þurfi ákveðið aðhald eins og aðrir. „Hún á frekar að taka gagn- rýni með opnum huga en að afneita henni.“ Hafa flogið með67þús- und manns FYRRI hluta pílagrímaflugs Atl- anta fyrir norður-nígerska flugfé- lagið Kabo Air er nú lokið og hefur Atlanta flutt 32 þúsund manns milli Nígeríu og Jedda í Saudí-Arab- íu. Um 60 íslendingar hafa starfað við verkefnið sem hófst 15. apríl. Þá hafa um 35 þúsund pílagrím- ar verið fluttir til Jedda samkvæmt samningi Atlanta við Saudi Arabian Airlines, en flogið hefur verið með pílagrímana m.a. frá Pakistan, Egyptalandi og Persaflóa. Að sögn Arngríms Jóhannssonar, eiganda Atlanta, eru flugvélarnar sem annast hafa flutningana nú í skoðun og starfsfólkið í hvíld. „Þetta hefur gengið alveg snuðrulaust í Nígeríu, en það urðu tvö óhöpp í byijun þar sem tvisvar þurfti að skipta um mótora. Að öðru leyti hefur þetta gengið mjög vel,“ sagði hann. Miklir kennaraflutningar Eftir u.þ.b. viku hefjast píla- grímaflutningarnir á nýjan leik þeg- ar flogið verður með þá heim, og lýkur verkefninu um 20. júní. „Þá verður smá uppihald í Saudí- Arabí en svo byija flutningar með kennara þangað sem standa yfir allt til septemberloka. Kennarar þangað eru allir aðfluttir og eru þetta um 230 þúsund manns sem við flytjum. Meirhlutinn er Egypt- ar, en einnig koma þeir frá Pakist- an, Indlandi og öðrum nærliggjandi löndum," sagði Arngrímur. m ISLENSK VERSL UN VERSLUN OG FERÐAÞJÓNUSTA Samtökin ÍSLENSK VERSLUN standa fyrir opnum hádegisverðarfundi um verslun við erlenda ferðamenn í Gyllta salnum á Hótel Borg í dag 10. maí kl. 12:00. Framsögumenn á fundinum verða: Magnús Oddsori ferðamálastjóri frá Ferðamálaráði íslands. Haukur Þór Hauksson framkvœmdastjóri Borgarljósa hf. Furtdarstjóri verður Bjami Finnsson formaður ÍSLENSKAR VERSLUNAR. Félagsmenn eru eindregið hvattir til að fjölmenna enda um að ræða spennandi málaflokk og mörg ný tækifæri til aukinna viðskipta, margar "smugur". Hér liggur vaxtarbroddur verslunar á íslandi í dag. Þáttökugjald er kr. 2.500,- með hádegisverði. Vinsamiega tilkynnið þátttöku í síma.^568 7811, 588 8910 eða 568 1550 FUNDURINNER ÖLLUM OPINN Morgunblaðið/Silli FRÁ aðalfundi Kaupfélags Þingeyinga, f.v. eru fundarstjórarnir Haukur Logason og Helgi Jónas- son, Egill Olgeirsson, í ræðustóli og Þorgeir B. Hlöðversson, kaupfélagsstjóri. KÞ með 9 milljóna hagnað Morgunblaðið. Húsavík. VERULEGUR afkomubati varð á rekstri Kaupfélags Þingeyinga milli ára og varð hagnaður félagsins á árinu 1994 rúmlega 9,1 miiljónir miðað við tæplega 54 milljóna tap á árinu 1993. Þetta kom fram á aðal- fundi félagsins sem var haldinn fyrstu helgina í maí. í framsöguræðu Kaupfélagsstjór- ans Þorgeirs B. Hlöðverssonar kom Sjómenn og velunnarar Sjómannadagsins Sjómannadagurinn er 11. jÚTlí Sjómannadagshóf verður haldið á Hótel íslandi laugardaginn 10. júm. Sjómenn - sjómenn! Fjölmennið á ykkar sjómannadagsskemmtun. Sjómannadagurinn í Reykjavík. fram að heildarvelta félagsins árið 1994 var rúmlega 1.457 milljónir sem er um 28 milljóna eða 2% aukn- ing milli ára. Bati varð í flestum greinum starf- seminnar og varð hagnaður fyrir fjármagnsliði um 44 milljónir á móti 21,5 milljóna hagnaði árið 1993. Fjármagnskostnaður lækkaði milli ára og einnig var félagið að mestu laust við ýmis ytri áföll. Veruleg aukning varð á milli ára í fjármunamyndun frá rekstri sem nam tæpum 50 milljónum á móti um 13 milljónum árið 1993. Eigið fé félagsins í árslok var um 225 milljónir sem er um 20,5% af niðurstöðu efnahagsreiknings. Hefur eigið fé hækkað um 13 milljónir á milli ára. Á árinu 1994 störfuðu að meðal- tali 152 starfsmenn hjá félaginu og námu launagreiðslur samtals 202 milljónum sem er um 0,9% lækkun á milli ára. Alls komu á launaskrá hjá félaginu 366 manns á síðasta ári. Tveir stjórnarmenn gáfu ekki kost á sér til endurkjörs. Stjómina skipa nú Egill Olgeirsson, Húsavík, for- maður, Böðvar Jónsson, Gautlönd- um, Halldóra Jónsdóttir, Grímshús- um, Ari Teitsson, Hrísum, Skarphéð- inn Sigurðsson, Úlfsbæ, Gísli Sig- urðsson, Arnþórsgerði, og Aðalsteinn Árnason, Hrísateig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.