Morgunblaðið - 10.05.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.05.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ 1995 15 \ _________VIÐSKIPTI______ Delta vill leyfi til r TOPPTILBOP Herraskór samstarfs við 3 félög New York. Reuter. DELTA-flugfélagið í Atlanta mun bráðlega fara fram á samþykki bandarískra stjórnvalda fyrir auknu samstarfi við þrjú evrópsk flugfélög til þess að koma á fót víðtæku áætlanakerfi á yfir Atl- antshaf samkvæmt áreiðanlegum heimildum. Delta er þriðja stærsta flugfélag Bandaríkjanna og er í bandalagi með austurríska flugfélaginu Austrian Airlines, Swissair og belg- íska flugfélaginu Sabena, en vill undanþágu frá lögum um hringa- 'myndun hjá bandaríska samgöngu- ráðuneytinu til þess að stórauka samstarfið. Mörg bandarísk flugfélög taka þátt í samvinnu um tengingu flug- leiða og skipti á farþegum, en sam- kvæmt lögum um hringamyndun mega þau ekki skiptast á mikilvæg- um upplýsingum. Beiðnin verður líklega lögð fram í þessum mánuði og ef hún verður samþykkt geta Delta og hin samstarfsfélögin samræmt fargjöld sín, tímaáætlanir og kynningu. „Þetta gerir okkur kleift að koma fram sem eitt flugfélag,“ sagði ónefndur heimildarmaður. Northwest Airlines er eina bandaríska flugfélagið, sem nú hefur undanþágu frá lögum um hringamyndun. Samkvæmt nýlegri úttekt aflaði bandalag Northwest við hollenzka flugfélagið KLM fé- laginu tekna upp á 125-175 milljón- ir dollara í fyrra. Póstsendum samdægurs DELTA er þriðja stærsta flugfélag Bandaríkjanna. Rússland Félag Löggiltra Bílasala BÍLATORG FUNAHÖFÐA 1 S: 587-7777 Félag Löggiltra Bílasala 'Toppskórinn VEITUSUNDI SIMI: 21212 VIÐ INGÓLFSTORG AUSTURSTRÆTI 201 ■ SÍMI: 22727 Telia íSvíþjóð fær samkeppni Stokkhólmi. Reuter. Bjartari efnahags■ horfur BREZK, dönsk og norsk fyrirtæki hafa skýrt frá sameiginlegu átaki upp á tvo milljarða sænskra króna til þess að keppa við ríkisrekna fjar- skiptafyrirtækið Telia í Svíþjóð á heimamarkaði. Telenordia heitir sameiginlegt fyrirtæki British Telecom, TeleD- anmark og Telenor í Noregi, sem hefur verið komið á fót og murr keppa við Telia, en einbeita sér að þjónustu við fyrirtæki fyrst í stað. Stefnt að 20% hlutdeild Stefnt verður að 20% hlutdeild á markaði sem er áætlað að verði jafnvirði 10 milljarða sænskra króna árið 2000 að sögn tilvonandi framkvæmdastjóra nýja fyrirtæk- isins, Bo Rehn. Telenordia tekur við allri núver- andi starfsemi British Telecom (BT) í Svíþjóð og umsvifum fyrir- tækisins Temanet, sem starfað hef- ur á vegum TeleDanmark í Svíþjóð. Meðal fyrstu viðskiptavina fyrir- tækisins verða Sandvik, Volvo, Hennes & Mauritz og sænska utan- ríkisráðuneytið. Þessir viðskipta- vinir munu afla sölu upp á 100 milljónir sænskra á ári að því er Teije Thon stjómarformaður sagði við stofnun félagsins. Telenordia starfar fyrst í Stokk- hólmi, Gautaborg og Malmö og mun veita alla fáanlega þjónustu, meðal annars alþjóðlegt fjarskipta- samband um Concert, sameignar- fyrirtæki BT og MCI í Bandaríkj- unum. Starfsmönnum fjölgað Starfsmenn Telenordia eru nú 60 í Svíþjóð og ætlunin er að ráða 100 í viðbót fyrir áramót þegar starfsemin hefst. Einni milljón . sænskra króna verður varið til þess að fjárfesta í tsekjabúnaði og jafn- hárri upphæð til annarra atriða í rekstri fyrirtækisins. Evrópuforstjóri BT, Mike Grab- iner, sem á einnig sæti í stjórn Telenordia, sagði að samvinnan mundi grundvallast á hnattrænum sjónarmiðum BT og sérþekkingu á Norðurlöndum. Átakið hefur mætt andstöðu frá ríkisfyrirtækinu Telia. Moskvu. Reuter. HORFURNAR í efnahagsmálum í Rússlandi hafa batnað til muna og líklegt þykir að verðbólgan haldi áfram að lækka, að því er fram kem- ur í skýrslu fjárfestingarbankans Credit Suisse First Boston. Nýlegt lán frá Alþjóðagjaldeyris- sjóðnum og samkomulag um van- skilaskuldir frá árunum 1992-93 er talið létta skuldabyrðina og leiða til aukinna fjérfestinga í Rússlandi. „Eftir efnahagslegan óstöðugleika og pólitíska óvissu á siðari hluta lið- ins árs hafa horfurnar batnað til muna, framleiðslan hefur náð jafn- vægi á ársgrundvelli og verðbólgan er greinilega á niðurleið." Verðbólgan fór niður í 8% á mán- uði í apríl, úr 8,9% í mars, 11,0% í febrúar og 17,8% í janúar. Bankinn telur að verðbólgan haldi áfram að lækka út árið, en er þó ekki eins bjartsýnn og rússneska stjórnin sem stefnir að 4-4,5% verðbólgu á mán- uði. „Það að þingið skuli hafa sam- þykkt ströng fjárlög er sigur fyrir stjórnina og ætti að leiða til frekari hjöðnunar verðbólgunnar ásamt ströngu aðhaldi á fyrsta fjórðungi." Toyota Landcruiser VX árg. '92, silfur- grár, álfelgur, 32" dekk, sóllúga, mjög fallegt eintak. V. 3.950.000. Skipti. Chevrolet Camaro RS árg. ‘89, blár, V6, 5 g., ek. 88 þús. km. V. 1.350.000. Skipti. Nissan Sunny 4WD Artic árg. '95, silfurgrár, upphækkaður, álfelgur, ek. 6 þús. km. V. 1.575.000. Toyota Corolla Touring XL árg. '91, gullsans., gott eintak, ek. 98 þús. km. V. 990.000. Skipti. • Daihatsu Applause LTD árg. '91, sægrænn, sjálfsk., álfelgur, ek. 64 þús km. V. 990.000. Skipti. Porche 944 árg. '86, gullsans., einn með öllu, sjón er sögu ríkari, ek. 70 þús. km. V. 1.950.000. Skipti. Ford Aerostar XLT 4x4 árg. '90, blásans., 7 manna bíll sem vert er að skoða nánar. V. 1.850.000. Skipti. FVHahöfv Toyota 4Runner Turbo diesel árg. '94, grænsans., sóllúga, ek. 11 þús. km. V. 3.150.000. Jeep Cherokee LTD árg. '89, svartur, einn með öllu, ek. 80 þús. km. V.1.990.000. Ath. skipti á dýrari jeppa. Suzuki Swift GLI Sodan árg. '90, hvít- ur, ek. 94 þús. km. V. 650.000. Skipti. Isuzu Trooper LS árg. '91, hvítur, álfelgur, 31 “ dekk, ek. 64 þús. km. V. 2.150.000. Skipti. VW Golf GTi árg. '88, rauður, sóllúga, álfelgur, ek. 87 þús. km. V. 750.000. SKipti. KOMDU MEO NÝJA BÍLINN I BÍLATORG SÍMI 567

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.