Morgunblaðið - 10.05.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.05.1995, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Metverð fyrir Picasso EIN af síðustu myndum sem Pablo Picasso málaði á „bláa timabilinu" svokallaða seldist í New York á mánudag fyrir rúm- ar 29 milljónir dala, um 1,8 millj- arða ísl. kr. en það er hæsta upp- hæð sem fengist hefur fyrir mál- verk í fimm ár. Verkið, „Angel Femandez de Soto“ var málað árið 1903 og er af samnefndum vini Picassos. Sotheby’s, sem bauð myndina upp, gerði ráð fyrir að hún seld- ist á 10-15 milljónir dala en verð- ið kom þeim sem gerst þekkja til markaðsins þó ekki á óvart. Ekki var gefið upp hver keypti verkið. Það var í eigpi hjónanna Don- ald og Jean Stralem en safn verka þeirra frá impressionistatíman- um var boðið upp og fengust fyr- ir það 65,2 milljónir dala, um 4 milljarða ísl. kr. Meðal annarra verka úr safninu var mynd eftir Henri Matisse „La Pose Hindoue" sem seldist á 14,8 miiyónir dala. í flestum tilvikum fékkst mun hærra verð fyrir myndirnar er gert var ráð fyrir og telja sér- fræðingar Sotheby’s það merki um að málverkamarkaðurinn sé að ná fyrri stöðugleika. Líkur séu jafnvel á því að verðlag verði svipað og á níunda áratugnum þegar það var sem hæst. Sotheby’s segir safn Stralem- hjónanna talið hið verðmætasta sem boðið verður upp á þessu uppboðstimabiii, enda séu verk úr þeirra eigu afar verðmæt, safnarar telji Stralem-nafnið tryggingu fyrir þvi að um ósvikin verk sé að ræða. Stralem, sem var bankastjóri, og eiginkona hans hófu lista- Reuter verkasöfnun i kjölfar heimsstyrj- aldarinnar síðari, sér í lagi á myndum frá Frakklandi sem málaðar voru á fyrri hluta aldar- innar. Þau keyptu Picasso-verkið árið 1946 fyrir 22.000 dali, um 1,3 miHjónir kr. Donald Stralem lést árið 1976 en Jean í desember sl. Stólpípur, kornflög- ur og kynlífsórar KVIKMYNPIR REGNBOGINN Leiðin til Wellville (The Road to Wellville) Vi Leikstjóri Alan Parker. Tónlist Rachel Portman. Kvikmynda- tökustjóri Peter Biziou. Aðalleikendur Anthony Hopkins, Matthew Broderick, Bridget Fonda, John Cusack, Sara Flynn Boyle, Dana Carvey. Bandarisk. J&M 1994. „SVO bregðast krosstré sem önnur tré,“ er það fyrsta sem slær niður í kollinn eftir að hafa séð þetta nýjasta verk Bretans Alans Parkers. Fram til þessa hefur hann verið einn farsælasti leikstjóri sam- tímans, á að baki fjölda afburða- mynda sem jafnframt hafa verið jafn ólíkar og dagur og nótt. Allt frá Bugsy Malone (’76) tií The Commitments (’91) hafa þær und- antekningarlítið vakið ánægju og rífandi aðsókn. Nú er annað hljóð í strokknum. Leiðin til Wellvillen er gjörsamlega mislukkaður farsi þar sem Parker tekst aldrei að slá á réttu streng- ina. Aðalpersónan er Kellogg (Anthony Hopkins), sá sem fann upp kornflögumar góðu. Hálfóður furðufugl og frumkvöðull um heilsuræktarmál og gerist myndin á sögufrægu hæli sem hann lét reisa á öndverðri öldinni og lækn- aði móðursjúka fitubelgi á taum- lausum stólpípugjöfum, grasafæði og kynlífsbindindi. Hrútleiðinlegt allt saman, jafn- vel Hopkins. Gestirnir bæta ekki úr skák enda fær enginn almenni- lega línu að fara með, ef undan er skilinn kúnstugur fóstursonur komflögukóngsins sem Dana Carvey leikur eftir að hann hefur fullorðnast. Matthew Broderic og Bridget Fonda, góðir leikarar oft- ast, eru hin mélkisulegustu og John Cusac ámóta utanveltu í aulalegri hliðarsögu. Það hefur greinilega átt að draga upp ofurhressa skopmynd af þessum kornflögumanni og ekki síður hinu (oft og tíðum) fár- ánlega heilsuræktaræði sem tröllríður nú hverju byggðu bóli og hefði það verið vel þegið. Allt rennur út í sandinn, eftir stendur illa skrifuð og ófyndin mynd þar sem hópur ágætra leikara reynir hvað hann getur að gera eitthvað úr hráefninu án árangurs. Tónlist- in er slæm, meira að segja kvik- myndataka Bizious er ekki á sínu gamla hágæðaplani. Mest eru þó vonbrigðin með Parker sem-leik- stýrir af óskiljanlegu andleysi og sekkur hreinlega til botns í ófyndnu skírlífisgamni og ærsla- leikatriðum í anda þöglu mynd- anna. Hann sekkur vonandi ekki dýpra. Sæbjörn Valdimarsson Tónlistarskólinn í Reykjavík Strengja- sveitar- tónleikar TÓNLISTARSKÓLINN í Reykja- vík heldur tónleika i kvöld í As- kirkju og hefjast þeir kl. 20.30. Strengjasveit yngri deildar undir stjóm Rutar Ingólfsdóttur flytur Konsert Alla Rustica og Konsert í e-moll fyrir selló og strengjasveit eftir Antonio Vi- valdi, Simple symphony eftir Benjamin Britten og Rómönsu úr Pastoralsvit op. 19 eftir Lars-Erik Larsson. Strengjasveit yngri deildar skipa Edda Rún ólafsdóttir fiðla, Valgerður Ólafsdóttir ~ fiðla, Jó- hanna K. Steinarsdóttir fíðla, FRÁ æfingu Stengjasveitarinnar. Kristín Björnsdóttir fíðla, Þor- varður D. Ólafsson fiðla, Ólöf Júlía Kjartansdóttir fiðla, Ingi- björg Kristjánsdóttir fíðla, Jónína Wilkins víóla, Þóra Þorgeirsdóttir selló, Árni Rúnar Kjartansson selló, Hildur Jónsdóttir selló, Inga Harðardóttir selló, Sólrún Sumar- liðadóttir selló og Bjarni Benedikt Björnsson kontrabassi. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Tímarit • ÚT er kominn 5.-6. árgangur ís- lenskra félagsrita, Tímarits Félags- vísindadeildar Háskóla íslands. Rit- stjóri heftisins er dr. Svanur Krist- jánsson, prófessor í stjómmálafræði. Sex höfundar eiga greinar í tíma- ritinu að þessu sinni. Arnór Guð- mundsson félagsfræðingur skrifar um atvinnuþátttöku kvenna og at- vinnuleysi á íslandi. Friðrik H. Jóns- son sálfræðingur um ímynd stjóm- málamanna. Helgi Gunnlaugsson fé- lagsfræðingur um félagsfræði á framhaldsskólastigi. Auður Styrk- ársdóttir stjómmálafræðingur skrif- ar um kvennaframboð á íslandi og erlendis. Stefanía Júlíusdóttir bóka- safnsfræðingur skrifar um mannafla í bókasöfnum á íslandi. Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðingur skrifar um lýðræði og sveitarstjórnir. Loks skrifar Jón Hnefill Aðalsteins- son þjóðháttafræðingur athugasemd er ber heitið tjóðfræðileg rannsókn á íslendingasögum. íslensk félagsrit er 163 bls. að lengd ogfæst íhelstu bókaverslun- um. Háskólaútgáfan sér um dreif- ingu ritsins sem kostarkr. 1.490. Fjölbreytni málverksins MYNDLIST Hafnarhúsið við Tryggvagötu MÁLVERK SAMSÝNING Opið daglega kl. 14-18 til 14. mai. Aðgangur ókeypis. SÝNINGARSALURINN í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu vakti nokkra athygli þegar hann var opnaður fyrir nokkram áram. Listunnendur gerðu sér vonir um að með fleiri góðum sölum væri framundan aukinn kraftur í sýn- ingarhaldi í höfuðborginni, og þar með bjartari framtíð með öflugri myndlist og menningarlífl. Því miður gengu þessar vænt- ingar ekki eftir - hinn efnahags- legi grunnur reyndist ekki til stað- ar þegar á reyndi í því ástandi, sem þjóðin hefur búið við undan- farin ár. Þessi ágæti salur í Hafn- arhúsinu hefur því ekki verið í stöðugri notkun sem vettvangur myndlistar, þó hann hafi verið mótaður fyrir slíkt; vonandi verður þama tekin upp regluleg sýningar- starfsemi á ný fyrr en seinna. Ýmsar sýningar hafa þó verið settar þarna upp undanfarin miss- eri, og nú stendur yfír í þessum sal samsýning, sem er um margt nokkuð sér á báti. Hér hafa tekið höndum saman tíu listamenn, sem allir luku námi frá málunardeild Myndlista- og handíðaskóla ís- lands 1988 (ein undantekning - námslok 1989), og sýna hér ein- göngu málverk. Þessi forsaga er athyglisverð fyrir ýmissa hluta sakir. A síðasta áratug var kenningin um að mál- verkið væri dautt ef til vill meira áberandi en á öðrum tíma, og list- nemar lögðu sig frekar eftir hug- myndalist og fjöltækni en hinum hefðbundnu miðlum. Það hefur því aðeins verið staðfast áhugafólk um málverkið, sem lagði sig eftir þeim miðli; einstaklingar sem höfðu trú á framtíð málverksins í myndlistinni, og töldu sig jafn- framt geta haft eitthvað fram að færa á þeim vettvangi. Þessi hópur sýnenda hefur verið misjafnlega virkur frá því námi lauk. Sumir hafa sótt frekara nám erlendis, og nokkrir hafa verið drjúgir við sýningarhald síðustu ár, og jafnvel náð að skapa sér nokkurt nafn á vettvangi listarinn- ar nú þegar. Aðrir hafa lítið látið á sér bera, en þó greinilega haldið sig við listina á eigin forsendum. Það er athyglisvert að velta fyr- ir sér þeirri fjölbreyttu tækni og nálgun við viðfangsefnin, sem má fínna í þessum hópi skólafélaga. Verkin spanna fjölbreytt svið, þar sem flestir ættu að finna eitthvað við sitt hæfí, allt frá fínlegum vatnslitamyndum Erlu Sigurðar- dóttur, bamslegri teikningu og litagleði Ásdísar Kalmann og dauðhreinsuðum Iandslagsflötum Torfa Ásgeirssonar, til áferðamik- illa verka Margrétar Sveinsdóttur, djúpra borgarvirkja Magnúsar S. Guðmundssonar og hinna svörtu bylgjuhreyfínga Guðrúnar Einars- dóttur. Þar á milli má fínna regn- mynstur lífsins í verkum Sesselju Bjömsdóttur, hugmyndafræðileg- ar pælingar Ólafs B. Guðjartsson- ar, samsett og létt verk Hjördísar Bergsdóttur og expressionisma Iðunnar Thors. Sum þessara verka draga at- hyglina að sér öðrum fremur, og einstaka eru nú þegar kunnugleg, t.d. verk Guðrúnar Einarsdóttur, sem hafa vakið nokkra athygli undanfarin ár. Hér er þó tæpast ástæða til að rekja einstök dæmi frekar að sinni, enda af nógu að taka. Heildin er hins vegar vel til þess fallin að vekja athygli á fjöl- breytileik málverksins, sem vissu- lega lifír enn góðu lífí meðal yngri sem eldri listamanna, þrátt fyrir allar hrakspár um hið gagnstæða. Það eru líka algild sannindi í myndlistinni að það er ekki miðill- inn sem skiptir öllu máli, heldur hvað listamaðurinn hefur fram að færa, og hvemig honum tekst að koma því til skila til áhorfenda. Gildi myndverks felst nefnilega ekki aðeins í eiginleikum verksins, heldur öðru fremur í áhrifum þess á þann sem leitast við að njóta listarinnar á persónulegan hátt. Eiríkur Þorláksson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.