Morgunblaðið - 10.05.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 10.05.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ 1995 21 AÐSENDAR GREINAR Um konur og völd FRAMSOKNAR- FLOKKURINN er kominn með tvo þing- menn í Reykjavík og tvo þingmenn á Reykjanesi. Einn af fimm ráðherrum Framsóknarflokksins í helmingaskiptastjórn- inni er kona. Þing- flokksformaður Fram- sóknarflokksins er kona. Formaður Sjálf- stæðisflokksins, for- sætisráðherrann, lýsir því yfir að konum í Sjálfstæðisflokknum sé launajafnrétti meira virði en ráð- herrastólar. Mann undrar ekki lengur velgengni Framsókn- arflokksins. Þurftu konumar í Sjálfstæðisflokknum að skipta á þessu stefnumiði ríkisstjómarinnar og ráðherrastólum? Kannanir sem sýna að launa- jafnrétti er einungis í orði en ekki á borði koma konum ekki á óvart og þær ættu heldur ekki að koma körlum á óvart. Þegar öllu er á botninn hvolft eru það nær alltaf karlar sem ákveða launin og út- deila tækifærunum til að afla þeirra. Þær konur sem hafa jafn há útborguð laun (þ.e. föst laun og sporslur hvers konar) og karlar þurfa að hafa sig alla við, vera sífellt á verði til að ekki sé gengið á hlut þeirra. Þær eru almennt kallaðar frekjur og stundum er sagt að skapgerð þeirra sé gölluð. Hinar eru hlunnfarnar. Karlarnir viðurkenna þetta auðvitað ekki, þeir eru nefnilega margir sem hugsa eins og forsætisráðherrann. Þeir þekkja konur og vita hvað þær vilja; konur vilja frekar hafa blóm á skrifstofunni en fá hátt kaup, konur meta andann á vinnustað meira en hátt kaup, konum leiðast fundir, þess vegna fá karlarnir launuðu nefndarstörfin, svo em karlarnir líka fyrirvinnur og kon- urnar bara úti að vinna til að hitta fólk. Oft er reynt að telja okkur trú um að við fáum eitthvað af því að við erum konur. Það er bull. Við Valgerður Bjarnadóttir komumst áfram á eig- in verðleikum þrátt fyrir að við erum kon- ur. Við komumst bara áfram þegar ekki er lengur hægt að ganga fram hjá okkur. Við búum við karlaveldi. Karlarnir eru ósam- mála um margt, en þeir eru sammála um að halda veldi sínu, það gera þeir með að halda okkur niðri. Þeir búa til leiktjöld og láta líta svo út sem ástand- ið hafi breytzt til betri vegar, en það eru sjónhverfingar. Kona sem stýrir skrifstofu sem kvenfé- lög frá aðildarríkjum ESB reka hér í Brussel, segir eftirfarandi sögu: Hún er bjartsýn, henni virðist allt horfa til betri vegar um áhrif kvenna. Konurnar í Evrópuþinginu eru orðnar nær 25% þingmanna, í nýrri framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins eru 5 konur og 15 karlar, í þeirri síðustu voru 16 karlar og ein kona. Þó fáar konur séu í röðum æðstu embættismanna Evrópusambandsins, þá eru konur á skrifstofunum sem fást við þau mál sem konur hafa til þessa sýnt mestan áhuga. Þegar skrifstofu- stjórinn á viðskipti við Evrópusam- bandið skiptir hún því oftast við konur eða konuvæna karla, hún er því eins og fyrr sagði frekar á því að kvennabaráttan sé að skila ssssssssssss^ Bómullarpeysur | oq skyrtur nýtt merki barnafötum 1&»ð.s INDUSTRY 1&»9.s INDUSTRY - Gæði a aoðu verði - ÉN.01ABÖRNÍN I Bankastrœtl 10 • súní 552-: 'ssssssssssss Eg þakka systkinum mínum, öllum vinum og vandamönnum, nœr og fjœr, sem glöddu mig í tilefni sjötugsafmœlis míns, fyrir mikils metnar kveðjur, gjafir, heimsóknir og góðar óskir. Guð blessi ykkur öll. Sigríður Inga Sigurðardóttir frá Skuld í Vestmannaeyjum. RÍKISÚJVARPIÐ Tónlistarmenn og tónlistarnemar! Frestur til að senda þátttökutilkynningar og hljóðsnældur vegna TónVaka-keppninnar 1995 rennur út 15. maí. ✓ Tónlistarráðunautur Utvarps, Efstaleiti 1, 150 Reykjavík. árangri. Svo er henni boðið til kvöldverðar sem haldinn er i tilefni mikilvægrar ráðstefnu sem haldin var hér í borg. í veizlunni voru þeir sem völdin hafa: varaforseti Bandaríkjanna, belgískir ráðherr- ar, ráðherrar og háttsettir embætt- ismenn fyrirtækja, samtals um 350 manns. Skrifstofustjóranum brá í brún þegar hún gekk inn í veizlu- salinn og bjartsýni hennar og- ánægja með árangur kvennabar- áttunnar hvarf eins og dögg fyrir sólu. Salurinn var fullur af grá- hærðum miðaldra körlum í teinótt- um jakkafötum, konurnar í veizl- unni voru innan við 10. Þar voru saman komnir þeir sem hafa völd- in, þegar að völdunum kemur er lítið pláss fyrir konur hvort heldur er hér úti í heimi eða heima á ís- landi. Það er væntanlega langt þangað til að raunverulegt jafnrétti mun Það er ekkert einkamál sjálfstæðiskvenna, segir Valgerður Bjárna- dóttir, hvort ráðherr- arnir eru konur eða karlar. ríkja á milli karla og kvenna. Ein forsendan fyrir að það verði nokkru sinni er að konur komizt í valda- stöður. Allir stjórnmálaflokkarnir þykjast aðhyllast jafnrétti kvenna og karla, konur eiga þess vegna heimtingu á að stjórnmálaflokk- arnir færi þeim völd. Ráðherrar hafa völd, þess vegna ber stjórn- málaflokkunum að setja konur í þau embætti. Það er ekkert einka- mál sjálfstæðiskvenna hvort ráð- herrarnir eru konur eða karlar, það kemur öllum íslenzkum konum við. Ríkisstjórnin er nefnilega ekki rík- isstjórn sjálfstæðisfólks eingöngu heldur þjóðarinnar allrar. Klisjan um að konur eigi ekki að fá störf eða völd „bara af því að þær eru konur“, var búin til af klókum karli til að sleppa við samkeppni kvenna. Við megum ekki láta glepjast af svoleiðis klisjum. Við megum ekki láta telja okkur trú um að við getum linnt baráttunni af því að staða okkar er betri en mæðra okkar. Við verðum að tryggja að dætur okkar eigi jafn mikla möguleika á að komast til æðstu valda og synir okkar, það er ekki þannig í dag. Kannski er Kvennalistinn þegar öllu er á botninn hvolft nauðsyn- legt afl i þjóðfélaginu, ekki til að predika mæðrahyggju eða málstað hinnar hagsýnu húsmóður, heldur til að bjóða karlrembunum byrg- inn. Víst er að flaggskip gamla fjórflokksins stendur sig illa í þessu mikilvæga mannréttindamáli, það finnst ábyggilega fleirum en mér illa komið fyrir Sjálfstæðisflokkn- um þegar Framsóknarflokkurinn í samanburðinum virðist bera nafn með rentu. Höfundur er starfsmaður EFTA í Brussel. Nú en tækifæri að eignast nýtt myndbandstæki á frábæru HM verði! staðgreitt mm ifi VCR-555 Tveggja hausa myndbandstæki Fullkomin fjarstýring. Myndleitun á tvöföldum hraSa. Fjögura vikna innsetning á upptöku, á átta mismunandi stöðvum. Sjálfvirk hreinsun á myndhaus. Afborgunarverö kr. 33.222,- iORION VH-1105 • Tveggja hausa myndbandstæki • Fjarstýring meS aðgerSaupplýsingum. • Scart inntenging • BúnaSur sem breytir upptökutíma ef breyting verður á dagskrá„Show View" • Sjálfvirk hreinsun á myndhaus. Afborgunarverb 10.950,- staðgreitt kr. 43.100.- 40.500,- staðgreitt ; ,Ti.ísíilS í iORION VH-1406 • Tveggja hausa myndbandstæki • Fjarstýring meS aSgerSaupplýsingum. • Scart inntengi • BúnaSur sem breytir upptökutíma ef breyting verSur á dagskrá „Show View" • Sjálfvirk hreinsun á myndhaus. Afborgunarverö kr. 45.500.- iORION VH-1505 • Fjögurra hausa myndbandstæki • Fjarstýring með aðgerðaupplýsingum. • 2x Scart inntengi-úttengi • Jog hjól vegna leitunar • Búnaður sem breytir upptökutíma ef breyting verður á dagskrá „Show View" • Hæg upptaka og spilun (Long play) Afborgunarverö kr. 53.962.- jMk ' Myndbandstæki á frábæru HM verdi! BRÆÐURNIR PJOKMSSCKHF Lágmúla 8, Sími 553 8820 Umbobsmenn um allt land Reykjavík: Heimskringlan, Kringlunni.Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi, Kf. Borgfiröinga, Borgarnesi.Blómsturvellir, Hellissandi. Vestflrölr: Rafbúö Jónasar Þór, Patreksfiröi. Rafverk.Bolungarvík.Straumur.ísafiröi. Noröurland: Kf. V-Hún.,Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Skagfiröingabúö.Sauöárkróki. KEA hljómdeild, Akureyri.KEA.Dalvík. Kf. Þingeyinga, Húsavík. Austurland: Sveinn Guömundsson, Egilsstööum. Stál, Seyöisfiröi. Verslunin Vík, Neskaupsstaö. Kf. Fáskrúösfiröinga, Fáskrúösfiröi. KASK, Höfn Suöurland: Kf. Rangæinga, Hvolsvelli. Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Brimnes, Vestmannaeyjum. Reykjanes: Stapafell, Keflavík. Rafborg, Grindavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.