Morgunblaðið - 10.05.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.05.1995, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Að trúa á sjálfan sig ÞAÐ er með ólíkindum, hvað sum- ir geta verið blindir á eigin getu. Tilefni þessarar fullyrðingar og kveikjan að þessari grein voru eftir- farandi hugleiðingar í leiðara dag- blaðsins Tíminn 4. maí sl.: „Þótt samstaða sé um að halda fískveiðum frá erlendri fjárfestingu, gæti verið nauðsynlegt að búa svo um hnútana að völ sé á erlendu áhættufjármagni í fullvinnslu sjáv- arafurða. Fyrir þessa grein gæti verið eftirsóknarvert að fá aðila til samstarfs, sem búa yfir markaðsað- stöðu og tækniþekkingu sem nýtist í þessari starfsemi. Nauðsyn ber til að búa svo um hnútana að þetta stangist ekki á við það markmið að fiskveiðarnar sjálfar séu á forræði íslendinga. Markmiðið með að laða að erlenda fjárfestingu hlýtur fyrst og fremst að vera að styrkja grundvöll fyrir- tækjanna í landinu og auka atvinnu, og það ætti að vera keppikefli að fá fjármagn og markaðs- og tækni- þekkingu inn í landið. íslenskt efna- hagslíf er háð útflutningi vegna lít- ils heimamarkaðar. Sá markaður freistar ekki erlendra fjárfesta, svo að útflutningsstarfsemi hlýtur að vera verkefni þeirra sem fjárfesta hér á landi.“ Sama dag, sem þessi leiðari birt- ist, hófst aðalfundur stærsta útflutn- ingsfyrirtækis íslendinga, Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna. Þar kem- ur m.a. fram að aldrei fyrr í sögu þessa farsæla fyrirtækis, hefur það náð jafn glæsilegum árangri. Arið 1994 seldi félagið 121.700 tonn af afurðum fyrir um 28,4 milljarða króna (CIF). Frá árinu á undan er um 32% aukningu að ræða í magni og 34% í verðmæti. Á sínu sviði ber SH ægishjálm yfír önnur íslensk fyrirtæki og á erlendum vettvangi er SH viðurkennt fyrirtæki á heims- mælikvarða og eftirs: óttur viðskiptaaðili. I dollurum mælt var sala SH 1994 um 452 millj- ónir (miðað við kaup- gengi dollarans 3. maí sl. kr. 62,84). Það þykir mikið erlendis. Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna var stofnuð árið 1942 af 15 frystihúsamönnum, sem byggðu framleiðslu sína fyrst og fremst á bátafiski. Á þessum tíma sigldu togararnir með aflann til Bret- lands, þar sem hann var seldur ísaður og fersk- Guðmundur H. Garðarsson ur. Þótt stofnendur SH væru raun- sæir athafnamenn, voru ýmsir for- ystumenn þeirra miklir hugsjóna- menn, sem tóku mikla áhættu með því að ryðja nýjar brautir í fram- leiðslu og sölu frystra sjávarafurða. Stofnun SH og öll gerð fyrirtækisins var meistarastykki í vissum skilningi eins og framvinda mála átti eftir að sýna og sagan hefur staðfest. SH varð- strax framsækið fyrirtæki, sveigjanlegt en jafnframt hæfilega íhaldssamt. I aðalfundarræðu 1963 sagði þá- verandi og fyrsti formaður SH, Elías Þorsteinsson, m.a. eftirfarandi í setningarræðu: „Það voru þeir Ólafur Þórðarson frá Laugabóli og Einar Sigurðsson frá Vestmannaeyjum, sem beittu sér fyrst og fremst fyrir stofnun þessara samtaka og má því segja, að þeir séu feður að þessum félagasamtök- um. Og ég tel, að það hafi verið mikið happaspor, sem þessir menn stigu og ákvað ég að fylgja á eftir.“ Þessi orð, hins vitra og gætna formanns SH, sem hafði forystu fyr- ir stjóm þess svo til óslitið fyrstu 22 árin í starfssögu SH, sem sögð voru fyrir 32 árum reyndust orð að sönnu. Það verður eigi ofsagt, þótt hér sé bætt við, að SH reyndist meira en happaspor, SH var gæfuspor fyrir íslenska fiskframleið- endur og þjóðina í heild. Segja má að saga fyrirtækisins hafí verið samfelld sigurganga með nokkrum sveiflum, sem rekja má til ytri aðstæðna. Árangur ársins 1994 heima fyrir og erlendis, sannar það enn einu sinni. En hvers vegna hefur svo vel til tekist sem raun ber vitni? Svar við þeirri spurningu felur í sér mikla og flókna söguritun, sem spannar yfír hálfa öld í atvinnusögu íslendinga. Útilokað er að gera því efni skil í blaðagrein, en upp úr standa nokkr- ar grundvallarstaðreyndir, sem allar geta heyrt undir fyrirsögnina: Að trúa á sjálfan sig. Hvað felst í þessari setningu í rökréttu samhengi við árangursríkt sölustarf SH? Þegar hefur verið vikið nokkuð að stofnun og félagsformi, sem hef- ur tekið sjálfsögðum og eðlilegum breytingum í samræmi við þarfír eigenda, frystihúsanna, og breyting- ar í starfsumhverfi. Grundvöllur SH sem sölufyrirtækis hvíldi á fram- leiðslu frystihúsanna, sem voru í eigu íslendinga. Þeir, frystihúsaeig- endur, réðu yfir rekstri og fram- leiðslu og höfðu lokaorðið um hvað skyldi framleitt hverju sinni. í hönd- um þessara manna, frystihúsaeig- enda, hvíldi lokaábyrgðin um skipt- ingu tekna og myndun eigna vegna þessarar atvinnustarfsemi. Því mið- Hvers vegna hefur svo vel til tekist sem raun ber vitni í rekstri SH? Guðmundur H. Garð- arsson segir það felast í því að trúa á sjálfan sig. ur bjuggu frystihúsin oft á tíðum við erfíðar starfsaðstæður vegna rangrar, ef ekki neikvæðrar afstöðu stjórnvalda til þessarar atvinnu- greinar. En þrátt fyrir það stóðst hraðfrystiiðnaðurinn áföllin. Sölu- samtök eins og SH áttu ríkan þátt í þeirri varnarbaráttu. Hæfir fram- kvæmdastjórar, heima fyrir og er- lendis, komu þar mjög við sögu, sem og gott starfsfólk. A öllum stigum frá veiðum til vinnslu og úti á mörkuðum voru það íslendingar sjálfir sem höfðu foryst- una. Á ýmsum stigum var að sjálf- sögðu góð samvinna við erlenda aðila. Víða var og er stuðst við þekk- ingu þeirra og reynslu. Slíkt er óhjá- kvæmilegt, ef góður árangur á að nást, en velmenntaðir íslendingar, eigendur sem starfsmenn, höfðu lokaorðið, þar sem máli skipti. Út- gerðin, fiskiðjuverin, fiskiðnaðar- verksmiðjur og sölufyrirtæki voru í eigu íslendinga sjálfra. Þeir lögðu fram eigið fjármagn og tóku lán innanlands sem erlendis til uppbygg- ingar sölukerfa og alhliða starfsemi því tengdu. Árangurinn svarar fyrir sig sjálfur SH er öflugt sölufyrirtæki með vel rekin dótturfyrirtæki á eftirsótt- ustu fískmörkuðum heims: Sala 1994, millj. Coldwater Seafood Corp., Bandaríkin $ 187 Icelandic Freezing Plants Ltd., Bretl. GBP 56,4 Icelandic Freezing Plants Handels GmbH, Þýskaland DM 132 Icelandic France S.A., Frakkl. FRFR 265 Tókýó-skrifstofa SH, Japan jen 12.000 Hjá þessum dótturfyrirtækjum SH erlendis störfuðu árið 1994 rúm- lega 1.100 manns, auk tuga umboðs- aðila á mörkuðum viðkomandi landa. Þetta er eitt sterkasta og öflugasta sölunet í heiminum fyrir frystar sjáv- arafurðir. Á aðalfundi SH 1995 kom m.a. eftirfarandi fram: Coldwater Seafood Corp. hefur í áratugi verið forystufyrirtæki á sínu sviði í Bandaríkjunum. Forstjóri CSC, Magnús Gústafsson: Gæðin eru forsenda árangurs. IFPL, England, forstjóri Agnar Friðriksson: Aukin hlutdeild á breska markaðnum. Þróun á traust- um grunni. IFPG, Þýskaland, framkvæmda- stjóri, Kristján Hjaltason: Við erum stærsti seljandi karfaafurða í Evr- ópu. IFSA, Frakkland, framkvæmda- stjóri, Lúðvík B. Jónsson: Við erum einn af stærstu seljendum frystra sjávarafurða til veitingahúsa og mötuneyta. Tókýó-skrifstofa, Japan, fram- kvæmdastjóri, Jón Magnús Krist- jánsson: 1994 metár hjá SH í Tókýó, SH seldi 42.000 tonn af ýmiss konar sjávarafurðum fyrir um 7,1 milljarð íslenskra króna. Hagnaður SH og dótturfyrirtækja árið 1994 var 624 milljónir króna, þá er þegar búið að greiða hagstæð- ustu skilaverð til framleiðenda sem eru í viðskiptum við SH. Eigi þarf að fjölyrða frekar um gott ár hjá SH árið 1994, en að baki þess eru íslenskir fiskframleið- endur og íslenskir starfsmenn, sem hafa mikla markaðsþekkingu og hæfileika til að framkalla glæsilegan árangur. Þetta er í anda upphafsmann- anna, athafnaskáldanna eins og skáldið Matthías Johannessen orðaði svo vel á sínum tíma. Þeir trúðu á sjálfa sig. Það gera allir góðir og framsæknir íslendingar. Höfundur er fyrrverandi alþingismnður. Við viljum Jón Múla aftur Stórkostlegur niðurskurður á framlagi Reykjavíkur- borgar til Vinnuskólans RÍKISÚTVARPIÐ hrakti ný- lega einn virtasta og vinsælasta útvarpsmann landsins út um dyrnar í Efstaleitinu. Eftir sitjum við hlustendur með sárt ennið. Jón Múli Ámason komst að því að mönnum var mismunað í launagreiðslum fyrir þáttagerð; hann fékk minna fyrir jassþætti sína en aðrir fyrir sambærileg störf. Þegar yfírmenn Ríkisút- varpsins neituðu að leiðrétta þetta ranglæti var Jóni Múla skiljanlega svo misboðið að hann gat ekki annað en gengið út. Getur þetta talist siðleg fram- koma við fagmann í slíkum gæðaflokki sem Jón er - og sem starfað hafði nærri hálfa öld við Ríkisútvarpið? í árdaga sjónvarps í Banda- ríkjunum þótti Milton Berle hafa slík tök á miðlinum að hann var útnefndur Mister Television. Ég er ekki í nokkrum vafa um að hefði Jón Múli verið Bandaríkja- maður hefði hann hlotið titilinn Mister Radio. Slík er fagmennska hans og færni. Nú er hljómþýð rödd hans þögnuð á öldum ljósvakans. Hann er ekki lengur leiðsögu- maður okkar hlustenda um töfra- heima jasstónlistarinnar, þar sem hann miðlaði af yfirgripsmikilli þekkingu sinni, smekkvís og skemmtilegur. Ríkisútvarpið skuldar okkur dyggum hlustendum Jóns Múla Árnasonar skýringar. Hér með er óskað eftir þeim. Vilhelm G. Kristinsson, útvarpshlustandi. í FJÁRHAGSÁÆTLUN R-listans í vetur var augljóst að hvetju stefndi, varðandi framlag Reykjavíkurborgar til Vinnuskóla Reykjavíkur. Miðað við árið 1994 þurfti 185 milljóna króna framlag, ef starfsemi skólans yrði óbreytt í ár, þ.e. 2.500 ungling- ar 14 og 15 ára fengju vinnu í átta vikur í sumar. Fljótlega kom í ljós hvað R-listinn ætlaði sér. Niðurskurð allt að 40%. í fjárhagsá- ætlun í ár var sett 110 milljóna króna framlag til skólans. Þegar menn fóru að vinna með þess- ar 110 milljónir króna kom í ljós að útilokað var að starfrækja skól- ann með þessa fíárhæð. Þegar upp er staðið og miðað við þær tillögur sem búið er að sam- þykkja, þarf R-listinn að sækja um til borg- arráðs viðbótarframlag til að uppfylla eigin til- lögur, 1994 var Vinnu- skólinn starfræktur í átta vikur, vinnutími unglinganna var, í yngri hópnum (14 ára), fjórar klst. á dag fimm daga vikunnar. Fyrir þetta fengu þeir í lauh 26.864 krónur. Eldri hópurinn (15 ára) vann helm- ingí lengur á dag eða átfa klst., fímm daga vikunnar. Laun voru 60.893 kr. fyrir átta vikria vinnu. Samkvæmt þeirri tillögu sem nú hefur verið samþýkkt í stjórn Vinnu- skólans, á bæði að stytta vinnutíma unglinganna hvem dag og fækka vinnuvikunum. Gert er ráð fyrir að laun fyrir yngri hópinn skerðist um ca 35% miðað við 1994 eða í ca 17.500 kr. fyrir tímabilið, og í ca 38.000 kr. fyrir eldri hópinn. Þá verð- ur leiðbeinendum fækkað úr ca 140 í 100. Ráðnir hafa verið að mestu háskólanemendur og munu þessar ráðstafánir ekki bæta atvinnuástand- ið á þeim bæ. Það sem er alvarlegast, er að for- eldrar þessara 2.500 unglinga sem gera má ráð fyrir að sæki um vinnu í skólan- um, hafa ekki fengið neitt að vita um þessar ráðstafanir fyrr en um síðustu mánaðamót. Þetta hlýtur að hafa mikil áhrif, bæði hvað varðar hinn félagslega og fjárhagslega þátt fjölskyldunnar. Við sjálfstæðismenn fluttum tillögu fyrir tveimur mánuðum, þess efnis að starfsemi Vinnuskólans yrði óbreytt í ár og tíminn fram að næsta skólaári yrði notaður til að skoða nánar þessar breytingar og jafnframt að kynna þær með góðum fyrirvara. Því miður var þessi tillaga felld af R-listamönn- um. 19. apríl sl. áður en endanleg til- laga R-listans um starfstíma ungl- inganna var samþykkt lögðu sjálf- stæðismenn í stjórn Vinnuskólaris fram eftirfarandi tillögu: 1. Viðvera unglinganna skal vera átta vikur, á tímabilinu júní-ágúst. 2. Vinnutími skal að jafnaði vera fjórar klst.' á dág, fyrir yngri .hópinn, en átta klst. á dag fyrir eldri hópinn. 3. Starfstími yngri hópsins verði frá kl. 08.00-12.00 eða kl. 13.00- 17.00, frá mánudegi til föstudags. R-listinn ræðst á garð- inn þar sem hann er lægstur, segir Hilmar Guðlaugsson, með því að vega að Vinnuskóla Reykjavíkur og starfs- möguleikum unglinga. Stundarhlé skuli vera 30 mínútur. Starfstími eldri hópsins verði frá kl. 08.00-16.00, frá mánudegi til föstu- dags. Stundarhlé skuli vera 30 mín- útur, tvisvar á dag. 4. Hluta úr degi í viku hverri skal nota til fræðslu. Ofangreindri tillögu sjálfstæðis- manna var hafnað. Með þessum breytingum á starf- semi Vinnuskólans er R-listinn að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur. Að mínu áliti hefði verið hægt að spara á einhveijum öðrum sviðum. T.d. á að auka fræðslustarf- semi í skólanum verulega. Það er að sjálfsögðu hið besta mál, en það kostar peninga, eins og þetta er hugsað. . : Niðurstaðan er þessj: Það er verið að skerða laun unglinganna í Vinnu- skóla Reykjavíkur um 35% og það er verið að fækka leiðbeinendum við skólann um rúm 30%. Var ekki lofað fyrir einu ári að auka atvinnu í borg- inni? Er þetta leiðin? Höfundur er borgarfulltrúi og í stjórn Vinnuskólans. =Frilel djúpsteikingarpottana Sérhannaðir pottar fyrir heimili sem steikja eins og pottar á veitingastöðum. Helstu kostir: Olian brennur ekki og hún endist þrisvar sinnum lengur. 18/10 3tál í potti - engin tæringfrá áli. Frönsku kartöflumar verða , stökkar og fallegar. _. ! Auðveld þrif. " ' •( Ytra byrði hvítt eða stál. Stærðir: 2, 3, 3.5 og 4lítra. Verð frá aðeins kr. 9.900. Einar M! ' Farestveit&Co.hf. Borgartúni 28 B 562 290I og 562 2400 Hilmar Guðlaugsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.