Morgunblaðið - 10.05.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 10.05.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ 1995 25 >ING MJÓLKURSAMLAGS BORGFIRÐIIMGA rinnar er gert in verður. oðað? Kaupfélagi Borgfirðinga. „Það má líka hafa í huga að ráðherra skrifaði undir úreldinguna með ákveðnu skilyrði um tryggingu sem var ekki í samkomu- lagi kaupfélagsins við mjólkursamsöl- una,“ sagði Gunnar og útilokaði ekki að þetta gæti veitt undankomuleið til þess að rifta samkomulaginu. „Eg get ekkert um þetta mál sagt annað en að það er stjórnarfundur hjá kaupfé- laginu næsta föstudag," sagði hann. Margir hafa lýst undrun á því hve seint Páll Kr. fór af stað með hug- myndina um stofnun hlutafélagsins. „Fyrstu viðræður við Kaupfélag Borg- firðinga fóru fram síðastliðið haust- þar sem ég ræddi við kaupfélagstjóra og stjórnarmenn kaupfélagsins," segir Páll um tímasetninguna hjá Sól. „Þá kom í ljós að þetta var ekki talinn vænlegur kostur á þeim tíma. í fram- haldi af því hef ég verið með mikla vinnu í gangi þar sem ég notið aðstoð- ar mjög reyndra lögfræðinga. Eg reyndi að koma sjónarmiðum mínum á framfæri við fyrri stjórnendur í land- búnaðarráðuneytinu, en það má segja að það hafi orðið til ákveðinn mögu- leiki á opnun málsins með nýjum ráð- herra.“ Of seint hjá Sól „Það má kannski segja að við höfum ekki komið nógu skýrt fram með hug- myndir okkar fyrr en nú. Fyrir því eru ákveðnar ástæður, en mér finnst það ekki réttlæta að neita að skoða þenn- an kost. Það hefði ekki tekið nema kannski tvær vikur,“ sagði Páll. Þórarinn V. Jónsson, stjórnarfor- maður Kaupfélags Borgfirðinga, seg- ir 100% öruggt frá sínum bæjardyrum séð að af úreldingunni verði. „Ef Sól hefði komið fyrr fram með tilboð sitt hefði málið hugsanlega horft öðru- vísi. Ég er hins vegar persónulega á móti því að reka fleyg í samstarfið við mjólkurframleiðendur og ég hugsa að það sé viðhorf nokkuð margra mjólkurbænda hér. Við höfum dýr- keypta reynslu af sundraðri stöðu í kjötiðnaði og við myndum hugsa okk- ur um tvisvar áður en við sundruðum samstarfi í mjólkuriðnaði," sagði Þór- arinn. Hvað kemur í staðinn? Áður hefur komið fram að mjólk- urinnviktun, mjólkureftirlit, vörudreif- ing og önnur starfsemi, s.s. pizzugerð og áfengisátöppun, verður áfram í Borgarnesi eftir úreldinguna. Þá verð- ---------- ur nýja hlutafélagið jr telja væntanlega stofnað í | skoða næstu v^u. Hlutverk fé- i Sólar la-g-sins verður að efla at- vinnustarfsemi á svæðinu . og hefur ýmislegt verið nefnt til sögunnar, m.a. pökkun á vatni til útflutnings. Um 40 manns vinna hjá MSB og að sögn Þóris Páls halda 25 þeirra óbreyttri vinnu áfram, en 15 þarf að skapa nýja atvinnu. Hús og tæki MSB verða auglýst til sölu eftir úreldinguna um næstu ára- mót, en samkomulag er um að hið nýja hlutafélag kaupi eignirnar. Að- spurður hvað gerðist ef utanaðkom- andi aðili gerði tilboð sagði Þórir Páll að slíkt yrði skoðað. Menn ættu þó síður von á því, enda mikið ónotað atvinnuhúsnæði í Borgarnesi. Starfsmenn efast um réttmæti að- gerðanna Morgunblaðið/Þorkell STARFSMENN Kaupfélagsins í Borgarnesi leggja áherslu á að úr því sem komið er þurfi menn að einbeita sér að upp- byggingu á nýju fyrirtæki sem komi í stað Mjólkursamlagsins. Andstaða er í Borgamesi við áform um að hætta mjólkurvinnslu í Mjólkursamlagi Borg- firðinga. Margir þeirra sem Egill Ólafsson Það hefði hins vegar greinilega verið þrýst á landbúnaðarráðherra að klára málið. Halldór sagði ekki víst að tilboð Sólar hefði verið aðgengilegt. Það hefði hins vegar ekki verið skoðað, að því er hann best vissi. ræddi við í Borgarnesi, eru reiðir þeim sem stóðu að tillögu um að samlaginu yrði lokað og sú reiði beinist ekki síst að Kaupfélaginu. Verðum að snúa okkur að uppbyggingu nýs fyrirtækis „Starfsmenn efast margir hveijir um að þetta séu réttar aðgerðir. Marg- ir eru þeirrar skoðunar að það mætti hagræða á annan hátt, en það eru auðvitað bændur, eigendur fyrirtækis- ins, sem ráða ferðinni í þessu máli. Það er hins vegar komin niðurstaða í málið og nú þurfa menn að horfa fram á við og vinna að áframhaldandi at- vinnuuppbyggingu. Ég vona bara að út úr því komi eitthvað raunhæft og hér verði áfram rekið öflugt fyrir- tæki,“ sagði Jón Guðmundsson, mjólk- urfræðingur og framleiðslustjóri. Jón sagði að mjög margir Borgnes- ingar ættu erfitt með að sætta sig við að Mjólkursamlagið, sem væri 60 ára gamalt fyrirtæki og ein meginstoðin í atvinnulífi bæjarins, yrði lagt niður. Hann benti á að líkast til hefði í engu samlagi verið hagrætt eins mikið á síðustu árum eins og í Mjólkursamlagi Borgfirðinga. Þar væru framleiddar pítsur, grautar og áfengi. Öll þessi aukaframleiðsla tæki þátt í að greiða niður fastan kostnað í rekstri samlags- ins. Hann sagði að starfs- menn væru færðir til úr einni framleiðslunni í aðra eftir því sem markaðurinn kallaði á hvetju sinni. Af 44 stai... lönnum störfuðu um iiéTmingur við mjólk- urvinnslu. Jón sagði að með þessari viðbót væri hið stóra hús- næði Mjólkursamlagsins allvel nýtt í dag. Nýtingin hefði batnað enn nýlega þegar Rannsóknastofnun mjólkuriðnaðarins var flutt upp í Borgarnes. Mjólkurfræðingar í mestri óvissu Jón sagði að mjólkur- fræðingar væri sá hópur starfsmanna sem væri í mestri óvissu um störf sín. Hann sagði að tekið yrði áfram við mjólk frá bændum í hús- næði Mjólkursamlagsins þó mjólkur- vinnslu yrði hætt og mjólkureftirlit yrði sömuleiðis áfram í Borgarnesi. Nokkrir mjólkurfræðingar ættu kost á að fá vinnu við þau verkefni. Aðrir yrðu annaðhvort að leita sér að ann- arri vinnu hjá öðrum samlögum eða finna sér önnur störf í Borgarnesi. Jón sagði að stjórnendur Kaupfé- lagsins hefðu lýst því yfír að með nýrri atvinnustarfsemi í samlaginu væri stefnt að því að halda uppi óbreyttu atvinnustigi. Hann sagði að flestir vonuðu að þetta þýddi að allir núverandi starfsmenn gætu áfram fengið vinnu hjá nýju fyrirtæki. Tilboð Sólar kom of seint „Að mínu mati kemur tilboð Sólar hf. of seint. Þetta mál er búið að vera í undirbúningi í langan tíma og þegar tilboð Sólar kom var verið að ganga frá því. Hefði Sól komið með tilboðið í vetur þegar Kaupfélagið var að taka sínar ákvarðanir hefði það getað breytt einhveiju. Mér finnst hins vegar að menn hefðu alveg mátt gefa sér nokkra daga í að skoða tilboðið," sagði Sólrún Egilsdóttir, en hún sér um vín- framleiðslu Mjólkursamlagsins. Sólrún sagði að Ingibjörg Pálma- dóttir heilbrigðisráðherra hefði ákveð- ið að fresta gildistöku tilvísanakerfis- ins til að vinna sér tíma til að skoða málið. Hún sagðist telja að Guðmund- ur Bjarnason Iandbúnaðarráðherra hefði getað gert það sama í þessu máli. Sólrún var ein þeirra sem beittu sér nýlega fyrir því að farið var í kröfu- göngu um Borgarnes til að mótmæla tillögu um að Mjólkursamlagið yrði lagt niður. Hún sagði að starfsmönn- um hefðu komið svör Þórir Páls Guð- jónssonar kaupfélagsstjóra á óvart um að málið væri frágengið. Hún sagði að starfsmenn hefðu vonað allt fram í síðustu viku, að ekki yrði af áformum um lokun samlagsins. Höfum ekki fengið nægar upplýsingar „Við höfum ekki fengið að fylgjast nægilega vel með þessu máli. Okkur hefur t.d. aldrei verið sýnt fram á að lokun samlagsins leiði til þessarar hagræðingar sem verið er að tala um. Þetta hefur aldrei verið útskýrt fyrir okkur. Margir efast um að af þessu verði nein hagræðing. Maður er t.d. að heyra að lokun hér kalli á fjárfest- ingu annars staðar.“ Sólrún sagði að menn vonuðu að staðið yrði við yfirlýsingar um að allir starfsmenn Mjólkursamlagsins fengju vinnu áfram þó að mjólkurvinnslu yrði hætt. Ef starfsemi yrði flutt frá Reykjavík í Borgarnes mætti hins veg- ar búast við að nokkrir starfsmenn í Reykjavík misstu vinnuna. Óttast launalækkun Sólrún sagðist hins vegar óttast að þessi breyting leiddi til launalækkunar lijá verkafólki sem starfaði hjá Mjólk- ursamlaginu. Starfsfólk mjólkursam- laganna í landinu hefði svokallaðan vinnuskyldusamning, sem m.a. skyld- aði það til að vinna á laugardögum. Hún sagði að þessi samningur færði fólki um 12.000 krónur aukalega á mánuði. Búast mætti við að fólk missti þessar tekjur ef það færi að vinna hjá almennu matvælavinnslufyrirtæki. Staða þess yrði þá sú sama og starfs- fólks Áfurðasölunnar i Borgarnesi. Sólrún sagði að margir væru reiðir yfir þróun mála. Sú reiði beindist ekki síst að Kaupfélaginu, en hún sagðist gera sér grein fyrir að það væru bænd- ur sem hefðu tekið þessa ákvörðun. Hún sagðist hins vegar ekki vera sátt við hlut Kaupfélagsins í þessu máli. Erfitt fyrir mjólkur- fræðinga að fá vinnu „Ég veit ekki hvað mjólkurfræðing- ar gera. Þeir eiga eignir hérna og það er ekki hlaupið að því að selja. Maður veit heldur ekkert hvað er í boði ann- ars staðar,“ sagði Halldór Guðni Guð- laugsson, trúnaðarmaður mjólkur- fræðinga í Mjólkursamlaginu. Halldór er einn tíu mjólkurfræðinga hjá Mjólkursamlagi Borgfirðinga, sem fengið hafa uppsagnarbréf í hendur. Uppsagnarfrestur mjólkurfræðinga er 9 mánuðir og þess vegna var þeim sagt upp 1. febrúar sl. Aðrir starfs- menn, sem hafa þriggja mánaða upp- sagnarfrest, mega búast við að fá uppsagnarbréf í haust. Halldór sagði að mjólkurfræðingar hefðu enga tryggingu fyrir því að þeir gætu fengið vinnu hjá öðrum mjólkursamlögum þó að störf þeirra í Borgarnesi yrðu lögð niður. Hann sagði að hluti af verkefnum mjólkur- fræðinga í Borgarnesi yrðu flutt til annarra samlaga og því mætti búast við að einhverjir myndu leita eftir því að fá vinnu þar. Hann sagðist vera óánægður með ákvörðun kaupfélagsfundar um að leggja Mjólkursamlagið niður. Hann sagði að menn hefðu mátt gefa sér lengri tíma í að skoða tilboð Sólar. Málið er skaðlegt fyrir Kaupfélagið „Það hefur verið illa að þessu stað- ið allt frá upphafi. Það átti að fara fram allshetjar atkvæðagreiðsla meðal félagsmanna Kaupfélagsins. Það voru mistök að knýja það ekki fram. Ákvörðunin var tekin á fámennum fulltrúaráðsfundi,“ sagði Sveinn Guð- jónsson, bóndi á Stekkjarvöllum í Stað- arsveit. Sveinn sagði það ekki rétt að það væru eingöngu bændur. sem hefðu tekið ákvörðun um að leggja Mjólk- ursamlagið niður. „Borgnesingarnir sjálfir höfðu þetta í hendi sinni. Ég er fulltrúi á aðalfundi Kaupfélagsins og i haust var haldinn fulltrúafundur um þetta mál. Á fundinum var borin fram tillaga um áframhaldandi við- ræður um að leggja samlagið niður og hún var samþykkt með miklum mun. Þar réð afstaða Borgnesinga úrslitum. Svo vakna þeir upp fyrir aðalfundinn í vor og mótmæla, en það var bara allt of seint.“ Mönnum stillt upp við vegg Sveinn sagði að fulltrúum á kaup- félagsfundinum hefði verið stillt upp við vegg þar sem gefið hefði verið í skyn að Kaupfélagið myndi fara á hausinn ef það fengi ekki úreldingarpeningana. Þetta hefði haft áhrif á marga. Sveinn sagðist ekki hafa látið þetta hafa áhrif á af- stöðu sína og greitt at- kvæði gegn því að samlagið yrði lagt niður. „Vonandi skilar þessi hagræðing sér. Ég trúi því hins vegar ekki að hún geri það. Mér sýnist að Mjólk- ursamsalan í Reykjavík sé að gleypa þetta. Ég er ekki sannfærður um að það sé til góðs fyrir bændur að færa alla úrvinnslu á eina hendi. Við erum hræddir um það, bændur á Snæfellsnesi, að verða skornir af. Það er langt að sækja mjólk til okk- ar. Enda hefur ekki verið dregin dul á það, af hálfu þeirra sem tala mest fyrir þessu, að það væru til fjármunir til að úrelda bændur líka. Það má sjálf- sagt komast að þeirri niðurstöðu að það fari best á því að skera þessa útkjálka af.“ Sveinn sagðist ekki vera sannfærð- ur um að þessi ákvörðun bjargi Kaup- félaginu. Vandi þess snérist um að verslun á þess vegum væri alltaf að minnka. Fólk færi suður til að versla. „Þessi ákvörðun um að leggja Mjólk- ursamlagið niður hefur vaidið mjög mikilli óeiningu meðal félagsmanna Kaupfélagsins. Það eru margir reiðir út í Kaupfélagið og það á eftir að valda félaginu skaða. Maður er að heyra að fólk sé farið að segja sig úr félaginu. Satt að segja sé ég varla hvað maður hefur að gera í Kaupfélaginu þegar það er búið að losa sig við báðar afurða- stöðvar okkar, Mjólkursamlagið og sláturhúsið. Með þessu er það að losa sig við tengslin við bændur." Jón Guðmundsson Sólrún Egilsdóttir Halldór Guðni Guð- Sveinn Guðjónsson mjólkurfræðingur. starfsmaður Mjólkur- laugsson trúnaðarmað- bóndi á Stekkjar- samlagsins. ur mjólkurfræðinga. völlum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.