Morgunblaðið - 10.05.1995, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 10.05.1995, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens HÓe/vuiN Risfy SrifWAfiMPiX (//LLTAPALS /M££> VeRSLUNUM 04 SHEMMTlsrÖpUMÍ [ mGflR 'fiHVGGJOP LADDi I ViO /ibFUM EUC4 6L6' '3 HElA'lFfUtÖNN UA4 . C1995 Tribune Media Services, Ir *f'U AH Rights Reservod. XheRMUHU &.ISA MOtt&e MÆW£- UCLLSBBjft 06 tOUCTEtLBARJfZ.'f' Grettir H\/AP6E12IR./MAE>U12 þEffAE þfelR FINNA UPP ElTTHUA&SBAA Fft EKXI í LEIDBEIMIMSAHAND- PAVfe 10-ZíS Tommi og Jenni Ljóska Smáfólk Hvað var þetta? Þetta var mitt fræga stökkskot... BREF HL BLAÐSINS Kringlunni 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Söfnun til kaupa á tækjabúnaði Frá Huldu Björgu Sigurðardóttur: ÞESSA dagana stendur yfir söfnun á vegum Lionsklúbbsins Fjörgynjar í Grafarvogi og LAUFs. Tilgangur söfnunarinnar er að safna fyrir tæki sem notað er m.a. við greiningu á flogaveiki. Tækið kallast heilasíriti. Samskonar tæki var keypt hingað til lands á árinu 1991 með söfnunará- taki á vegum LAUFs og Kiwanis- klúbbsins Esju í Garðabæ með góðri hjálp fjölmiðla. Það tæki var sett upp á taugadeild. Nú hefur sýnt sig að þörf fyrir heilasírita er slík að fleiri mánaða bið er eftir að komast í hann. Það eru ekki síður börn en fullorðnir sem þurfa á greiningu að halda þann- ig að stefnt er að því að nýtt tæki verði sett upp á bamadeild og er það áhugamál LAUF. Söfnunin núna felst í því að keyptir séu burðarpokar úr plasti sem standa til boða í ýmsum verslunum. Við beinum því til fólks að styrkja þetta átak um leið og það ber matinn heim. LAUF hugsar sér ekki að láta hér við sitja. Við heilasíritann á tauga- deild vantar aflestrarbúnað. Notkun- argildi tækisins yxi mjög vegna auk- inna afkasta starfsfólks fengist sá búnaður keyptur. LAUF mun þess vegna áður en langt um líður - og eins og áður með góðri hjálp - Iáta á sér kræla vegna aflestrarbúnaðar- ins. Um starfsemi LAUFS Landssamtök áhugafólks um flogaveiki voru stofnuð 31. mars 1984. Tilgangur samtakanna er m.a. fræðsla og upplýsingamiðlun um flogaveiki og viðbrögð við henni, að bæta félagslega aðstöðu floga- veikra og að styðja rannsóknir á flogaveiki. Þessum markmiðum sem fram koma i lögum félagsins hefur verið fylgt vel eftir. F'oreldradeild LAUFs var formlega stofnuð 1991. Hún hefur verið mjög virk í fræðslu- starfi og við að aðstoða aðra for- eldra flogaveikra barna. Fræðslu- starf samtakanna hefur farið þannig fram að félagið hefur boðið fram dagskrá og sóst eftir að fá að koma í fyrirtæki og stofnanir, einkum þar sem barna- og unglingastarf fer fram eins og í skólum. Hvaða aðili sem er getur raunar haft samband og beðið um að komið sé með fræðsludagskrá. í öðru lagi hafa á árunum 1994 og 1995 verið haldin málþing þar sem ýmsum aðilum í almennings-þjónustu, svo sem hjúkrunarfræðingum, kennurum, starfsfólki á sambýlum þroskaheftra og fleirum var boðin þátttaka. Fyrir félagsmenn eru haldnir fræðslu- fundir þar sem koma fagmenn eins og læknar og sálfræðingar, aðilar frá Tryggingastofnun og félags- málageiranum svo og fulltrúar LAUFs sem sótt hafa ráðstefnur til útlanda. Samtökin hafa stofnað til samskipta við sambærileg samtök erlendis og fjölþjóðleg samtök eins og Norrænu flogaveikisamtökin og Alþjóðasamtök flogaveikra o.fl. Hefur LAUF hagnast vel á þessum tengslum og á nú orðið talsvert af fræðsluefni fyrir félaga og aðra sem hægt er að fá lánað á skrifstofu LAUFs. Nýtt í starfseminni er stofn- un sjálfshjálparhópa og hefur einum slíkum verið komið á laggirnar, kvennahópi. Stofnun hóps fyrir ungt fólk er einnig í bígerð. Á næstunni munu samtökin geta boðið þjónustu félagsráðgjafa en mikil þörf er fyrir hana. Hafa starfsmenn skrifstofu og^sjálfboðaliðar liðsinnt eftir bestu getu í þessum efnum fram að þessu. Skrifstofa LAUFs er opin mánu- daga-föstudaga kl. 9-12. HULDA BJÖRG SIGURÐARDÓTTIR, ritari LAUF, Landssamtaka áhugafólks um flogaveiki. Upplýsingar um Internettengingu við Morgunblaðið VEGNA fjölda fyrirspurna varð- andi Internet-tengingu við Morgunblaðið, skal eftirfarandi áréttað: Tenging við heimasíðu Morgunblaðsins Til þess að tengjast heimasíðu Morgunblaðsins, sláið inn slóðina http://www.centrum.is/mbl/ Hér liggja ýmsar almennar upplýsingar um blaðið, s.s netföng starfsmanna, upplýsingar um hvernig skila á greinum til blaðsins og helstu síma- númer. Morgunblaðið á Internetinu Hægt er að nálgast Morgunblað- ið á Internetinu á tvo vegu. Annars vegar með því að tengjast heima- síðu Strengs hf. beint með því að slá ' inn slóðina http://www.strengur.is eða með því að tengjast heimasíðu blaðsins og velja Morgunblaðið þaðan. Strengur hf. annast áskriftarsölu Morgunblaðsins á Internetinu og kostar hún 1.000 krónur. Sending efnis Þeir sem óska eftir að senda efni til blaðsins um Internetið noti netfangið: mbl@centrum.is. Mikilvægt er að lesa vandlega upp- lýsingar um frágang sem má finna á heimasíðu blaðsins. Það tryggir öruggar sendingar og einnig að efnið rati rétta leið í blaðið. Senda má greinar, fréttir og myndir eins og fram kemur á heimasíðu blaðs- ins. Mismunandi tengingar við Internet Þeir sem hafa Netscape/Mosaic- tengingu eiga hægt um vik að tengjast blaðinu. Einungis þarf að slá inn þá slóð sem gefin er upp hér að framan. Þeir sem ekki hafa Netscape/ Mosaic-tengingu geta nálgast þess- ar upplýsingar með Gopher-forrit- inu. Slóðin er einfaldlega slegin inn eftir að forritið hefur verið ræst. Mótöld Heppilegast er að nota a.m.k. 14.400 baud-mótald fyrir Netscape/Mosaic tengingar. Hægt er að nota afkastaminni mótöld með Gopher-forritinu. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt i Gagnasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari þar að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.