Morgunblaðið - 10.05.1995, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 10.05.1995, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ BIODROG Lífrænar jurtasnyrtivörur Í30DY LOTR BODY LOTION Kynningarverð 99S krónur Útsölustaðir: Stella, Bankastræti; Ingólfs Apótek, Kringlunni; Vöruhús KEA; Hilma, Húsavík; Lilja, snyrtistofa, Akranesi; Vestmannaeyjapótek. m m t/rnniNAni -saák ÍííinÍÍHiníiiiílili L... v- m ELFA-LVI Einfaldir eöa tvöfaldir olíufylltir rafmagnsofnar350 - 2000w. Hæð 30, 50 eða 59 cm. ELFA-OSO Hitakútar úr ryðfríu stáli. Stærðir 30- 300 lítra, útvegum aðrar stærðir frá 400-10.000 iítra. ELFA-VORTICE Rafmagnsþilofnar, 600 - 2000w. Elfa rafhitunarbúnaðurinn er þraut- reyndur við íslenskar aðstæður. HAGSTÆTT VERÐ OG ■ g"g" GREIÐSLUSKILMÁLAR. ■ fmt" Einar Fanestveit & Co.hf. Borgartúni 28 - ® 5622901 og 5622900 Húsbréf Utdráttur húsbréfa Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: 1. fiokki 1991 3. flokki 1991 1. flokki 1992 2. flokki 1992 1. flokki 1993 ■ 3. flokki 1993 1. flokki 1994 14. útdráttur 11. útdráttur 10. útdráttur 9. útdráttur 5. útdráttur 3. útdráttur 2. útdráttur Koma þessi bréf til innlausnar 15. júlí 1995. Öll númerin verða birt í næsta Lögbirtingablaði. Auk þess eru númer úr fjórum fyrsttöldu flokkunum hér að ofan birt í dagblaðinu Degi miðvikudaginn 10. maí. Upplýsingar um útdregin húsbréf liggja frammi í Húsnæðisstofnun ríkisins, á Húsnæðisskrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. cSg húsnæðisstofnun ríkisins HÚSBRfFADEILO • SUÐURIANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 69 69 00 I DAG BRIDS Umsjón Guómundur V&ll Arnarson VESTUR gerir ýmist blæ- væng úr spilunum eða slær þeim saman og kreppir um þau hnefann. Loks tekur hann spil á passann, ber létt í borðið, lítur til lofts og spilar út. Hjartafjarka. Suður gefur; NS á hættu. Norður ♦ 8 ¥ ÁKDG954 ♦ 107432 ♦ - Vestur ♦ KGIO ¥ 8762 ♦ Á ♦ D9542 Austur ♦ 643 ¥ 103 ♦ DG96 ♦ Á1087 Suður ♦ ÁD9752 ¥ - ♦ K85 ♦ KG63 Vestur Norður Austur Suður - - 1 spaði 4 hjörtu 4 spaðar 5 hjörtu 6 spaðar Pass Pass Pass Útspil: hjartaíjarki. Skýringin á sálarangist vesturs er augljós, en þó að sagnhafi viti hvemig lauflð liggur er ekki þar með sagt að tólf slagir blasi við. En þeir liggja í loftinu, eigi að síður. Viðfangsefnið er að þvinga austur til að spila frá lauftíunni í lokastöðunni. Eftir að hafa trompað fyrsta slaginn spilar sagn- hafí spaða á tíu blinds og stingur annað hjarta. Spilar svo aftur spaða. Þegar í Ijós kemur að austur á þrilit í trómpi tekur suður tígulás áður en hann spilar hjarta í þessari stöðu: Nordur ♦ - ¥ ÁKDG ♦ 10743 ♦ - Vestur ♦ K ¥ 87 ♦ - ♦ D9542 Austur 4 6 4 - ♦ DG9 ♦ Á1087 Suður ♦ ÁD ¥ - ♦ K8 ♦ KG63 Ef austur hendir tígli trompar suður og tekur tíg- ulkóng og trompar tígul. Spilar svo laufi á kóng, tekur spaðaás og spilar laufi á drottningu. Við því á austur ekkert svar. Austur gæti látið sér detta í hug að trompa hjartasjö- una. En það dugir ekki. Syp- yr yfirtrompar, stingur tígul, fer heim á lauf og þvingar austur með síðasta trompinu. Býsna margslungið spil. Farsi VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags HfRHfflflM Lyklar töpuðust FJÓRIR lyklar á kippu, tveir bíllyklar og tveir smekkláslyklar, töpuð- ust þriðjudaginn 2. maí sl. Finnandi vinsamlega hringi í síma 25080. Bjami Egilsson. Lyklar töpuðust TVEIR húslyklar á kippu ásamt þremur lá- salyklum töpuðust á leiðinni frá Hverfisgötu og upp að sjónvarpi að- faranótt sl. sunnudags. Finnandi vinsamlega skili kippunni til lög- reglunnar. Körfubolti tapaðist GLÆRNÝR rauður og gulur körfubolti af gerðinni Spalding tap- aðist frá Aflagranda 25 sl. föstudag. Boltinn var merktur. Viti ein- hver um boltann er hann vinsamlega beð- inn að hringja í síma 19457. Gleraugu töpuðust BRUN sporöskjulöguð gleraugu frá Matsuta töpuðust fyrir nokkrum vikum, ekki er vitað hvar. Finnandi vinsam- lega hringi í síma 621161. Frakki tapaðist á Kaffi Reykjavík SÁ eða sú sem t.ók ljós- an sumarfrakka í mis- gripum á Kaffi Reykja- vík sl. föstudagskvöld er vinsamlega beðinn að koma honum þangað eða hringja í síma 5529939. I vasanum er lyklakippa og þinn frakki er í fatahenginu. Jakki tapaðist GRÆNBLÁR kven- jakki með gylltum hnöppum er týndur. Jakkinn er sá eini sinnar tegundar á íslandi og er sá sem veit hvar hann er niðurkominn vinsam- lega beðinn að hringja í síma 681967. Týndur köttur BRÖNDÓTT rauðbrún læða týndist frá heimili sínu, Fornuströnd 4 á Seltjarnarnesi, föstu- daginn 5. maí sl. Hún er eyrnamerkt og með merki á hálsól. Þeir sem gætu gefið upplýsingar um hana eru vinsam- lega beðnir að hringja í síma 624554 eða 611022. Kettlingur SJÖ vikna extrafallegur svartur og hvítur kettl- ingur fæst á gott heim- ili. Upplýsingar í síma 5546880. Köttur fæst gefins HVÍT og bröndótt tveggja mánaða læða fæst gefins á gott heim- ili. Upplýsingar í síma 874690 eftirkl. 17ídag. Víkverji skrifar... RAMBJÓÐENDURNIR í frönsku forsetakosningunum ræddu í sjónvarpskappræðum sín- um í síðustu viku um það, hvort tvær þjóðir væru að myndast í Frakklandi. Jacques Chirac, sem kjörinn var forseti um seinustu helgi, sagði þá að önnur þjóðin byggi við örbirgð en hin við of- sköttun vegna millifærslna til hinnar. „Þetta er djöfullegt kerfi, þetta er sósíalískt kerfi,“ sagði Chirac. Mótframbjóðandi hans, Jospin, benti á að svona væri þetta nú í flestum Evrópuríkjum, og Chirac benti á það á móti að lengst væri það gengið í Frakklandi. xxx MARGT bendir til að íslend- ingar séu á leiðinni inn í franskt ástand af þessu tagi, ef þeir ugga ekki að sér. Umræður um skattamál í kosningabarátt- unni fyrir alþingiskosningarnar leiddu fram upplýsingar um ótrú- lega skattpíningu millitekjufólks — oft ungs fólks, sem er að baksa við að koma sér upp þaki yfir höfuðið. Hátekjuskattur (svokall- aður), tekjutengdar námslána- greiðslur, tekjutenging barnabóta og vaxtabóta — þegar allt kemur saman er jaðarskattheimta á ís- landi orðin svo gríðarleg að marg- ir hljóta að álykta sem svo að það borgi sig ekki að vinna yfirvinnu til að reyna að eignast eigið hús- næði eða veita fjölskyldunni meira en það nauðsynlegasta. xxx FYRIR kosningar komu jafn- framt fram upplýsingar um að fyrir sumar fjölskyldur borgaði það sig frekar að vera á framfæri Félagsmálastofnunar Reykja- víkurborgar en að vinna fyrir sér. Og þeir, sem vinna fyrir sér, eru lattir til að vinna vegna áður- nefnds skattakerfis. Þegar svona er komið, er hættan auðvitað sú að fleiri freistist til að lifa á bótun- um og velferðarkerfið sligi hina, sem vinna. Ný ríkisstjórn á íslandi stendur hér frammi fyrir erfiðum vanda, ekki síður en herra Chirac í Elysée-höll. XXX THYGLISVERT verður, í ljósi ofangreindra ummæla Chiracs, að sjá viðbrögð hans við kröfum um endurbætur á landbún- aðarstefnu Evrópusambandsins, sem hann varði með kjafti og klóm er hann var landbúnaðarráðherra á áttunda áratugnum. Landbún- aðarstefnan er auðvitað ekkert annað en millifærslukerfi ríkja Evrópusambandsins — Bretar og Þjóðveijar niðurgreiða óhagkvæm- an franskan landbúnað, svo dæmi sé nefnt. xxx ETTA gerir vandann í raun enn erfiðari en þegar aðeins ein þjóð, eins og til dæmis íslend- ingar, steypir skattgreiðendum sínum í óþörf útgjöld vegna óhag- kvæms landbúnaðarkerfis, sem stjórnmálamenn tregðast við að taka á. Ollu verra er hins vegar þegar landbúnaðarsukkið verður milliríkjamál. Eins og fram kom í frétt í Morgunblaðinu í gær bætist það svo ofan á, að landbúnaðar- stefna ESB, er helzta hindrunin í vegi þess að fyrrverandi komrnún- istaríki geti fengið aðild að sam- bandinu. Hversu langt skyldi Chirac vilja ganga í að afnema hið „sósíalíska kerfi“ í evrópskum Iandbúnaði?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.