Morgunblaðið - 10.05.1995, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 10.05.1995, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Stóra sviðið: • STAKKASKIPTI eftir Guömund Steinsson 3. sýn. í kvöld mið. nokkur sæti laus - 4. sýn. á morgun fim. nokkur sæti laus - 5. sýn. sun. 14/5 örfá sæti laus - 6. sýn. fim. 18/5 nokkur sæti laus - 7. sýn. lau. 20/5 örfá sæti laus - 8. sýn. sun. 21/5. Ath. ekki verða fleiri sýningar á þessu leikári. Söngleikurinn • WEST SIDE STORY e. Jerome Robbins og Arthur Laurents við tónlist Leonards Bernsteins Kl. 20.00: Fös. 12/5 uppselt - lau. 13/5 nokkur sæti laus - fös. 19/5 örfá sæti laus - mið. 24/5 örfá sæti laus - fös. 26/5 nokkur sæti laus - lau. 27/5 nokkur sæti laus. Sýningum lýkur í júm'. Smíðaverkstæðið: • TAKTU LAGIÐ, LÓA! eftir Jim Cartwright Kl. 20.00: Fös. 12/5 uppselt - lau. 13/5 uppselt - mið. 17/5 uppselt - fös. 19/5 uppselt. Siðustu sýningar á þessu leikári. íslenski dansflokkurinn: OHEITIR DANSAR, frumsýning 17. maí Á efnisskránni eru: Carmen eftir Sveinbjörgu Alexanders við tónlist eftir Bizet/ Shedrin, Sólardansar eftir Lambros Lambrou við tónlist eftir Yannis Markopou- los, Til Láru eftir Per Jonsson við tónlist Hjálmars H. Ragnarssonar, Adagietto eftir Charles Czarny við tónlist eftir Mahler. 2. sýn. sun. 21/5 kl. 14 - 3. sýn. fim. 25/5 ki. 20 - 4. sýn. sun. 28/5 kl. 20. GJAFAKORT í LEIKHÚS - SÍGILD OGSKEMMTILEG GJÖF Miðasala Þjóðleikhússins er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13.00 til 18.00 og fram að sýningu sýningardaga. Tekið á móti símapöntunum virka daga frá kl. 10.00. Grxna linan 99 61 60 - greiðslukortaþjónusta. gff BORGARLEIKHUSIÐ síml 680-680 LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR STÓRA SVIÐIÐ KL. 20: • VIÐ BORGUM EKKI - VIÐ BORGUM EKKIoftirDario Fo Sýn. fim. 11/5 fáein sæti laus, lau. 13/5 fáein sæti laus, fös. 19/5, lau. 20/5, fös. 26/5, lau. 27/5. Takmarkaður sýningafjöldi. • DÖKKU FIDRILDIN eftir Leenu Lander. Sýn. fös. 12/5, siöasta sýning. LITLA SVIÐIÐ KL. 20.30: Leikhópurinn Erlendur sýnir: • KERTALOG eftir Jökul Jakobsson. Sýn. sun. 14/5, fim. 18/5, lau. 20/5. Allra siðustu sýningar. Miðaverð 1.200 kr. ÍSLAND GEGN ALNÆMI, tveir verðlaunaeinþáttungar: • ÚT ÚR MYRKRINU eftir Valgeir Skagfjörð. • ALHEIMSFERÐIR ERNA eftir Hlín Agnarsdóttur. Sýning til styrktar átakinu „ísland gegn alnæmi" fim. 11/5 kl. 20.30, lau. 13/5 kl. 16 og sun. 14/5 kl. 16. Aðeins þessar sýningar. Miðaverð kr: 1.200 kr. Muniö gjafakortin okkar - frábær tækifærisgjöf! Miðasalarver opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13-20. Miðapantanir í síma 680680 alla virka daga kl. 10-12. - Greiöslukortaþjónusta. eftir Verdi I aðalhlutverkum eru: Sigrún Hjálmtýsdóttir, Ólafur Árni Bjarnason og Bergþór Pálsson. Hljómsveitarstjóri: Garðar Cortes. Sýn. lau. 13/5 kl. 20, allra, allra sfðasta sýning. Ósóttar pantanir seldar þremur dögum fyrir sýningardag. Munið gjafakortin - góð gjöf! TÓNLEIKAR: Martial Nardeau, flauta, Peter Máté, píanó þri. 16. maí kl. 20.30. Miöasalan er opin frá kl. 15-19 daglega, sýningardaga til kl. 20. Sími 11475, bréfsími 27384. - Greiðslukortaþjónusta. LEIKFELAG AKUREYRAR • DJÖFLAEYJAN eftir Einar Kára- son og Kjartan Ragnarsson. Sýn. fim. 11/5 kl. 20.30, fös. 12/5 kl. 20.30, lau. 13/5 kl. 20.30. • GUÐ/jÓn i safnaðarheimili Akureyrarkirkju Sýn. í kvöld kl. 21, sun. 14/5 kl. 21. Aðeins þessar þrjár sýningar! Miðasalan opin virka daga kl. 14-18, nema mánud. Fram að sýningu sýning- ardaga. Sími 24073. KaííiLeíkhútíÍ I III.ADVAKI'ANIIM Vesturgötu 3 Síðasfa „Sögulcvöld" vefrarins íkvöld kl. 21 húsiSopnorkl. 20 Hlæðu, Magdalena, hlæðu j fim.l 1 /5, fös. 12/5 örfó sæti hus miS. 17/4 MiSim/matkr. 1.600 Sápa tvö; Sex við sama borð lau. 13/5, sun. 14/5, fös. 19/5 Miði m/maf kr. 1.800 Herbergi Veroniku Frumsýning 25. maí Eldhúsið og barinn opinn f/rir & eftir sýningu Miðasala allan sólarhringinn í síma 861-9055 Nemendaleikhúsið Lindarbæ, sími 21971 MARÍUSÖGUR eftir Þorvald Þorsteinsson í leik- stjórn Þórs Túliníusar. 7. sýn. fim. 11/5 kl. 20, 8. sýn. lau. 13/5 kl, 20, 9. sýn. sun. 14/5 kl. 20. I F R Ú E M I L í A lL-.E ' K H U S 1 Seljavegi 2 - sími 12233. RHODYMENIA PALMATA Ópera i 10 þáttum eftir Hjálmar H. Ragnarsson við kvæða- syrpu eftir Halldór Laxness. Frumsýn. fös. 12/5, 2. sýn. sun 14/5, 3. sýn. mið. 17/5, 4. sýn. lau. 20/5. Sýn. hefjast kl. 21. Aðeins þessar fjórar sýningar. Miðasalan opnuð kl. 17 sýningardaga. Miðapantanir á öðrum tímum í sfmsvara, sfmi 551 2233. FÓLK í FRÉTTUM LEIKARINN Gary Busey var útskrif- aður af sjúkrahúsi í Los Angeles á mánudaginn var og virðist hafa náð sér að fullu, en það lítur út fyrir að hann hafí tekið of stóran skammt af kókaíni að því er lögreglan segir. Tals- maður sjúkrahússins neitaði að stað- festa fréttir um það og sagði aðeins að Busey væri við góða heilsu. Busey var tilnefndur til Óskarsverð- launa fyrir túlkun sína á rokkaranum Buddy Holly í „The Buddy Holly Story“. Hann var fluttur á spítala þungt haldinn í síðustu viku eftir að unnusta hans hafði fundið hann meðvitundarlausan heima hjá sér. „Sjúkraliðar önnuðust hann eins og hann hefði tekið of stóran skammt af kókaíni. Þeir fundu líka eitt og hálft gramm af kókaíni í skyrtuvasa hans,“ sagði talsmaður lögreglunnar í síðustu viku. Þá sagði hann að við húsleit heima hjá Busey hefðu hálft gramm af kókaíni og fjögur grömm af maríjú- ana komið í leitirnar. Hann bætti við að vegna heilsufars Buseys yrði hann ekki handtekinn að sinni. Málinu yrði hins vegar vísað til fylkissaksóknara sem myndi höfða mál á hendur Busey ef ástæða þætti til. Busey, sem er líka trommuleikari, slapp með skrekkinn árið 1988 þegar hann lenti í mótor- hjólaslysi. Hann lék fyrst í myndinni „Angels Hard As They Come“ árið 1971 og lék eftir það í myndum á borð við „Thunderbolt and Lightfoot", „Gumball Rally“, „A Star is Born“ og „Point Break“. Hasselhoff með góðan smekk ► EKKERT lát virðist á vin- sældum Strandvarða. David Hasselhoff framleiðandi og einn aðalleikari þáttanna segir velgengnina byggjast upp á því að þættirnir skír- skoti til breiðs hóps áhorf- enda og settar séu háar sið- ferðiskröfur. „Ég hef góðan smekk,“ segir Hasselhoff. „Ég leit mest upp til Mic- haels Landons í Húsinu á sléttunni þegar ég var lítill. Ef þættir fá tárin fram í aug- un á áhorfendum finnst mér þeir vera vel heppnaðir." Þeir sem ekki fá nóg af kroppasýningunni í þáttun- um um Strandverði í sjón- varpinu geta huggað sig við það að bráðlega kemur út níutíu mínútna þáttur sem verður dreift á myndbanda- leigur. Busey að ná sér Olafur vann í dorgveiði Tónlist haslar sér völl í Hollywood ► ÁFORM um að gera kvikmynd eftir ævi Otis Redding hafa verið lögð á hilluna, en engu að síður er nóg af tónlistarmyndum í bí- gerð í Hollywood um þessar mundir. Tom Cruise hefur sýnt því áhuga að leika framleiðandann Phil Spector sem er frumkvöðull á sínu sviði í poppbransanum. Spector hefur lofað samstarfi sínu við Cruise eftir að hafa hafnað mörgum öðrum tilboðum. „The Devil’s Loose in Memphis" er mynd um ævi Sam Phillips, eig- anda Sun Records, sem tók fyrst upp Elvis Presley, Jerry Lee Lew- is og B.B. King. Steve Tisch, framleiðandi Forr- est Gump, hefur í huga að gera kvikmynd um upphafsár Presleys býggða á rómaðri bók Peters Guralnicks „The Last Train to Memphis". Auk þess eru verkefni sem snú- ast um Miles Davis, Jimi Hendrix, Bob Marley, The Neville Brothers og Merle Haggard á döfinni. TVÖ verkefni sem tengjast Elvis Presley eru í bígerð í Hollywood. JÓN Þórðarson, Jón E. Jónsson, Gísli Þórðarson, Ólafur Ó. Ólafs- son og Hinrik G. Hilmarsson mótsstjóri. ÞAÐ féll í hlut Sigurðar Sveinsson- ar að varpa hlutkesti á milli Ólafs og Gísla, sem voru jafnir og efstir. Hinrik fylgdist spenntur með. NÝLEGA lauk Meistaramóti Reykjavíkur í dorgveiði á Reynisvatni. Keppnin stóð yfir meðan ís var mannheldur á vatninu og var þátttaka góð. Auk annarra verðlauna fær sigurvegari mótsins nafn sitt skráð á farandbikar sem gef- inn var til minningar um Skúla Pálsson frá Laxalóni. Það var Ólafur Ó. Ólafsson sem bar sigur úr býtum, í öðru sæti varð Gísli Þórðarson og Jón E. Jónsson lenti í þriðja sæti. Þess má geta að Olafur og Gísli voru'jafnir að stigum og þurfti að varpa hlutkesti um hvor þeirra hefði betur. Jón Þórðarson fékk sérstök verðlaun fyrir að veiða flesta fiska, en hann veiddi alls 198 fiska.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.