Morgunblaðið - 10.05.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.05.1995, Blaðsíða 1
SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG PRENTSMIDJA MORGUNBLAOSINS MIDVIKUDAGUR 10. MAÍ1995 BLAD 3 Bygging loðnu- verksmiðju á Fáskrúðsfirði Aflabrögð 4 Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipanna Bækur g Tímamótaverk um íslenskan sjávarútveg Markaðsmál 0 Karfinn veltir þorskinum úr sessi hjá SH Greinar 7 Tryggvi Leifur Óttarsson og Þórður Tryggvi Stefánsson STEINBÍTUR LIGGUR í L0ÐNU • STEINBÍTURINN hefur tekið illa hjá triliukörlmn á Stöðvarfirði og í byggðarlögunum þar í kring. Sveinn Jónsson og Magnús Stef- ánsson á Sæborgu SU 42 voru að landa 1.150 kg þegar blaðamaður hitti þá á bryggjunni á Stöðvar- firði en þeir höfðu lagt Iinuna daginn áður. Sögðu þeir að stein- Morgunblaðið/Helgi Bjarnason bítsafiinn hefði farið upp í 5-6 tonn í vor en að undanförnu hefði lítið afiast. Þeir leggja línuna út af Breiðdalnum. Segja félagarnir að töluvert af loðnu hafi verið á svæðinu og telja að steinbiturinn vilji ekki taka á meðan hann liggi í loðnunni. Þá gæti það haft áhrif hvað sjórinn væri kaldur. Fréttir Markaðir Málmleit í rælguvinnslu • NOTKUN málmleitar- tækja í matvælaiðnaði hefur færst mjög í vöxt á síðustu árum en með þeim er komið í veg fyrir, að málmfiísar, málmhlutir og aðrir slíkir aðskotahlutir slæðist með vörunni. Um siðustu áramót tóku gildi lög um notkun þeirra í ríkjum Evrópusam- bandsins og má búast við, að sama krafa verði gerð til framleiðenda utan þess, sem sejja á Evrópumarkaði, ekki síst á Evrópska efnahags- svæðinu, EES. Hér á landi er notkun þessara tækja einnig að hefjast, einkum i rækjuvinnslunni, og er þar um að ræða búnað frá breska fyrirtækinu Loma, sem er eitt hið virtasta á þessu sviði. Hefur fyrirtækið Eltak hf. nýlega gengið frá samningi við Loma um sölu og þjón- ustu á íslandi./2 Hraðskreiður fiskibátur • BÁTASMIÐJA Guðmund- ar hf. í Hafnarfirði hefur þróað nýja útfærslu á Sóma 860 hraðfiskibátnum. Kemst hann mun hraðar en aðrir fiskibátar, eða allt að 30 hnúta tómur og 25 hnúta með þriggja tonna afla. Ósk- ar Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins, segir að þessi bátur sé fyrsti fiskibáturinn sem „plani“ með svo mikinn afia./2 Metár í framleiðslu SH • FRAMLEIÐSLA og sala Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna hefur aldrei verið meiri en á síðasta ári. Fram- leidd voru 117.700 tonn á móti 103 þúsund tonnum árið 1993. Framleiðsla fyrir er- lenda aðila nam 15.800 tonn- um en 11.800 tonn árið áður. Árið er einnig metár þó ein- göngu sé litið á innlendu framleiðsluna. Hún nam 102 þúsund tonnum á móti 91 þúsund tonni árið 1993 og 80 þúsund tonnum árið 1992. Áður var alltaf miðað við framleiðsluárin 1979 og 1980 þegar framleiðsla SH náði 100 þúsund tonna markinu en nú er komið nýtt viðmið- unarár, árið 1994. Framleitt fyrir sölukerfi SH 103.070 tonn 82.380 tonn t1-828 tonn 117.700 tonn 15.600 tnnn Framl. erl. frystlskipa 82.380 tonn 91.245 tnnn 101.900 tonn Innlend framleiðsla 1992 1993 1994 Vægi loðnu og síldar eykst Sölumiðstöðin selur afurðir 42 frystiskipa SÖLUMIÐSTÖÐ hraðfrysti- TTÍ-H- cLinið oA Vinfio húsanna hefur það sem af er rLiitt SKipio ao netja þessu ári tekið að sér að seya búraveiðar á Faerurserk afurðii;, fyrir „níu ° sem ekki hafa aður venð 1 viðskiptum við sölusamtökin. Selur SH nú fyrir 42 skip, þar af 15 erlend, og hefur fjöldi skipanna tvöfaldast frá árslokum 1993. Eitt af nýju skipunum stundar veiðar á búra á Fagurserk. Skipið sem er á búranum heitir Alksnyne og er frá Litháen. Skipið var gert upp af færeyskum og norskum aðilum og er áhöfnin skipuð Færeying- um og Litháum. Gylfi Þór Magnússon, framkvæmdastjóri markaðsmála hjá SH, segir áhugavert að skipið skuli vera sent á búraveiðar fremur en út- hafskarfa. Færeyingarnir þekki vel búramiðin sem eru langt suður af Is- landi, frá Fagurserk sem er suðvestur af Rockall og allt suður til Azoreyja. Hann segir að búrinn sé eftirsótt afurð og í háu verði. Skipið hefur nýlega hafíð þessar veiðar og hefur Gylfi ekki fregnir af aflabrögðum. Styrklr markaðsstarfið Gylfi Þór segir að þessi mikla fjölg- un frystiskipa í viðskiptum við sölu- samtökin hafi verið gífurlegt átak fyr- ir starfsfólk SH, en það hafi gengið vel. Afurðir eru skoðaðar eftir hveija löndun og haldinn fundur með áhöfn fyrir brottför. Þá eru sendir eftirlits- menn út með hveiju skipi að minnsta kosti einu sinni á ári til aðstoðar og samræmingar á vinnubrögðum. Þá eru alltaf sendir menn í fyrstu veiðiferð skipa sem eru að hefja viðskipti. Spurður um ástæðurnar fyrir aukn- um viðskiptum hjá SH á þessu sviði segir Gylfir Þór að styrkur sölusamtak- anna liggi í þjónustu við skipin hér heima, það er að veita aðstoð, ráðgjöf og tækniupplýsingar, og ekki síður í sterkri stöðu SH á mörkuðunum. Þetta sjái útgerðir margra skipa þegar þær beri sarnan afurðaverð og þjónustu. Hann segir að þegar skipin komi inn til löndunar iiggi á að selja afurðirnar og þar komi markaðsstarf SH að góð- um notum. Segir Gylfi að aukin við- skipti við erlend frystiskip styrki mark- aðsstarf SH, með því öðlist samtökin enn betri yfirsýn yfir markaðinn sem sé mikilvægt í þessu starfi. Landar 901 af steinbít • LINUBÁTURINN Skarfur frá Grindavík kom með full- fermi af steinbít til ísafjarð- ar í gærmorgun. Aflinn er um 90 tonn og fékkst á fimm dögum norður af Látraröst. Línusteinbít hefur ekki verið landað á Isafirði í langan tíma, en á meðan línuútgerð var stunduð þaðan var uppi- staða aflans á vorvertíð steinbítur./B Vélbúnaður fyrir ígnlker • ÞRÍR útskriftarnemar í iðnaðartæknifræði við Tækniskóla Islands hafa unnið að vélvæðingu ígul- keravinnslu sem lokaverk- efni náms við skólann. Hafa þeir hannað brotvél og eru með hugmyndir um vélvæð- ingu allrar vinnslunnar. Hafa þeir áhuga á að ráðast í markaðssetningu tækjanna erlendis./8 103.070 Hlutdeild afurðaflokka í sölu SH 117.700 Breyting milli ára, ‘93 tll '94 Boltiskur +2% Skeltiskur, krabbadýr +zö/» Síld, loðna +61% o.tl. Kældar 1993 1994 afurðlr -6% • BOLFISKUR var um tveir þriðju hluti framleiðslu SH á síðasta ári, eða 66% og hafði minnkað úr 75% frá árinu 1993 þrátt fyrir 2% framleiðsluaukningu. Hlut- fallsleg minnkun bolfisks stafar af mikilli aukningu í framleiðslu á síld og loðnu sem var í fyrra um 24%. Mikilvægi hinna verðmiklu tegunda rækju, humars og hörpudisks fer stöðugt vax- andi og er nú 22% reiknað í inagni en enn mikilvægara í verðmætum./6 I-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.