Morgunblaðið - 10.05.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.05.1995, Blaðsíða 2
2 B MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Kristinn SVÆÐISSTJÓRI Loma og eigendur Eltak hf. sem hefur umboð fyrir málmleitartæki frá fyrirtæk- inu, f.v.: Guðmundur Kristinsson, Jónas Ágústsson, Lindsay Cross og Hilmar Sjgurgíslason. Málmleitartækí sett upp í rækjuvinnslu mammmmmmmmmmmmmmmmmmmm^mm notkun Reynt að hindra að málmflísar ranr“f" f o g aðskotahlutir slæðist með Snaðfhef ur færst mjög í vöxt á síðustu árum en með þeim er komið í veg fyrir, að málmflísar, málmhlutir og aðrir slíkir aðskotahlutir slæðist með vörunni. Um síðustu áramót tóku gildi lög um notkun þeirra í ríkjum Evrópusambandsins og má búast við, að sama krafa verði gerð til fram- leiðenda utan þess, sem selja á Evrópumarkaði, ekki síst á Evrópska efnahagssvæðinu, EES. Hér á landi er notkun þessara tækja einnig að hefjast, einkum í rækjuvinnslunni, og er þar um að ræða búnað frá breska fyrirtækinu Loma, sem er eitt hið virtasta á þessu sviði. Hefur fyrirtækið Eltak hf. nýlega gengið frá samningi við Loma um sölu og þjónustu á íslandi. Hitt og þetta Sex nýir að- ilar að Sölu- miðstöðinni • SEX ný fyrirtæki gerðust aðilar að Sölumiðstöð hrað- frystíhúsanna á síðasta ári og eitt gekk út. Eftirtalin fyrirtæki gengu í SH: Gunnvör hf. á ísafirði, Skagstrendingur hf. á Skagaströnd, Kristján Guð- mundsson á Rifi, Þorbjöm hf. í Grindavík, Kambur hf. á Flateyri og Sjávarréttir hf. í Keflavík. Gerðir voru afurðasölusamningar við mörg íslensk fyrirtæki og SH áttí jafnframt viðskipti við fjölda erlendra aðila, að því er fram kom á aðalfundi samtakanna. Eitt félag, Vinnslustöðin hf. í Vestmannaeyjum, gekk úr sölusamtökunum á liðnu ári. Atta fá gæða- skjöld Coldwater • ÁTTA frystihús innan SH fá gæðaskjöld Coldwater Seafood, dótturfyrirtækis Sölumiðstöðvar hraðfrystí- húsanna í Bandaríkjunum, fyrir afburða gæði fram- leiðslunnar á síðasta starfs- ári. Páll Pétursson gæðasljóri Coldwater tílkynntí nöfn fyrirtækjanna á aðalfundi SH, en þau eru: Haraldur Böðvarsson hf. á Akranesi, Fiskiðja Raufarhafnar hf. á Raufarhöfn, Útgerðarfélag Akureyringa hf. á Akur- eyri, ísfiskur hf. í Kópa- syogi, Hraðfrystihús Olafs- fjarðar hf. á Ólafsfirði, Oddi hf. á Patreksfirði, Síldar- vinnslan hf. í Neskaupsstað og Fiskiðjan Dvergasteinn hf. á Seyðisfirði. Fram kom i máli Páls að enginn frystítogari fengi gæðaskjöldinn að þessu sinni vegna óhappa sem orð- ið hefðu hjá þeim. Námstefna um rækju • RANNSÓKNASTOFN- UN fiskiðnaðarins og Félag rækju- og hörpudiskfram- leiðenda efna til námstefnu um rækju í Reykjavík 18. maí næstkomandi. Nám- stefnan er haldin í tengslum við aðalfund Félags rækju- o g hörpudiskframleiðenda sem fram fer í Reykjavík daginn eftír, 19. maí. Á námstefnunni verður fjallað um sameiginleg verkefni rækjuframleið- enda, gæðamál, hreinlæti og þrif, geymslu á ferskri rækju og hlutverk Fiski- stofu. Á eftir verða umræð- ur. Skráningu á stefnuna lýkur 17. maí. /X • smioi = HÉÐINN = SMIÐJA STðnASI 6 • GARDABÆ • SlMI 565 2921 • FAX 565 2927 Hönnun • smíði • viðgerðir • þjónusta Lindsay Cross, einn af svæðis- stjórum Loma, hefur verið hér á landi að undanförnu til að kynna notkun tækjanna ásamt Jónasi Ágústssyni, sölustjóra Eltaks, 'en þau eru nú komin í þijú fyrirtæki og samningar hafa verið gerðar við það Ijórða. í stuttu spjalli við Cross sagði hann, að tilgangurinn með notkun málmleitartækjanna væri í fyrsta lagi að vernda neytendur gegn BÁTASMIÐJA Guðmundar hf. í Hafnarfirði hefur þróað nýja út- færslu á Sóma 860 hraðfiskibátn- um. Kemst hann mun hraðar en aðrir fiskibátar, eða allt að 30 hnúta tómur og 25 hnúta með þriggja tonna afla. Óskar Guð- mundsson, framkvæmdastjóri fyr- irtækisins, segir að þessi bátur sé fyrsti fiskibáturinn sem „plani“ með svo mikinn afla. Bátasmiðja Guðmundar hefur framleitt plastbáta í fimmtán ár og nýlega var 303. báturinn sjó- settur. Bátasmiðjan er langstærsti framleiðandi fiskibáta hér á landi, með um helming framleiðslunnar. Sómi 860 hefur verið framleiddur í átta ár og er í stöðugri þróun. Báturinn sem nú var sjósettur markar ákveðin tímamót, að mati Óskars. Auknlr möguleikar fyrir fiskimenn í bátnum er Volvo Penta-vél og er hún aftast í bátnum, með V- málmflísum og öðrum aðskota- hlutum úr málmi, sem hugsanlega gætu komist í matvæli við með- höndlun þeirra í vélum, og hins vegar að firra seljendur og fram- leiðendur hugsanlegri skaðabó- takröfu. Sagði hann, að í Evrópu og alveg sérstaklega í Bretlandi væri tekið mjög hart á málum af þessu tagi enda væri það orðið algengt, að seljendur, til dæmis stóru verslanakeðjurnar, krefðust gír. Það þýðir að lestapláss stór- eykst, hægt er að hafa níu fiski- ker undir dekki. Fyrirkomulagið í bátnum var hannað í samvinnu við Volvo Penta og umrædd vél er eingöngu hugsuð fyrir „plan- andi“ báta. Er þá átt við báta sem nær miklum hraða með því að lyfta sér og liggja að mestu ofan á sjón- um. Með því minnkar mótstaðan og eldsneytiseyðslan verður í lág- marki. Vélin skilar 360 hestöflum við 2.800 snúninga. Báturinn er með svokallað píludrif og með endurbótum á því var gert mögu- legt að ná betri nýtingu út úr skrúfunni en venjan er með báta af þessari gerð. Að sögn Óskar og Eiríks Þóroddssonar, sölustjóra Volvo Penta hjá Brimborg hf., leiða þessar breytingar til þess að hægt er að keyra bátinn stöðugt á 22 hnútum með þriggja tonna hleðslu. Það segja þeir að breyti miklu fyrir fiskimennina, skapi þeim aukna möguleika. þess af framleiðendum fullunninn- ar vöru að þeir notuðu málmleitar- tæki. Ætti það til dæmis við um lausfrysta rækju og fisk í neyt- endaumbúðum. Fyrlrferðarlítil Málmleitartækin frá Loma eru ekki fyrirferðarmikil og sniðin að þeirri vinnslu, sem við á hveiju sinni. Svo tekið sé dæmi af rækju- vinnslunni þá fer rækjan á færi- bandinu í gegnum tækið, sem stöðvar bandið strax og það grein- ir einhvern aðskotahlut. Loma var stofnað fyrir 26 árum en fyrir um sjö vikum var það keypt af Fairey-samsteypunni bresku, sem sérhæfir sig í ýmiss konar hátækniiðnaði. Að sögn Jón- asar Ágústssonar, sölustjóra El- taks, hefur Loma yfirburði yfir aðra í smíði málmleitartækja, bæði hvað varðar hönnun, tækni og gæði, óg nú eru meira en 25.000 slík tæki í notkun víða um heim. Þess má einnig geta, að Loma sérhæfir sig í smíði á gátvogum. Óvissa framundan Bátasmiðja Guðmundar hefur keypt nokkur krókaleyfi til að geta selt báta sína með leyfum og er með næg verkefni fram á sumar. Óskar segir hins vegar að mikil óvissa sé framundan í þess- um iðnaði vegna ákvæða stjórnar- sáttmála núverandi ríkisstjórnar þar sem boðaðar eru breytingar á Djúpivognr Tífaldur hagriaður Búlands- tinds hf. BÚLANDSTINDUR hf. á Djúpavogi skilaði liðlega 44 milljóna kr. hagn- aði á síðasta ári en árið áður var liðlega 4 milljóna kr. hagnaður af starfseminni. Hagnaðurinn tífald- aðst því milli ára. Kom þetta fram á aðalfundi félagsins sem haldinn var á dögunum. Rekstrartekjur félagsins voru 682 milljónir kr. og höfðu aukist um lið- lega 100 milljónir milli ára. Hagnað- ur án afskrifta og fjármagnskostn- aðar var tæpar 100 milljónir eða litlu lægri en árið 1993. Hins vegar lækk- uðu vaxtagjöld, verðbætur og geng- ismunur mikið milli ára þannig að hagnaður var 44 milljónir í stað 4 milljóna árið áður. Stærri hluti hagnaðarins var af fiskvinnslu, eða 28 milljónir kr., en útgerðin skilaði 16 milljónum. Heildareignir Bú- landstinds hf. voru 653 milljónir um síðustu áramót. Eigið fé var 133 milljónir, sem er liðlega 20%, á móti 86 milljónum fyrir ári. Loðnufrysting hafin á nýjan leik Jóhann Þór Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Búlandstinds hf., segir að betri afkomu milli ára megi að miklu leyti rekja til þess að hafin var loðnufrysting á nýjan leik hjá fyrirtækinu og það í miklu mæli. Einnig hafi stöðugleikinn og lækkun vaxta auðveldað reksturinn. Auk loðnufrystingar var hafin loðnubræðsla og síldarvinnsla stór- aukin. Á árinu fór Sunnutindur, tog- ari félagsins í miklar endurbætur. Er nú hægt að heilfrysta fisk um borð og eru afköstin 12-15 tonn á sólarhring. Hráefni til ráðstöfunar hjá Bú- landstindi jókst verulega á árinu. Tekið var við liðlega 12 þúsund tonn- um á móti lilega 7 þúsund tonnum árið áður. Bolfiskvinnsla dróst held- ur saman en helsta skýringin á meira hráefni er tvöföldun móttek- innar síldar. í samræmi við þetta var meira framleitt, tæp 6 þúsund tonn en það er 2.400 tonna aukning frá fyrra ári. Skýringarnar eru þær sömu, aukning í loðnu og síld. reglum um úreldingu fiskiskipa. Telur hann að of stífar reglur um endurnýjun gangi af bátasmíðinni dauðri. Bátur af þessari gerð kostar 7,6 milljónir kr. tilbúinn til skoðunar en útbúinn á veiðar með öllum tækjabúnaði, veiðarfærum og krókaleyfi kostar hann um 11 milljónir kr. Nýr Sómi gengnr 25 hnúta með þriggja tonna afla um borð Morgunblaðið/Þorkell NÝJA útgáfan af Sóma 860 kemst 30 hnúta. Fyrsti báturinn átti að vera sýningarbátur „en það var ekki nokkur möguleiki að halda honum, hann var rifinn út úr höndunum á okkur,“ segir Oskar Guðmundsson bátasmiður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.