Morgunblaðið - 10.05.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.05.1995, Blaðsíða 6
6 B MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ 1995 MARKAÐIR MORGUNBLAÐIÐ ^Fiskverð heima Faxamarkaður Fiskmarkaður Hafnarfjarðar Fiskmarkaður Suðurnesja Alls fóru 209,3 tonn af þorski um fiskmarkaðina þrjá hér syðra í síðustu viku. Um Fiskmarkað Hafnarfjarðar fóru 41,4 tonn á 83,87 kr./kg. Um Faxamarkað fóru 25,1 tonn á 71,53 kr./kg og um Fiskmarkað Suðurnesja fóru 142,8 tonn á 79,63 kr./kg. Af karfa voru seld 19,3 tonn. í Hafnarfirði á 42,80 kr. (2,81), á Faxagarði á 43,23 kr./kg (1,81) en á 58,69 kr. (14,61) á F. Suðurnesja. Af ufsa voru seld 64,6 tonn. í Hafnarfirði á 40,48 kr. (17,21), á Faxagarði á 56,34 kr. (0,51) og á 51,93 kr. hvert kíló á Suðurnesjum (46,91). Af ýsu voru seld 289,2 tonn á mörkuðunum þremur hér syðra og meðalverðið 59,46 kr./kg. Karfi Kn/kg 80 Mars April 13.v|14.v|1 Kr./kg 18.V Eingöngu var seldur fiskur úr gámum í Bretlandi í síðustu viku, samtals 580,4 tonn á 126,51 kr./kg. Þar af voru 56,0 tonn af þorski seld á 105,23 kr./kg. Af ýsu voru seld 285.5 tonná 100,42 kr./kg, 67,4 tonn af kolaá 176,24 kr./kg, 58.5 tonn af grálúðu á 195,98 kr./kg. og 25,3 tonn af karfa á 102,96 kr. hvert kíló. Eitt skip seldi afla sinn í Þýskalandi í síðustu viku. Skagfirðingur SK 4 seldi 162,1 tonn á 100,85 kr./kg. Þar af voru 151,2 tonn af karfa á 99,28 kr./kg, en 4,3 tonn af ufsa á 108,89 kr./kg. Fiskverð ytra Þorskur «■■■■■» Karfi mmmmm Ufsi Karfinn veltir þorsk- inum úr sessi hjá SH ■■■^^^^■■■■■■■■■■^^^^■^■^m ÞAÐ bar tíðinda hjá Asía í fyrsta skipti mikil- 4hlS vægasti markaðurinn *“*Í*-5 úr efsta sætinu yfir 'mikilvægustu framjeiðslu- og söluvöru fyrirtækisins. Gerðist það ekki eingöngu vegna samdráttar í þorskinu heldur fremur vegna stórsóknar SH í karfanum, bæði vegna mikillar aukningar í úthafs- karfaafla íslenskra skipa og viðskipta við sífellt fleiri erlenda frystitogara. Síðasta ár var metár í sölu SH, eins og kom fram á aðalfundinum í síðustu viku. í ársskýrslu sölusam- takanna gerði Friðrik Pálsson for- stjóri grein fyrir helstu þáttum þess árangurs, erlendu samstarfi og vöruþróun: Ágæt loðnuvertíð síðla vetrar leiddi til 16.000 tonna framleiðslu loðnuafurða fyrir Asíumarkað. SH er langstærsti íslenski útflytjandi þessara sérstöku afurða og nýtur þar styrks söluskrifstofu sinnar í Tókýó. Rækjuveiðar urðu hinar mestu í sögu landsins og verð afurða styrkt- ist mjög síðla árs. Hlutdeild fram- leiðenda SH í heildarvinnslu rækju á íslandi er nú orðinn um 40% og hefur tvöfaldast á nokkrum árum. Alls seldi SH um 11.000 tonn rækju- afurða í fyrra á móti 6.000 tonnum árið áður. Þriðji þátturinn er sterk staða SH í sölu karfaafurða, bæði í Asíu og í Evrópu. Gullkarfí og úthafskarfi eru nú samanlagt orðnir mikilvæg- ustu tegundir í sölukerfi SH, bæði hvað varðar magn og verðmæti en þá stöðu hefur þorskurinn haft lengst af. I vinnslu frystra afurða er greini- legt að flakablokkavinnsla hefur minnkað mjög en flakavinnsla og flakastykkjavinnsla samkvæmt sér- samningum vex í öllum bolfiskteg- undum. Auk frystra sjávarafurða hefur SH lagt áherslu á að afla sér reynslu í sölu kældra afurða og eldisfisks. Sala þessara afurða er fremur sveiflukennd milli ára en athyglis- verður árangur hefur náðst í sölu ferskflaka, ígulkerahrogna og hrossakjöts. Erlend framleiðsla alþjóðlegt samstarf Árið 1993 hófst sala sjófrystra afurða fyrir þýsku fyrirtækin Meckl- enburger Hochseefischerei (MHF) og Pirofísch en á síðasta ári bætt- ust við framleiðendur frá Færeyjum og Litháen. Mikið samstarf um gæðamál og framleiðslustýringu eru forsenda hins góða árangurs sem náðst hefur í sölu afurða. Aðalteg- undir í þessari vinnslu eru úthafs- karfi, síld og makríll. Félagið selur einnig hluta af framleiðslu suður- ameríska fyrirtækisins Friosur og þar er um landfrystar lýsingsafurðir að ræða. Sölumiðstöðin stofnaði á árinu fyrirtæki í samstarfi við ind- verskan aðila um veiðar og vinnslu túnfisks. Veiðarfara nú fram undan vesturströnd Afríku en stefnt er að útgerð við strendur Indlands. Þessi þróun er til marks um að starfsemi SH verður sífellt alþjóð- legri, bæði markaðsstarfíð en ekki síður ýmis önnur þjónusta við fram- leiðendur. Markaösstarfið — sveigjanlegt og öflugt Mikilvægi sterkrar markaðsstöðu á sem flestum og ólíkum markaðs- svæðum hefur sannað gildi sitt þeg- ar miklar breytingar verða á mark- aðsaðstæðum eða framleiðsluþátt- um sjávarútvegsins. Sölumiðstöðin býr yfír sérþekkingu á öllum helstu mörkuðum fyrir frystar sjávarafurð- ir og viðurkenndu gæðakerfí sem skilar sér ekki síst á tímum óvæg- innar samkeppni við ódýrari afurðir. Árið 1994 var Asíumarkaður í fyrsta sinn með mesta hiutdeild allra sölusvæða SH, bæði í magni og verðmæti. Bandaríkjamarkaður er hins vegar mikilvægasti markaður fyrir þorsk- og ýsuafurðir en Evr- ópumarkaður tekur við sífellt auknu magni karfa- og rækjuafurða svo að eitthvað sé nefnt. Vöruþróun Greining á framleiðslu frystihúsa innan SH leiðir í ljós að neytenda- vörur eru um 60% bolfískvinnslunn- ar. Hæsta hlutfall neytendavöru er í vinnslu karfa- og grálúðuflaka (80%), en um 60% í þorskvinnslu. Neytendavörur eru skilgreindar sem þær afurðir er fara fullfrágengnar héðan og eru seldar án frekari vinnslu eða umpökkunar til veit- ingahúsa, með frystibílum heim til fólks eða i smásöluverslunum. Neytendavörur sem unnar voru samkvæmt sérsamningum náðu i fyrra 6.000 tonnum innan SH. Þetta voru smásölupakkningar og ýmsir sérskomir flakabitar fyrir veitinga- hús auk rækju sem fer beint í versl- anir og veitingahús í 200 g til 1 kg pakkningum. Árið 1992 hófst vinnsla á laus- frystum, stærðarflokkuðum karfa- flökum er var pakkað fyrir smásölu- markað í Þýskalandi. Fjögur stór frystihús innan SH önnuðust fram- leiðsluna í fyrra en sex hús munu vinna við hana í ár. Verðmætisauki er verulegur. Vöxtur þesarar vinnslu hefur orðið hraður, búist er við að við bætist nýjar tegundir og fleiri markaðssvæði. SH hóf sölu smápakkninga í Þýskalandi með samstarfi við stærsta matvælafyrirtæki Evrópu árið 1988 og annaðist síðar með því þróun nýrra smásöluvara fyrir markaði í Belgíu og Ungveijalandi. í fyrra voru framleiddar sjö vöru- tegundir í 250-400 g öskjum undir merki þessa kaupanda. Fisktegund- ir eru þorskur, ufsi, karfi og skar- koli. Þessar vörur eru verðmætar og skila góðri framlegð. Smásölu- vörar undir eigin merki SH era í þróun fyrir markaði í Þýskalandi og Norður-Evrópu. í Frakklandi hafa undanfarin fjögur ár verið þróaðar 40 nýjar vörutegundir fyrir og með Parísar- skrifstofu SH. Sala þessara afurða nam 1.600 tonnum í fyrra og verð- ur 2.000 tonn í ár. í þessar vörur er notaður þorskur, ufsi, karfi, grá- lúða, steinbítur, lax, rækja, hörpu- diskur og kavíar. Þessar vörur fara í smásöluverslanir eða heimsend- ingaþjónustu en einnig til veitinga- húsa. Flestar þessara afurða eru unnar með sérsamningum við frystihús. Árið 1994 var fyrsta heila ár rækjuvinnslu fyrir smásöluverslanir í Bretlandi og á meginlandi Evrópu. Sala afurða undir „Icelandic“-merk- inu og merkjum kaupenda var mest til Bretlands. í fyrra hófst skipuleg kynning og sala stærðarflokkaðra flaka- stykkja fyrir veitingahús á megin- landi Evrópu. í Þýskalandi hefur vöralína flokkaðra ufsa- þorsk- og karfastykkja er nefnist „Portion Control Fish“ vakið eftirtekt og fengið mikla umfjöllun í fagtímarit- um. Framleiðsla SH 1994 4.200 4.200 1990 1991 1992 1993 1994 Breyting á bol- fiskvinnslu SH TÖLUVERÐAR breytingar urðu á framleiðslu hinni ýmsu tegunda bolsfisks hjá Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna á síðasta ári. Sam- dráttur varð í framleiðslu á þorski, ufsa, grálúðu og steinbít en aukning í ýsu og karfa, bæði hjá innlendum framleiðendum SH og erlendum. Ýsuframleiðslan jókst um 1.600 tonn, eða 38%, eins og sést á meðfylgjandi mynd. Eins og áður var framleiðsla fyrir Bandaríkjamarkað ráðandi, þangað fóru 4.900 tonn eða 85% framleiðslunnar og 11% fór á Bretlandsmarkað en minna á aðra markaði. Ufsi 1990 1991 1992 1993 1994 MESTI samdrátturinn í fram- leiðslu bolfiskafurða hjá SH varð í ufsa. Framleidd voru 7.200 tonn sem er 2.400 tonnum eða 25% minna en árið áður. Framleiðslan er nú innan við helmingur af því sem var árið 1991 er framleiðslan náði hámarki síðustu ára eða alls 15.800 tonnum. Gylfi Þór Magnús- son, framkvæmdastjóri markaðs- mála SH, sagði á aðalfundi sölu- samtakanna á dögunum að skýr- inguna á þessu mætti að stórum hluta rekja til samkeppni við sölt- unina. Þessi þróun væri uggvæn- leg og hefði skaðað stöðu SH á mikilvægum mörkuðum. Liðlega þriðjungur ufsaframleiðslunnar, eða 2.800 tonn sem er 35%, fer til Þýskalands og jafn mikið á Bandaríkjamarkað. í Bretlandi eru 20% framleiðslunnar seld og 6% í Frakklandi. lítflutningm SH til dótturtptækia,'93 og '94 Magn, ftonnum Til: Verðmæti, miiij. kr. Skipting sölu SH á markaðssvæði 1994 Hlutfall af magni nmT-rmnn nr»ig ■ni'wmMnmn nm íiii—iHt—nl Coldwater . Bandaríkin Hlutfall af verðmæti Coldwater Bandarikin IFPC Japan IFPL Bretland IFSA Frakkland — IFPG, Þýskaiand 1,6% SH, ísland II IFPL Bretlant IFSA Frakkland r — IFPG, Þýskalar 1,2% SH, ísland

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.