Morgunblaðið - 10.05.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.05.1995, Blaðsíða 4
4 C MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ HM I HANDKNATTLEIK Svisslending arsvæfðu Kóreumenn SVISSLENDINGAR nánast svæfðu Kóreumenn íLaugar- dalshöll í gær með sínum hæga og agaða sóknarbolta og sigruðu 25:22 eftir að hafa haft 10:6 yfir í hálfleik. „Við spiluðum ekki okkar besta leik, enda erfitt að ráða við vörn Kóreu. Við vorum þolin- móðir og ég er ánægður að þessi leikur er búinn, ég var hræddur við hann. Við vorum í vandræðum í byrjun síðari hálfleiks, en eftir að við skipt- um úr 6-0-vörn í 5-1 vörn gekk þetta betur,“ sagði Halid Demirovic, þjálfari Svisslend- inga. Svisslendingar voru vel að sigr- inum komnir. Þeir byrjuðu af krafti og það sló á hraða Kóreu- __________ manna. Varnar- ■■■■■■ veggur Sviss var ValurB. þéttur enda ekki á Jónatansson 5 . , sknfgr fæn margra að skjóta yfir hann þar sem menn eins og Baumgartner, Brunner og Rubin eru fyrir. Þetta reyndist Kóreumönnum þrautin þyngri og féllu þeir allt of oft í þá gryfju að reyna skot fyrir utan, sem vörnin tók eða þá Rolf Dobl- er, markvörður, sem varði alls 13 skot í fyrri hálfleik. Kóreumenn tóku Baumgartner úr umferð í byijun síðari hálfleiks og setti það svissnesku sóknina aðeins út af sporinu, enda hafði hann verið í aðalhlutverki í fyrri HAFNARFJ. hálfleik og gerði þá 6 mörk. Suður- Kóreu liðið náði að minnka muninn í eitt mark, 14:13, þegar níu mínút- ur voru liðnar. Þá breyttu Sviss- lendingar um varnarleik, úr 6-0 í 5-1-vörn, og í framhaldi að því komu fjögur mörk í röð og þar með var lagður grunnurinn að sigr- inum sem var nokkuð öruggur. Baumgartner var besti leikmað- ur Sviss, virtist geta skorað þegar hann langaði til. Hinar skytturnar; Rubin og Brunner, tóku við sér um leið og Baumgartner var í gæslu. Markvörðurinn Dobler var mjög góður í fyrri hálfleik. Það er ljóst að íslenska liðið þarf toppleik til að koma Svisslendingum úr jafnvægi eftir óskabyijun þeirra í mótinu. Hjá Kóreumönnum var Sung-rip Park góður í síðari hálfleik og gerði þá öll fimm mörkin sín. Stór- skyttan, Kyung-shin Yoon, byijaði illa og var ragur að skjóta eftir það, en hann er öflug skytta og á framtíðina fyrir sér. Það vakti at- hygli að Kóreumenn léku með sömu leikmenn bæði í vörn og sókn allan leikinn og voru með þijá markverði á skýrslu, en notuðu bara einn. „Við lékum mjög illa í fyrri hálf- leik og nýttum illa færin. -Síðari hálfleikjnn byijuðum við vel, en síðan var þreytan farin að segja til sín enda tók það mikið á að saxa niður forskot þeirra,“ sagði Seong-pyo Hong, þjálfari Kóreu. „Svisslendingar léku mjög harða vörn og við fengum lítið rými til að komast í gegn. Þeir komu einn- ig vel út á móti Yoon, sem var svolítið ragur.“ Um leikinn gegn íslendingum sagði þjálfarinn: „Eg vona að við leikum betur en í þess- um leik. íslendingar verða erfiðir eins og öll hin liðin í riðlinum. Ég vona líka að Lim Jin- suk verði orðinn góður af meiðslunum í hendi fyrir leikinn gegn íslendinum því hann er okkur mjög mikilvægur eins og kom í ljós í þessum leik.“ Vilji var ekki alK sem þurfti BANDARÍKJAMÖNNUM dugði ekki viljinn þvítalsvert vantaði á gæðin í leik þeirra við Ung- verja í Laugardalshöllinni f gærdag. Eftir jafna byrjun sigu Ungverjar framúr og létu ekki sinn hlut í 14:26 sigri. Leikurinn fór hratt af stað þrátt fyrir að mörkin létu á sér standa og fyrstu tíu mínúturnar náði hvort lið 10 ot .. sóknum sem þýðir Stefánsson að hver sókn stóð skrifar yfir í um hálfa mín- útu. Bandaríkja- menn voru sprækir til að byija með og um miðjan fyrri hálfleik var stað- an 5:5, sem þeir geta þakkað mark- verði sínum fyrir. Margar leikfléttur sáust en klár- uðust sjaldan svo þeir urðu að reyna skot utan af velli. Leikreynsla Ung- veija fór síðan að skila sér og þeir sigur jafnt og þétt framúr, þegar þeir voru búnir að læra á leikkerfi andstæðinganna og einnig mark- vörðinn. Markamunurinn var helst til of mikill en síðustu mínúturnar gerðu Ungveijar 8 mörk á móti einu Bandaríkjamanna og úrslit urðu 14:26. „Ég vil óska Bandaríkjunum til hamingju með leikinn og óska þeim alls góðs í framtíðinni í handboltan- um. Þeir stóðu sig ágætlega," sagði þjálfari Ungveija, Sándor Kálo, eft- ir leikinn. Mesti munur á liðunum fólst í leikreynslunni og Ungveijar geta svo sem verið sáttir við frammistöðuna en þeir geta betur og ekki er hægt að dæma þá út frá þessum leik. Til dæmis nýttu Ung- veijar 9 af 10 hraðaupphlaupum og öll fjögur gegnumbrotin gengu upp. Vörnin var einnig sterk enda sluppu aðeins 24 skot í gegn. „Ég er nokkuð ánægður með okkar lið, við getum betur og náðum að halda haus allan leikinn en nokk- uð hefur skort á það. Okkar mark- mið var að laga vörnina og það gekk vel í þessum leik,“ sagði þjálf- ari Bandaríkjanna, Garcia Cuesta Javier, eftir leikinn. Lið hans á hrós skilið fyrir að gefast ekki upp þó andstæðingarnir væru að síga framúr. Markvörðurinn Mark Schmocker varði frábærlega í bytj- un og var þeirra besti maður. Morgunblaðið/Rúnar Þór TALAIMT Dujshebaev lék vel með sýnu nýja liðl, Spánska landsllðinu, í gær gegn Hvít-Rússum. Hér skorar hann eitt af sex mörkum sínum. Spánveijar bættu sig til muna Sigruðu Hvít-Rússa með sjö marka mun í stórgóðum leik á Akureyri, sem lofargóðu um framhaldið SPÁNVERJAR komu vel stemmdir til leiks gegn Hvít- Rússum á Akureyri í gær, ákveðnir í að gera betur en gegn Kúveit ífyrstu umferð D-riðils á mánudag. Þá tryggðu þeir sér fyrst sigur á lokamín- útunum en að þessu sinni gerðu þeir út um leikinn upp úr miðjum seinni hálfleik. Hvít- Rússar byrjuðu vel en mótlæt- ið truflaði þá og þeir urðu að sætta sig við annað tapið f röð, 30:27 að þessu sinni. Markvörðurinn Alexander Mínevskl var frábær í fyrri hálfleik og bjargaði slakri vörn Hvít-Rússa hvað Steinþór etttr annað- Þetta Guðbjartsson efldi samheija hans skrifar s sókninni og leik- frá Akureyrí stjórnandinn Andrei Parashchenko blómstraði sérstak- lega en Alexander Touchkin lét sitt heldur ekki eftir liggja. Hins vegar höfðu Spánveijar góðar gætur á Mikhail Jakimovich og gerði hann aðeins eitt mark úr fimm tilraun- um. Hvít-Rússar virtust vera að ná undirtökunum undir lok fyrri hálfleiks en þeir fóru illa að ráði sínu og voru aðeins marki yfir í hálfleik, 13:12. Dómararnir tóku hart á brotum og ■ fundu Hvít-Rússar fyrir því. Hvað eftir annað misstu þeir mann út af í tvær mínútur og í kjölfarið gerðu þeir sóknarmistök sem þeim var refsað fyrir. Spánveijar nýttu sér þetta, byggðu upp örugga for- ystu og voru fimm mörkum yfir fjórum mínútum fyrir leikslok. Allir vita að Spánverjar eru með öflugt lið og þeir sýndu styrk sinn í seinni hálfleik. Baráttan var mik- il, allir lögðu sig fram og útkoman var eftir því. Urdiales var frábær í hægra horninu og Etxaburu stóð sig vel á línunni en enginn var betri en Dujshebaev. Það er ljóst að Spánveijar ætla sér stóra hluti og haldi þeir áfram á þessari braut eru þeir á réttri leið. Hins vegar verður dæmið erfiðara hjá Hvít-Rússum en þess ber að geta að þeir hafa leikið við tvö mjög sterk lið og tapað naumlega fyrir báðum. Það býr mikið í liðinu og það eflist með meiri samæfingu. ÍTÖLSKU dómararnir Masi og Di Plero voru vægast sagt afleitir á leik Egyptalands og Kúveit á Akur- eyri í gærkvöldi og máttu varla við því. Þeir fengu ekki góða dóma eftir leik Svíþjóðar og Hvíta-Rúss- lands og kemur ekki á óvart ef þeir hafa þegar dæmt síðasta leik sinn í keppninni. Það ætti að skýr- ast í dag og þá um leið hvort þeir verði fyrstir til að falla úr keppni. AKUREYRI ítalska parið fyrst heim? Gruz Ibero, þjálfari Spánar, ánægðureftirsigurinn „Hugarfarið var rétt“ Qruz Ibero, þjálfari Spánar, sagði að allt annað hefði ver- ið að sjá til sinna manna í öðrum leik. „Við lékum alls ekki vel gegn Kúveit en leikmennirnir geta gert mjög góða hluti og hugarfar þeirra var rétt gegn Hvíta-Rússlandi, þeir vildu sigra og gerðu það.“ Spánveijar hafa sigrað í tveimur fyrstu leikjunum en þjálfarinn sagð- ist ekki vera farinn að hugsa um leikinn gegn Svíum. „Við tökum einn leik fyrir í einu. Við höfðum aðeisn níu daga í undirbúning því níu leikmenn voru bundnir með fé- lagsliðum sínum í úrslitum Evrópu- mótanna en það var mikill munur á fyrstu tveimur leikjum okkar. Það munar um hvern dag o gvið einbeit- um okkur aðeins að næsta verk- efni.“ Spartak Mironovich, þjálfari Hvíta-Rússlands, sagði að Spán- veijar hefðu tekið sína menn í kennslustund og óskaði þeim til hamingju með sigurinn. „Þeir börð- ust í 60 mínútur en sama er ekki hægt að segja um okkur. Útileik- mennirnir hjá okku rléku vel í sókn- inni en þeir fengu litla aðstoð og svo er það gamla lögmálið að þegar varnarleikurinn er ekki góður bitnar það á sóknarleiknum."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.