Morgunblaðið - 10.05.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 10.05.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ 1995 C 5 HM I HANDKNATTLEIK Stefán Þór Sæmundsson skrifar frá Akureyri Nýliði Svía fór á kostum Leikur Svíþjóðar og Brasilíu var um margt athyglisverður, sér- staklega fyrir þær sakir að Svíar voru í mestu vand- ræðum með einbeit- inguna og náðu aldrei að hrista Brassana almenni- lega af sér. Lokatölur urðu 29:21, sem þykir lélegt þegar styrkleika- munurinn er hafður í huga. Brasilíumenn komust í 6:3 og voru yfir 6:5 eftir fímmtán mínútna leik. Þá komu fjögur mörk í röð frá Johan Pettersson, stjörnu Svía í leiknum. Þessi örvhenti hornamað- ur skoraði 11 mörk og hélt Svíum á floti, ásamt markverðinum Tomas Svensson sem varði 24 skot. Staðan í leikhléi var 15:9 og jókst munur- inn sáralítið í seinni hálfleik. „Það má segja að við höfum ver- ið að spara kraftana en ég er ekki ánægður með hugarfarið hjá mín- um mönnum í dag. Ég er aðeins ánægður með Johan Pettersson og Tomas Svensson," sagði Bengt Jo- hansson, þjálfari sænska landsliðs- ins. /" Þess verður að geta að Svíar gáfu fjórum af bestu mönnum liðs- ins frí í leiknum, þeim Mats Olsson, markverði, útileikmönnunum Staff- an Olsson og Magnus Andersson og hægri hornamanninum Phierre Thorsson. Brasilíumenn voru mun betri en í leiknum gegn Egyptum en þeir eiga þó langt í land í þessari íþrótt og neðsta sætið í riðlinum verður eflaust hlutskipti þeirra. Alltvarð vitlaust Rauða spjaldið fór ljórum sinnum á loft í leik Kúveit og Egypta- lands á Akureyri í gær. Öll spjöldin féllu Kúveitum í skaut og varð allt vitlaust á tímabili og stöðva þurfti leikinn í nokkrar mínútur til að greiða úr flækjum. Hinn virti þjálfari Kúveita, Anatoli Evtútsj- enkó, var ómyrkur í máli á frétta- mannafundi eftir leikinn. „Ég er viss um að við hefðum unnið með eðlilegri dómgæslu. Ég hef verið í alþjóðlegum handknatt- leik í 35 ár og aldrei upplifað að svo ungir og óreyndir dómarar hafi verið settir á jafn mikilvægan leik. Dómgæslan var til skammar og ég hef aldrei á ævinni kynnst lélegri dómurum," sagði þjálfarinn sem var rekinn upp í stúku með rautt spjald eftir deilur og jafnvel handalögmál við eftirlitsmann á viðkvæmu augnabliki í leiknum. Itölsku dómararnir voru sannar- lega í aðalhlutverki. Þeir vísuðu leikmönnum 14 sinnum af velli í 2 mínútur og gáfu 4 Kúveitum rautt, þjálfaranum, útileikmanni fyrir ljótt brot, markverðinum fyrir að sparka í boltann i bræði og loks leikmanni sem fékk þriðju brottvísUn sína. Lætin byijuðu þegar 5 mínútur voru liðnar af seinni hálfleik og staðan var 14:11 Egyptum í vil. Dómararnir voru nýbúnir að reka einn leikmann Kúveita út af og síð- an fékk annar rautt spjald en samt voru 5 útileikmenn á vellinum. Leik- urinn var stöðvaður og eftir mikil læti fóru ótal spjöld á loft og þegar flautað var til leiks á ný voru að- eins 2 útileikmenn eftir og búið að reka flesta af bekknum upp í stúku. Sjálfur leikurinn er ekki marktækur en Egyptar unnu 28:21. eftir að hafa verið með eins marks forystu í leikhléi, 11:10 og þá var útlit fyr- ir jafnan og spennandi leik, en hann leystist algjörlega upp. Stefán Þór Sæmundsson skrifar frá Akureyri Morgunblaðið/Bjöm Gtslason Urdiales góður ALBERTO Urdiales Marques, hægri hornamaður Spánverja, lék geysilega vei gegn Hvít-Rússum á Akureyri í gær. Var mjög ógnandl, og skorar hér eltt átta marka sinna. Óstyrkur fyrst JOHAN Pettersson, örvhenti homamaðurinn hjá Sviþjóð, sýndi listir sín- ar á móti Brasilíu. Hann skoraði 11 mörk, 4 úr hraðaupphlaupum og 7 úr hægra horninu. Pettersson er bara stráklingur í hópi gömlu refanna, fæddur 1973 og yngstur í sænskaJandsliðinu. Þessi knái nýliði var að leika sinn fyrsta leik í heimsmeistarakeppni og Bengt Johansson, þjálf- ari var mjög ánægður með strákinn og hrósaði honum eftir leikinn. Sjálf- ur var Pettersson hógvær. „Ég var mjög óstyrkur fyrst, en það lagaðist þegar leið á leikinn og mér fór að ganga vel,“ sagði hann. Bestir undir pressu ÞJÁLFARI ungverska liðsins, Sándor Kaló, var sáttur við sig- ur gegn Bandaríkjamönnum í gærdag og var bjartsýnn fyrir leikinn gegn íslendingum. „Við erum bestir undir pressu," sagði hann eftir sigurleikinn gegn Bandaríkjunum, 14:26. ■ HANDBOLTADOMARAR á HM æfa líka á milli leikja og í gær- morgun skelltu þeir sér í fótbolta. Litlum sögum fer að getu þeirra í íþróttinni að sögn þeirra sem sáu til og voru þeir sagðir mun betri í dóm- gæslunni. ■ FLUGFREYJUR gera sitt til að auglýsa því þær bera barmmerki frá Heimsmeistarakeppninni, sem HM nefndin gaf þeim er verkfallið leyst- ist á dögunum. ■ KÓREUBÚAR æfðu að krafti í gærdag og fór öll æfingin í að æfa hraðaupphlaupskerfi. ■ TÉKKAR voru seinir fyrir þegar þeir komu til landsins og léku klukk- an 17.00 næsta dag. Þeir töfðust í flugstöðinni í Keflavík því eina tösku vantaði og þeir héldu að búningarn- ir væru í henni. Þegar í ljós kom að svo var ekki, þurfti að drífa bún- ingana til saumakonu sem setur auglýsingarnar á og gerði hún það um nóttina. ■ KYNNISFERÐIR hafa verið með ferðir alla daga fyrir erlenda ferðamenn. Keppnisliðin hafa ekkert farið en blaðamenn hafa skellt sér í nokkrar ferðir. Að sögn Hafsteins Jónssonar hjá Kynnisferðum eru það helst Bláa lónið og bæjarferðir sem heilla en þar vekja fjöldi úti- sundlauga mesta athygli. ■ JUAN Antonio Samaranch, for- seti alþjóða ólympíunefndarinnar, var heiðursgestur á leik Bandaríkj- anna og Ungverjalands í gær, sem hófst klukkan 15.00 og fór síðan útá fiugvöll. ■ PÉTER Kovács, leikmaður Ungverjalands og aldursforseti leikmanna á HM, spilaði vömina gegn Bandaríkjunum í gær. Péter hefur sjaldan gefið eftir en nokkrir áhorfendur sögðu að hann hlyti að vera að eldast því hann fékk aðeins tiltal og gult spjaid í leiknum. ■ KLUKKAN í íþróttahúsinu í Kaplakrika stöðvaðist í gærkvöldi þegar rúmar tíu mínútur voru til leiksloka í Marokkó og Króatíu. Varð af þeim sökum tæplega fimm mínútna hlé á leiknum. Dómarar leiksins, Mureno og Garcia voru með á hreinu hversu mikið væri eft- ir svo þegar klukkan vildi fara í gang var eins og ekkert hefði í skor- ist. ■ ÞEGAR nokkuð var liðið á fyrri hálfleik í leik Marokkó og Króatíu var hann stöðvaður fyrirvaralaust og án sýnilegarar skýringar í fyrstu. Fljótlega kom í ljós að beiðni hafði komið frá liðunum að fjarlægð yrði dómaraflauta frá einum ungum áhorfenda sem truflaði leikinn með flautum í tíma og ótíma. ■ EINN öryggisvörður á leiknum gekk hiklaust til verks og tók flaut- una í sína vörslu. Átta Alsíringar með erlendum liðum Alsír hefur komið mest á óvart allra liða það sem af er heims- meistarakeppninni með því að vinna Dani í Kópavogi í fyrra kvöld 25:24. Þetta er í fimmta sinn sem Alsír tek- ur þátt í úrslitum HM og hafði liðið aldrei unnið áður. Átta landsliðsmenn Alsír leika utan heimaiandsins. Tveir þeirra, Buahik Mahmoud (nr. 10) og Aua- hria Edolane (nr.3) leika í Frakk- landi og sex leika í Túnis. Mikill áhugi er fyrir handbolta í Alsír og sagði þjálfarinn Mohamed Machou að handbolti væri næst vinsælasta íþróttagreinin þar í landi á eftir knattspyrnu. Leikur Alsír og Dana var sýndur í beinni útsendingu í Áls- ír og er það í fyrsta sinn sem bein útsending er þangað frá heimsmeist- aramóti í handknattleik. Þjálfari Als- ír sagði að það mætti búast við því að nú væri þjóðhátíð í landinu eftir sigurinn á Dönum. Krístján spáir íslandi efsta sæti í A-riðli „ÉG var mjög ánægður með leikinn gegn Túnis. íslenska liðið lék skemmtilegan og hraðan hand- bolta,“ sagði Kristján Árason, fyrr- um landsliðsmaður úr Hafnarfirði. „Fyrri hálfleikurinn var frábær. Það voru tvö atriði í seinni hálfleik sem ollu því að liðið náði ekki að halda sama takti og í fyrri hálfleik. Geir var kominn með tvær brottvísanir og við það varð vörnin ekki eins stefk og í öðru lagi komu upp vandamál í sókninni þegar Ólafur Stefánsson var tekinn úr umferð,“ sagði Kristján. „Ég hef trú á því að íslenska lið- ið verði í efsta sæti í A-riðli. Þó svo að íslenska liðið sé búið að spila tiltölulega léttustu leikina þá er það vaxandi og á miklu meira inni. Stákarnir eru greinilega tilbúnir í þessa keppni," sagði Kristján.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.