Morgunblaðið - 10.05.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 10.05.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ 1995 C 9 faém FÖLK ■ ÞÓRÐUR Guðjónsson, sem meiddist í æfingabúðum með Boc- hum í Portúgal í janúar, lék sinn fyrsta leik með liðinu í ár á laugar- daginn — hann kom inná sem vara- maður í leik gegn Frankfurt á 61. mín. ■ HOLLENSKI landsliðsmaður- inn Wim Jong, sem hefur leikið með Inter Mílanó á Ítalíu, er genginn til liðs við Eindhoven, sem borgaði 207 millj. ísl. kr. fyrir hann. ■ ANTONIO Lopez, landsliðs- þjálfari Bolivíu, hefur verið rekinn eftir að hafa verið aðeins sex vikur í starfi og stjómað landsliðinu að- eins í einum leik — 0:0 gegn Venezuela. ■ JESUS Gil, eigandi Atletico Madrid, hefur verið dæmdur í bann frá heimaleikjum liðsins næstu átta vikurnar. Gil sagði daginn eftir tapleik, 2:4, gegn Real Madrid, að mafía væri að störfum innan dómarastéttarinnar — og sendi dómurum heldur betur tóninn í blaðaviðtali. ■ JÚRGEN Klinsmann, fyrirliði þýska landsliðsins, sem leikur með Tottenham, mun taka ákvörðun um það eftir síðasta leik Totten- ham, hvort hann taki tilboði frá Bayern Miinchen. ■ TERRY Yorath, fyrrum landsliðsþjálfari Wales, var í gær ráðinn landsliðsþjálfari Líbanon — skrifaði undir átján mán. samning. ■ AUSTURRISKI knattspyrnu- þjálfarinn Rolf Fringer var í gær ráðinn þjálfari hjá Stuttgart frá og með næsta keppnistímabili. Fringer, sem er 38 ára gamall, þjálfar nú svisseska liðið Aarau og gerði þá m.a. að meisturum árið 1993. Hann leysir af hólmi hjá Stuttgart, Juergen Sunder- mann, sem tók við þjálfun liðsins til bráðabirgða á dögunum þegar Juergen Roeber var rekinn. ■ BARCELONA keypti í gær Bosníumanninn Meho Kodro frá Real Socoiedad fyrir upphæð sem svarar til 365 milljóna króna. Kondro hefur leikið mjög vel með Real Sociedad í vetur og gert helming marka félagsins í deildar- keppninni á yfirstandandi tímabili, 21, og er um leið annar marka- hæsti leikmaður deildarkeppninn- ar. Hann gerði þriggja ára samning við Barcelona. KNATTSPYRNA Hópferð hjá KSÍ- klúbbnum Mikið verður um dýrðir hjá KSÍ-klúbbnum í ár; þrír landsleikir á heimavelli auk vináttu- landsleiks, ferð til Svíþjóðar og ýmislegt annað er í bígerð. KSÍ-klúbburinn er opinn öllum sönnum knattspymuáhugamönn- um, en starfsemin felst í því að hittast fyrir landsleiki og njóta léttra veitinga og fara síðan saman á landsleiki og styðja liðið til sig- urs. Úrval - Útsýn hefur sett upp ferð til Stokkhólms til að fylgjast með landsleik íslands og Svíþjóðar á Rasundaleikvanginum þann 1. júní. Félagar í KSI-klúbbnum njóta forgangs í ferðina til 12. maí. Allar upplýsingar um ferðina og klúbbinn veitir íþróttadeild Úrvals-Útsýnar í síma 5699300. SAMEINING ISI og Ol Júlíus Hafstein formaður Ólympíunefndar fslands Ummæli Samaranch koma mér ekki á óvart Ummæli hans koma mér ekki á óvart því Samaranch segir réttiléga það sem við höfum haldið fram allan tímann, að þetta verður að gera í fullu samráði við ólympíu- sáttmálann. Það er auðvitað grundvallar atriði. Þær tillögur sem nú þegar liggja fyrir stangast á við ólympíusáttmálann, ^ sagði Júlíus Hafstein, formaður Ólymp- íunefndar íslands í samtali við Morgunblaðið vegna þeirra um- mæla forseta Ólympíunefndarinn- ar á fundi með blaðamönnum. Þar sagði forsetinn það værj mál íþróttahreyfingarinnar á íslandi hvort ÍSÍ og Olympíunefndin sam- einuðust eður ei. Alþjóða ólympíu- nefndin skipti sér ekki af því svo fremi sem ólympíusáttmálinn yrði haldinn. Úrelt og til trafala Tillögurnar sem Júlíus vísar til voru kynntar á síðasta sambands- þingi ISÍ og gerðu ráð fyrir að Óí ætti þrjá af tíu fulltrúum í stjórn hins nýja sambands ÍSÍ og Óí. Að sögn Eilerts B. Schram, forseta ÍSI, var gert ráð fyrir í þeim tillög- um að í öllum þeim málum sem kæmu til þessarar nýju fram- kvæmdastjórnar og vörðuðu ólympíuhreyfinguna og ólympíu- starf þá hefðu þessir þrír fulltrúar Óí einir atkvæðisrétt auk forseta. Að öðru leyti sagðist Ellert vera ánægður með yfirlýsingu Samar- anch. Ellert telur að sameina eigi ÍSÍ og Óí undir eina stjóm. „Þetta form sem nú er við líði er úrelt og til trafala fyrir íþróttahreyfing- una,“ bætti Ellert við. Sameiginlegur skilnlngur „Ég átti fund með Samaranch í dag [í gær] þar sem við ræddum þessi mál og minn skilningur er alveg í fullu samræmi við stjóm alþjóða ólympíunefndarinnar um vægi atkvæða. Út frá þeim punkti verðum við að vinna, en fyrst verð- ur að fara ofan í grunninn og skoða hreyfinguna í heild sinni,“ sagði Júlíus Hafstein. „Ég ræddi einnig við hann um tillögunar sem var lagðar voru fyrir síðasta íþrótta- sambandsþing og var vísað til sam- einingarnefndar ÍSÍ og Óí. Þær uppfylla ekki skilyrði ólympíusátt- málans. Það þýðir ekki að við get- um ekki búið til aðrar tillögur." Vlnna í sátt og samlyndi Júlíus sagði ennfremur að áður en af sameiningu ÍSÍ og Óí gæti orðið yrði íþróttahreyfingin að skoða sitt starf frá grunni. Það þýddi ekki að byrja á því að byggja rísið og styrkja síðan grunninn. Aðrar þjóðir hefðu farið þannig í málin og okkur bæri að læra af mistökum þeirra. En þetta yrði fyrst og fremst að vinna í sátt og samlyndi og í öflugu samstarfi allra sem að málinu kæmu. Ég hef sjálfur verið að skoða þessa hluti frá allt öðru sjónar- horni en íþróttahreyfingin og hef beðið ákveðna lögfræðinga að skoða aðrar leiðir en íþróttasam- bandið hefur lagt til. Ég vona að ég geti eftir nokkra mánuði komið með slíkar tillögur, en ljóst er að aðrar leiðir eru til en þær sem ÍSÍ vill,“ sagði Júlíus Hafstein. Leysum vandamálin Eggert Magnússon, formaður KSÍ og nefndar ÍSÍ og Óí sem fer með sameingarmálið, sagði í sam- tali við Morgunblaðið að nefndin væri að störfum og hann vænti mikils af störfum hennar. Þar ætti Júlíus sæti. Nauðsynlegt væri hins vegar að gefa sér tíma til vinnunnar. „Öll vandamál sem koma upp leysum við í rólegheit- um og í sameiningu,“ sagði Egg- ert, „en ég fagna yfirlýsingu Sam- aranch og hún er í fullu saræmi við álit sem ég fékk hjá yfirmanni lögfræðideildar alþjóða ólympíu- nefndarinar í fyrra.“ KORFUBOLTI KNATTSPYRNA Setur Arsenal met? EF Arsenal nær að sigra Real Zaragoza frá Spáni í úrslita- leik Evrópukeppni bikarhafa á Parc de Princes-leikvanginum í París í kvöld kemst félagið á spjöld knattspyrnusögunnar því engu liði hefur tekist að vinna Evrópubikarinn tvö ár í röð. Bæði félögin gera sér vonir um sigur því það yrði þá eini titil- inn á tímabilinu því ekki hefur gengið vel hjá þeim í deildarkeppn- inni heimafyrir. Arsenal sigraði Parma 1:0 í úrslitaleik keppninnar í Kaupmannahöfn í fyrra og verða að teljast til alls líklegir að þessu sinni. Ian Wright, sem hefur skor- að í öllum Evrópuleikjum Arsenal en missti af úrslitaleiknum í fyrra, verður með í kvöld og eins Paul Merson, sem er óðum að komast í góða æfingu eftir að hafa átt við drykkju- og eiturlyfjavandamál að stríða. Real Zaragoza er að leika til úrslita í Evrópukeppninni í fyrsta sinn í næstum þrjátíu ár. Liðið er í þriðja sæti í spænsku deildar- keppninni og leikmenn þess hafa áhuga á að sýna stuðningsmönnum sínum að þeir geta unnið eins og þeir gerðu í úrslitum UEFA-keppn- innar árið 1964.1 liðinu eru sterk- ir leikmenn frá Suður-Ameríku; eins og miðjumaðurinn Gustavo Poyet frá Uruguay og varnarmað- urinn Fernando Caceres frá Arg- entínu. Miðvallarleikmaður Zaragoza, Nayim, sem lék fimm ár með Tott- enham, sagði að Arsenal hefði vissulega getu og styrk til að sigra. „Ég þekki það af eigin raun er ég lék í Englandi. Enska liðið verður erfitt við að eiga og ég held að það hafi mikið sjálfstraust núna eftir að hafa slegið Sampdoria út í undanúrslitum. En við erum ánægðir að vera taldir með lakara lið eins og Arsenal var í úrslita- leiknum gegn Parma í fyrra,“ sagði Nayim. Stewart Houston, framkvæmda- stjóri Arsenal, sem var aðstoðar maður George Graham er liðið var Evrópumeistari í fyrra, segir að þó svo að menn telji Arsenal sigur- stranglegra segi það ekki neitt þegar inn á leikvöllinn er komið. „Það fyrsta sem maður lærir í knattspyrnufræðunum er að van- meta aldrei andstæðinginn og það er engin hætta á að við gerum það í þessum leik,“ sagði Houston. Líkleg byijunarlið í dag: Arsenal - David Seaman; Lee Dixon, Toný Adams, Andy Linighan, Nigel Winterburn; Ray Parlour, Martin Keown, Stefan IÁN Wright hefur skorað ií öllum Evrópuleikjum meö Arsenal tll þessa. Schwarz, Paul Merson; Ian Wright og John Hartson. Real Zaragoza - Juanmi; Alberto Belsue, Javier Aguado, Femando Caceres, Jesus ScHana; Gustavo Poyet, Santiago Aragon, Nayim; Miguel Pardeza, Juan Esnaider og Francis Femandez Higuera. Rodman íaðal- hlutverki hjáSan Antonio Spurs San Antonio Spurs vann annan sigur sinn á Los Angeles La- kers í undanúrslitum Vesturdeildar í NBA-deildinni í körfuknattleik í fyrra kvöld. Leikurinn var æsi- spennandi en San Antonio-liðið var sterkara í framlengingunni og sigr- aði 97:90 og hefur nú yfir 2:0, en það lið sem fyrr sigrar í fjórum leikj- um kemst áfram í 3. umferð keppn- innar. Næstu tveir leikir fara fram í Los Angeles. Varnarmaðurinn sterki Dennis Rodman var hetja San Antonio og gerði 22 stig sem er met hjá honum í vetur og tók einnig jafn mörg frá- köst. Hann bætti einnig upp mistök félaga síns, Davids Robinsons, sem fann sig ekki — hitti aðeins úr sex af 26 skotum utan af velli, en setti niður öll tíu vítaskotin og þau mikil- vægustu í framlengingunni þegar Rodman var kominn með útilokun. Robinson^erði samtals 22 stig. Lakers náði ekki að skora eitt einasta stig utan af velli í framleng- ingunni, aðeins úr vítum. Elden Campbell var stigahæstur gestanna með 25 stig og tók 18 fráköst áður en liann fékk útilokun rúmlega rnínútu fyrir lok framlengingarinn- ar. Lakers átti möguleika á að gera út um leikinn í venjulegum leik- tíma, en Vlade Divac hitti ekki úr tveimur vítaskotum er 4,6 sekúndur voru eftir og staðan 83:83. Stoichkov til PSG? JOHAN Cruyff, þjálfari Barcelona, er á höttun- um eftir nýjum leikmönnum. Sá orðrómur er nú uppi að hann hafi hug á að láta Búlgarann Hristo Stoichkov fara frá félaginu, en Stoic- hkov lenti í útistöðum við Cruyff í vetur, með þeim afleiðingum að hann var settur í fjórtán daga æfinga- og keppnisbann. Cruyff er tilbú- inn að láta miðherjann fara til París St. Germa- in og fá í staðin tvo snjalla sóknarleikmenn — franska landsliðsmanninn David Ginola og Lí- beriumanninn George Weah.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.