Morgunblaðið - 10.05.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.05.1995, Blaðsíða 12
ÍÞRÓlflR fWoyaimftltoftÍti Svíinn Mats Olsson fyrstur til að taka þátt ífimm heimsmeistaramótum Mats er 35 ára síðan í jan- úar, kerfisfræðingur að mennt og starfar sem slíkur í 75% starfi. „Ég var í fullri vinnu áður en ég fór til Spánar en eftir að ég fór aftur til Svíþjóðar vildi ég gefa mér meiri tíma í æfíngar og leiki.“ Eins og aðrir strákar í Malmö þótti honum gaman í íþróttum, var í fótbolta, íshokkí og handbolta „en mér gekk einna best í handboltanum, var val- inn í unglingalandslið og þá kitlaði að komast í landsliðið. Þetta var spennandi, ég ákvað að leggja mig allan fram og fékk fyrsta landsleik- inn á móti í Júgóslavíu 1979, kom inn á gegn Sovétríkjunum, og síðar í mótinu lék ég allan leikinn gegn Austur-Þjóðveijum. Landsleikirnir eru orðnir 236 en ætli ég hætti ekki eftir Ólympíuleikana í Atlanta á næsta ári. Hins vegar hef ég aldr- ei skipulagt þessa hluti fram í tím- ann, þetta hefur bara þróast svona og ég hef gert það sem hefur kom- ið upp á hveiju sinni.“ Tilvlljun Mats sagði tilviljun hafa ráðið því að hann fór að leika í marki 11 ára gamall. „Það var alltaf skóla- mót á laugardögum og enginn vildi vera í marki í mínum bekk. Við gerðum samning um að skiptast á og ég fór í markið í þriðja eða fjórða leik. Við fögnuðum fyrsta sigrinum, ég var spurður hvort ég vildi ekki bara halda áfram að vera í marki og sló til.“ Hann sagðist vissulega hafa heyrt fólk segja víða að markverðir væru skrýtnir en skilningur sinn væri annar. „Markvörður verður að vera klókur, skarpur. Ég kann vel við þessa stöðu því þanni get ég verið einstaklingur í liði, maður er mikið einn á báti í leiknum. En þetta er ekki bara spurning um að veija bolta heldur reynir á skipu- lags- og stjórnunarhæfileikana. Markmaður þarf að lesa vel varnar- leikinn, segja mönnum hvað hann vill og stjórna vörninni." Mats sagði ennfremur að mark- mannsstaðan væri erfið. „Þegar ég byijaði 11 ára gamall var boltinn hægur. Leikurinn var heldur hrað- ari þegar ég var 13 ára og enn hraðari þegar ég var 16. Með öðrum orðum þá gengur ekki að byija í marki 25 ára því það er dauðadóm- ur en ætli menn að standa sig er best að byija ungur og venjast óhjá- kvæmilegum breytingum." Allt breyttist með Carlsson Mikið hefur verið rætt o gritað um velgengni sænska landsliðsins í handknattleik. Mats sagði að allt hefði breyst þegar Roger Carlsson tók við liðinu eftir Heimsmeistara- keppnina 1982 og Bengt Johans- son, sem tók við 1988, hefði ekki aðeins haldið áfram á markaðri braut heldur byggt ofan á. „Roggie breytti hugsunarhætti leikmanna, fékk þá til að taka æf- ingar alvarlega og gerði hlutina á kerfísbundinn hátt. Hann er fyrsti þjálfarinn til að velja 20 manna hóp með framtíðina í huga en áður voru menn valdir í landsliðið- eftir frammistöðu í einum eða tveimur deildarleikjum. Bengt byggir á sömu hugmyndum en hann er meira á mannlegu nótunum, leggur áherslu á að menn njóti þess að spila handbolta, byggir upp gleði og ánægju. Þetta hefur gert það Morgunblaðið/Rúnar Þór MATS Olsson slappar af fyrlr utan Hótel KEA á Akureyrl í gær. Hann segist hafa lært að lifa lífinu meðan hann lék á Spáni. Þar „eru menn ekkl endilega að taka til í frítímanum heldur slappa af, liggja uppi í sófa og lesa góða bók.“ Mikilvægt að láta sérlíðavelog rækta sjálfan sig „ég vil lesa um lífið, söguna en ekki vísindaskáldsögur og róma- tískar ástarsögur." Segist samt ekki hafa eins mikinn tíma til þess og hann vildi. „Ég hafði nægan tíma þegar ég var á Spáni og þar lærði ég að meta sjálfan mig og gera eitthvað fyrir mig sjálfan. í Norður-Evrópu er gjarnan sagt að ef menn eru ekki að gera neitt þá sé það ekki gott. Á Spáni eru menn ekki endi- lega að taka til í frítímanum heldur slappa af, liggja uppi í sófa og lesa góða bók. Þá eru menn að rækta sjálfan sig og það er af hinu góða. Þetta hef ég tileinkað mér og það er mikilvægt að hugsa um sjálfan sig, láta sér líða vel. Lífið er til þess að lifa þvi.“ Spila um gull Svíar eru kröfuharðir og í hand- boltanum kemur aðeins eitt til greina, að sigra á mótum. Mats sagði að kröfurnar væru mestar frá hópnum, leikmönnum og þjálfara og það væri ekkert launungarmál að liðið ætl- aði sér _að spila um gullið á HM á íslandi. „Við urðum heimsmeist- arar 1990, í 3. sæti á HM 1993 og Evrópumeistarar í fyrra. Það yrði mjög slæmt fyrir okkur ef við næðum ekki í undanúr- slit en að sama skapi yrði gott að komast þangað. Hins vegar er keppt eftir nýju fyrirkomulagi og það er ómögulegt að segja hvað gerist eftir riðlakeppnina. Þá verður þetta spurning um líf eða dauða en þó við leikum undir meiri þrýstingi en áður - önnur lið telja sig hafa allt að vinna gegn okkur - þá er stefnan hjá okkur að leika til úr- slita.“ Sænski landsliðsmark- vörðurinn Mats Olsson er enn einu sinni í sviðs- ljósinu en í fyrradag hóf hann keppni í fimmta sinn á heimsmeistara- móti í handknattleik og er þar sér á stalli. Stein- þór Guðbjartsson ræddi við hann á Akur- eyri í tilefni tímamót- anna og kom fram að þau skiptu ekki máli að svo stöddu en ef til vill frekar í ellinni eins og Svíinn orðaði það. að verkum að Iandsliðsþjálfarinn mótar stefnuna í handboltanum í Svíþjóð, aðri þjálfarar fylgja með og fyrir vikið hafa orðið miklar framfarir. Reyndar hefur handbolt- anum í heiminum fleygt gífurlega mikið fram á undanförnum árum og lið Sovétríkjanna sem var upp á sitt besta um 1988 ætti ekki mögu- leika gegn bestu liðum nú og sænska liðið hefur aldrei verið betra. Almennt hefur tæknin breyst mikið til hins betra en mesti munur- inn liggu í öflugri hornamönnum." Kristján besti vamarmaðurinn Mats hóf ferilinn hjá Dalhems í Malmö, fór til Lugi 1980 og gerðist atvinnumaður með Teka á Spáni eftir Ólympíuleikana í Seoul í Suð- ur-Kóreu 1988, en fór aftur til Sví- þjóðar sl. haust er hann gekk til liðs við Ystad. Hann hefur fagnað mörgum glæstum sigrum en segir að úrslitaleikurinn á HM í Tékkósló- vakíu 1990 og úrslitaleikurinn á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992 standi upp úr. „Það eru margir eft- irminnilegir leikir en þessir tveir koma alltaf fyrst upp í hugann." Hann hefur líka leikið með mörg- um frábærum handknattleiksmönn- um, m.a. tveimur íslendingum, Brynjari Harðarsyni hjá Lugi og Kristjáni Arasyni með Teka. „Ég lék með Kristjáni í þijú ár og við urðum spænskir bik- armeistarar og bikarmeist- arar Evrópu saman. Það var frábært að spila með honum enda var hann mjög góður leikmaður og auk þess ein- staklega góður félagi enda erum við góðir vinir. Það segir sig sjálft að ég vil hafa góða vörn fyrir framan mig og Kristján var góður varnarmaður. Leikmenn á Spáni hugsa fyrst og fremst um að sækja og því var gott að hafa mann eins og Kristján sem var besti varnarmaðurinn í spænsku deild- inni.“ Lærði að lifa á Spáni Mats Olsson kemur vel fyrir, er rólegur og yfirvegaður. Hann segist nota frítímann í lestur góðra bóka,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.