Morgunblaðið - 10.05.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.05.1995, Blaðsíða 2
2 D MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Óli blöðrusali EF þú getur sagt mér hvað ég held á mörgum blöðrum, skal ég gefa þér eina, segir Óli blöðrusali við strákinn, sem er kallaður Raggi. Hjálpið stráknum og ef þið eruð ekki alveg viss er svar að finna annars staðar í Myndasögunum. Skemmtið ykkur. Brandarar VERA Knútsdóttir, Sæviðar- sundi 23, Reykjavík, sendi okkur einn: Má ég sitja í fanginu á þér, pabbi? Af hverju viltu ekki sitja við hliðina á mér, hérna á bekkn- um? Af því að hann er nýmálað- ur! HVAÐ fæst ef maður parar saman svín og sebrahest? Svar: Röndótt beikon! Lovísa Lára Halldórsdóttir, 7 ára, Auðbrekku 29, Kópa- vogi, sendi þennan. KRAKKAR, hversu oft hafið þið ekki heyrt orðið smuga síðustu vikur og mánuði. Það kemur til af því að ís- lenski fiskveiðiflotinn hefur sótt á fjarlæg mið norður af Noregi sem eru í daglegu tali nefnd Smugan, því að svæðið er á milli landhelgislína nokkurra þjóða (smeygir sér þar á milli, má nú bara segja á mjög svo fyndinn hátt!!!). Smugan Landhelgislína er ímynduð lína dregin yfir hafflötinn í ákveðinni fjariægð (200 mílur) frá strönd viðkomandi lands. Við getum séð þessar línur á sumum landakortum. Það eru fleiri smugur nefnd- ar. Um þessar mundir semja ríkisstjórnir íslands, Noregs, Færeyja og Rússlands um síld- arsmugu og skulum' við vona að enginn verði ísmeygilegur í þeim viðræðum. Magnús Ágústsson, 7 ára, Ránargötu 17, 600 Akureyri, gerði þessa frábæru mynd af íslensku fleyi, sem er væntan- lega á leið á miðin (svæðin þar sem fiskurinn veiðist) og færir okkur björg í bú. Hafðu kærar þakkir fyrir, ungi Norðlendingur. Skyggið EF þið skyggið þau svæði á mynd- inni sem eru með punkti sjáið þið væntanlega hvað um er að vera á myndinni. „5KYN171LEGA." ) H~l6 (5JCWILE6A rh/Afc??i) /S 6AT$\$EM VAZAP, IfóA 0OK Sép HVAP HAMNVAR P&IBSA!) FVKlK6EFPi;.i ANPl yFlK M H\JAV /wyNP( \<o/M FYÍ2JK |<AN' j ÍNONA-/ >«rV^4:^_

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.