Morgunblaðið - 10.05.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.05.1995, Blaðsíða 4
4 D MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Afmæli með LEGO og Kjörís HÚN Erla á afmæli á næst- unni. Mamma hennar og pabbi ætla út í búð að kaupa ís til þess að búa til ísrétt fyrir af- mælisveisluna. En þau vantar góðar hugmyndir að réttinum og hvemig væri nú, krakkar, að þið hlypuð undir bagga með þeim og senduð þeim góða uppskrift að ísréttinum. Myndin, sem er hérna með af Erlu og mömmu hennar úr Belville LEGO-fjölskyldunni, er fyrir ykkur að lita eftir ykk- ar höfði og þið sendið hana og hugmynd ykkar að ísréttin- um til okkar á Myndasögum Moggans. Isgerðarfólkið hjá Kjörís í Hveragerði mun síðan dæma um hver ísréttanna hlýtur að- alvinninginn í þessum lita- og ísréttaleik. Allir, sem senda inn hug- mynd að ísrétti, fá ávísun á tvo græna Hlunka frá Kjörís. Birt verða nöfn þeirra þriggja sem hreppa aðalvinninginn, hinir fá Hlunkaávísunina senda heim. Aðalvinningar eru þrír: Bel- ville-draumahús frá LEGO og Hlunkaveislur frá Kjörís. Mömmur, pabbar, afar, ömmur, frænkur, frændur luma oft á einhveiju sniðugu, fáið þau í lið með ykkur. En í guðanna bænum, ekki setja eldhúsið á annan endann. Þá fáið þið bágt fyrir. Gangi ykkur vel. Nafn:........ Aldur:....... Heimilisfang: Æ, mig hungrar HJÁLPIÐ tíkinni Sámu að fínna stærstu (og matar- mestu) pylsuna. Þið fínnið lausn einhvers staðar í blaðinu. Lausnir RAGGI er með töluna á hreinu og Óli gaf honum blöðru eins og hann lof- aði. Blöðrumar eru tutt- ugu og tvær. Gísli og þið öll, marm- arakúlur númer eitt, sex og níu eru eins. Pylsa númer þijú er sú lengsta. PAVfö / 29-95

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.