Morgunblaðið - 11.05.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.05.1995, Blaðsíða 1
TRYCCINCAR Misrétti í líf- eyrismálum/4 fiArmAl Vextir og stefna ríkisstjórnar/6 TORCID Vilja örva ferða- mannaverslun/8 vmsrara/AiviNNULíF PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 11. MAI 1995 BLAÐ B Bónus-tölvur TÆKNIVAL hf. hefur í undirbún- ingi að setja á stofn nýja verslun á Grensásvegi 3 undir nafninu Bónus-tölvur. Þar verða í boði einkatölvur frá áður óþekktum framleiðendum þ.á.m. Pacard Bell, Targa og Peacock. Mikil áhersla verður lögð á lágt verð og verða þar í boði 486-tölvur með 66 megariða örgjörva á 90 þúsund krónur. Iðnlánasjóður Iðnlánasjóði hefur tekist að sejja nokkuð að yfirteknum eignum að undanförnu. Þannig stóðu slíkar eignir í 875 milljónum í ársbyrjun 1994 en voru komnar í 785 miUj- ónir í árslok. í apríl höfðu þær enn lækkað og námu þá 704 millj- ónum. Spariskírteini AHs bárust 23 tilboð í spariskir- teini í útboði Lánasýslu ríkisins í gær og var ákveðið að taka tilboð- um að fjárhæð 203 miHjónir. Með- alávöxtun samþykktra tilboða í spariskírteini til 5 ára er 5,75% og 5,83 í skírteini til 10 ára. Þetta er örlitil hækkun frá síðasta út- boði. Engin tilboð bárust í ECU- tengd spariskírteini. SÖLUGENGI DOLLARS Kr. Síðustu fjórar vikur 66,50 r—•-------------------------:---------- 66,00' ¦.................................................. 65,50------------------------------------------ 65,00-----------------------------------— 64,50—--------------------------------------- 64,00 63,50 63,00 62,50 62,00 62,95 61,50H- 12. april 19. 26. 3. mai 10. GENGI NOKKURRA GJALDMIÐLA ffá mai 1994 (söiugengi) Kringlan og Borgarkringl- an í eina sæng? TÖLUVERÐAR líkur eru á að samningar takist á næstunni milli eigenda Kringlunnar og Borgarkringlunnar um sameiginlega yfir- stjórn og náið samstarf verslunarmiðstöðvanna. Samkvæmt upplýs- dngum Morgunblaðsins er reiknað með að drög að samkomulagi liggi fyrir á næstunni sem hægt verði að leggja fyrir fund eigenda Kringl- unnar innan fárra vikna. Einn veigamesti þáttur þessárar samningagerðar felst í því að eig- endur Borgarkringlunnar greiði eig- endum í Kringlunni fyrir hlutdeild í bílageymslum síðarnefnda hússins. í því sambandi kemur til greina að eigendur í Kringlunni fái einhvern eignarhlut í Borgarkringlunni í skiptum fyrir bílastæði. Girðingar fjarlægðar Náist samningar um þessi mál er gert ráð fyrir að opnað verði á milli bílageymslna í húsunum sem eru á tveimur hæðum. Hingað til hefur há járngirðing á efri hæð bíla- geymslu hindrað viðskiptavini í því að fara á milli húsanna. Girðingin verður væntanlega fjarlægð og brot- ið gat á vegginn á neðri hæð til að samtengja bílageymslur. Allar þreifingar um samstarf hafa hingað til strandað á því að Borgar- kringlan hefur ekki viljað greiða fyrir afnot af bílastæðum í Kringl- unni. íslandsbanki og fleiri fjár- málastofnanir sem eiga stærstan hluta Borgarkringlunnar hafa nú Ijáð máls á slíku og þar með komst skriður á viðræðurnar. Þær hugmyndir sem liggja fyrir gera einnig ráð fyrir töluverðum endurbótum innandyra í Borgar- kringlunni. Þannig þarf t.d. að byggja nýjan aðalinngang á húsið við hlið verslunarinnar 10-11 þar sem nú er geymdur ruslagámur. Ný hússtjórn með öll völd Þá er gert ráð fyrir því að mynd- uð verði ný hússtjórn beggja hús- anna sem hafi umsjón með sameig- inlegum svæðum og allri starfsemi í húsunum. Af hálfu Kringlunnar er horft til þess að með aukinni samvinnu hús- anna verði svæðið í heild sinni áhuga- verðara og hægt verði að skapa fleiri valkosti í verslun. Samkvæmt upp- lýsingum Morgunblaðsins hefur eft- irspurn eftir verslunarhúsnæði í Kringlunni aukist upp á síðkastið. Hafa nokkrar nýjar verslanir verið settar þar á fót að undanförnu. Þriggja manna nefnd Kringlunn- ar, skipuð fulltrúum frá Hofi sf., Byko og versluninni Sautján, hefur komið fram fyrir hönd hússins í við- ræðunum við eigendur Borgar- kringlunnar. Eins og kunnugt er Borgarkringlan að mestu í eigu ís- landsbanka, Landsbankans, Iðnl- ánasjóðs og Iðnþróunarsjóðs en þessar stofnanir keyptu húsið. á nauðungaruppboði árið 1993. Ný- lega keypti Byggingafélagið Mænir 15% hlut í húsinu, þ.e. húsnæði skemmtistaðarins Ommu Lú og þrjár hæðir þar sem einkum fer fram skrifstofustarfsemi, ÍSLENSKI LÍFEYR1SS]ÓÐLIR1NN fyTÍrhyggja til framtíðar íslenski Hfeyrissjóðurinn hf, séreignasjóður t umsjá Landsbréfa, hefur sýnt bestu ávöxtun séreignasjóða sl. fjögur ár. Allir sem vilja skapa sér og sínum meira öryggi í framtíðinni eiga erindi í sjóðinn. 9 Ráðgjafar Landsbréfa hf. og umboðsmenn í Landsbanka Islands um allt land veita allar frekari upplýsingar § LANDSBREFHF. /yftÆtn, - ^TlsfH, frÍ4tS^ -á*&f V U ii i -\ H 0 8 il !> A U I ! 0 8 $ '¦ \ K .1 A

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.