Morgunblaðið - 11.05.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.05.1995, Blaðsíða 2
2 B FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 1995 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Lyfjadreifing sf. velur ÓpusAllt við- skiptahugbúnað NÝLEGA var undirritaður samn- ingur milli Islenskrar forritaþró- unar hf. og Lyfjadreifingar sf. um kaup á ÓpusAllt heildarupp- lýsingakerfi. Lyfjadreifing sf. er nýstofnað innflutnings- og dreif- ingarfyrirtæki í eign Farmasíu hf., Lyfja hf. og Stefáns Thorar- ensen hf. Sameiginlega eru þessi þijú fyrirtæki með um 30% af íslenska lyfjamarkaðnum, að því er segir í frétt. íslensk forritaþróun hf. var í upphafi fengið ti! þess að greina þarfir fyrirtækjanna fyrir heildarupplýsingakerfi og til að koma með ábendingar og hug- myndir um sameiginlegt kerfi Lyfjadreifingar sf. og fyrirtækj- anna þriggja. Ennfremur lagði Islensk forritaþróun hf. fram áætlun um undirbúning, uppsetn- ingu og þjálfun fyrir starfsmenn fyrirtækjanna. Hið sameiginlega upplýsinga- kerfi fyrirtækjanna gerir mjög miklar kröfur til aðgangsstjóm- unar þar sem fyrirtækin fjögur vinna öll á sama netinu. Þó þau standi saman að Lyfjadreifingu sf. eru þau samt í harðri sam- keppni á lyfjamarkaðnum. Sem dæmi má nefna heldur Lyfjadreif- ing sf. sameiginlega vömskrá fyr- ir fyrirtækin þrjú en hvert fyrir- tæki hefur einungis aðgang að sinum vörum. Þá skiptir miklu að hugbúnaður styðji vel skjalaskipti milji tölva (EDI). ÓpusAllt upplýsingakerfið heldur utan um alla markaðs- vinnu, sölu og vömkynningar, innkaup, birgðahald, vörudreif- ingu, viðskiptamenn, lánar- drottnakerfi og fjárhagskerfi fyr- irtækjanna fjögurra. OpusAUt Sljórnandinn (fyrir Windows) er hluti af kerfinu en með því er hægt að draga fram lykilupplýs- ingar úr rekstri fyrirtækjanna og birta sljómendum á myndrænan hátt. Mikill uppgangur hjá lyfjafyrirtækinu Omega Farma Hagnaður nær þridjungiir af veltu MIKILL uppgangur hefur verið hjá lyfjafyrirtækinu Omega Farma hf. að undanfömu. Fyrirtækið skilaði alls um 35,2 milljóna króna hagnaði á síðasta ári samanborið við um 1 milljónar króna hagnað á árinu 1993. Heildarsala síðasta árs nam alls 119,4 milljónum og jókst úr um 67,9 milljónum. Omega Farma var stofnað árið 1990 og setti fyrst vítamín á mark- að í janúar 1992 en fyrsta lyfið kom á markaðinn í júlí sama ár. Hefur fyrirtækið einkum lagt áherslu á framleiðslu lyfja samhliða lítilshátt- ar innflutningi. Mestur árangur hef- ur náðst í sölu og framleiðslu sam- heitalyfja í þremur flokkum þ.e. meltingarfæralyfja, geðlyfja og hjartalyfja. Þar að auki eru fram- leidd m.a. sýklalyf og gigtarlyf. Friðrik Steinn Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri, segir að fyrst hafi komist skriður á reksturinn árið 1993 og lyfjum sem skrásett eru fari stöð- ugt fjölgandi. Þar að auki séu fram- leiddar um 20 tegundir vítamína. Fjármagnsliðir voru einnig mun hagstæðari á árinu 1994 en árinu áður sem m.a. mátti rekja til hag- stæðrar gengisþróunar SDR. Húsnæði stækkað um nær helming Akveðið hefur verið að flytja sölu- og markaðsdeildina í 350 fermetra húsnæði í Skútuvogi 1 í sumar, en lyfjaframleiðslan verður áfram í Kópavogi. Við það stækkar hús- næðið úr 400 fermetrum í 750 fer- metra. Um leið verður rannsókn- arstofan stækkuð. Friðrik segir góðan árangur fyr- irtækisins að þakka því að læknar og lyfjafræðingar hafí tekið fram- leiðsluvörum fyrirtækisins vel og tek- ist hafí að framleiða samheitalyf sem séu ódýrari en erlenda frumlyfíð. Að meðaltali sé verð innlendu framleiðsl- unnar 10-30% lægra en á innflutn- ingi. Þannig hafí jafnframt náðst að lækka lyfjakostnað landsmanna. Starfsmenn fyrirtækisins eru tólf talsins en þar af eru sex iyfjafræðing- ar. Eigið fé í árslok var alls 93,5 milljónir og skuldir 70,6 milljónir. Omega Farma er almenningshlutafé- lag með um 60 hluthöfum og er þar nær eingöngu um einstaklinga að ræða, þ.á.m. starfsmenn fyrirtækisins. Alyktun Idnþings Stjómvöld skilgreini samn- ingsmarkmið gagnvart ESB SAMTÖK iðnaðarins telja brýnt að íslendingar verði fullgildir þátttak- endur í samfélagi Evrópuþjóða. Mikill meirihluti félaga í Samtökum iðnaðarins telur að aðild íslands að Evrópusambandinu muni reynast heilladrjúg fyrir atvinnulífið og al- menning að uppfylltum tilteknum forsendum. Þetta kemur fram í ályktun sem Iðnþing samþykkti nýlega. Þar segir jafnframt: „Reynsla frændþjóða okkar renni stoðum undir þessa skoðun. Helstu við- skipta- og samkeppnisþjóðir íslend- inga eru innan Evrópusambandsins. Það skiptir sköpum fyrir íslenskt atvinnulíf að búa við sambærileg starfsskilyrði og þjóðir Evrópusam- bandsins. Auk þess eiga íslendingar helst samleið með öðrum Evrópu- þjóðum í menningarmálum. Það er brýnt að íslendingari eigi aðild að ákvarðanatöku og stefnumótun um eigin framtíð. Samtök iðnaðarins skora því á stjórnvöld að hefjast handa við að skilgreina samnings- markmið og kynna þau innan Evr- ópusambandsins. Stöðugleiki í efnahagsmálum og góð samkeppnisstaða undanfarin ár hefur skilað sér í sókn á flestum sviðum atvinnulífsins. Samtök iðn- aðarins líta á það sem höfuðvið- fangsefni hagstjórnar á næstunni að tryggja áframhald þessarar þró- unar. I því efni er brýnt að gerðar verði sérstakar ráðstafanir til að koma í veg fyrir þær stórfelldu sveiflur sem hafa einkennt þróun raungengis hér á landi í áranna rás. Samtök iðnaðarins leggja mikla áherslu á að þeir aðilar, sem mestra hagsmuna eiga að gæta, móti sam- eiginlega tillögur um leiðir til sveiflujöfnunar. Það er allra hagur að mótuð verði skynsamleg hag- vaxtarstefna og afmarkaðri at- vinnugreinastefnu verði hafnað. Ennfremur er afar þýðingarmikið að koma böndum á búskap hins opinbera á næstu misserum og nýta efnahagsbatann í því skyni. Árang- ur í ríkisfjármálum getur ráðið úr- slitum um frekari framhald efna- hagsbatans. Minni fyrirferð hins opinbera á lánsfjármarkaði er ein helsta forsenda fyrir lægri vöxtum, aukinni fjárfestingu, stöðugum hag- vexti og nýjum atvinnutækifærum." Samtök iðnaðarins styðja ein- dregið áform stjórnvalda um að breyta Iðnþróunarsjóði, _ Iðnlána- sjóði og Fiskveiðasjóði Islands í hlutafélög á næsta ári og sameina þau síðar í einn öflugan fjárfesting- arbanka. Einnig styðja Samtök iðn- aðarins þau áform að veija hluta af arði þessarar starfsemi til að fjár- magna sameiginlegan Nýsköpunar- sjóð atvinnulífsins. Samtök iðnaðar- ins fagna ennfremur stefnu nýrrar ríkisstjórnar um að breyta ríkisvið- skiptabönkunum í hlutafélög. Sam- tökin hvetja jafnframt til þess að skrefið verði stigið til fulls og hluta- bréfin boðin til sölu á almennum markaði. Á MYNDINNI eru standandi f.v. Arnmundur Jónassson, Lyfjum hf, Tryggvi Harðars- son, Islenskri forritaþróun og Bergur Ólafsson, Islenskri forritaþróun, en við borðið sitja þeir Hálfdan Karlsson, Islenskri forritaþróun. Stefán Bjarnason, Stefáni Thorar- ensen hf. og Einar S. Ólafs- son, Farmasíu lif. Nýir aðilar samein- ast Flutningamið- stöð Norðurlands ÁKVEÐIÐ hefur verið að flutninga- fyrirtækin Stefnir hf. á Akureyri og Oskar Jónsson & Co. hf. á Dalvík gangi til liðs við Kaupfélag Eyfírð- inga og Samskip hf. um rekstur Flutningamiðstöðvar Norðurlands hf. Hin nýja sameinaða rekstrarein- ing verður sú stærsta sinnar tegund- ar á Norðurlandi og mun bjóða við- skiptavinum sínum fjölbreytta flutn- ingaþjónustu. Flutningamiðstöð Norðurlands var stofnuð í ársbyijun 1994, en hún tók við þeim verkefnum sem skipaaf- greiðsla KEA sinnti áður. Fyrirtækin tvö sem sameinast rekstri flutningamiðstöðvarinnar eru bæði rótgróin á sínu sviði. Óskar Jónsson & Co. hóf akstur á milli Dalvíkur og Reykjavíkur árið 1950 og Stefnir hf. hefur haldið uppi föst- um ferðum á miili Akureyrar og Reykjavíkur í 40 ár. „Markmiðið með því að sameina krafta þessara þriggja fyrirtækja er að bjóða fyrir- tækjum og einstaklingum á Norður- Iandi betri þjónustu en nokkru sinni fyrr. Flutningamiðstöð Norðurlands getur nú boðið viðskiptavinum sínum heildarlausnir á sviði flutningaþjón- ustu og skyldrar starfsemi, hvort sem senda þarf vörur innanlands eða ut- an,“ segir í fréttatilkynningu frá Samskipum. Þjónustan Flutningamiðstöð Norðurlands mun reka vöruafgreiðslur á Akureyri og sinna þar afgreiðslu skipa Sam- skipa, löndunarþjónustu fyrir físki- skip, þjónustu við skemmtiferðaskip, gámaflutningum, almennum vöru- flutningum, fískflutningum, tollskja- lagerð, vörugeymslu, vörudreifingu o.fl. Einnig verður rekin vöruaf- greiðsla á Dalvík. Boðið verður upp á fastar ferðir á milli Norðurlands og Reykjavíkur a.m.k. tvisvar á dag, alla virka daga. í fréttatilkynningunni er tekið frma að Flutningamiðstöð Norðurlands muni leggja sérstaka áherslu á lönd- unarþjónustu við togara og fiskiskip á Akureyri. VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF DAGBÓK Ráðstefna um iðn- greinar WNORRÆNA iðnráðið efnir til ráðstefnu um málefni nor- rænna iðngreina, sérstaklega þeirra fámennu, við lýðháskól- ann í Leksand í Svíþjóð 17.-19. júní nk. Tilgangur ráð- stefnunnar er að koma á sam- vinnu- og upplýsinganeti á sviði iðn- og handverksmenntunar á Norðurlöndum. Norræna ráð- herraráðið ákvað í ár að ýta af stað verkefni í tengslum við fá- mennar iðngreinar. Ráðstefnan er því haldin í samvinnu við Norræna ráðherraráðið, Vinnu- hóp um fámennar iðngreinar og Norræna iðnráðið. Ráðstefnan í Leksand er ætl- uð fagmönnum einstakra greina, fulltrúum fagfélaga, fulltrúum menntamála, iðn- skólakennurum og fulltrúum atvinnulífsins. Af hálfu íslands taka menntamálaráðuneytið og Samtök iðnaðarins þátt í verk- efninu. Frekari upplýsingar veita Þórleifur Jónsson og Ingi Bogi Bogason hjá Samtökum iðnaðarins. Endurmennt- unarstofnun WINTERNET og viðskipti er heiti námskeiðs sem Endur- menntunarstofnun Háskóla Islands heldur 16. maí nk. kl. 16-20. Leiðbeinandi verður Anna Clyde, dósent. WMAT á umfangi hugbún- aðarverkefna er heiti nám- skeiðs sem Endurmenntunar- stofnun Háskóla Islands held- ur 17. og 18. maí nk. kl. 8.30- 12.30. Leiðbeinandi verður Irw- in Fletcher. RAðstefnuskrifstofa Islands SÍMII 626070 - FAX 626073

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.